Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Af sigri og hroka Um sambrœðinginn til vinstri og hlutskipti Alþýðuflokksins, styrka stöðu Sjálfstæðisflokksins og tvískinnung Ingibjargar Sólrúnar. Það var eins og við var að búast. Allir for- ystumenn stjórnmála- flokkanna telja sína menn hafa borið sig- ur úr býtum í sveitarstjómar- kosningunum! Sjálfsagt hafa þeir allir yfir einhverju að gleðj- ast, hver á sinn hátt - og sumir gleðjast yfir litlu. En er ekki fulllangt gengið þegar formað- ur Alþýðubandalagsins telur sér trú um að „sigurinn [séj meiri en tölumar segja“? R-listamenn hafa vissulega ástæðu til að gleðjast og sam- eiginlegt framboð vinstri manna víða á landinu er að sönnu mikill VIÐHORF áfangi. Það Eftir Jakob F. nær samt Ásgeirsson engn att að kalla úrslitin á landsvísu sigur fyrir samfýlk- inguna. Niðurstöður kosning- anna gefa alls ekki tilefni til vinstri bjartsýni. Með örfáum undantekningum náðu hinir sameiginlegu listar ekki at- kvæðamagni A-flokkanna og Kvennalistans í síðustu kosn- ingum og sums staðar töpuðu þeir stórt. 1 stærstu byggðar- lögunum utan Reykjavíkur, þ.e. Kópavogi, Hafnarfirði, Akur- eyri, Reykjanesbæ, Garðabæ og Seltjamamesi, fær sameigin- legt framboð lítinn hljómgmnn. Kosningaúrslitin sýna, eins og við var að búast, að hluti Alþýðuflokksfylgisins fer yfir til Sjálfstæðisflokksins við sameig- inlegt ffamboð vinstri manna. Samfylkingarferlið er því í rauninni í lausu lofti eftir þess- ar kosningar, eins og þeir sam- heijar í félagshyggjunni, Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sig- fússon, hafa bent á. Þrátt fýrir ósigurinn i Reykja- vík er ómögulegt að túlka úrslit sveitarstjómarkosninganna öðmvísi en sem umtalsverðan sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn styrkist í sessi nán- ast um allt land, hefur meiri- hluta í tíu sveitarstjómum og er víðast hvar við stjómvölinn. I Reykjavík heldur flokkurinn 45,2% atkvæða þrátt fyrir að þar hafi verið við að glíma vinsælan borgarstjóra og sameiginlegt framboð annarra flokka. Það er því rétt sem segir í ritstjómar- grein Morgunblaðsins að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi með þessum úrslitum fengið byr í seglin til undirbúnings þing- kosninganna að ári. Raunar má kalla úrslitin mikinn sigur fyrir Davíð Oddsson og stjómarfor- ystu hans. Það er fáheyrt að flokkur sem hefur farið með ríkisstjómarforystu í sjö ár hljóti slíkt brautargengi í sveit- arstjómarkosningum. Önnur meginniðurstaða kosninganna er sú að Alþýðu- flokkurinn er að gufa upp. Á eina staðnum þar sem flokkur- inn bauð fram galt hann afhroð. Annars staðar hefur hann nán- ast verið innbyrtur af Alþýðu- bandalaginu. Og á hinum sam- eiginlega lista í Reykjavík átti Alþýðuflokkurinn ekki kjörinn fulltrúa; sætum hans var stolið af alþýðubandalagsmanni og framsóknarmanni. Forystu- menn Alþýðuflokksins hafa ákveðið að umbótastjórnir með Sjálfstæðisflokknum skuli heyra sögunni til og framtíðin liggi í náðarfaðmi Alþýðubanda- lagsins og síðan í stjómarsam- starfi með Framsókn. Hvað halda alþýðuflokksmenn að verði um frjálslynda efnahags- stefnu þeirra, neytendaáhersl- ur, Evrópuhugsjón og land- búnaðarpólitík í slíku sam- starfi? Það er rétt eins og for- ystumenn flokksins hafi ákveðið að fyrirfara sér til að hefna sín á Davíð! sagði við mig öldrað alþýðuflokkskona. R-listinn er í miklum vanda, þrátt fyrir sigurinn. Framsókn- arflokkurinn gengur væntan- lega úr skaftinu fyrir næstu kosningar, ekki síst ef Ingi- björg Sólrún býður sig fram til þings og tekur að gegna for- ystuhlutverki í stjómarand- stöðu. Og þótt sumir segi að það siðferði Hafnarfjarðarkrata sem Ingibjörg Sólrún hefur inn- leitt í