Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 50
^Fp FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Maðurinn minn,
SIGURÐUR HELGASON
hæstaréttarlögmaður,
fyrrverandi bæjarfógeti á Seyðisfirði
og sýslumaður Norður Múlasýslu,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans þriðju-
daginn 26. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd vandamanna,
Gyða Stefánsdóttir.
er látinn.
+
GUÐMUNDUR M. KRISTINSSON
skipstjóri
Inga Sigurjónsdóttir,
Garðar Guðmundsson, Sigrún Kristín Guðmundsdóttir.
+
HULDA KRISTJÁNSDÓTTIR
lést á elliheimilinu Grund þriðjudaginn 26. maí.
Aðstandendur.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
Vfðihlíð,
Grindavík,
áður Sólheimum 14,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 21. maí sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Við þökkum af alúð öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug og samúð við
andlát og útför hennar.
Sérstakar þakkir til Guðnýjar Sæmundsdóttur fyrir veitta aðstoð.
Innilegar þakkir til starfsfólks Víðihlíðar fyrir góða umönnun.
Gísli Þórðarson,
Jón Þórðarson, Helena Ólafsdóttir,
Björk Þórðardóttir,
Aðalheiður Finnbogadóttir,
Ásgerður Óskars Lauritsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengafaðir og afi,
EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON
sjómaður,
er lést á Stapafelli fimmtudaginn 21. maí sl.,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 29. maí, kl. 13.30.
Jarðsett verður í Borganeskirkjugarði sama dag.
Ágústa Einarsdóttir, Ríkharður Mýrdal Harðarson,
Alexander Jarl Ríkharðsson,
Gabríela Sól Ríkharðsdóttir,
Kristján Einarsson,
Kolbeinn Tumi Kristjánsson,
Hafdís Einarsdóttir, Albert,
Una Albertsdóttir,
Jóhanna Birna Einarsdóttir, Leifur Guðmundsson,
Aníta Brá Leifsdóttir,
Björn Hjörtur Einarsson.
+
Okkar ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
RÍKARÐUR SUMARLIÐASON
fyrrv. yfirdeildarstjóri
hjá Pósti og síma,
Ástúni 8,
Kópavogi,
lést á Landakotsspítala sunnudaginn 24. maí.
Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
dag, fimmtudaginn 28. maí, kl. 13.30.
Sigrún Einarsdóttir,
Tómas Ríkarðsson, Steinunn Arnórsdóttir,
Ágústa Ríkarðsdóttir, Gunnlaugur Nielsen,
Ríkarður Ríkarðsson, Friðbjörg Sif Grétarsdóttir,
Einar Már Ríkarðsson
og barnabörn hins látna.
EGGERT
BOGASON
+ Eggert Bogason
fæddist á Laug-
ardælum í Hraun-
gerðishreppi í Ár-
nessýslu 4. ágúst
1931. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 19. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Bogi Eggertsson,
bóndi í Laugardæl-
um, síðar verkstjóri
í Áburðarverk-
smiðju ríkisins, f.
25.11. 1906 í Laug-
ardælum, d. 22.7.
1987, og kona hans Hólmfríður
Guðmundsdóttir, frá Læk í
Hraungerðishreppi, f. 31.12.
1906, d. 27.3. 1972. Bogi var
sonur hjónanna Eggerts Bene-
diktssonar bónda og alþingis-
manns í Laugardælum og
Guðrúnar Sólveigar Bjarna-
dóttur, Hólmfríður var dóttir
Guðmundar Snorrasonar vega-
vinnuverksljóra og bónda á
Læk og Sigríðar Bjarnadóttur.
Systkini Eggerts voru: Guð-
mundur, f. 7.6. 1930, d. 16.10.
1945, Benedikt, f. 17.9. 1933, d.
30.6. 1989, verkfræðingur og
alþingismaður, var kvæntur
Unni S. Magnúsdóttur. Hún lifir
mann sinn. Sigurður Gunnar, f.
16.4. 1939, bifreiðastjóri. Var
kvæntur Birnu Einarsdóttur.
Guðmundur, f. 20.9. 1945,
grafískur hönnuður og bifreiða-
stjóri, kvæntur Sóleyju Ragn-
arsdóttur, myndlistarkennara.
Guðrún, f. 26.11. 1947, skrif-
stofumaður, í sambúð með Egg-
erti Haukdal, fyrrverandi
alþingismanni. Ragna, f. 26.11.
