Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 29
LISTIR
LEIKARARNIR Pálmi Gestsson, Tinna Gunnlaugsdóttir og Jóhann Sig-
urðarson virða fyrir sér bókagjöfina, ásamt Stefáni Baldurssyni Þjóð-
leikhússtjóra, Gunnari Eyjólfssyni og gefendunum Erlendi Einarssyni
og Margréti Helgadóttur.
Ljósblá sýnir
í Pakkhúsinu
á Höfn
Morgunblaðið. Höfn.
HELGA Erlendsdóttur, sem notar
myndlistarnafnið „Ljósblá“, opnaði
sl. laugardag sölusýningu á verk-
um sínum f Pakkhúsinu á Höfn.
Hún sýnir 51 vatnslitamynd og
24 olíumálverk, sem hún hefur
málað á þessu ári og seinni hluta
síðasta árs. Helga hefur stundað
listmálun af kappi í 15 ár og er
þetta fyrsta einkasýning hennar
en hún hefur áður tekið þátt í fjór-
um samsýningum.
Sýningin í Pakkhúsinu verður
opin til sunnudagsins 30. maí.
Morgunblaðið/Sigurður Hannesson
HELGA Erlendsdóttir við verk sín í Pakkhúsinu á Höfn.
Gáfu Þjóðleik-
húsinu Shake-
speare-safn
ERLENDUR Einarsson, fyrrver-
andi forstjóri Sambands íslenskra
samvinnufélaga, og eiginkona hans,
Margrét Helgadóttir, hafa gefíð
Þjóðleikhúsinu safn Shakespeare-
verka; 36 binda heildarsafn, útgáfa
The Folio Society, frá árunum 1950
til 1980, og eru bækurnar skreyttar
myndum þekktra búningahöfunda.
Formála að bókunum, rita m.a.
Laurence Ohvier, Peggy Ashcroft,
Ralph Richardson og John Gielgud.
Við afhendingu bókanna sagði Er-
lendur m.a. að sér þætti þessar bæk-
ur hvergi eiga betur heima en í Þjóð-
leikhúsi íslendinga og vonaði að sem
flestir listamenn sem kæmu til starfa
við húsið gætu notið þeirra.
Við afhendingu leikritanna las
Gunnar Eyjólfsson leikari stuttan
kafla úr Hamlet á móðurmáli skálds-
ins fyrir viðstadda.
----------------
Lj ósmyndasýning
í Epal
ANNA María Sigurjónsdóttir opnar
ljósmyndasýningu í versluninni Epal,
Skeifunni 6, fimmtudagin 28. maí.
í fréttatilkynningu segir að sýn-
ingin samanstandi af 12 ljósmyndum
sem eru af hinum ýmsu litasamsetn-
ingum, helst af veðruðum hlutum.
Síbreytilegir litir og áferð ryðgaðs
járns hafi lengi heillað höfundinn.
Hér hafi hún tekið ljósmyndir sem
minna hana á málverk þar sem form,
áferð og litir ráða ferðinni. Myndirn-
ar eru prentaðar á striga.
Anna María lauk B.A. prófi í
gi'afískri hönnun og ljósmyndun 1993
frá háskóla í Alabama og
mastersnámi í ljósmyndun frá
Savannah College of Art and Design
í Bandaríkjunum tveimur árum síðar.
Jafnhliða mastersnámi starfaði hún
sem ljósmyndari og aðstoðarkennari
og hélt auk þess einkasýningar og
tók þátt í samsýningum þar vestra.
Sýningin er opin virka daga frá kl.
9-18 og á laugardögum frá kl. 10-14.
Kemur upp um
lacoste þinn góoa smekk!
fterm
GARÐURINN
-klæðirþigvel §
KRINGLUNNI OG LAUGAVEGI °
fimmtudag til sunnudags
20 (Stjúpiir
blandaðir litir
kr 699
6 fjúlærar plöiitiir
•JJ X . . íl 1 .
að eigm vali
kr 699
Labelia
stór
Jít
‘Mald í útikerin
ULkr 516S>