Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ 4L ÓSÓTTIR LOTTÓ VINNIN GAR I LIFEYRISSJOÐI STARFSMANNA RÍKISINS SENNILEGT er að hundruð líf- eyrisþega hjá Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins (LSR) eigi þar van- goldinn lífeyri sem samtals nemi tugum eða jafnvel hundraðum millj- T6na króna. Sú lagaregla LSR að eftirlaun skuli miðast við þau laun sem á hverjum tíma fylgja stöðu þeirri sem lífeyiisþeginn gegndi síðast er fyi-irhafnarsöm í framkvæmd því laun þeirra sem enn eru í starfi eru sífellt að breytast. Lífeyrisþegunum er óhægt um vik að fylgjast með þessum breyt- ingum því sjaldnast kemst það í hámæli hvernig laun einstakra ríkis- starfsmanna breytast. Samband líf- eyrisþegans við sinn gamla starfs- stað fyrnist og hann hefur varla að- gang að launalistum stofnunarinnar. Þá er á það að líta að meira en fiórðungur lífeyrisþeganna eru 'Sakalífeyrisþegar og þeim er eðli- lega oft umhendis að fylgjast með launabreytingum sem verða og ráða eiga um makalífeyri hans þar sem þeir eru ókunnugri en hinn látni maki á starfsstað hans. Lífeyrisþeg- um verður það líka þyngra fyrir að fylgjast með í þessu hagsmunamáli sínu þegar ellin sækir á. En er það lífeyrisþeganna sjálfra að ganga úr skugga um hvort þeim sé rétt greiddur lífeyririnn? Er það ekki iífeyrissjóðsstjómarinnar að _ sjá til þess að sjóðfélagarnir fái þann lífeyri sem hverjum og einum ber? Heildarsamtök opinbeira starfs- manna, BSRB, BHM og KÍ, skipa hálfa lífeyrissjóðsstjórnina. Þar er skipað til sætis forystumönnum þessara samtaka. Er þessum stjórn- armönnum ekki ætlað að tryggja að sérhver lífeyrisþegi fái sinn lög- mælta lífeyri? Hinn helmingur stjórnarinnar eru valinkunnir embættismenn skipaðir af fjármál- aráðherra. Má ekki ætla að þeir séu í þessum stjómarstörfum sínum trú- ir þeirri frumskyldu embættis- manna að gæta þess að sérhver borgari nái rétti sínum? Er mál líeyrisþeg- anna þá ekki í góðum höndum? Þurfa þeir þá nokkuð, hver og einn, að hafa áhyggjur af því hvort þeir fái réttan líf- eyri? Því miður eru málin ekki þannig vaxin því stjómendur lífeyris- sjóðsins hafa alla tíð unnið slælega að því að fylgjast með hvort og hvenær lífeyrir ein- stakra lífeyrisþega eigi að breytast. Öðru hvoru eru því að koma upp til- vik, að frumkvæði lífeyr- isþega, þar sem ljóst verður að vangreiddur hefur verið lífeyririnn í mörg ár. Vangreiðslur þessar eru hjá einstökum lífeyris- þegum tugþúsundir, hundruð þúsunda og jafnvel milljónir króna. Fyrir 12 árum tókst að þröngva stjórn LSR til að setja af stað end- urskoðun lífeyrisgreiðslnanna. Ekki var hún þó nægilega vel unnin. Kom þar til að ekki var sett nægjanlegt starfslið til verksins og ekki nógu skipulega og ítarlega unnið. Haft er eftir Lífeyrissjóðsmönnum að end- urskoðun þessi hafi leitt til leiðrétt- inga sem námu 100 milljónum króna. Það mun samsvara 200-250 milljónum króna nú. Ekki börðu starfsmannasamtökin bumbur eða blésu í lúðra til að fagna þessum feng og ekkert mun hafa verið frá þessu sagt í félagsblöðum þeirra. Enda varla von því leiðrétt- ingin var æpandi sönnun um van- rækslu fulltrúa starfsmannasamtak- anna sem í stjórn lífeyrissjóðsins sátu. Síðan þessi „endurskoðun" fór fram er liðinn drjúgur tími, áratug- ur eða svo. A þeim tíma hafa orðið miklar hræringar og breytingar á launaflokkaröðuninni sem í mörgum tilvikum ættu að hafa skilað sér einnig í ellilífeyri núverandi eftir- launaþega svo telja má víst að töluvert hafi fjölgað þeim tilvikum