Morgunblaðið - 07.07.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.07.1998, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ EzTGyiuhJD- NEI, nei, hrísgrjónin, þú átt bara að borða hrísgijónin, drekinn þinn. VEIÐIMENN á göngu með vænan lax við Laxá í Kjós. Veiði víða að glæðast MIKIL veiði hefur verið síðustu daga í „bæjarlækjunum" Korpu og Leirvogsá, sérstaklega var sunnu- dagurinn gjöfull, en þá veiddust 20 laxar í Leirvogsá og 16 í Korpu. í báðum ánum er aðeins veitt með tveimur stöngum. Þá hafa Elliðaárn- ar tekið vel við sér og gáfu 100. lax- inn um helgina. Þá voru komnir 435 laxar um teljarann, en á sama tíma í fyrra voru komnir 79 laxar á land og 348 laxar um teljarann. A hádegi í gær voru komnir 59 laxar á land úr Leirvogsá. Þar byrj- aði veiðiskapur 25. júní og fór vel af stað. Að sögn Guðmundar Magnús- sonar í Leirvogstungu virðist vera talsverður lax um alla á og menn séu mjög sáttir með gang mála það sem af er. „Vonandi að veiðin haldi þess- um dampi,“ sagði Guðmundur. Nokkrir laxar hafa verið um 12 pund, en hinir eru dæmigerðir eins árs fiskar úr sjó, 4 til 7 punda. Á sunnudaginn veiddust 20 laxar í ánni en skilyrði voru afar góð, áin að síga eftir nokkra vatnavexti. í Korpu segja fróðir menn að sjaldan hafí verið jafn líflegt svo snemma sumars. Lax sé um allt, ekki síst í „uppánni", sem er neðan stíflu og niður undir Korpúlfsstaði. Eflaust er lax farinn að ganga upp fyrir stíflu og fram í dahnn. Síðasta holl í Norðurá veiddi 133 laxa og voru miklar smálaxagöngur á ferð í ánni. Rigningin setti allt í gang og eru nú um 500 laxar komnir á land. Róleg opnun í Vesturdalsá „Það eru komnir sex laxar á land, sem er svo sem ágætt miðað við að aðeins ellefu laxar hafa farið um telj- arann. En þetta er þó rólegt, sér- staklega miðað við góðar opnanir síðustu sumur,“ sagði Lárus Gunn- steinsson sem var í hópi þeirra sem opnuðu Vesturdalsá í Vopnafírði um helgina. Lítið vatn setti svip sinn á veiðina, en laxarnir voru allir stórir, 18 punda stærst, 8 punda minnst. Lárus sagðist hafa talað við menn sem voru að enda í Selá á laugar- dagsmorgun. Veiði var róleg, en síð- asta morguninn komu 9 laxar á land, þar af fimm 15 punda! Á sunnudag kláraði holl í Laxá í Dölum með 12 laxa og voru þá komn- ir 60 laxar á land. Vatnsleysi hrjáir veiðimenn og laxa. í gær voru komnir um 100 laxar samtals úr Rangánum, um 75 úr Ytri Rangá og 25 úr Eystri Rangá. 17 pundari úr Ytri Rangá er sá stærsti til þessa. Tveir 16 punda veiddust á urriðasvæðinu á sunnudaginn, þeir fyrstu fyrir Árbæjarfoss á þessu sumri. Rigningin á dögunum setti aUt í gang í Laxá í Leirársveit. Hollið sem lauk veiðum um helgina veiddi rúm- lega 60 laxa og voru þá komin alls rúmlega 90 stykki á land. Fyrir leikskóla og oarnaherbergi Litríkt úrval gluggatjaldaefna og stanga fyrir leikskóla og barnaherbergi. Leikskólarnir Hlíðarendi í Hafnarfirði og Arnarsmári og Dalur í Kópavogi hafa notfært sér gluggatjaldaþjón- ustu sérfræðings okkar við efnaval og uppsetningu. gue’-búðirnar Orkester Norden - Norræna hljómsveitin Yfír hundrað hljóðfæraleikar- ar á sviðinu Katrín Árnadóttir ORKESTER Norden eða Norræna hljómsveitin, sem er sinfóníuhljómsveit ungs fólks, verður með tónleika í Háskólabíói 10. júlí næst- komandi. Þar leikur á ann- að hundrað hljóðfæraleik- ara frá öllum Norðurlönd- unum. Katrín Árnadóttir er verkefnisstjóri hljóm- sveitarinnar á Islandi. „Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin kemur hingað til lands en hún hóf störf árið 1993 með nám- skeiðahaldi og tónleika- ferð. Þá hafði undirbún- ingur staðið yfir í um sex ár. Hugmyndin varð til í Lionshreyfingunni á árun- um 1986-87 þegar Svíinn Sten Ákerstam var al- þjóðaforseti Lions. Hann fól vini sínum Lennart Fridén að koma fram með hugmynd að samstarfi ungs fólks á Norðurlöndunum til að efla skilning þeirra á milli. Lennart var þá skólastjóri við tónlistarskóla í Suður-Svíþjóð og kom með þessa frábæru hug- mynd að stofna sinfóníuhljóm- sveit fyrir ungt fólk sem í yrðu valdir duglegustu og hæfustu tónlistamemar á Norðurlöndum. Fyrsti listræni stjómandi hljóm- sveitarinnar var Esa-Pekka Sa- lonen.