Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 33 Meistarar hins danska djass TÓJVLIST llljómdiskar SVEND ASMUSSEN: FIT AS A FIDDLE Svend Asmussen, fíðlu, Jakob Fischer, gítar, Jeper Lundgaard, bassa og Aage Tangaard, trommur. Running wild, Bye bye blaekbird, Take off blues, I love you Porgy, Wrapping it up, Groove merchant, Latino, Coiumbine polka marzurka, The mooche, Prelude to a kiss, A night in Tunisa. dacapo 9429. Upp- taka DDD, Kaupmannahöfn, Linköping, Vaxjö, 1996. Utgáfuár: 1997. Lengd: 63:32. Verð (Japis): 1899 kr. ÞAÐ er kunnara en frá þui-fi að segja að fáir djassleikarar eru vinsælli á Islandi en jöfrarnir tveir af Skjöldungakyni, Svend Asmus- sen og Niels-Henning 0rsted Ped- ersen. Það er því gleðiefni að nýj- ustu diskai' þeirra skuli fást í flest- um betri hljómplötuverslunum á ís- landi. Svend kom í fyrsta skipti til ís- lands 1993 og hafði þá nýstofnað kvartettinn með Jakob Fischer, Jesper Lundgaard og Aage Tang- gaard. Fit as a fiddle er annar disk- ur kvartettsins. Sá fyrri, Fiddling around (Imogena), kom út 1993. Hann var tekinn upp í hljóðveri ólíkt þessum sem hljóðritaður var á tónleikum í Danmörku og Svíþjóð. Sven er haldinn mikilli fullkomn- unaráráttu, sem oft hefur reynst honum skeinuhætt í hljóðverum. Hann hefiu á stundum slípað tónlist sína of mikið og fægt svo djass- augnablikin hafa ekki orðið eins beitt og ella. Á tónleikum lætur hann fleira vaða þó ekkert sé gert sem ekki stenst kröfur meistarans. Ég efa að Svend hafi nokkni sinni leikið með hrynsveit er hæfir hon- um betur en þessi. Þeir félagar ei'u einsog einn maður þó aldurmunur Svends og Jakobs Fischers gítar- leikara sé rúm hálf öld og þessir piltar kunna það sem Svend kann best - að svinga. Flest laganna á þessum diski voru á efnisskrá Svens er hann lék í fyrrasumar í Reykjavík og á Egils- stöðum - klassísku djassverkin The mooche og Prelude to a kiss eftir Duke Ellington, Wrap it up eftir Fletcher Henderson, A night in Tunisia eftir Dizzy Gillespie og Grove merchant eftir Jerome Ric- hardsson svoog gömlu slagararnir Runnin’ wild og Bye, bye blackbird og I love you Porgy úr ópera Gers- hwinsbræðra. Latino eftir Jacob Fischer sömuleiðis. Afturá móti hef ég ekki fyrr heyrt hann leika lag Lumbyes, Columbine polka maz- urka. Take off blues eftir Svend var bæði á dagskrá 1993 og 1997. Þar er þriggja hljóma hefðin brotin á bak aftur og í tónleikaútgáfunni hefur hver sinn sóló, Svend meirað segja tvo - annar strokinn á fiðlustreng- ina samtímis en hinn pikkaður bogalaust. Það er mildl ánægja að hlusta á þennan disk, og aldrei hættir Jakob Fischer að koma manni á óvart í einfóldum en glæsilegum sólóum þarsem hver tónn og hljómur er sem demantur í tónakórónu. Einu fær þó geislinn aldrei komið til skila. Persónutöfrunum sem geisla frá Svend Asmussen og gera hverja tónleika með honum að sérstakri upplifun - þó efnisskráin breytist lítið frá ári til árs. NIELS-HENNING 0RSTED PED- ERSEN: THIS IS ALL I ASK Niels-Henning 0rsted Pedersen, bassa, Ulf Wakenius, gftar og Jonas Johanssen, trommur. Gestir: Oscar Peterson, pianó, Phil Woods, altó- saxófón, Monica Zetterlund og Menguba, söngur. O tysta