Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 4 \ AÐSENDAR GREINAR Hálendið okkar HALENDISFRUM- VARPIÐ umdeilda, þar sem skipta á hálendi okkar Islendinga í ræmur og afhenda það nokkrum framsóknar- mönnum, er að mínu mati með slíkum ólíkindum að ég hefði satt að segja ekki getað ímyndað mér að það væri í alvörunni. Því miður virðist sú vera raunin á. Framsóknar- menn virðast vera býsna margir í sjálf- stæðisflokknum og kveður svo rammt að því að ég held að við ættum að fela Kára Stefánssyni og hans fólki að fmna þetta framsóknargen sem virðist nú tröllríða þeim flokki. (Hvar voru þeir hinsvegar þegar heilbrigðis- ráðherra bað um stuðning við þjóðþrifafrumvarp tengt hans fyrir- tæki? Því var frestað gegn vilja meirihluta þjóðarinnar. Það er önn- ur saga og ekkert fallegri.) Eg er fædd á Ströndum og alin Eg er sammála þeim mörgu, segir Vilborg Traustadöttir, sem telja þetta strimla- skipulag á hálendinu Vilborg Traustadóttir algert óráð. upp við ysta haf á Tröllaskaga, ég sakna oft þess sambands sem ég gat haft við landið mitt þegar mér hentaði, sumar sem vetur. Hálendið er þjóðareign okkar allra og eigum við öll okkar tilfinningar til þess og berum ríka og stoltkennda væntu- mþykju til þess. Margir leita sér friðar og hreinlega lækninga þangað, þar er orkan sem streymir frá landinu okkar slík að engin orð eru þess megnug að koma því til skila. Ég átti því láni að fagna að fara stutta ferð að fjallabaki á ágústdegi með góðu fólk í hitteðfyrra. Ég hef sjúkdóm sem plagar mig þónokkuð í seinni tíð og var ég á báðum áttum með hvort ég ætti að leggja í ferðina. Ég fór og sá ekki eftir því, ég nánast hljóp um eins og fjalla- geit eftir þessa ferð og var þó hölt þegar upp var lagt. Þetta var ólýs- anleg upplifun og hef ég æ síðan látið mig dreyma um að fara inn til landsins míns og þiggja orku þess sem er gefin og þegin af svo gagnkvæmri virðingu að orð eru óþörf. Æ, góðu alþingismenn, hlustið nú á fólkið í landinu og gefið hálend- isfrumvarpinu frest og betri um- fjöllun. Ekki keyra það í gegn þvert ofan í vilja langflestra okkar sem kusum ykkur þó til þeirra starfa sem þið nú stundið. Eg er nokkuð viss um það að svona ferð sem ég fór í, yrði ekki jafn árangursrík ef ég verð sífellt að ergja mig yfir því að þessi eða hin landræman hafi verið hrifsuð af þjóðinni með gá- leysislegum hraðakstri á Alþingi Is- lendinga. Ég lýsi ánægju minni með framgöngu stjórnarandstöðunnar en veit að hennar tími rennur út þó málþóf hennar í þessu máli hafi ver- ið frábært! Einnig fannst mér gott hjá borgarfulltrúum sjálfstæðis- flokksins að lýsa samstöðu með þjóðinni og veit að þeir standa við það loforð þó í minnihluta séu og hvet R-listafólk að standa með þeim í því. Þetta mál er svo mikilvægt okkar þjóðarsál að öll pólitík á að víkja, jafnvel framsóknarmennska! Þar gekk allsherjargoðinn fram fyr- ir skjöldu og vakti þjóðina af Þyrni- rósarsvefni er hann vígði hálendið, okkur öllum til handa, hverrar trúar sem við erum. Stjórnarþingmenn! Það eru kosningar eftir eitt ár og ef þið hlustið ekki á okkur núna, mun- um við landsmenn neyða ykkur til þess þá, jafnvel þótt skaðinn verði skeður. Þið getið þá talið svörin nei, nei, nei, við strikamerkingum á há- lendi íslendinga upp úr kjörkössun- um. Höfundur er húsmóðir í Reykjavík. Hver hagnast á arðgreiðslum af bæjarfyrirtækjum? í Morgunblaðinu hinn 23. maí sl. var birt grein undirritaðs um hugmyndir sveitar- stjórnarmanna og alþingismanna um svo- kallaða arðgreiðslu af þjónustufyrirtækjum sveitarfélaga. Því meira sem hugsað er um málið, því betur sést hve vanhugsuð hugmyndin er auk þess sem fyrirhuguð laga- setning mundi brjóta í bága við ákvæði 77. gr. stjórnarskrár lýðveld- isins Islands. Fyrst og fremst ríkissjóð- ur sem