Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
www.mbl.is
föstudag 10. júlt
kl. 20.00
nokkur sæti laus
föstudag 10. júlí
kl. 23.00
laugardag 11. júlí
kl. 20.00
nokkur sæti laus
Sýningar hefjast kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar daglega.
Miðasala sfmi 551 1475.
Opin alla daga kl. 15-19. Símapantanir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar.
Vesturgötu 3
SUMARTÓNLEIKARÖÐ
KAFFILEIKHÚSSINS
„Bossa-nouveau“
Kanadíska djasssöngkonan Tena
Palmer flytur brasilíska samba og
bossa nova tónlist, ásamt
hljómsveit sinni JoSo.
fim. 9/7 kl. 21.00 laus sæti
FÓLK í FRÉTTUM
ÞÆTTIRNIR „Party of Five“
hófu göngu sína á Stöð 2 fyrir
skömmu en þeir voru frumsýnd-
ir í Bandaríkjunum um haustið
árið 1994. Þrátt fyrir góða dóma
hafa þættirnir þau þrjú ár sem
þeir hafa verið sýndir ávallt ver-
ið í hættu um að sýningum á
þeim yrði hætt vegna takmark-
aðs áhorfendafjölda, en aðdáend-
ur þáttanna eru gífurlega kraft-
mikill hópur og hafa séð til þess
að „Party of Five“ eru enn í
gangi.
Kjarninn af aðdáendum þátt-
anna samanstendur af konum
18-34 ára en hann er í 10. sæti
yfír vinsælustu þættina hjá
þeim hópi. Það sem dregur fólk
að þáttunum eru persónurnar
sem þurfa dag frá degi að kljást
við hina ýmsu hversdagslegu
hluti. Þetta eru 5 munaðarlaus
systkini sem búa í San
Francisco: Charlie (Matthew
Fox) sem er að reyna að sjá um
veitingastað, vera faðir og njóta
þess að vera á þrítugsaldri;
Bailey (Scott Wolf), sem er að
hefja nám í háskóla; Julia
(Neve Campell), tilfinninga-
næmur bókaormur sem dreym-
ir um rómantískt lífemi;
Claudia (Lacey Chabert),
gáfnaljósið í fjölskyldunni, sem
lærir á fiðlu og er í áttunda
bekk í grunnskóla; og Owen
(leikinn af Andrew Cavarno og
tvíburabróður hans Steven),
sem lítið sést af.
Persónumar hafa allar sína
kosti og galla og þykja gefa
ágætis mynd af „X“-kynslóðinni
og aðdáendur þáttanna skiptast
mikið á skoðunum um eftirlætis
persónur sínar á alnetinu.
Gagnrýnendur hafa hrósað
þessum þáttum mikið og árið
1996 unnu þeir Golden Globe
verðlaunin sem besta dramat-
íska sjónvarpsþáttaröðin og var
bent á það að þættirnir væru
allt það sem „Beverly Hills
90210“ þættimir reyndu að vera
en gætu aldrei vegna yfirborðs-
mennsku. Ungu leikararnir í
þáttunum hafa einnig getið sér
gott orð í kvikmyndaheiminum,
Scott Wolf hefur leikið í kvik-
myndum eins og „The Evening
Star“ og „White Squall" og
Neve Campell er hryllings-
myndaaðdáendum kunnug fyrir
„Scream“-myndimar og „The
Craft“. Önnur leikkona í þáttun-
um er Jennifer Lowe Hevitt en
hún sló nýlega í gegn í mynd-
inni „I Know What You Did
Last Summer" sem er aftur-
hvarf til gömlu „Friday the
13th“ myndanna og skrifuð af
Kevin Williamson sem skrifaði
einnig „Scream" myndimar.
Það verður fróðlegt að fylgjast
með hvernig ævintýrum Salin-
ger barnanna vegnar hér á
landi.
Ottó Geir Borg
frábær í aðalhlutverkinu.
KRINGLUBÍÓ
Switchback ★
Afleitlega illa skrifuð og leikin
frumraun vaxandi þandritshöfund-
ar sem leikstjóri. Ahorfandinn veit
leyndarmálið að bragði; hver er
fjöldamorðinginn. Vel tekin.
Sex dagar, sjö nætur ★★'A
Ford og Heche mynda prýðilegt
par í gamanhasarmynd a la Rom-
ancing the Stone. Full tuggið en
ekki leiðinlegt.