Reykjavíkurpólitíkina, geri henni vissulega auðveldara að starfa á landsvísu með Guð- mundi Ama í forystusveit hins nýja sameiginlega framboðs vinstri manna, hefur trúverðug- leiki hennar beðið geysilegan hnekki eins og 8.000 útstrikan- ir era til vitnis um. Nær fjórðungur kjósenda R-listans lýsti yfir vanþóknun sinni á þeim skollaleik Ingibjargar Sól- rúnar að kalla blákaldar stað- reyndir um fjármál Hrannars B. Arnarssonar „róg“. Það era nefnilega til þeir á vinstri vængnum sem vilja hreinni stjómmálabaráttu, meiri heiðar- leika, ekki það tvöfalda siðferði sem Ingibjörg Sólrún gerðist boðberi fyrir í kosningabarátt- unni. Hroki borgarstjórans og tvískinnungur í málflutningi er vissulega umhugsunarefni. Fyrst lýsir hún því yfir að annar frambjóðandinn sem reyndi að fela fortíð sína fýrir almenningi hafi ekkert að fela. Hún hafi sjálf skoðað öll gögn og al- menningur geti treyst því að allt sé með felldu. Síðan gerir hún eins og ekkert sé leyni- samning við frambjóðandann um að hann víki af listanum fái hann á sig ákæra! Og heldur svo áfram að kalla kröfuna um að spilin séu lögð á borðið ýmist „ófrægingarherferð" eða „rannsóknarrétt“. Svo þegar hún er spurð um hinar miklu útstrikanir, brosir þessi Machi- avelli íslenskra stjómmála út að eyrum og lýsir yfir ánægju sinni með að kjósendur skuli vilja láta í ljósi skoðanir sínar á einstökum frambjóðendum á listanum! Ingibjörg Sólrún hefur verið staðin að því að hylma yfir málsatvik og reyna að afvega- leiða kjósendur og fjölmiðla í þessu máli, ef ekki beinlínis að segja ósatt frammi fýrir alþjóð. í öðram lýðfrjálsum ríkjum þar sem fjölmiðlar eru aðgangs- harðari ætti stjómmálaforingi sem svo hegðaði sér ekki sjö dagana sæla. Morgunblaðið/Halldór SKORARSTJÓRAR í nýjum háskóla: Erling Jóhannsson, íþróttadeild, Gyða Jóhannsdóttir, leikskóladeild, Guðrún Stefánsdóttir, þroskaþjálfadeild, og Ólafur H. Jóhannsson, grannskóladeild. Nýir og breyttir tímar í Kennaraháskólanum Kennaraháskóli íslands útskrifar fyrsta skipti í júní þroskaþjálfa og leikskólakennara með B.Ed.-gráðu og íþróttakennara. Núna stendur yfir innritun í þennan nýja háskóla ---------------------------------7--------- um kennslu og uppeldisfræði á Islandi. NYR Kennaraháskóli íslands byrjar fyrsta heila skólaái'ið í haust en í janúar voru fjórir skólar sameinaðir undir nafni hans: Fósturskóli ís- lands, Þroskaþjálfaskóli Islands, Iþróttakennaraskóli íslands og Kennaraháskóli Islands. Innritun í skólana lýkur á morgun í aðalbygg- ingu skólans við Stakkahlíð. I lögum um skólann stendur: „Kennaraháskóli Islands er miðstöð kennara- og uppeldismenntunar á Islandi. Kennarháskóli Islands er vísindaleg fræðslu- og rannsóknar- stofnun er veitir nemendum sínum menntun til þess að gegna störfum á sviði kennslu, þjálfunar, uppeldis og umönnunar og til þess að sinna sjálf- stætt fræðilegum rannsóknum á því sviði.“ Fyrstu nemendur Kennara- háskólans útski'ifast í byrjun júní og verða meðal þeirra fyrstu þroskaþjálfarnir og leikskólakennai-- arnir með B.Ed.-gráðu. KHÍ skiptist núna í þrjár deildir: grunndeild, framhaldsdeild og end- urmenntunardeild. Hér verður líti- lega sagt frá grunndeildinni. Leikskólakennarar Grunndeild er skipt í fimm náms- leiðir. Leikskólaskor sem hefur bækistöðvar við Leirulæk í Laugar- dal og var áður Fósturskóli Islands. Inntökuskilyrði er stúdentspróf og önnur sambærileg próf við lok fram- haldsskólastigs eða náms- og starfs- reynsla sem að mati inntökunefndar tryggir jafnan undii-búning. Námið er 90 einingar og lýkur með B.Ed.