hagnast Með arðgreiðslum af þjónustu- fyrirtækjum sveitarfélaga yrði komið á hringflutningi á pening- um frá íbúum sveitarfélags til þjónustufyrirtækis og þaðan til sveitarsjóðs til nota fyrir íbúana. Þessi hringflutningur hefði hins vegar þann mikla ókost, að á leiðinni leggst á upphæðina skatt- ur bæði til ríkisins og sveit- arfélagsins. Tekjur þær, sem íbúinn þarf að afla til að skila ákveðinni upphæð í arð, er því verulega hærri en arðurinn, sem sveitarfélagið fær. Til skýringar má nefna eftirfarandi dæmi. Fyrir hverjar 1.000 krónur sem sveitarfélagið fær í arð frá þjónustufyrirtæki, t.d. hitaveitu eða rafveitu, þarf fyrirtækið með gjaldskrárhækkun að auka tekjur sínar um sömu upphæð að viðbættum virðisaukaskatti, sem er 14,0% af heitu vatni til húshit- Hannes Hólmsteinn Gissurarson Félagi Napóleon? unar en 24,5% af raf- orku til almennra nota. Viðskiptavinur hitaveitu þarf því að greiða 1.140 krónur og viðskiptavinur raf- veitu 1.245 krónur. Til þess að eiga þessa upphæð til að mæta hækkuninni þarf við- skiptavinurinn að afla tekna, sem eftir skatt nemur þessarri upp- hæð. Hitaveitunot- andinn þarf því að afla 1.606 kr. en raf- Gísli orkunotandinn 1.754 Jónsson kr. Eða annars vegar 60,6% og hins vegar 75,4% hærri upphæð en bæjar- sjóður fær sem arðgreiðslu ef miðað er við álagningu skatta 1998 með meðal útsvarsálagn- ingu, 11,61%. Hæsta útsvar- sálagning verður 12,04% og Það er mikil hugsana- skekkja, segír Gísli Jónsson, að bæjarsjóð- ur eigi rétt á arði af fyrirtækjum, sem íbúarnir hafa byggt upp og eiga. mundu því íbúar sveitarfélaga, sem þeirri álagningu beita, t.d. Hafnfirðingar, þurfa að greiða heldur hærri upphæð. Sjá með- fylgjandi töflu. Bæjarstjórn getur ekki verið eignaraðili Það er mikil hugsanaskekkja þegar talað er um að bæjarsjóður eigi rétt á arði af fyrirtækjum, sem íbúarnir hafa byggt upp og í FORYSTUGREIN DV mánu- daginn 25. maí fjölyrðir Össur Skarphéðinsson um kosningasigur R-listans í Reykjavík, þar sem hann jók fylgi sitt frá síðustu kosningum um hvorki meira né minna en 0,6%. Össur lætur þess að vísu ógetið, að eitthvað af þess- ari stórkostlegu fylgisaukningu hlýtur að vera vegna þess, að R- listinn atti kappi við Sjálfstæðis- flokkinn, sem haft hefur stjómar- forystu í sjö ár. Reynslan sýnir, að ífkisstjórnarflokkar eiga undir högg að sækja í byggðakosning- um. Jafnframt sagði Össur, að félagshyggjuflokkur framtíðarinn- ar ætti sinn Napóleon Bónaparti í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Vonandi er það aðeins í hugsun- arleysi, að Össui- velur borgar- stjóranum nýkjöma sama nafn og hinum blóði drifna herforingja frá Korsíku, sem sveik frönsku bylt- inguna, krýndi sjálfan sig keisara, beið ósigur við Waterloo og bar eftir margra ára fangavist beinin á Elínarey. Væntanlega er það líka í ógáti, að Össur stafsetur nafnið á bjargvætti félagshyggjunnar eins og á söguhetju Halldórs Laxness, sem var geðveikur umkomuleys- ingi austur á fjörðum. Sennilegast er, að Össur sé að líkja Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur við enn annan Napóleon, sem George Orwell skrifaði um fræga sögu: Félaga Napóleon. Það er alkunna, að á bak við hið sak- leysislega heiti félagshyggjunnar felur sig jafnan einhver félagi Napóleon, einhver sá karl eða kona, sem leggur allt í sölumar fyrir völd. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir hefur eins og félagi Napóle- on horfið frá æskuhugsjónum sín- um. Ég man þá tíð, þegar hún var vígreifur stúdentaforingi, sem kvaðst stefna að þvi að koma á sósíalísku skipulagi á Islandi. Nú aðhyllist hún hins vegar sósíalisma auglýsingastofunnar, sem er að hafa það heldur, sem betur hljóm- ar. Þar er með henni í ráðum Gunnar Steinn Pálsson kynningai'- fræðingur, sem þáði samtals um 200 þúsund krónur frá Reykjavík- urborg fyrir ýmis verkefni fyrstu þrjú stjómarár Ingibjargar Sól- ránar, en hefur á þessu ári þegið þaðan rúmlega fjórai’ milljónir. Sú var og tíð, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var kvenfrels- issinni. Þá var hún andvíg hvers konar kaupskap og vildi af þeim sökum ekki leyfa smíði Kringl- unnar. Nú er hún hins vegar um- kringd fésýslumönnum, sem misjafnt orð fer af. Jón Ólafsson í Skífunni veitir ekki aðeins eig- inmanni hennar vinnu, heldur lætur hann stórfé af hendi rakna til R-listans. Og hinir nýkjörnu borgarfulltrúar R-listans, Helgi Hjörvar og Hrannar B. Arnars- son, draga sem kunnugt er á eft- ir sér langan slóða margvíslegr- ar fjármálaóreiðu, sem bitnað hefur á fjölda fólks. Gerðu þeir félagar ekki upp milljónavanskil á virðisaukaskatti (sem refsivist liggur við að lögum) fyrr en skömmu fyrir kosningar, og væri fróðlegt að vita, hvaðan þeir fengu til þess fé. En í kosninga- baráttunni varði Ingibjörg Sól- rún þessa þokkapilta með ráðum og dáð. Fleira er vissulega til í hinni smellnu líkingu DV-ritstjórans. Trítill hét hirðskáld félaga Napóle- ons. Einar Kái-ason er starfsbróðir hans í Reykjavík. Minna hjartnæmar lýsingar Einars á borgarstjóranum nýkjörna á kveð- skap Trítils: Stjómsnilld þín stærir oss, styrkogtrúfæriross. Nótt og dag nærir oss Napóleon! Og vitaskuld hefur Ingibjörg Sólrán Gísladóttir eins og félagi Napóleon sinn Skræk, sem skýrir stjómlist hennar daglega út fyrir almenningi, og heitir hann Stefán Jón Hafstein. Höfundur er prófessor fstjóm- málafræði í félagsvfsindadeild Háskóla íslands. eiga. Bæjarsjóður og bæjarstjórn getur ekki verið eignaraðili að einu eða neinu. Það er _ bæjarfélagið, þ.e.a.s. íbúarnir, sem eiga það, sem bæjarfélagið er skráður eigandi að. Bæjarstjórn er aðeins framkvæmdastjórn bæjarfélagsins, þ.e. starfsmenn íbúanna, og bæjarsjóður er sam- eiginlegur sjóður, sem íbúamir eiga og bæjarstjórn er falið að fara með. Ef hægt væri að tala um að bæjarstjórn eigi eitthvert bæjarfyrirtæki, mætti eins segja að stjórn hlutafélags ætti eignir þess en ekki hluthafarnir. Mundi einhver vilja taka undir það að stjórn Landsbankans eða bankaráð eigi fasteignir bankans? Sé talin nauðsyn á að auka skatttekjur sveitarfélaga gæti^ Alþingi samþykkt lög um að greiða skyldi skatt, t.d. 10% af veltu opinberra þjónustufyrir- tækja. Skattinn yrði hins vegar að ákveða í samræmi við ákvæði 77. gr. stjórnarskrár landsins. Slík viðbótar skattlagning mundi hins vegar vera afar óheppileg og skynsamlegra að hækka þá skatt- stofna sem sveitarfélög hafa, þ.e. fasteignagjöld eða útsvar, ef þörf er á auknum tekjum. Skattar á þjónustufyrirtæki sveitarfélaga hefði t.d. þann mikla ókost, að sé hluti viðskiptavina íbúar nær- liggjandi sveitarfélags, sem t.d. er tilfellið með viðskiptavini Hita- veitu Reykjavíkur, mundi verða um að ræða skattlagningu eins sveitarfélags á íbúa annars, sem augljóst er að ekki fær staðist. Álagning nýrra skatta og skatta- hækkanir eru almennt óvinsælar framkvæmdir og því er ljóst að sveitarfélögin hafa ekki áhuga á þeirri leið. Höfundur er prófessor við Háskóla fslands. Af hverri 1.000 króna arðgreiðslu til sveitarfélagsins eru skattar til ríkis og sveitarfélags, miðað við álagningu 1998 og meðal útsvar, eftirfarandi: TEKJUÞÖRF: VSK 14,0% VSK 24,5% Arðgreiðsla 1.000 1.000 Virðisaukaskattur 140 245 Nauðsynleg hækkun verðs 1.140 1.245 Þinggjöld til ríkis, 29,31% 334 365 Útsvar til sveitarfélags, 11,61% 132 145 Brúttó tekjur til að mæta hækkun 1.606 1.754 SKATTAR: VSK 14,0% VSK 24,5% Virðisaukaskattur 140 245 Þinggjöld 334 365 AJls til ríkisins 474 610 Útsvar til sveitarfélags 132 145 Skattar alls 606 754 Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.