1947, skrifstofumaður, er gift
Viðari Halldórssyni, fram-
kvæmdasljóra.
Eggert kvæntist 22. septem-
ber 1958 Þórunni Þorgeirsdótt-
ur, f. 10. febrúar 1930, dóttur
Þorgeirs G. Eyjólfssonar og
Hólmfríðar
Guðjónsdóttur. Þau
slitu samvistum.
Börn þeirra eru: 1)
Bogi, f. 3.12. 1954,
bifreiðarstjóri, sam-
býliskona var Þóra
Bjamadóttir, börn
þeirra: Þórunn Eva,
Júhanna Rut og
Eggert Bjarni.
Fósturbörn Boga
eru Bjarnhildur og
Ólöf Olafsdætur. 2)
Guðmundur Þor-
geir, f. 23.2. 1957,
teppalagnignamað-
ur, sambýliskona var Birna
Jensdóttir, börn þeirra eru:
Valgeir, Hólmfríður Harpa,
Sævar Karl, Þórarinn Rafn og
Marta Bára. 3) Hólmfríður,
húsmóðir, f. 15.4. 1958. Maki
Helgi Helgason, f. 16.8. 1956,
flokkstjóri. Börn þeirra eru:
Helgi, Stefán, Eggert Öm og
Inga Rut. 4) Stefanía, f. 16.12.
1965, förðunarmeistari.
Eggert fluttist með foreldr-
um sinum frá Laugardælum
1936, og ólst að mestu upp í
Laugardalnum í Reykjavík.
Hann stundaði hefðbundið nám
í barna- og unglingaskóla, síðan
hóf hann nám í Iðnskólanum f
Reykjavik og nam húsgagna-
smíðar, hann lauk sveinsprófi
árið 1953 með miklum ágætum
og vann til verðlauna í nokkmm
greinum. Hann vann hjá
nokkmm húsgagnaverkstæðum
í Reykjavík, þar á meðal hjá
Meiði og Heimilisprýði, en
stofnaði fljótlega sitt eigið fyr-
irtæki Húsgagnaverkstæði
Eggert Bogasonar og rak það
til dauðadags. Eggert hafði
mikið yndi af hestum og
stundaði hestamennsku meðan
heilsan leyfði.
Útför Eggerts fer fram frá
Langholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Okkur kæri bróðir og mágur Egg-
ert Bogason andaðist á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hinn 19. maí síðast-
liðinn, eftir erfiða sjúkrahúslegu og
langvinn veikindi.
Mínar fyrstu minningar um Egg-
ert bróður minn eru þegar hann setti
plötu á fóninn, hallaði sér aftur í stól,
lygndi aftur augunum og hlustaði á
óperutónlist eða aðra klassíska tón-
list sem hann hafði mikið yndi af.
Sérstakar mætur hafði hann á hinum
frægu tenórsöngvurum nútímans
Pavarotti, Placido Domingo og Car-
reras, og ekki má gleyma 9. sin-
fóníunni eftir Beethoven. Ég tel það
honum að þakka að ég kann að meta
þessa tegund tónlistar við hlustun
allt frá blautu barnsbeini. Einnig
Legsteinar
Lundi
, v/Nýbýlaveg
SÓLSTEINAR 564 4566
minnist ég þess sem lítil stúlka, hvað
mér þótti alltaf gaman hve glatt var
á hjalla á spilakvöldum sem Eggert
hélt heima með vinum sínum. Þá
sýndi hann mér þá þolinmæði að
leyfa mér að fylgjast með þeim vin-
um spila svona rétt fyrir háttinn.
Eggert hafði einnig mikið yndi af
hestum og umgekkst þá frá
barnæsku. Hann var mjög góður í
reiðmennsku, hafði músíkina og reið-
mann í sér. Komst hann mjög vel í
samband við hestinn og náði út úr
honum mikilli mýkt og góðum gangi.
Hann náði því sem flestir hestamenn
sækjast eftir, góðu samspili milli
manns og hests. Ekki var hann síðri
í að laða hrossið að sér í haga og að
venja það á bás með natni sinni.
Eggert ferðaðist líka talsvert á hest-
um um landið. Mér er minnisstætt
þegar Eggert, ásamt foreldrum okk-
ar, fóru á fyrsta Evrópumót ís-
lenskra hesta árið 1970, sem haldið
var í Þýskalandi, ferðuðust þau
einnig um landið, og höfðu mikla
ánægju af.
