Morgunblaðið - 28.05.1998, Side 51

Morgunblaðið - 28.05.1998, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 51„ ! KJARTAN HARALDSSON + Kjartan Haraidsson kaup- maður í Honefoss, Noregi, fæddist á Akureyri 16. janúar 1921. Hann lést 19. maí síðast- liðinn. Kjartan var elstur barna i Jóhönnu Jónsdóttur, húsmóður, og Haraldar Guðmundssonar, útgerðamanns. Systkini Kjart- I ans eru Guðrún Gjesvold, húsmóðir, gift Nils Gjesvold, lögfræðingi í Noregi; Jón, verkamaður á Akureyri; Guð- mundur, bóndi á Halllanda, Eyjafirði, giftur Hólmfríði Ás- geirsdóttur, húsmóður, og Kristín, húsmóðir, gift Bjarna Arasyni, ráðunaut í Borgarnesi. _ Árið 1946 giftist Kjartan I Onnu Árnadóttur, d. 24. apríl 1990, frá Þverá í Eyjafirði. Þau ' eignuðust þijú börn. 1) Þóra Jóhanna Wirth, f. 5. júlí 1946, hún er gift Rainer Wirth kaup- manni. Þau búa í Frankfurt í Þýskalandi og reka þar blóma- verslun. Þóra og Rainer eiga soninn Patrik. 2) Guðrún, f. 21. Anna og Kjartan fluttust með 5 börnin til Noregs 1965 og ætlaði I Kjartan að láta drauminn um menntun í mynd- og handmennt rætast. Hann byrjaði í Myndlista- og handíðaskólanum í Honefoss en vegna fjölskyldunnar þurfti hann að hætta. Þau hjónin stofnuðu mat- vöruverslun í Honefoss sem þau ráku í mörg ár, jafnframt henni höfðu þau litla leikfangaverslun sem dafnaði svo vel að þau hættu með * matvörurnar og einbeittu sér að | leikföngunum. Ámi sonur þeirra | rekur nú þessa glæsilegu leikfanga- janúar 1948. Hún er gift Steinar Hansen og eru þau hjónin bæði garðyrkjufræðingar og reka saman garðyrkjustöð í Noregi. Þau eiga soninn Sverri. 3) Ámi, f. 22. september 1952. Hann er giftur Edit Haraldsson, þau hjónin reka saman verslun í Ho- nefoss og eiga dótturina Onnu Margit. Kjartan ólst upp í Brekkugöt- unni og gekk í Barnaskóla og Gagnfræðaskóla Akureyrar þar sem hann lauk prófi sem gagn- fræðingur 1938. Kjartan dreymdi um að fara utan til mennta og var kjötiðn eða mynd- og handmennt það sem löngunin stóð til en vegna aðstæðna var það ekki mögu- legt. Hann vann hjá Amaro í mörg ár og flutti sig seinna til KEA þar sem hann var útibús- stjóri í kjörbúðunum í Græn- umýri og á Byggðavegi. Utför Kjartans fór fram 26. maí. verslun sem heitir Haraldsson’s Leker. Kjartan var afar laginn við allt sem viðkom list og handverki. Hann teiknaði, málaði og skar út af mikilli list og eftir að hann hætti að reka verslunina gafst honum betri tími til að sinna þessu ævilanga áhugamáli sínu. Síðastliðnum vetri eyddi hann hjá Þóru Jóhönnu dóttur sinni í Þýskalandi og notaði hvert tækifæri til að mála og skera út og fannst hann vera að ná góðu taki á skurðinum. Blómarækt var honum afar kær og bar garður hans og Önnu þess glöggt merki. Eftir að þau fluttu í glæsilega blokkaríbúð voru það svalimar og stofan sem lögð voru undir ræktunina. Dætur hans fengu áhuga sinn á garð- og blómarækt í vöggugjöf og þessi sameiginlegi áhugi þeirra tengdi þau feðginin sterkum böndum. Kjartan og Anna voru gestrisin með afbrigðum. Það eru ófá skemmtileg og glæsileg matarboðin sem við höfum verið í hjá Kjartani frænda og oft var það hann sem sá um eldamennskuna af mikilli leikni. Það var aldrei á vísan að róa með matseðilinn því alltaf var hann að prófa eitthvað nýtt. Kjartan var mikill bjartsýnismað- ur og fylgdist vel með og var alltaf til í allar nýjungar. Það var jafnan gaman að setjast niður með Kjart- ani og heyra af nýjustu verkefnun- um hans og áhugamálum. Hann var alltaf jákvæður sama á hverju gekk og fannst lífið vera bjart og skemmtilegt. Hann var ekki að hafa óþarfa áhyggjur af hlutum sem hann ekki gat breytt og leit á jákvæðu hliðar lífsins. Hann kom ekki til ísiands í fjöldamörg ár en ákvað að brjóta ís- inn og varð ættarmótið sumarið 1995 til þess. Eftir það kom hann á hverju ári og ætlunin var að eyða nokkrum vikum heima í sumar. I fyrrahaust var hann í nokkrar vikur heima og var hjá systkinum sínum. Foreldrar okkar höfðu þá ánægju að hafa Kjartan hjá sér í eina viku og fannst þeim það afar notalegur tími þar sem setið var að spjalli tímunum saman og rifjaðar upp gamlar minningar. Við þökkum Kjartani fyrir allar góðu stundirnar yfir kaffibolla og konfekti og sendum börnum hans og fjölskyldum þeirra samúð- arkveðjur. Haraldur Bjarnason, Sigríður Bjarnadóttir, Ari Bjarnason. JÓHANN ÞORSTEINN EIRÍKSSON + Jóhann Þor- steinn Eiríksson fæddist á Rifi á Mel- rakkasléttu 17. september 1919. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 18. