Morgunblaðið - 28.05.1998, Page 28

Morgunblaðið - 28.05.1998, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Röngunni snúið út AÐKOMAN að Nýlistasafninu þar sem Gjörningaklúbburinn „The Icelandic Love Cor- poration" hefur stillt upp staðgenglum sfnum undir skærbleiku ástarlógói. MYJVDLIST Nýl istasal'ni ð SAMSÝNING FLÖGÐ OG FÖGUR SKINN Opið mán. til fimmt. 14-18, og fost. til sunn. 14-23.30. Aðgangur ókeypis. Til 7. júní. EITT af lykilorðunum í hræringum sam- tímalistar undafarin áratug hefur verið líkaminn. Ætla mætti að myndlistarmenn hefi rétt nýverið uppgötvað líkamann, miðað við alla þá athygli sem hugtakið hefur fengið á ótal sýningum og í listatímaritum. Stað- reyndin er náttúrlega sú að líkaminn hefur verið viðfangsefni myndlistar allt frá örófi alda, frá því að steindaldarmenn byrjuðu fyrst að nota rauðleir og kalk til að skreyta eigin kropp. Listamenn eru ekkert að „upp- götva“ líkamann núna, en menn hafa verið að reyna að merkja breyttar áherslur sem ein- kenna sýn samtímans á líkamann og segja okkur eitthvað um tíðarandann. Erfitt er að alhæfa nokkuð um hvað hin nýja sýn á líkamann felur í sér, en þegar litið er til baka má sjá að hún á rætur að rekja til ýmissa atburða níunda áratugarins. Sterkur hópur listakvenna (en Barbara Kruger, sem á verk á sýningunni, telst þar á meðal), sem sótti innblástur til femínisma, hafði mjög af- gerandi áhrif. Auk þess er litlum vafa undir- orpið að eyðni, sem hjó skörð í raðir lista- manna víða um heim, hafði áhrif í þá átt að mörgum listamönnum fannst þeir knúnir til að leggja til hliðar innhverfar pælingar um innri rök miðilsins og beina sjónum út á við að stóru spumingunum, lífinu og líkamanum, því sem við þráum og óttumst. Ur þessum jarðvegi hefur sprottið myndlist sem hefur þróast í ýmsar áttir, þar sem fegurð mannslíkamans hefur ekki aðeins verið dreg- in fram, heldur einnig hið gróteska og ógeðs- lega, og flóra ólíkra kynhneigða verið könnuð. Nú er svo komið að varla er hægt að opna listatímarit án þess að við blasi nekt og kynlíf í einhverjum búningi, enda útgefendur lista- tímarita lært þá lexíu að kynlíf (sem kallast „erótík“ þegar list er annars vegar) selur. En vitaskuld er allt borið á borð í þeim göfuga tilgangi að losa þjakaða Vesturlandabúa við forneskjulega fordóma og sálarkreppur, svo kynlífsórar af öllum sortum fái að blómstra sem aldrei fyrr. Þema sýningarinnar, mannslíkaminn í öll- um sínum birtingarformum, er gífurlega víðáttumikið, eiginlega alltof viðamikið. Nán- ast hvað sem er getur tilheyrt hugmyndinni um líkamann á einn eða annan hátt. Franska skáldið Paul Valéry taldi að það yrði að ræða um líkamann í þrenns konar skilningi, þ.e. líkamann eins og ég upplifi hann (líkami- minn), líkamann eins og hann kemur öðrum fyrir sjónir (ásýnd hans), og svo efnislíka- mann, eins og hann blasir við skurðlæknin- um. Nú á tímum er einnig talað um félags- líkamann, þ.e. líkamann sem félagslegt fyrir- brigði, sem viðfang félagslegrar mótunar og valds. Þannig að það er ekki aðeins að lista- menn fáist við viðfangsefnið á afskaplega ólíkan hátt, heldur er viðfangsefnið sjálft