Morgunblaðið - 07.07.1998, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Steingrímur J. Sigfússon segir sig úr Alþýðubandalaginu
Stofnun nýs stjórnmála-
fclags í undirbúningi
STEINGRÍMUR J. Sigfússon alþingismaður og
allir félagsmenn í Alþýðubandalagsfélagi Pórs-
hafnar og nágrennis, 38 að tölu, sögðu sig úr Al-
þýðubandalaginu á fundi sem haldinn var á Þórs-
höfn í gærkvöldi. Að sögn Steingríms var eftir lok
fundarins skipuð nefnd til að undirbúa stofnun
nýs stjórnmálafélags vinstri manna.
„Það er ljóst að þetta kraftmikla fólk hér er ekki
hætt í póiitík. Það hefur áhuga á því að eiga sér
vettvang til að ræða málin. Það verður að skýrast í
framhaldinu hvernig því reiðir af.“ Steingrímur
sagði að nauðsynlegt væri að hafa áfram einhvem
.málsvara þeirra sjónarmiða sem Alþýðubandalag-
ið hefði haft uppi í utanríkis-, jafnréttis-, umhverf-
is-, atvinnu- og byggðamálurn og varðandi varð-
veislu fullveldis og sjálfstæðis íslands.
Steingrímur játaði því aðspurður að hann ætti
nokkra samleið með þingmönnunum Hjörleifi
Guttormssyni og Ögmundi Jónassyni og sagðist
mundu ræða við þá - og marga fleiri - á næstunni
um framhaldið í stjórnmálum.
Hann sagðist einnig hafa rætt við marga for-
ystumenn Alþýðubandalagsins í kjördæminu fyrir
fundinn á Þórshöfn og flokksmenn af öllu landinu
hefðu haft samband við sig í dag. Margir þeirra
hefðu verið sér sammála og allir hefðu skilið og
virt þá leið sem hann hefði valið.
Fyrir fundinn ræddi Steingrímur við Margréti
Frímannsdóttur, formann Alþýðubandalagsins.
„Þetta var hvorugu okkar auðvelt, en það fóru
eingöngu góð orð okkar á milli í þessu samtali.
Eg er enn sami Alþýðubandalagsmaðurinn í
hjarta mínu og ég hef verið í 20 ár. Eg er ekki að
færa mig til í hinu pólitíska litrófi, heldur er
landslagið þar að breytast."
Veikir stöðuna
„Það er auðvitað mjög bagalegt og ég harma
það að Steingrímur skuli hafa valið þessa leið í
stað þess að taka þátt í því að undirbúa málefna-
samning. Það er slæmt að allt þetta fólk, sem er
góðir félagar okkar, skuli ekki treysta sér til að
bíða eftir niðurstöðu þessarar málefnavinnu,"
sagði Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðu-
bandalagsins, aðspurð um úrsagnirnar.
„Það var kominn tími til að láta á það reyna hvort
menn vildu standa við þær ályktanir landsfundarins
eða ekki og ég harma það þegar fólk tekur þá
ákvörðun að fylgja þessu ekki eftir. En kannski er
þama um að ræða fólk sem hefur verið tvístígandi
og því betra að fá núna hreinar línur. Ég óska
Steingrími alls hins besta og þakka honum fyrir
gott samstarf en við munum ræða saman,“ sagði
Margrét. Hún var að lokum spurð hvort úrsögn fé-
lagsmanna á Þórshöfn myndi veikja flokkinn:
„Auðvitað veikir allt svona stöðuna, þarna er
um þingmenn Alþýðubandalagsins að ræða. En
við urðum að fá hreinar línur í það hvernig menn
vilja samfylkja vinstri mönnum um öflugt vinstra
framboð. En við höldum að sjálfsögðu áfram.“
■ Málefnagrundvöllurinn/12
■ Alþýðubandalagið/32
Mikill
- rekaviður
í Norðfirði
Neskaupstað - Óvenju mikið hef-
ur verið um rekavið í Norðfirði
og hafa trillusjómenn þurft að
hafa varann á. Mjög óvenjulegt
er að svona mikill reki berist
hingað og gamlir menn sem nýtt
hafa reka í tugi ára segjast
aldrei muna eftir svona miklum
reka áður.
Engar öruggar skýringar hafa
menn á þessu en geta sér þess til
að rekaviðurinn hafi verið fastur
.. J, ís og losnað úr honum þar sem
straumar hafa náð að bera hann
suður með Austfjörðum.
Sveinn Þórðarson, sem komin
er á níræðis aldur, er einn þeirra
sem nýta sér rekaviðinn. Hér er
hann að kljúfa viðinn í girðinga-
staura og Sigurður Albertsson
fylgist með.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Skeljungsmenn snúa
sér til EFTA
Segja olíu-
félögunum
mismunað
FORSVARSMENN Skeljungs hafa
leitað til Eftirlitsstofnunar EFTA
vegna laga nr. 103/1994 um flutn-
ingskostnað olíuvara, sem þeir telja
stangast á við samninginn um Evr-
ópska efnahagssvæðið. Þar er kveð-
ið á um að einstaklingar og fyrir-
tæki í atvinnurekstri skuli heyja
frjálsa samkeppni á eigin áhættu og
án ríkisstuðnings.