þar sem hallast á fyrir lífeyrisþegum. Er því brýn þörf á gagngerri endurskoðun nú langt aftur í tímann. Það ber og til að við upptöku „nýja launa- kerfisins“ nú á síðustu mánuðum verður eftir- mannsreglan enn erfið- ari í framkvæmd þegar launaflokkar verða ekki lengur tengdir starfs- heitum heldur ráðast eftir einstaklingum. Þar verður ærið og fyr- irhafnarmikið verk að vinna sem stöðugt þarf að sinna. Verður af þeim sökum enn meir knýjandi þörf á að koma réttindum líeyrisþeganna á öruggan og réttan grunn nú. í glímunni við þann nýja vanda lífeyrismálanna má þó ekki gleyma liðnum tíma og slá bara striki yfir hann. Það væri að týna og tröllum gefa tugi ef ekki hundruð milljóna króna sem eliilífeyrisþegar eiga vangreiddar nú þegar. Hvað er þá til bragðs að taka? Að endurskoða forsendur og af- greiðslu lífeyrisgreiðslna allra eftir- Líklegt er að mati Steingríms Pálssonar, að einstakir lífeyrisþeg- ar eigi vangreiddar tugþúsundir, hundruð þúsunda eða jafnvel milljónir króna hjá Tsk launaþeganna mörg ár aftur í tí- mann er gríðar viðamikið verkefni og má ekki taka langan tíma þvl óðfluga styttist sá tími sem lífeyris- þegamir sjálfir hafa tækifæri til að nýta lífeyrisleiðréttinguna en kæmi ella aðeins erfingjunum til góða. Ekki má ætla tO þess lengri tíma en svo að endurskoðuninni sé lokið fyrir lok ársins 2000. Hér dugir ekki að ráða til verka einn, tvo eða þrjá menn. Varla dugir minna en 10 manns til þess að rekja nauðsynlegar upplýsingar úr göml- um gögnum. Þetta verk verður ekki unnið með tölvutækninni einni sam- an heldur þarf gamaldags nosturs handavinnu líka til. Þama þarf fleira fólk að koma að. í fyrsta lagi fulltrúar viðkomandi stéttarfélaga og Starfsmannaskrif- stofu fjármálaráðuneytisins. I öðru lagi trúnaðarmenn á viðkomandi stofnun og stjórnendur stofnunar- innar. Eflaust þyrfti einnig að kveðja til einstaka eldri starfsmenn stofnunarinnar og jafnvel þá sem hættir eru störfum. Taka þarf til skoðunar sjóðsaðild- artíma hvers einasta lífeyrisþega og ganga úr skugga um að hann sé rétt skráður og hundraðshlutfall réttind- anna rétt útreiknað. Þá þarf að skrá yfírlit um launaferil sjóðfélagans þennan tíma og síðan allan ellilífeyr- isferil hans. Bera þarf síðan saman þennan ellilífeyrisferil við launaferil þess eða þeirra sem gegndu sama starfi og hann gegndi eða þá finna eðlilega hliðstæðu ef starfið er ekki lengur til. Taka síðan ákvörðun um leiðréttingu þar sem úrskeiðis hefur farið. Líta ber svo á að hópi lífeyrisþega tilheyri, í þessu tilliti, einnig þeir sem eiga gjaldfallinn lífeyrisrétt í sjóðnum þó þeir hafi aldrei fengið Vorum að fá í sölu 121 fm 4ra til 5 herbergja endaíbúð á 2. hæð. M.a. góð stofa og borðstofa, suðursvalir og gott útsýni yfir Foss- vogsdalinn. Gott eldhús með ágætum innréttingum og borðkrók, þvottahús og búr inn af eldhúsi. Á sér gangi eru 3 herbergi og bað. Svalir frá hjónaherbergi. Góð eign á vinsælum stað sem getur verið laus fljótlega. Verð: 10,7 millj. VANTAR - VANTAR - VANTAR - VANTAR 1. 3ja herbergja íbúð í Smáranum, Kópavogi. 2. Hentuga íbúð fyrir eldri borgara í Bústaðahverfi eða nágrenni. 