Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 31
MORGUNB LAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 31 Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson FRÁ tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands ásamt kór heimamanna. Sinfóníuhlj ómsveitm á Hvammstanga Hvammstanga. Morgunblaðið. SINFÓNIUHLJÓMSVEIT íslands hélt tónleika í Félagsheimilinu á upp- stigningadag, en heimsóknin var á vegum Tónhstarfélags V.-Hún. Voru tónleikarnir vel sóttir og hljómsveit- inni fagnað innilega. Stjórnandi vai' Bernharður Wilkingson og konsert- meistari Guðný Guðmundsdóttii'. Hljómsveitin vai- skipuð um 50 hljóðfæraleikurum. Fyrir hlé lék hljómsveitin Sinfóníu nr. 7 í d moll op. 70 efth- Antonin Dvorka. Efth' hlé söng blandaður kór heimamanna, um 40 manna, fjögur lög með hljómsveitini. Fyrst var sunginn þjóðsöngurinn, þá Ave verum coipus efth' Mozart, þá Þótt þú langfórull legðir eftir Sigvalda Kaldalóns og loks Fangakórinn úr óperunni Nabucco eftir Verdi. Alls voru þá á sviði Félagsheimilisins um 90 manns. Tónleikunum lauk síðan með léttri sveiflu hljómsveitarinnar, er hún lék vals eftir A. Khatchatur- ina og Dans trúðanna efitr B. Smet- ana. Hljómsveitin lék svo tvö aukalög fyi'h' þakkláta áheyrendur. Það munu vera 25 ár síðan Sin- fóníuhljómsveit Islands kom til Hvammstanga, en stjórnendur höfðu orð á að svo langur timi mætti ekki líða þar til næst yrði komið. Kórfélagar lýstu mikilli ánægju yfir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í svo skemmtilegum tónleikum. Ljós á líðan Park- insonsjúklinganna BÆKUR Fræðslurit PARKINSONVEIKI Höfundar: Henning Pakkanberg og Erik Dupont. Þýðendur úr dönsku: Arnfríður Arnmundsdóttir og Jónas Gíslason. PARKINSONSAMTÖKIN á ís- landi voru stofnuð fyrir 15 árum, nánar tiltekið 3. desember 1983. Samtökin eru meðlimir í norrænum samtökum Parkinsonsjúklinga og sömuleiðis í Evrópusamtökum sem standa að rannsóknum á Parkinson- veiki. Tilgangur samtakanna er m.a. að aðstoða Parkinsonsjúklinga og aðstandendur þehra við að leysa þann vanda sem sjúkdómnum fylgir, bæta þekkingu almennings á sjúk- dómnum og styðja rannsóknir á hon- um. Samtökin halda almenna félags- fundi og gefa út fréttabréf. Þau hafa opnað þjónustumiðstöð að Lauga- vegi 26 í Reykjavík. Foi-mála að fræðsluritinu skrifar Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir læknh', og tek ég undir þau orð hennar að það sé lofsvert framlag hjá Parkin- sonsamtökunum á íslandi að standa að þessari útgáfu. Hún bendir á að tilfinnanleg þörf hafi verið á bók sem þessari, ekki einvörðungu til að fræða sjúklinga og ættingja þeirra heldur einnig til að upplýsa starfs- fólk á stofnunum þar sem Parkinson- sjúklingar vistast tímabundið eða varanlega. Við þetta vil ég bæta því að starfsfólk í heilsugæslunni getur ekki síður haft gagn af því að lesa þetta rit. Margir Parkinsonsjúkling- ar vistast tímabundið eða varanlega á stofnunum, en fjöldi þeirra nýtur einnig heimahjúkrunar eða leitar til sinna heimilislækna. I bókinni er fyrst farið yfir ýmsan fróðleik um sjúkdóminn, gerð og starfsemi heilans, efnabreytingai' sem verða í heila sjúklinga, út- breiðslu Pai'kinsonveiki, félagsleg áhrif og hugsanlegar orsakh'. Þá er farið yfir helstu sjúkdómseinkenni, hvernig þessi sjúkdómur Iýsir sér í upphafi og einkenni sem honum geta fylgt, bæði algeng og sjaldgæf. Þessu næst er sagt frá því hvernig sjúkdómurinn er meðhöndlaður, sagt frá algengustu lvfjum og lýst skurðaðgerðum sem reyndar hafa verið, raflost, sjúkra- og iðjuþjálfun og talkennslu. Ritinu lýkur svo með því að farið er skipulega yfir ýmis at- riði í daglegu lífi og gefin góð ráð, ekki síst um mataræði og hreyfingu. Mér fannst ég rekast