ensam- hed, I skovens dype stille ro, Traces of the past, Just in time, Summer song, The song is you, This is all I ask, As is, Taking a chance on love, Fantasy in D minor.Verve 539 695-2. Upptaka: DDD, Vanlose 1997. Útgáfuár: 1998. Verð (Skífan) 1.999 kr. THIS is all I ask er annar diskur Niels-Henning er hann hljóðritar fyrir Verve. Hann er byggður upp á sama hátt og fyrri diskurinn, Those who where (Verve). Tríó og gestir. Á Those who where voru gestir aðeins tveir, tenórsaxófónsnilling- urinn Johnny Griffin og sænska poppsöngkonan Lisa Nilsson. Nú eru þefr fjórir. Niels hefur diskinn á útsetningu sinni á sænska þjóðlaginu, 0 tysta ensamhed. Magnaður bassaleikur- inn gefur til kynna það sem koma skal: Noiræna fegurð og sterka sveiflu. Það þarf ekki að hafa mörg orð um fyrsta gest Niels, sjálfan Oscar Peterson. Viðfangsefnið er I skovens dype stille ro sem Niels hljóðritaði með Kenny Drew og út kom á söluhæstu djassplötu Dan- merkursögunnar: Duo (Steep- leChase). Oscar fékk heilablóðfall fyrii' nokkrum árum og hefur orðið að aðlaga stíl sinn lömun í vinstri hendi. Stíll hans er einfaldari og einsog Niels orðar það: „tærari". Oscar hafði lengið langað að leika þetta undurfagra danska þjóðlag, sem hann hafði heyrt Niels leika á ótal hljóðprufum þegar hann var bassaleikari Oscars. Nú rættist draumurinn og Oscar túlkar lagið af næmi, en hann hefur ekki þann norræna tón sem Kenny heitinn Drew, Kaupmannahafnarbúi til langs tíma, bjó yfir. Tvær söngkonur, jafn ólíkar sem dagur nóttu, syngja sitt hvort lagið á diskinum. Hin egypsk/danska Monique syngur Summer song eftir Niels, en það lag var á Jaywalkin’ (SteepleChase), fyrstu breiðskíf- unni er hann gaf út með eigin hljómsveit. Sú útgáfa var notuð í kvikmynd Baldurs Hrafnkels Jóns- sonar um Tryggva Olafsson. Mon- ique er vinsæl poppsöngkona í Dan- mörku og rödd hennar af sólætt- inni, dálítið tilgerðarleg, og ekki jafnast þessi útgáfa á Summer song á við þá fyrri, enda var Jaywalkin’ einstaklega vel heppnuð skífa og ein sú besta er NH0P hefur sent frá sér. Monica Zetterlund hin sænska er afturá móti klassa djass- söngkona og þó hún sé farin að eld- ast er tilfinningin hrein í ópusi Greshwins, Takin’ a chance on love. Þar blæs Phil Wood í altóinn og hann er einnig einleikari í titillagi disksins, This is all I ask eftir Gor- don Jenkins. Þessi yndislega ball- aða er meistaralega blásinn af Woods og ekki er einleikskafli Niels síðri. Af ballöðunum skuluð þið þekkja djassmeistarana. Ulf Wakenius hefur verið gítar- leikari í tríói Niels um árabil, en trommarar margir. Aleks Riel, Al- vin Queen, Adam Nussbaum, Victor Lewis og Jonas Johansen. Jonas er trommari þessa disks og leysir verkið vel af hendi. Ulf á nokkra góða einleikakafla á diskinum en er þó heldur í bakgrunni miðað við það sem gerist á tónleikum tríósins. Þrjú ný verk eftir Niels eru á disk- inum, Traces of the past, As is og Fantasy in D minor, sem er bassa- sóló innblásinn af Bela Bartok. Auk þess leikur tríóið Just in time og The song is you eftir Jerome Kern, ranglega eignað Niels á umslagi. Traces of the past er léttfónkað og As is er í klassískum latínfónkstíl sem tíðkaður var