“ Katrín segir að smám saman hafi hugmyndin þróast og Lenn- art virkjaði norræn félög á Norð- urlöndum til samstarfs, síðan Norræna menningarsjóðinn og fleiri þangað til draumurinn varð að veruleika árið 1993.“ - Hvemig starfar hljómsveit- in? „Hljómsveitin starfar árlega á tíu daga námskeiði og viku tón- leikaferð um Norðuriöndin. Þátt- takendur em valdir að undan- gengnu hæfnisprófi. Þau leika fyrirfram ákveðin verk á kassett- ur, sem eru sendar til Svíþjóðar, númeraðar og fengnar sænskum atvinnuhljóðfæraleikumm til að dæma.“ - Hafa Islendingar verið í hljómsveitinni frá upphaíi? „Heldur betur og fjölda margir og öll árin hafa einhverjir verið í leiðandi stöðum.“ Katrín segir að flestir islenskir hljóðfæraleikarar hafi verið í hljómsveitinni árið 1995 en þá vom þeir átján talsins. „Það hef- ur vakið mikla undrun hversu marga þátttakendur Island hefur átt hverju sinni og hversu vel er staðið að tónlistarmenntun á Is- landi því samkvæmt höfðatölu hefðum við ekki átt að eiga nema kannski einn þátttak- anda hverju sinni.“ Katrin segir að í ár hafi níu Islendingar verið valdir í hljóm- sveitina en átta gátu þegið boðið. - Hvers vegna hafa tónleikarn- ir ekki verið haldnir áður á ís- landi? „Einfaldlega vegna þess að það er mjög dýrt að koma með 114 manns til Islands, hljómsveit og aðstoðarfólk. Það var svo sannar- lega kominn tími til að íslending- ar fengju að heyra í þessari hljómsveit. Ég barðist fyrir því í þau fimm ár sem ég sat í stjórn hljómsveitarinnar að hún kæmi hingað til lands. Það má fyrst og fremst þakka skilningi Norrænu ráðherranefndarinnar og Nor- ræna fjárfestingabankans svo og mikilli velvild og skilningi fjölda ►Katrín Ámadóttir er fædd í Reykjavlk árið 1942. Hún lauk BA-prófi í ensku og sagnfræði frá Háskóla Islands og hefur leikið á fiðlu frá fimm ára aldri. Hún var fiðluleikari í Sinfón- íuhljómsveit íslands á ámnum 1961-1994 og kenndi fiðluleik samhliða því. Katrin starfar nú sem fiðlu- kennari við Tónlistarskóla Hain- aríjarðar og er virkur félagi í Lionshreyfingunni. Hún er verk- efnisstjóri Orkester Norden á fs- landi. Sambýlismaður Katrínar er Reynald Jónsson, eigandi Alno- eldhúss, og á hún einn son. fyrirtækja og einstaklinga hér á landi að það tókst. - Hvernig er verkefnavalið hjá hljómsveitinni? „Yfirleitt eru valin mjög krefj- andi verkefni og það hefur alltaf verið að minnsta kosti eitt nor- rænt verkefni á efnisskránni, bæði ný verk sem hafa verið sam- in fyrir hljómsveitina og gömlu norrænu meistararnir. Þá hefur hún einnig spilað stærri hljóm- sveitarverk þar sem m.a. má nefna Sinfóníu nr. 1 eftir Mahler og Konsert fyrir hljómsveit eftir Béla Bartok.“ Katrin segir að í ár hafi ekki verið ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. „Hljómsveitin hefur aldrei verið fjölmennari en í ár og nú leikur hún Sinfóníu nr. 1 eftir Carl Niel- sen og Vorblót eftir Igor Stra- vinski en það gerir gífurlegar kröfur til hvers einasta hljóð- færaleikara sem tekst á við það.“ - Hver er hljómsveitarstjóri sveitarinnar? „Hann heitir Paavo Járvi frá Eistlandi og er jafnframt núver- andi listrænn ráðu- nautur hljómsveitar- innar. Hann hefur stjórnað mörgum frægustu sinfóníu- hljómsveitum heims og er fyrsti gestastjómandi hjá Konunglegu Fílharmóníuhljóm- sveitinni í Stokkhólmi og Sinfón- íuhljómsveitinni í Birmingham." Katrín hvetur tónlistarunnend- ur til að láta þessa spennandi tón- leika ekki framhjá sér fara því þarna á sviðinu verður ein stærsta sinfóníuhljómsveit sem hefur komið til landsins. „Þetta er einstaklega hæfilegaríkt ungt fólk sem geislar af spilagleði og er með frábæran hljómsveitar- stjóra." Miðasala fer fram í Háskóla- bíói og tónleikarnir hefjast klukk- an 19 næstkomandi föstudags- kvöld. Vorblót á spennandi tónleikum .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.