3. Sérbýli í Kópavogi, raðhús eða einbýli. LUNDUR FASTEIGNASALA SuðurlandsLraut 10 - 2.bæð*108 Reyfcjavífc Sími: 533 1616 Fax: 533 1617 6jjj* Æ3 Steingrímur Pálsson neitt þaðan gi’eitt. Þeim þarf að gera viðvart um þessi réttindi sín. Öll þessi skráning þarf að vera skipuleg og niðurstöður allar rökstuddar. Varðveita þarf gögnin því að minnsta kosti árlega þarf að fara yfir mál hvers einstaks í fram- tíðinni og taka afstöðu til hvort líf- eyrisgreiðslan sé í góðu gildi sam- kvæmt réttindareglum sjóðsins. Verk þetta er mikið og mun verða kostnaðarsamt. Þarf engan að undra þó það kosti 100 milljónir. Kemur sér vel að nógir peningar eru í sjóðnum, 30.000 milljónir króna, svo ekki þarf það að vera upp á annarra fjárveitinganáð kom- ið hvort ráðist sé í verkið. En hver á að standa fyrir þessu? Er heppilegast að núverandi stjórn- armenn standi að endurskoðun verka sinna eða öllu heldur van- rækslu sinni? Varla. Stjórnarmennirnir geta í sann- leika sagt að þeir hafi í ákvörðunum sínum eða aðgerðarleysi hagað sér eins og venjan hafi verið á þeim bæ þegar þeir komu til starfa og séu því samkvæmt þeirri formúlu ábyrgðarlausir af öllu því sem mis- farist hefur. En þeir geta ekki með nokkrum sanni sagt að þeir hafi ekki vitað að áfátt væri um að réttur væri greidd- ur lífeyririnn því svo mörg mál þess efnis, og af svo ólíkum toga, hafa komið á borð þeirra að þeim getur ekki hafa dulist að víða væri pottur- inn brotinn og því rækilegrar end- urskoðunar þörf. Þetta mun koma skýrt í ljós þeg- ar LSR birtir skýrslu um leiðrétt- ingar sem afgreiddar hafa verið, til dæmis frá og með árinu 1983, þar sem fram kæmu leiðréttingarupp- hæðimar, að sjálfsögðu fram- reiknaðar til dagsins í dag, og einnig hve margar mánaðargreiðsl- ur þurfti að leiðrétta. Yfirlit þetta ætti einnig að taka til þeirra sem áttu eða eiga gjaldfallinn lífeyrisrétt í sjóðnum en hafa þó aldrei fengið neitt þaðan greitt. Skýrslan þarf að taka til allra deilda sjóðsins, það er alþingismanna-, ráðherra- og al- mennu deildarinnar. Á ársfundi LSR í júní 1997 svaraði stjórnin, aðspurð, að ekki lægi þá fyrir yfirlit yfir þessar leiðréttingargreiðslur. Síðan er liðið hartnær ár svo að á næsta ársfundi hlýtur að verða lögð fram skýrsla um þetta atriði. Enda varðar það sjóðfélagana miklu. Þó alls engin ástæða sé til að ætla að stjórnendur LSR hafi látið stjórnast af óeðlilegum sjónarmið- um við hina slælegu framkvæmd sjóðsins þá hafa ellilífeyrisþegamir engu að síður réttmæta ástæðu til að efast um að stjórnendur LSR hafi nægan skilning eða verk- kunnáttu til að bera svo staðið verði rétt að endurskoðuninni ellegar nógu eindreginn vilja til að leiðrétta vanrækslu sína. Þetta er sú staða sem í tísku er að kalla trúnaðarbrest. Þekkt er sú siðferðisregla sem segir hvemig stjómunarmönnum beri að bregð- ast við slíku. Auk beinna leiðréttinga á lífeyris- greiðslunum í krónum talið koma til tvö atriði sem mikilvæg geta orðið við þá afgreiðslu. Það er beiting fyrningarreglu og vaxtagreiðslur af vanefndunum. Fyrir nokkrum árum mun stjóm LSR hafa samþykkt að taka upp lögheimilaðan 4ra ára fymingar- frest á lífeyriskröfum og leiðrétt- ingum. Það er ámælisvert að slík regla sé skyndilega tekin upp, og það í pukri, án þess að það sé auglýst rækilega og með löngum fresti og þá eftir gagngerða endur- skoðun. Sjóðurinn hefur áður ekki sett það fyrir sig að leiðrétta van- greiðslur jafnvel 20 ár aftur í tí- mann. Á ársfundi LSR í júní 1997 lýsti stjórnarmaður LSR, formaður BS- RB, því yfir að fymingarreglunni væri yfírleitt ekki beitt, nema þá gagnvart sérstökum hópum. Jafn- ræðisréttlætið væri sem sagt skammtað úr hnefum forystumanna starfsmannasamtakanna. Þegar ellilífeyrisþegi hefur gert reka að því að fá leiðréttingu sinna mála hefur lífeyrissjóðurinn greitt það sem vangi’eitt hafði verið að krónutali en ekki bætt