Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 27
30 einstak-
lingar
klæðast
listaverkum
MYNDLISTARMAÐURINN
Ráðhildur Ingadóttir fer óvenju-
lega leið í framsetningu njjustu
verka sinna; verka sem íjalla um
tímakeilur og verða á kjólum og
bolum sem þrjátíu manneskjur
klæðast í Evrópu og Bandaríkjun-
um frá miðjum maí til miðs júní
1998. „Sýningin" er unnin í fram-
haldi af röð bréfa sem Ráðhildur
hefur dreift og sent til einstak-
linga reglulega á síðustu tveimur
ánim sem ætlað er að vekja fólk
til umhugsunar um ferli himin-
tunglanna og eðli alheimsins.
Verk sem kveikja „fallega hugs-
un,“ svo vitnað sé í orð lista-
mannsins.
Ráðhildur hefur áður prentað á
boli teikningar sem lýsa atferli
himintunglanna, og fólk gat keypt
á meðan á sýningunni stóð. Verk-
efnið nú verður með ólíku sniði
þar sem Ráðhildur hefur fengið
til liðs við sig ákveðna einstak-
linga sem klæðast „verkinu," í
ákveðinn tíma og skila síðan flík-
inni aftur til listamannsins ásamt
heimild í formi myndbands og
ljósmynda af sjálfum sér íklædd-
um verkinu við einhverjar þær
aðstæður sem þeir sjáifir kjósa að
lýsa.
Stuðningur fyrirtækja
nauðsynlegur
Ymis fyrirtæki hafa styrkt
verkefnið. Vogue gaf efni í klæðin
og saumaverkstæðið Nælon og
jarðarber sá um að sauma
fatnaðinn og mun síðan selja
fatnað byggðan á verkinu. Þá
lögðu fyrirtækin Umslag ehf.,
Fjölprent, Remazol textíl-litir og
Splitt íþróttafatnaður sitt af
mörkum. Ráðhildur leggur
áherslu á mikilvægi stuðnings
fyrirtækja við samtímamyndlist
þar sem forsendur og fram-
kvæmd listsköpunar hafi mikið
breyst frá því sem var áður og
oftar en ekki sé þetta eini mögu-
leiki listamanna við að fram-
kvæma hugmyndir sínar.
Á korti sem kynnir verkið er
mynd af kuðungi sem Ráðhildur
byggir verkið á. „Þessi kuðungur
hefur milljón megabæta minni.
Ég fékk hann að gjöf frá gamla
geometríukennaranum mínum
Olive Whicher. Kuðungurinn
geymir fortíð, nútíð og framtíð.
Hann býr í dagdraumum um
tímakeilur. Tímakeilur séðar frá
stað utan alheimsins."
Tímahugtakið skynjað með
áþreifanlegum hætti
Hugmyndin um tímakeilur
kemur frá breska heimsfræðingn-
um Stephen Hawking og lýsir
skilyrtu innbyrðis sambandi rýmis
og tíma. Hugmynd sem Ráðhildur
myndgerir í 5 mismunandi teikn-
ingum. Listfræðingurinn Eva
Heisler hefur fjallað um verk
Ráðhildar og segir að með því að
útfæra hugmyndir Hawkings enn
nánar og myndgera, í teikningum
sem byggi á geometrískum út-
reikningum, skynji áhorfandinn
tímahugtakið með áþreifanlegum
hætti. „I nýjasta klæða-verki sínu
notar listamaðurinn mamislíka-
mann til að gangsetja ferli túna-
keiluteikninga, - ímynda sem hún
lýsir sem engu minna og engu
meira en „fallegri hugsun“.“
Ráðhildur hefur lengi unnið
verk sín út frá geómetríu og
heimsfræði. Vegna eðlis verkanna
notast Ráðhildur við miðla sem
hægt er að dreifa, - bréf, póstkort
og fatnað. „Fólk getur orðið vart
við verkin mín víða í umhverfinu
og ekki bara þegar það fer á sýn-
ingar þangað sem það er gagn-
gert komið í leit að slíki'i upplif-
un,“ segir Ráðhildur.
MorgunDladid/Porkell
ÞÁTTTAKENDUR í sýningu Ráðhildar Ingadóttur komnir saman ásamt listakonunni sem sést lengst til hægri. Sýning hennar á tímakeilum
stendur samtimis yfir í Evrópu og Bandaríkjunum frá miðjum maí fram í miðjan júní.
Eintakið þitt bíður þín
á næsta pósthúsi
Nú þarf engan miða til að fá Síma
skrána afhenta.
Þú ferð bara á næsta pósthús eða þjónustu-
stað Símans og nærð í þitt eintak.