Ur öskunni í eldinn ★‘/2
Slöpp gamanmynd um ríkisbubba
sem taka að búa með Amish fólki.
LAUGARÁSBÍÓ
Mr. Nice Guy ★★
Aulabrandarar og -söguþráður en
Chan er kattliðugur og lokaatriðið
er þess virði að sjá myndina.
Brúðkaupssöngvarinn ★★‘/2
Þægileg, rómantísk gamanmynd
með Adam Sandler í hlutverki
söngvara sem er óheppinn í ástum.
REGNBOGINN
Þá sjaldan það rignir ★★'/2
Agætlega gerður, rennblautur
smábæjarti-yllir með fínum leikur-
um en formúlukenndu plotti.
Titanic ★★★%
Mynd sem á eftir að verða sígild
sökum mikilfengleika, vandaðra
vinnubragða í stóru sem smáu,
virðingar fyrir umfjöllunarefninu.
Falleg ástarsaga og ótrúlega vel
unnin endurgerð eins hrikalegasta
sjóslyss veraldarsögunnar.
Anastasia ★★★
Disney er ekki lengur eitt um hit-
una í gerð úrvalsteiknimynda.
Anastasia jafnast á við það besta
sem gert hefur verið. Frábærar
teikningar, persónur og saga, sem
fer frjálslega með sögnina af keis-
aradótturinni og byltingu öreig-
anna.
STJÖRNUBÍÓ
Wild Things ★★
Leyndardómsfull sakamálamynd
sem týnir sér í alltof flókinni at-
burðarás.
50
ara
Paula Yates nær sér ekki
Munaðarlaus
systkini í dag-
legu amstri
BÍÓIN í BORGINNI
Israel
í ÁR eru 50 ár liðin
frá stofnun Israels-
ríkis, og eru Isra-
elsmenn sífellt að
fagna því, og er
þegnum gert
margt til skemmt-
unar. Nýlega fengu
þeir að njóta flug-
sýningar sem vakti
mikla athygli. Á
meðfylgjandi mynd
er flugmaður að
senda reykör í
gegnum hjartað
sem tveir félagar
hans hafa þegar
myndað. Það er
vonandi að ást ríki
í Israel því ekki
hafa þeir friðinn.
BRESKA sjónvarpsstjarnan Paula
Yates sem var unnusta ástralska
söngvarans í INXS, Michael
Hutchence sem hengdi sig í nóv-
ember sl., er mjög þungt haldin
andlega. Nýlega fann vinur hennar
hana illa þjakaða í íbúð hennar í
London, og lét flytja hana á sömu
sjúkrastofu og hún jafnaði sig á
eftir að hafa fengið taugaáfall í
apríl sl. Segja blöð ýmist að hún
hafi reynt að fremja sjálfsmorð
með því að hengja sig eða með of
stórum lyfjaskammti.
Yates er fyrrverandi eiginkona
söngvarans Bob Geldofs sem stóð
fyrir Live Aid tónleikunum á sínum
tíma. Hún hefur átt mjög erfitt
með að jafna sig á sorginni eftir
sjálfsmorð ástmanns síns og hefur
lítið sést á opinberum vettvangi
undanfarið ár. Hutchence fannst
hengdur í belti á hóteli í Sydney í
Ástralíu, stuttu eftir að hafa rifist
við Geldof í símann. Þrátt fyrir að
rannsóknir sýni að hinn 37 ára
söngvari hafi framið sjálfsmorð,
neitar Yates að trúa því að
Hutchence, sem hún ætlaði að gift-
ast í janúar á þessu ári, hafi kosið
að yfirgefa sig og unga dóttur
þeirra, Heavenly Hiraani Tiger
Lily. Hún styður frekar tillögu
breskra kjaftablaða um að hann
hafi kafnað þegar sjálfsfróunar-
leikur fór úr böndunum.
tíSLENSKA ÓPERAN
d"" Miðasala 55/ 1475
Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason
Hildur Loftsdóttir
BÍÓBORGIN
Sex dagar, sjö nætur ★★
Ford og Heche mynda prýðilegt
par í gamanhasarmynd a la Rom-
ancing the Stone. Full tuggið en
ekki leiðinlegt.
U beygja ★★%
Oliver Stone er í stuði í ofbeldis-
fullri nútíma kúrekamynd.
Skemmtileg og léttgeggjuð en svo-
lítið langdregin.