Gamlársdagur hefur alltaf verið
sérstakur dagur hjá okkur systkin-
unum. Þennan dag átti móðir okkar
afmæli, og kom öll fjölskyldan saman
heima hjá foreldrum okkar og var
verið frameftir kvöldi. Þetta voru
mjög ánægjulegar samverustundir.
Eftir að mamma lést héldum við
uppteknum hætti, hittust fjölskyld-
urnar hver hjá annarri, lengst af hjá
Benedikt bróður meðan hann lifði.
Eggert naut sín vel, sérstaklega þeg-
ar komið var að því að skjóta upp
flugeldum, hann lumaði alltaf á
myndarlegum flugeldapakka. Hann
lifnaði allur við og varð eins og ung-
ur strákur við að sjá ljómann í aug-
um barnanna yfir allri dýrðinni.
Eggert hafði hlýtt hjai-talag og
var með drengskaparlund en afar
dulur maður, alltaf samkvæmur
sjálfum sér, með léttan og skemmti-
legan húmor. Hann var afar bóngóð-
ur, alltaf var hægt að leita til hans ef
gera þurfti við húsgögn eða lagfæra
eitthvað. Fórst honum það með af-
brigðum vel úr hendi, hann hafði
næmt auga fyrir litasamsetningu og
hafði listagott handbragð og var afar
vandvirkur. Hann var mjög góður
teiknari, það hafa legið margar
skopteikningai- eftir hann frá yngri
árum. Hann var einnig mjög hagur í
útskurði og skar út ýmsa skemmti-
lega muni. Meðal muna sem hann
gerði mikið af var skóhorn í konulíki,
sem hann af kankvisi sinni kallaði
Skvísuna.
Eggert lenti í alvarlegu bif-
reiðaslysi sumarið 1985 og slasaðist
mikið. Þá urðu mikil kaflaskil í lífi
hans. Uppfrá því fór heilsu hans að
hraka verulega, hann hætti að geta
stundað hestamennskuna að ein-
hverju ráði, en kom samt upp í hest-
hús öðru hvoru, þar var Guðmundur
sonur hans með sína hesta og
annaðist gömlu klárana hans. Hann
naut þess að koma í hesthúsið og
gefa hestunum brauð, dunda sér við
að klappa þeim og kemba.
Ekki má láta staðar numið án þess
að minnast með þakklæti á þá um-
hyggju og hlýju sem börnin hans
sýndu honum eftir slysið og í veik-
indum hans, og þá sérstakega Hólm-
fríður og Stefanía dætur hans. Vöktu
þau yfír honum síðustu sólarhring-
ana sem hann lifði. Við hjónin vott-
um ykkur og öllum þeim sem syrgja
Eggert okkar dýpstu samúð. Megi
guð styrkja ykkur í sorg ykkar.
Blessuð sé minning Eggerts
Bogasonar og megi guð varðveita
hann.
Ragna Bogadóttir,
Viðar Halldórsson.
Minn besti vinur Eggert er farinn
í sinn síðasta reiðtúr. Áreiðanlega
þeysti hann á einum af sínum
gæðingum yfir móðuna miklu. Hest-
ar og allt þeim viðkomandi var hon-
um og hans fjölskyldu þeirra líf og
yndi. Ég kynntist Eggerti þegar ég
kom til Reykjavíkur í skóla fyrir hál-
fri öld. Við vorum sambekkja í Ingi-
marsskólanum og síðar báðir í
Iðnskólanum í Reykjavík. Oft var
komið á hans æskuheimili að Laug-
arlandi, þar var mér alltaf tekið opn-
um örmum af allri fjölskyldunni.
Oft var farið í reiðtúra eða hlustað
á sígilda tónlist, þá helst Jussi Björl-
ing, Carúsó eða Stefán íslandi. Ég
tel mig meiri mann að hafa átt Egg-
ert sem vin, því tryggari félaga hef
ég ekki átt.
Eggert minn, ég kveð þig, vinur,
með þessum fáu línum.
Börnum og ættingjum sendi ég
mína dýpstu samúð.
Pétur Árnason.
Suðurhlíð 35 ♦ Súni 581 3300
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri ötfararstjóri
Útfararstofa íslands
LEGSTEINAR
í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum
við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir
legsteina og minnisvarða úr íslenskum
og erlendum steintegundum.
Verið velkomin til okkar eða
hafið samband og fáið myndalista.
Íi S.HELGASON HF
ISTEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410
Allan sólarhringinn.