á margt í þessari bók sem varpar betra ljósi á Ííðan fólks sem haldið er þessari veiki. Hjá mörgum er hún væg, breytist lítið árum saman og fólk getur sinnt sinni vinnu, séð um sig sjálft og lifað nokkuð eðlilegu lífi. Aðstandendur lenda oft í miklum erfiðleikum þegar langvinnur sjúk- dómur sem þessi heldur innreið sína og bent er á í ritinu að það sé bjarn- argreiði að hjálpa sjúklingnum með hvað eina sem erfitt kann að reynast, því mikilvægt er að fólk sé fært um sem flesta hluti sem lengst. Sjúkdómurinn dregur nafn sitt af enskum lækni, James Parkinson, sem lýsti einkennum sjúkdómsins 1817 í grein sem hann kallaði ,An essay on the shaking palsy“. Þar var fyrst og fremst lögð áhersla á tvö aðaleinkenni af þremur, skjálfta og hægar hreyfingar. Það var síðan Chai-cot sem síðar á sömu öld bætti þriðja einkenninu við, en það var stirðleiki í hreyfmgum. I aðalatriðum má segja að bókin sé auðlesin, skiljanleg og kærkomin. I henni er talsvert af prentvillum og virðist eins og prófarkalestur hafi farið nokkuð úr böndunum en ég tel fræðsluritið vera Parkinsonsamtök- unum á Islandi til sóma og veit að fjölmargir eiga eftir að lesa það spjaldanna á milli. Katrín Fjeldsted Tónlistarskóli Garðabæjar frumsýnir Brúðkaup Figaros ATRIÐI úr Brúðkaupi Figaros í uppfærslu Tónlistarskóla Garðabæjar. Brúðkaup Figaros í Garða- bænum TÓNLISTARSKÓLINN í Garðabæ frumsýnir Brúðkaup Figaros eftir W.A. Mozart, föstudaginn 29. maí ld. 20 í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju. Óperan verður sýnd í fullri lengd og er þetta lokaverkefni Tónlistarskólans á þessu vori. Þetta er veigamesta verkefni skólans til þessa í 34 ára sögu hans og frumkvöðull og stjórn- andi þessarar viðamiklu sýning- ar er Snæbjörg Snæbjarnar- dóttir. Hún hefur um margra ára bil verið aðalkennari við söngdeild skólans og útskrifað fjölda nemenda sem margir hverjif starfa nú við óperuhús víða um heim. Leiksljóri sýn- ingarinnar er Hrafnhildur Hagalín og píanóleikarar eru Valgerður Andrésdóttir og Kol- brún Ósk Óskarsdóttir. I öllum aðalhlutverkum eru nemendur Snæbjargar og nokkrir kennarar skólans. Með helstu hlutverk fara: Benedikt Elfar, Figaro, Margrét Ásgeirs- dóttir, Susanna, greifinn af Almaviva, Gunnar Kristmanns- son og Jóhann Stefánsson, með hlutverk greifynjunnar af Almaviva fara þær Margrét Perla Leifsdóttir og Jóhanna Héðinsdóttir. Alls taka um 40 manns þátt í þessari uppfærslu og tengjast allir Tónlistarskóla Garðabæjar á einn eða annan hátt. Óperan Brúðkaup Fígarós var frumflutt í Vínarborg árið 1786 og er talin eitt mesta snilldarverk þessa mikla tónskálds. Höfundur handrits var Italinn Lorenzo da Ponte, en efnið er fengið frá leikritinu „La folle journée, ou Le mari- age de Figaro" frá 1778 eftir Frakkann Pierre-Augustin Car- on de Beaumarchais (1732-99), en bannað var að sýna leikritið í París og Vínarborg vegna þeirrar ádeilu sem þar kemur fram á aðalinn. Da Ponte og Mozart milduðu verkið, en samt var það talið á mörkum þess að vera boðlegt þegar það var frumflutt. Fyrirhugaðar eru þrjár sýn- ingar og verður önnur sýning miðvikudaginn 3. júní og þriðja sýning föstudaginn 5. júní, kl. 20 báða dagana. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og eru til sölu á skrifstofu skólans í Smiðsbúð 6 í Garðabæ, frá kl. 18, og í Kirkjuhvoli sýningar- dagana. 10 tíma kort kynrúngarverði kr. 3.700. Engar timatakmarkanir staðurJýrirÞte | Jsb kort veitir I 30% afslátt i ljós Sumarkortið .‘5j;i mánnóa kort á 7200.- (iilda I'i'á 1 (I - .‘50 S 1008 eysjutimar Jsb tímar, púlsinn upp irautir, þrekliestar ofl Fa. heilsusturtur. Munið að endurnýja JSB kortið! Lágmúla 9 • Stmí 581 3730
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.