margklofið. Sýningin endurspeglar ágætlega þessa sýn á líkamann. Það er á engan hátt auðséð hvað sameinar alla listamennina. Enda er viðfangsefnið ekki eitt, þótt hægt sé að fella það undir eitt hugtak, heldur að minnsta kosti fernt. Til marks um þetta er manns- myndin, form líkamans, sem er náttúrlega klassískt viðfangsefni myndlistarmanna, al- gerlega utan gátta héma. Engar penar nekt- arstúdíur, takk fyrir. Menningarsamsteypan art.is er skrifuð fyrir sýningunni, en sá sem er potturinn og pannan á bak við verkefnið er Hannes Sig- urðsson. Ekki er það í fyrsta sinn sem Hann- es skipuleggur sýningar þar sem athyglin beinist að líkamanum. Svipað hefur verið uppi á teningnum í mörgum ágætum ljós- myndsýningum sem hann hefur skipulagt. A Mokka hafa verið til sýnis verk eftir Sally Mann, Joel Peter Witkin, Bob Flanagan, Jenny Holzer, í Gerðubergi hnykluðu Stál- konunur vöðvana, og á Sjónarhóli mátti stúdera námyndir Andresar Serranos. Það er þó helst síðasta sýning á Listahátíð „Eitt sinn skal hver deyja“, sem maður ber þessa sýn- ingu saman við. Dauðasýningin fannst mér meira ögrandi, en hvað umfang varðar þá á þessi hiklaust vinninginn. Sýningar Hannesar, einkum þær stærri, eru famar að fá á sig ákveðin sérkenni, þar sem reynt er að skapa fjölmiðlaviðburð með herferð þar sem nafn skipuleggjenda er áber- andi. Þetta er ólíkt viðhorf en við eigum að venjast, þar sem sýningarstjóri eða skipu- leggjendur reyna að gera sig ósýnilega í bak- grunni. Hér er Hannes og menningarsam- steypan hans alstaðar nálæg og allt skipulag- ið með auglýsingum og fjölmiðlabrellum verður hluti af upplifuninni. Með þessari sýn- ingu gengur hann skrefinu lengra, því þegar komið er inn í Nýlistasafnið blasa við auglýs- ingar frá styrktaraðilum, veggspjöld og flettiskilti, básar þar sem fyrirtæki kynna vöra sínar, tölvuleikjakassi og lottóvél. Eg er nokkuð viss um að þetta er gert að undirlagi Hannesar en ekki kröfu styrktaraðila. Hug- myndin er kannski sú að færa listina nær fólkinu með því að flytja lífið á götunni inn í hofið, skapa afslappaðri stemmningu. Ég kann betur við að hafa þetta tvennt aðskilið og ég sé ekki að þetta geri myndlistina að- gengilegri eða eigi yfirleitt heima í þessu samhengi. Erlendar stórstjömur vekja alltaf athygli og sýningin skartar þremur, bandarísku lista- konunni Barböru Krager og frönsku listakon- unum Louise Bourgeois og Orlan. Bæði Kra- ger og Bourgeois eru geysilega stór nöfn í listaheiminum, á því leikur enginn vafi. Hins vegar sýnist mér að nærvera þeirra á sýning- unni gegni aðallega því hlutverki að gefa sýn- ingunni aukna þyngd í samhengi listahátíðar, þar sem ólíkir viðburðir á hátíðinni keppast við að skarta alþjóðlegum stjömum. Menn- ingarsamsteypan hefur ætlað sér að slá öllum öðram við (auglýsir sig sem stærsta viðburðinn) og hefur þvi þurft á þungavigt- arfólki að halda. Verkin era hins vegar miðl- ungsverk frá þessum myndlistarmönnum. Myndaserían eftir Krager er grafíkmyndir frá 1985, sem rétt ná að gefa nasasjón af hennar stíl. Sömuleiðis era verkin eftir Bour- geois, þrjár litlar steyptar myndir, sem gefn- ar era út í upplögum, varla nema sýnishorn. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem verk henn- ar era til sýnis hér á landi, því fyrir fjóram eða svo var sýning með verkum hennar í sýn- ingarsalnum Önnur hæð, og sýnist mér eitt verkið á þessari sýningu vera mjög svipað og verk sem þar var til sýnis. Bourgeois er geysilega spennandi listakona, og öll hennar saga ævintýraleg. Ég held það sé mjög gott að hafa Bourgeois á sýningunni, þó ekki væri nema til að leggja áherslu á tengslin við fortíðina og þá hreyfingu sem öðrum fremur hratt af stað endurskoðun og nýrri sýn á líka- mann í vestrænni myndlist, en hér á ég við súrrealismann, sem Bourgeois var viðriðin sem ung kona og hefur æ síðan mótað hennar myndlist. Franska listakonan Orlan er fyrh-bæri út af fyrir sig. Myndbandið með Orlan er mjög stuðandi og varla fyrir viðkvæma að horfa á hana lýsa, í beinni útsendingu af skurðar- borðinu, og af þvílíku jafnaðargeði að það er einna líkast að um væri að ræða mat- reiðsluþátt, hvernig hópur skurðlækna krakkar í andlitið á henni, með tilheyrandi blóðslettum og soghljóðum. Og það verður fróðlegt að heyra á fyrirlestri hennar í Norræna húsinu hvað æfingar hennar í lýtalækningum eigi skylt við myndlist. Mig grunar samt að framlags hennar sé aðallega minnst fyrir að hafa farið svo gjörsamlega yf- ir strikið með sjálfslimlestingum sínum að það verður nánast skoplegt. Meginuppistaða sýningarinnar era verk eftir íslenska listamenn. Margir eru þar sam- ankomnir og ekki er allt jafn merkilegt og á misjafnlega mikið erindi á þennan viðburð. Af fjölbreytninni er ljóst að það er hægt að | teygja og toga þema sýningarinnar á alla enda og kanta. I gryfjunni voru myndbönd ' mest áberandi, m.a. eftir Þórodd Bjarnason sem lýsir þeim hetjuskap að rísa úr rekkju og horfast í augu við samfélagið. Egill Sæbjöms- son stígur trylltan dans eins og strengja- brúða, en á opnuninni spilaði hann undir á trommur. I forsal vekja athygli málverk eftir þá Jóhann L. Torfason, Gunnar Karlsson og Þorra Hringsson. í verki Ólafar Nordal gægðust brauðhleifar í líki fóta fram úr bréf- I pokum, í verkinu „Brauðfætur“, en þess er ) skemmst að minnast að Ólöf var nýlega með . ágæta sýningu í Ingólfsstræti 8, þar sem ' líkami steyptur í súkkulaði var á boðstólum. I Bjarta sal er Finnur Arnar Amarsson með seríu af Ijósmyndum, „Karlmenn", þar sem allir áverkar, sem fræknir kappar úr hafn- firska víkingaklúbbnum hafa fengið á lífs- leiðinni, era vandlega skráðir. Finnur deilir salnum með heiðursmönnum, þeim Þorvaldi Þorsteinssyni, sem vinnur verk í samvinnu við Lindu Pétursdóttur og Baðhús hennar, Haraldi Jónssyni og Finnboga Péturssyni. Finnbogi er með bólstraðan nuddbekk, með i sjö hátöluram áfóstum, sem staðsettir era við sjö orkustöðvar líkamans og senda út þá tíðni sem tilheyrir hverri orkustöð (samkvæmt austrænum fræðum). Súm-salurinn hefur að geyma verk eftir Bourgeois og Kruger, ásamt fjölda íslenskra listamanna. Hallgrímur Helgason er með meinfyndna, tvöfalda sjálfsmynd, sem hann kallar, „Ég veit nákvæmlega hvernig þér líð- ^ ur. Sjálfsmynd í gervi tveggja ítalskra kvenna á leið úr kirkju". Katrín Sigurðardótt- 