Morgunblaðið - 01.08.1998, Page 68

Morgunblaðið - 01.08.1998, Page 68
68 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MESSUR Á MORGUN 120 ára afmæli í Bessastaðahreppi Á PESSU ári eru liðin 120 ár frá því Álftaneshreppi hinum forna var skipt í Garðahrepp og Bessa- staðahrepp. Af því tilefni hefur ár- ið í ár allt verið helgað 120 ára af- mælinu í Bessastaðahreppi og margt sér til gamans gert af því tilefni. Nokkur aðdragandi hefur verið að afmælishaldinu. Árið 1996 kom út Álftaness saga - Saga Bessastaðahrepps og sérstök af- mælisnefnd var skipuð til að móta yfirbragð afmælisársins og til að hafa umsjón með afmælinu, segir í fréttatilkynningu. Hefðbundnir atburðir í bæjarlífinu hafa verið með sérstökum hátíðarbrag og meira í þá lagt en venjulega. Gefm hafa verið út dagskrárrit með reglulegu millibili, þar sem það helsta sem á döfinni er, hefur verið kynnt og sagt frá starfsemi félaga og stofnana sveitarfélagsins. Á vordögum 1998 kom út „Bessa- staðahreppur í 120 ár“, veglegt af- mælisrit með menningar- og sögu- legu ívafi sem dreift var til hrepps- búa og víðar. Laugardaginn 8. ágúst nk. verður svo hin eiginlega afmælishátíð. Hún hefst reyndar strax kvöldið áður á stórdansleik í íþróttahúsinu þar sem hljómsveitin Sixties leikur fyrir dansi og kynslóðimar geta sameinast í létt- um snúningi. Þegar fánar hafa verið dregnir að húni á laugardagsmorg- uninn hefst íþróttakeppni milli UMFB og nágrannasveitarfélag- anna, þar sem keppt er til verðlauna sem aflient verða síðar um daginn. Afmælishátíðin verður svo sett kl. 14:00 og verður hátíðardagskrá í íþróttahúsinu. Utanhúss verða uppblásin leik- tæki fyrir yngstu börnin og víða um íþróttahúsið verður sýning á ljós- myndum Álftnesingsins Péturs Thomsen sem sérstaklega verður sett upp af þessu tilefni. Myndirnar sýna Álftnesinga, mannlíf á Álfta- nesi og ýmis gömul vinnubrögð sem óðum eru að hverfa. Á afmælisdag- skránni verða ávörp, tónlistarflutn- ingur af ýmsu tagi , skemmtiatriði og loks verður öllum boðið upp á risatertu sem bökuð verður sérstak- lega í tilefni afmælisins. Sérstakir heiðursgestir verða fulltrúar vinabæja Bessastaða- hrepps á Norðurlöndunum, Næst- ved í Danmörku, Rauma í Finn- landi, Gjevle í Svíþjóð og Gjövik í Noregi en á sama tíma fer fram vinabæjamót í hreppnum og fulltrú- um vinabæjanna verður því boðið í afmælisveisluna. Allir Álftnesingar eru boðnir vel- komnir til hátíðarinnar að fagna þessum tímamótum. Morgunblaðið/Arnaldur STYRKÞEGAR ásamt Guðjóni Ólafssyni og Bernhard A. Petersen. Verkefnastyrkur Felags- stofnunar stúdenta veittur VERKEFNASTYRKUR Félags- stofnunar stúdenta var veittur mið- vikudaginn 29. júlí. Að þessu sinni voru tveir styrkir veittir. Andri Stefánsson hlaut styrk fyrir MS verkefni sitt í jarð- efnafræði, „Efnaveðrun og efnarof á vatnasviði Laxár í Kjós og leysni og mettunarástand frumsteinda prófessors og Sigurðar Reynis Gíslasonar, vísindamanns við Raunvísindastofnun HÍ. María J. Ammendrup hlaut styrk fyrir MA verkefni sitt í félagsfræði, „Vinnu- horf íslendinga", sem unnið var undir leiðsögn Stefáns Ólafssonar prófessors. Andri og María luku námi frá Háskóla Islands 17. júní framfæri og kynna frambærileg verkefni. í tilefni af 30 ára afmæli FS í ár nemur hvor styrkur 200.000 kr. Guðjón Ólafur Jónsson, stjórnar- formaður og Bemhard A. Peter- sen, framkvæmdastjóri FS afhentu styrkinn. Guðspjall dagsins: Um falsspámenn. (Matt. 7) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prest- ur sr. Hjalti Guðmundsson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- ustakl. 10.15. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta fellur niður. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og bamasamkoma kl. 11. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Sigurður Pálsson. Orgeltónleikar kl. 20.30. Ulrich Meldau, organisti við Kirche Enge í Sviss, leikur. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Kvöldbænir kl. 20.30. Umsjón Svala Slgríður Thom- sen, djákni. LAUGARNESKIRKJA: Vegna sumar- leyfa starfsfólks Laugarneskirkju er bent á guðsþjónustu í Áskirkju. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Sigrún Steingríms- dóttir. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjarkirkju kl. 11. Organleikari Kristín G. Jónsdóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messur falla niður til ágústloka vegna sumarleyfa starfsfólks og uppsetningar orgels. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum í prófastsdæminu. DIGRANESKIRKJA: Messur falla niður frá 1. júlí til 9. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. HJALLAKIRKJA: Vegna fram- kvæmda í Hjallakirkju og sumarleyfa er fólki bent á helgihald í öðrum kirkj- um prófastsdæmisins. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta ki. 11. Prestur sr. Stefán Lárusson. Guðrún Lilja Guðmundsdóttir ásamt fleirum leiðir safnaðarsöng. Organisti Kári Þormar. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Messur falla niður fram til 30. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Bendum á guðsþjónustur í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. Bænastundir eru í kirkjunni alla mið- vikudaga kl. 18. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónustur falla niður þar til í lok ágústmánaðar vegna sumarleyfa en hægt er að ná í safnaðarprest í síma 552 7270 eða 553 9105. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarárstíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 11 og fimmtudag kl. 20. Prest- ur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. KAÞÓLSKA KIRKJAN: KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30 og 14. Messa kl. 18 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laug- ardag og virka daga kl. 18.30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laug- ardag og virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag kl. 19.30, bænastund. Kl. 20 hjálp- ræðissamkoma í umsjón brigader- anna Ingibjargar og Óskars. Allir hjartanlega velkomnir. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós: Hesta- mannamessa verður i Reynivalla- kirkju sunnudaginn 2. ágúst kl. 14. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur. VÍDALÍNSKIRKJA: Helgistund kl. 20.30. Almennur safnaðarsöngur. Organisti er Jóhann Baldvinsson. Kaffisopi að athöfn lokinni. Sr. Bjarni Þór Bjarnason. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Sjá guðsþjón- ustu í Vídalínskirkju. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sjá guðsþjónustu í Vídalínskirkju. Sókn- arprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 10.30. Morgunbænir þriðjudaga til föstu- daga kl. 10. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa sunnu- daga kl. 17. Tónlistarstund hefst í kirkjunni kl. 16.40. Fyrir messuna flytja Jaap Schröder og Helga Ing- ólfsdóttir verk fyrir barokkfiðlu og sembal eftir J.S. Bach. í messunni flytur sönghópurinn The Clerk’s Group trúarleg söngverk frá 16. öld. Margrét Bóasdóttir syngur stólvers úr fornu íslensku handriti í útsetningu Snorra Sigfúsar Birgissonar við und- irleik Noru Kornblueh. Organisti er Örn Falkner. Prestur er sr. Egill Hall- grímsson. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa: Messa nk. sunnudag kl. 13.30. Krist- inn Á. Friðfinnsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Dr. Sigurbjörn Einarsson bisk- up prédikar. Órganleikari Ingunn Hildur Hauksdóttir. Sóknarprestur. Fríkirkjan í Reykjavík Vegna sumarleyfa fellur guðsþjónustuhald niður þar til í lok ágústmánaðar. Þann tíma er vísað til guðsþjónustuhalds nærliggjandi kirkna svo og til Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Þó er hægt að ná í safnaðar- prest, Hjört Magna Jóhannsson, ísímum 553 9105 og 552 7270. Víðtalstímar eru eftir samkomulagi. basalts í vatni,“ sem unnið var undir leiðsögn Jóns Ólafssonar Bolungarvík Minnisvarði afhjúpaður SUNNUDAGINN 2. ágúst kl. 11.30 verður afhjúpaður minn- isvarði um hjónin Elísabetu Hjaltadóttur og Einar Guð- finnsson í tilefni nýliðins aldar- afmælis Einars. Minnisvarðinn stendur sunnan við Félagsheimili Bol- ungarvíkur. Um er að ræða lágmynd sem unnin er af Rík- eyju Ingimundardóttur, Reykjavík, og umgjörðin er hönnuð af Jóni Sigurpálssyni, Isafirði. Guðjón Kristinsson frá Dröngum og félagar hafa annast hleðslu grjótveggs með flögugrjóti frá heimahögum Einars í Hvítanesi í Skötufirði. sl. Verkefnastyrkur Félagsstofnun- ar stúdenta er veittur þrisvar á ári. Tveir við útskrift að vori, einn í október og einn í febrúar. Nem- endur sem skráðir eru til útskriftar hjá Háskóla íslands og þeir sem eru að vinna verkefni sem veita 6 einingar eða meira í greinum þar sem ekki eru eiginleg lokaverkefni geta sótt um styrkinn. Markmiðið með Verkefnastyrk FS er að hvetja stúdenta til markvissari undirbúnings og metnaðarfyllri lokaverkefna. Jafnframt að koma á LEIÐRÉTT Skógafoss f GREIN sem birtist í blaðinu í gær, Sparistell á þjóðlegum nótum, var minnst á Skógafoss undir Aust- ur-Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu og hann rangnefndur Skógarfoss. Fossinn er kenndur við Skóga en ekki Skóg, og er beðist velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.