I álitsgerð þeirra Gests Jónsson-
ar og Harðar F. Harðarsonar, lög-
fræðinga Skeljungs, kemur fram að
starfsemi Flutningsjöfnunarsjóðs
falli ekki að samningnum um evr-
ópska efnahagssvæðið. í skýrslunni
er m.a. bent á að við samanburð á
greiðslum olíufélaganna í og úr
Flutningsjöfnunarsjóði kemur í ljós
að á 10 ára tímabili (1988-1997) eru
tekjur Olíufélagsins hf. rúmlega 416
m.kr. umfram greiðslur í sjóðinn en
greiðslur Skeljungs hf. eru á sama
tíma rúmlega 321 m.kr. umfram
tekjur úr sjóðnum. Þetta telja
Skeljungsmenn vera augljósa mis-
munun á samkeppnisaðstöðu sem sé
óviðunandi og því hafi félagið afráð-
ið að leita réttar síns hjá EFTA.
■ Telja Flutningsjöfnunarsjóð/18
----------------
Bilun í
ljósleiðara
BILUN varð í ljósleiðarastreng frá
Múlastöð Landssímans til Reikni-
stofu bankanna um fjögurleytið í
gær. Bilunin olli truflunum á flutn-
ingi gagna frá útibúum bankanna
og fleiri viðskiptaaðilum til Reikni-
stofu bankanna og sömuleiðis trufl-
unum í hraðbönkum. Að sögn Helga
H. Steingrímssonar, forstjóra
Reiknistofu, hafði Landssíminn
komið sambandi á klukkan 21 og
voru flest öll gögn komin til Reikni-
stofu fyrir klukkan 23 í gærkvöldi
og hraðbankar að komast í lag.
Sautján þot-
ur og 7 00
starfsmenn
, -ySAUTJÁN þotur eru nú í rekstri
hjá flugfélaginu Atlanta, sjö B747-
breiðþotur, sjö af gerðinni Lock-
heed Tristar og þrjár B737-þotur.
Um helgina var einni breiðþotunni
gefið nafn Alfreðs heitins Elíasson-
ar, stofnanda og fyrrum forstjóra
Loftleiða og síðar Flugleiða.
Hjá Atlanta starfa nú í kringum
700 manns og var velta fyrirtækisins
á síðasta ári um 8 milljarðar króna.
Við athöfn á Keflavíkurflugvelli á
sunnudag kom fram í máli Hafþórs
Hafsteinssonar flugrekstrarstjóra að
félagið hefði í fyrstunni einkum sinnt
^rskammtímaverkefnum fyrir erlend
flugfélög. Hann sagði að hin síðari ár
hefðu náðst langtímasamningar í
auknum mæli og sömuleiðis flygi Atl-
anta sífellt meira fyrir innlenda aðila.
Þotan með nafni Alfreðs Eh'asson-
ar er sú sjötta sem gefið er nafn
frumkvöðuls úr íslensku atvinnuflugi.
'B
■ Vilja heiðra/6
Morgunblaðið/RSJ
Sjóbað á Snæfellsnesi
VEÐURGUÐIRNIR héldu upp-
teknum hætti nú um helgina og
buðu landsmönnum upp á veður
af bestu gerð, en sól og blíða
gladdi landsmenn á þessari
annarri mestu ferðahelgi ársins.
Á Snæfellsnesi var veðrið gott
sem annars staðar. Snæfellsjökull
skartaði sínu fegursta, auk þess
sem ströndin og sjórinn öðluðust
nýtt aðdráttarafl, en sjóböð voru
iðkuð þar um helgina í Mall-
orcaveðri. Ef veðurguðirnir
verða jafn gjafmildir það sem eft-
ir er sumars geta menn farið að
endurskoða ferðir á sólarströnd.
Banaslys
skammt
frá Þor-
lákshöfn
BANASLYS varð á gatnamótum
Þorlákshafnar- og Þrengslavegar
klukkan 20 á sunnudagskvöld. Tveir
fólksbílar skullu saman með þeim
afleiðingum að 28 ára gamall bíl-
stjóri annars bflsins lést.
Tildrög slyssins voru þau að Sub-
aru-bifreið var ekið suður Þorláks-
hafnarveg og inn á Þrengslaveginn,
þar sem hún fór í veg fyrir Nissan-
bifreið sem ók vestur Þrengslaveg-
inn. Bifreiðarnar skullu saman með
fyrrgreindum afleiðingum.
Fimm sjúkrabílar voru sendir á
staðinn og voru hinir fimm slösuðu
fluttir á slysadeild í Reykjavík.
Okumaður Subaru-bifreiðarinnar er
talinn hafa látist samstundis. Bíl-
arnir köstuðust báðir út fyrir veg og
eru gjörónýtir. Tækjabíll slökkvi-
Bifreið ekið suðvestur frá
Hveragerði, virðir ekki biðskyldu
viðigatnamótin og ekur í veg fyrir
óifreið sem kemur úr suðri
liðsins kom á vettvang og klippa
þurfti ökumann Nissan-bifreiðar-
innar úr bílflakinu.
Þrír hinna slösuðu fengu að fara
heim að lokinni skoðun á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur en tveir voru lagðir
inn. Að sögn læknis á slysadeild
voru þeir ekki í lífshættu.