hjá Blue Note á árum áður. Niels er fyrst og fremst ryþmatröll og spunameistari, tón- smíðarnar eru unnar í hjáverkum. Mörg laga hans eru þó grípandi, en ekki býst ég við að þessi fari í flokk með My little Anne, Dancing girls, The puzzle og Petit samba. Allur hljóðfæraleikur á This is all I ask er frábær, en það vantar herslumuninn í tónsköpuninni til að skífan komist í hóp hinna bestu sem Niels hefur sent frá sér. Vernharður Linnet LISTIR KRAFTMIKILL dans hinna ungu dansara NDT 2. Úr verkinu Un Ballo eftir Jirí Kylián, Morgunblaðið/Golli DANSARAR, framkvæmdastjórar og aðrir meðlimir Nederlands Dans Teater 2 og 3 stilltu sér upp fyrir framan Borgarleikhúsið við komuna til landsins í gær. Flokkurinn sýnir í Borgarleikhúsinu í kvöld og annað kvöld. Dans- veisla í Borgar- leikhúsinu DANSARAR Nederlands Dans Teater komu til landsins í gær og sýnir flokkurinn á stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld og annað kvöld. Nederlands Dans Teater er einn virtasti og eftir- sóttasti dansflokkur heims og hefur hlotið frábæra dóma, bæði fyrir frumleg og framsækin verk en einnig fyrir framúrskar- andi túlkun dansaranna, sem eru á aldrinum sautján ára til rúmlega fertugs. Nederlands Dans Teater sam- anstendur í raun af þremur ólík- um hópum dansara sem kallast NDT 1, NDT 2 og NDT 3, og heimsækja tveir hinir síðast- nefndu Listahátíð í Reykjavík að þessu sinni. Á efnisskránni eru fjögur verk. Kvöldið hefst með verkinu Uu Ballo sem Jirí Kylián, listrænn stjórnandi flokksins, samdi sérstaklega fyrir hina ungu dansara NDT 2, en þeir eru allir á aldrinum 17 til 22 ára. Að loknu hinu kraftmikla Un Ballo dansa tveir meðlimir NDT 3 verkið The Old Man and Me, en dansarar NDT 3 eru allir yfír fertugu og eiga að baki glæstan dansferil sem þeir nýta í þessu verki. Danshöfundur er Hans van Manen. Þriðja verk kvöldsins er eftir Jirí Kylián og ber nafnið Compass og er einnig dansað af NDT 3. Fjórða og síðasta verk kvöldsins er Mellantid eftir sænska danshöfundinn Johan Inger, dansað af NDT 2. EYJÓLFUR ásamt eigendum gallerísins Art Diana. EYJÓLFUR Einarsson sýndi mál- verk og grafík í Gallerí Art Di- ana í Helsinki í janúar síðast- liðinn. Galleruð er til húsa í sama húsi og íslenska sendiráðið. Fjöl- menni var við opnun og hélt Hannes Heimisson forstöðumað- ur sendiráðsins ræðu og kynnti listamanninn. I Helsingin Sanomat, stærsta dagblaði Finnlands, skrifar gagn- rýnandinn Anne Rouhiainen grein um sýninguna þann 16. janúar. Eyjólfur í Art Diana Þar ber hún verk Eyjólfs saman við verk nokkurra annarra mál- ara sem sýndu mn sama leyti og segir m.a.: „Málvek íslendingsins Eyjólfs Einarssonar í Art Diana eru fullkomlega frábrugðin ofan- nefndum málverkum. Blanda abstraksjónar, þekkjanlegra og symbólískra hluta fæst við rými landslagsins á nýstárlegan hátt: sjóndeildarhringur rennur með speglum sjávar saman við alheim- inn, skilningur á þyngdarlögmál- inu umturnast og himinninn þyugslast þyngri en jörðin. Með fábrotnum táknum og litum sam- einar hann gömul og ný symból. Það er erfitt að segja til um hvort krossarnir hanga á himninum eða svífa“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.