- gráðu. Námið skiptist í meginatrið- um í uppeldisgreinar, leikskólafræði og sérsvið og er bæði bóklegt og verklegt. Hlutverk leikskólakennara er að efla alhliða þroska barna í samvinnu við foreldra, veita börnum umönnun, búa þeim hollt uppeldisumhverfi og örugg leikskilyrði til að þau fái notið bernsku sinnar. Þroskaþjálfar Þroskaþjálfaskor er með bækistöðvar í Skipholti 31 og er stúdentspróf og önnur sambærileg próf inntökuskilyrði, eða náms- og starfsreynsla. Nemendur taka 90 einingar og Ijúka með B.Ed.-gráðu. Meginþætth- námsins skiptast í heil- brigðisgreinar, uppeldisgreinar, list- og verkgreinar og skipulögð vinnu- brögð og er bæði bóklegt og verk- legt. Þroskaþjálfaskor KHÍ var áður Þroskaþjálfaskóli íslands. Þroskaþjálfai- stai-fa að þjálfun, uppeldi og umönnun fatlaðra. Starfs- vettvangur er bæði hjá ríki og sveit- arfélögum og felur starfssviðið í sér stjórnun, skipulag og framkvæmd þroskaþjálfunar á þjónustustofnun- um fyrir fatlaða, auk þess stuðning og ráðgjöf í þroskaþjálfun við fjöl- skyldur fatlaðra. fþróttakennarar íþróttaskor hefur bækistöðvar sínar á Laugarvatni og var áður Iþróttakennaraskóli Islands. Inn- tökuskilyrði eru stúdentspróf og önnur sambærileg próf eða náms- og starfsreynsla. Einnig þurfa nemend- ur að vera vel hæfir til íþróttaiðkana. Námið er 90 einingar en 30 einingum var bætt við það og gerir það nem- endum kleift að ljúka með B.Ed.- gráðu. Námið skiptist í uppeldis- greinar, líffræðigreinar, íþróttú og valgreinar og er bæði bóklegt og verklegt. Á Laugarvatni er heimavist fyrir nemendur, góð aðstaða til íþróttaiðk- ana, bókasafn, lesstofa og tölvukost- Grunnskólakennsla Grunnskólaskor felur í sér þriggja ára háskólamenntun fyrir grunn- skólakennara og er hvert námsár 30 einingar. Inntökuskilyrði er stúdentspróf, sambærileg próf eða reynsla sem vegin er af inntöku- nefnd. Einnig er krafist lágmarks- kunnáttu í íslensku. Náminu lýkur með B.Ed.-gráðu og skiptist í upp- eldisgreinar, kennarafræði og kjör- svið. Nám á kjörsviði fer fram á öðru og þriðja námsári. Vettvangsnám, þar sem nemar spreyta sig á kennslu og kynnast daglegum störfum kennar- ans af eigin raun, er mikilvægur lið- ur í náminu. Starf kennara er m.a. að fræða nemendur og styðja þá til aukins þroska í lífmu. Mikilvægur þáttur í starfi þeirra er samvinna við fjöl- skyldur nemenda um uppeldi og þroska. Ábyrgð fylgir starfinu því áhrifin á nemendur geta verið mikil. Fjarnám og framhalds- skóladeild Fimmta námsleiðin í grunndeild er framhaldsskólaskor og er fyrir þá sem hljóta annars staðar tilskilda menntun í kennslugreinum. Skilyrði til inntöku eru menntun í kennslu- grein, einkum list- og verkgrein. Námið er 30 einingar og skipulagt sem hlutanám í tvö ár. Fjarnám hefur farið vaxandi og er nú stundað í leikskólaskor sem hlut- anám i fjögur ár. Almennt kennar- anám til B.Ed.-gráðu er hægt að taka á fjórum og hálfu ári í fjarnámi. Búið er að taka inn nemendur í fjarnám fyrir næsta skólaár sem hefst í júní og ágúst. Einnig er hægt að stunda framhaldsskólaskor í fjarnámi á tveimur árum. ur. Foreldrar barna í Melaskóla funda FORELDRAR barna í Mela- skóla í Reykjavík standa fyrir fundi á morgun kl. 17.15 í skólan- um um byggingarmál. Foreldr- arnir hafa m.a. áhyggjur vegna þess að fyrirhugað er að flytja burtu lausar kennslustofur, sem ganga undir nafninu Melakot. Hraði framkvæmda við nýbygg- ingu skólans verður til umfjöllun- ar en gert er ráð fyrir að kennt verði í nokkrum stofum nýja skólans þótt hann verði enn í byggingu. Á fundinum verða skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Melaskóla og einnig Gerður Oskarsdóttir fræðslustjóri, Sigrún Magnús- dóttir borgarfulltrúi, Ogmundur Skarphéðinsson arkitekt og Rún- ar Gunnarsson á byggingardeild borgai-verkfræðings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.