Brjáluð borg ★★
Fréttamaður (Dustin Hoffman)
notfæir sér lykilstöðu í gíslatöku-
máli til að komast aftur í fremstu
röð en fær skömm á öllu saman.
Travolta fínn í illa skrifuðu hlut-
verki meðaljóns sem grípur til ör-
þrifaráða. Vel gerð að mörgu leyti
en skortir sannfæringarkraft eftir
því sem á líður.
SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA
Switchback ★
Afleitlega illa skrifuð og leikin
frumraun vaxandi þandritshöfund-
ar sem leikstjóri. Áhorfandinn veit
leyndarmálið að bragði; hver er
fjöldamorðinginn. Vel tekin.
Sex dagar, sjö nætur ★★V4
Ford og Heche mynda prýðilegt
par í gamanhasarmynd a la Rom-
ancing the Stone. Full tuggið en
ekki leiðinlegt.
Till There Was You ★★1/2
Fínasta konumynd; rómantísk og
gamansöm um ólíkar manneskjur
sem rata saman.
The Man Who Knew Too Little
★
Bill Murray er sá eini með viti í
meðvitaðri klisjusúpu sem gengur
ekki upp.
US Marshalls ★★★
Tommy Lee Jones er í toppformi á
eftir flóttamanni sem leikinn er af
Wesley Snipes. Fínasta afþreying.
Anastasia ★★★
Disneyveldið er ekki lengur eitt
um hituna í gerð úrvalsteikni-
mynda. Anastasia jafnast á við það
besta sem gert hefur verið. Frá-
bærar teikningar, persónur og
saga, sem fer frjálslega með sögn-
ina af keisaradótturinni og bylt-
ingu öreiganna.
Mr. Magoo ★
Ofyndin mynd, 20 árum of seint á
ferðinni. Leslie Nielsen lyftir henni
ekki upp, er leiðinlegur Mr. Magoo.
Litla hafmeyjan ★★★
Falleg og fyndin kvikmynd þar
sem töfrar ævintýrsins blómstra
að fullu.
HÁSKÓLABÍÓ
Kvikt hold ★★★
Almodóvar heimfærir góða,
breska sakamálasögu uppá blóð-
hita landa sinna, gráglettinn og
bersögull að vanda. Skortir meira
taumleysi til að jafna sín bestu
verk. Magnaður leikur.
Grease ★★★
Það er engin spurning, myndin er
algjört „ring a ding a ding“.
Þúsund ekrur ★1/2
Alls ekki nógu vel gerð mynd eftir
góðri bók. Skrykkjótt og lélegur
leikur hjá annars góðum leikurum.
The Big Lebowski ★★★
Coenbræður eru engum líkir. Nýja
myndin er á köflum meinfyndin og
kolgeggjuð en nær ekki að fylgja
eftir meistaraverkinu Fargo. Leik-
ararnir hver öðrum betri í sundur-
lausri frásögn af lúðum í Los Ang-
eles.
Búálfarnir ★★★
Virkilega skemmtileg bama- og
fjölskyldumynd, sem hægt er að
mæla með fyrir alla aldursflokka.
Piparkökukariinn ★★★
Dökk og fráhrindandi mynd sem
vinnur á. Frumleg útgáfa á bók
eftir John Grisham. Branagh er
TÓNLEIKARÖÐ
Þri.7/7 kl. 20.30
Steinunn Bima og
Martynas von Bekker
ÞJÓNN í SÚPUNNI
Mið. 15/7 fors.örfá sæti laus
Rm. 16/7 frum. UPPSELT
Lau. 157 UPPSELT
Sun. 19/7 UPPSELT
Rm. 23/7 UPPSELT
Fös. 24/7 UPPSELT
Lau. 25/7 ötfá sæti laus
Sun. 26/7 örfá sæti laus
Kl. 20.00.
Miðasalan opin 12—18.
KmW«71f.mtHIMcI«IiK.l
Matseðill sumartónieika N
Indverskur grænmetisréttur að hætti
Lindu, borínn fram með ristuðum furu-
inetum og fersku grænmeti og í eftirrétt:
\__________„Óvænt endalok''_________
Miðasalan opin alla virka daga
kl. 15-18. Miðap. allan sólarhringinn
I s. 551 9055.
Netfang: kaffileikigisholf.is
Sjónvarpsþátturinn,, Party of Five“