þar við nein- um vöxtum. Jafnvel þótt leiðrétting- in taki til margra ára. Allan þann tíma hefur þó sjóðurinn legið rang- lega á því fé og haft af því vaxta- tekjur en lífeyrisþeginn orðið af því að geta keypt fyrir það til dæmis spariskírteini og ávaxtað sér til hagsbóta, skattfrjálst fram undir þetta og með lágum skatti nú síðasta árið. Þó mun það eitthvað tíðkast að greiða leiðréttinguna á launataxta greiðsludagsins og þannig skila verðtryggingunni en þó engum vöxt- um. Það era ekki aðeins forystumenn heildarsamtakanna, er í stjórn LSR sitja, sem brugðist hafa ellilífeyris- þegunum. Það hafa líka hin ein- stöku stéttarfélög gert. Eftir að líf- eyrisþegarnir hafa greitt gjöld til félaga sinna á langri starfsævi væri varla nema eðlilegt að félögin stæðu vörð um lífeyrisréttindi þeirra og væru þeim innanhandar við að ná því sem þeim ber einmitt þegar þeim er orðið það umhendis að huga að því sjálfir, bæði vegna fjarlægðar og ellimarka. Það var eftirtektar- vert að á ársfundi LSR í júní 1997 sást varla neinn, ef þá nokkur, af forystumönnum stéttai-félaganna nema þeir sem í stjórn lífeyrissjóðs- ins sátu. Eins og mál era nú vaxin er sér- hverjum lífeyrisþega ráðlegt að ganga úr skugga um hvort hann hefur fengið og fái réttar lífeyris- greiðslur. En hvernig getur hann kannað það? Það er torsótt leið fyrir ókunnuga því til þess þarf lífeyrisþeginn að afla mikilla gagna. Bæði að tína til þær greiðslur sem hann hefur feng- ið mörg undanfarin ár og að fá yfir- lit yfir launagreiðslur í stofnuninni sem hann starfaði hjá bæði á þeim tíma þegar hann var enn í starfi og eins alla tíð síðan hann lét af störf- um. Þá þarf einnig að kanna þá kjarasamninga sem gilt hafa. Gögn þessi þarf hann að rýna og með samanburði þeirra rökstyðja kröfur sínar gagnvart LSR ef honum sýn- ist tilefni til. Þessi leið er varla fær nema þeim sem hefur greiðan að- gang að málsgögnum. I stað þess að reyna að brjótast þessa torfæra sjálfur er eðlilegt og sjálfsagt að lífeyrisþeginn leiti til síns stéttarfélags og biðji það að taka athugun þess upp á sína arma. Hætta er þó á að ýmis félög treysti sér ekki, né hafi bolmagn, til að taka að sér svo fyrirhafnarmikinn nýjan erindrekstur sem vinna þyrfti á skömmum tíma. Þó verður aldrei leyst úr þessum málum án þess að stéttarfélögin komi þar að. Einstök félög era þó sennilega fullfær um að sinna verkefninu, sérstaklega starfsstaðafélögin. Farsælastar yrðu þó þær mála- lyktir að stjórnendur LSR lýstu því yfir að tafarlaust verði sett í gang gagnger og ítarleg heildarendur- skoðun sem lokið yrði fyrir til- greindan tíma og að sérhverjum líf- eyrisþega verði send athugun á máli hans strax og því væri lokið. Til þrautar yrði að fara þá leið að sérhver lífeyrisþegi óskaði skriflega eftir rökstuddri greinargerð LSR um lífeyrismál sín nú og undanfar- andi ár. Þá myndi verða óviðráðan- leg örtröð hjá sjóðnum. Það ber að varast. Það eiga margir miða í þessu LSR-lottói og þar era margir vinn- ingar vegna þess að þar sitja við stjórnvölinn menn sem ekki er sýnt um góða og trausta samfélagsþjón- ustu. Ekki fá þó allir vinning en ætla má að þeir muni skipta hundraðum sem fá tugi þúsunda og að tugir líf- eyrisþega fái hundrað þúsunda króna og að einhverjir, tugur eða fleiri, fái milljón eða jafnvel snöggt um meira. En til þess að dregið verði í þessu lottói þarf nýtt afl að koma til. Höfundur er fyrrverandi starfsmað- ur fjármálaráðuncytisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.