1 ir hefur vandlega kortlagt nokkra fæðingar- | bletti af eigin líkama með nýjustu landmæl- inga- og kortatækni. Alls era þarna yfir sextíu listamenn, margir ónefndir hér. En þótt hér sé aðallega talað um sýninguna í Nýlistasafninu þá er síður en svo allt talið, því hún er aðeins einn hluti af öllu dæminu. I tilefni sýningarinnar er gefín út mikil bók, upp ám 430 blaðsíður, sem að hluta til er sýn- ingarskrá, en meginhlutinn er greinasafn þar | sem líkaminn er gaumgæfður út frá ólíkleg- ustu sjónarhomum. Fimmtán listamenn hafa komið fyrir verkum sínum í verslunarglugg- um á Laugaveginum. Tískusýningar og popptónleikar verða í Nýlistasafninu. I Regn- boganum er verið að sýna kvikmynd eftir Matthew Barney. Orlan flytur fyrirlestur, eins og áður var minnst á. Þrjú málþing verða haldin í samvinnu við Endurmenntunarstofn- un Háskólans. Alls kyns íyrirtæki era með kynningar og tilboð. Hafiði heyrt nóg, eða hvað? Væntanlega verður ráðrúm til að fjalla i um einhverja af þessum viðburðum annars ( staðar í blaðinu. Flögð og fogur skinn er viðamikil og marg- 1 brotin framkvæmd og það er því ekld skrítið að hún veki blendnar tilfinningar. A bak við þetta allt saman stendur í raun einn maður, sem heldur í alla spottana, með dyggri hjálp aðstoðarsveitar, án þess að nokkur stofnun eða sterkur bakhjarl standi á bak við hann, og má það teljast ótrúlegt afrek. Að öðrum ólöstuðum er þetta einstaklingsframtak Hannesar Sigurðssonar. Það er ekki annað 1 hægt en að gapa af undran yfir því hverju | hefur verið áorkað. Tekist hefur að skapa mjög líflegan viðburð, þar sem margir aðilar koma við sögu, boðið er upp á umræður sem tengjast viðfangsefnum listamanna, mynduð er brú milli listamanna og fræðimanna. Sýningar- stefna Hannesar er í takt við það sem er að gerast víða erlendis, þar sem boðið er upp á marga viðburði tengdum sýningunni. Ég er ekki frá því að þetta gefi tóninn fyrir það sem koma skal í safna- og sýningarstjórnun í 1 framtíðinni. Aftur á móti era misjöfn gæði á verkum á j sýningunni, og nokkrir ágætir listamenn era með miðlungi góð verk, miðað við það sem búast má við af þeim. Sýningin hefur engan sterkan fókus (samanber t.d. dauða-sýningin á síðustu listahátíð), sýningarstjóm hefði mátt vera ákveðnari, útkoman verður óþarf- lega Nýló-leg, þar sem skákað er í skjóli fjöldans. Auk þess finnst mér auglýsinga- mennskan óþarflega yfirdrifin og gerir ekk- ert fyrir inntak sýningarinnar. Sýningin stendur of stutt, eðlilegra hefði verið að hún 1 stæði í að minnsta kosti fjórar vikur, eins og tíðkast með stæi-ri sýningar, sem mikið er lagt í. En art.is hefur væntanlega ekki haft húsnæðið til ráðstöfunar í lengri tíma. Aðalatriðið í mínum huga er að reynt er að færa myndlistina inn í hringiðu menningar- lífsins, þannig að listamennirnir og verk þeirra geti hugsanlega haft mótandi áhrif út fyrir veggi myndlistarstofnana. Kannski má fetta fingur út í einstök atriði, en þetta er al- varleg tilraun til að gera að veruleika það sem yfirskrift Listahátíðar gefur fyrirheit um: „þar sem straumar mætast". Gunnar J. Árnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.