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voni Ingibjörg V. Jóhannsdóttir, f. 18. nóvember 1889, d. 24. júlí 1983, og Eiríkur Stefánsson, f. 11. nóvember 1993, fyrrum vita- vörður á Rifi, d. 19. febrúar 1956. Systkini Jóhanns eru: Leifur, f. 3. júní 1907, búsettur í Kópavogi, Margrét, f. 28. H H H H H H H H H H Erfídrykkjur nóvember 1908, d. 20. október 1992, Hildur, f. 27. des- ember 1910, búsett á Raufarhöfn, Auð- unn, f. 7. febrúar 1912, d. 23. janúar 1966, og Stefán, f. 10. febrúar 1925, búsettur á Raufar- höfn. Jóhann bjó sín bernskuár á Rifi, síðan fluttist hann til Raufarhafnar og bjó þar alla tíð síð- an. Jóhann kvæntist ekki og eignaðist ekki börn. Utför Jóhanns verður gerð frá Raufarhafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Okkur langar í fáum orðum að minnast fóðurbróðui- okkar, sem við , áttum nærveru við í bernsku á Rauf- arhöfn. Hann Jón frændi eins og við | kölluðum hann ávallt var hæglátur maður og flíkaði ekki skoðunum sín- um, þótt hann hefði oft ákveðnar skoðanir á málunum. Hann var nægjusamur maður, sem lifði ekki um efni fram og safnaði fyrir því sem kaupa skyldi áður en keypt var, því ekki vildi hann skulda neinum neitt. Hann var á heimili foreldra okkar um tíma þegar hann var ung- ur maður og kynntumst við honum því meir en hinum bræðrum pabba. Oftar en ekki á því tímabili hjálpaði hann til við heimilisstörfin og lá ekki á liði sínu ef eitthvað þurfti að gera. Bamgóður var hann og leituðu böm til hans. Hann stundaði sjómennsku frá unga aldri og þar til heilsa og aldur dugðu ekki til og í gegnum árin eignaðist hann nokkra báta sem hann nefndi alla „Kóp“. Einn vetur brá hann sér til Reykjavikur og vann við húsbyggingar. Yfir vetrar- mánuðina vann hann hjá SR á Rauf- arhöfn. Tíminn líður og nálægð fólks breytist, því leiðir skilja og eftir sitja aðeins minningamar og eins er um Jóa frænda, sem nú er farinn á vit eilífðarinnar. Hin síðari ár léku hann grátt vegna veikinda og kraftur hans þvarr. Fari hann í friði og guð blessi minningu hans. Lengi heilluðu hugann, heiðríkir dagar, alstirnd kvöld, líf þeirra, ljóð ogsögur, sera lifðu á horfinni öld. Kynslóðir koma og fara, köllun þeirra er mikil og glæst Bak við móðuna miklu rís mannlegur andi hæst. (Davíð Stef.) Eysteinn, Rannveig, Ingibjörg og Erlingur. Simi 562 0200 luixixuifl H H H H H H H H H H t GUÐMUNDUR JÓNASSON húsasmíðameistari, Selbrekku 30, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Mosfelli, Mosfellssveit, laugardaginn 30. maí kl. 13.30. María Sófusdóttir, Kolbrún Guðmundsdóttir, Helgi Guðmundsson, Rúnar Lárusson, Hermann Lárusson, Ólafur Lárusson, Kristján Guðmundsson, Sóley Theodórsdóttir, Þórdís Lárusdóttir, Valgerður Reginsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir mín og amma okkar, ÁSTA SIGHVATSDÓTTIR fyrrv. kennari, lést á öldrunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur við Túngötu 25. maí sl. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 2. júní kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Karls J. Sighvatssonar í íslandsbanka, nr. 513- 14-300534. Sigrún Karlsdóttir, Ásta Sighvats Ólafsdóttir, Sigurjón Sighvatsson. t Bróðir minn, AÐALSTEINN GUÐMUNDSSON frá Laugabóli, lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar þriðjudaginn 12. maí. Útför hans fer fram frá Hrafnseyrarkirkju við Amarfjörð laugardaginn 30. maí kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Guðmundur Valtýr Guðmundsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, MAGNÚS HALLDÓRSSON, Öldugötu 12, Seyðisfirði, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 30. maí kl. 10.30. Geirrún Þorsteinsdóttir, Bryndís Magnúsdóttir, Hallgrímur Jónsson, Anna Sigríður Magnúsdóttir, Stefán Óskarsson, Árbjörn Magnússon, Hansína Halldórsdóttir, Soffía María Magnúsdóttir, Þorleifur Dagbjartsson, Magnús Magnússon, Helga Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HJÖRDÍSAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Keflavík, er lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 24. maí, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 29. maí kl. 13.30. Jarðsett verður í Keflavík sama dag. Steinunn Birna Magnúsdóttir, Björgvin Heiðarr Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ÓLAFÍA HULDA SIGURÐARDÓTTIR. dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 30. maí kl. 14.00. Ástrós Gunnarsdóttir, Hallgrímur Ottóson, Sigurður Viktor, Heiðrún Hulda og Kjartan. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför fóstur- móður, tengdamóður og ömmu, JÓNÍNU K. STEINÞÓRSDÓTTUR, Austurbyggð 21, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir góða umönnun. Þóra G. Ásgeirsdóttir, Hermann Huijbens, Edvard H. Huijbens, Eiríkur Huijbens, Marta Jóhannsdóttir, Anna Tryggvadóttir, Anna María Hákonardóttir. f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.