Morgunblaðið - 01.08.1998, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 01.08.1998, Qupperneq 68
68 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MESSUR Á MORGUN 120 ára afmæli í Bessastaðahreppi Á PESSU ári eru liðin 120 ár frá því Álftaneshreppi hinum forna var skipt í Garðahrepp og Bessa- staðahrepp. Af því tilefni hefur ár- ið í ár allt verið helgað 120 ára af- mælinu í Bessastaðahreppi og margt sér til gamans gert af því tilefni. Nokkur aðdragandi hefur verið að afmælishaldinu. Árið 1996 kom út Álftaness saga - Saga Bessastaðahrepps og sérstök af- mælisnefnd var skipuð til að móta yfirbragð afmælisársins og til að hafa umsjón með afmælinu, segir í fréttatilkynningu. Hefðbundnir atburðir í bæjarlífinu hafa verið með sérstökum hátíðarbrag og meira í þá lagt en venjulega. Gefm hafa verið út dagskrárrit með reglulegu millibili, þar sem það helsta sem á döfinni er, hefur verið kynnt og sagt frá starfsemi félaga og stofnana sveitarfélagsins. Á vordögum 1998 kom út „Bessa- staðahreppur í 120 ár“, veglegt af- mælisrit með menningar- og sögu- legu ívafi sem dreift var til hrepps- búa og víðar. Laugardaginn 8. ágúst nk. verður svo hin eiginlega afmælishátíð. Hún hefst reyndar strax kvöldið áður á stórdansleik í íþróttahúsinu þar sem hljómsveitin Sixties leikur fyrir dansi og kynslóðimar geta sameinast í létt- um snúningi. Þegar fánar hafa verið dregnir að húni á laugardagsmorg- uninn hefst íþróttakeppni milli UMFB og nágrannasveitarfélag- anna, þar sem keppt er til verðlauna sem aflient verða síðar um daginn. Afmælishátíðin verður svo sett kl. 14:00 og verður hátíðardagskrá í íþróttahúsinu. Utanhúss verða uppblásin leik- tæki fyrir yngstu börnin og víða um íþróttahúsið verður sýning á ljós- myndum Álftnesingsins Péturs Thomsen sem sérstaklega verður sett upp af þessu tilefni. Myndirnar sýna Álftnesinga, mannlíf á Álfta- nesi og ýmis gömul vinnubrögð sem óðum eru að hverfa. Á afmælisdag- skránni verða ávörp, tónlistarflutn- ingur af ýmsu tagi , skemmtiatriði og loks verður öllum boðið upp á risatertu sem bökuð verður sérstak- lega í tilefni afmælisins. Sérstakir heiðursgestir verða fulltrúar vinabæja Bessastaða- hrepps á Norðurlöndunum, Næst- ved í Danmörku, Rauma í Finn- landi, Gjevle í Svíþjóð og Gjövik í Noregi en á sama tíma fer fram vinabæjamót í hreppnum og fulltrú- um vinabæjanna verður því boðið í afmælisveisluna. Allir Álftnesingar eru boðnir vel- komnir til hátíðarinnar að fagna þessum tímamótum. Morgunblaðið/Arnaldur STYRKÞEGAR ásamt Guðjóni Ólafssyni og Bernhard A. Petersen. Verkefnastyrkur Felags- stofnunar stúdenta veittur VERKEFNASTYRKUR Félags- stofnunar stúdenta var veittur mið- vikudaginn 29. júlí. Að þessu sinni voru tveir styrkir veittir. Andri Stefánsson hlaut styrk fyrir MS verkefni sitt í jarð- efnafræði, „Efnaveðrun og efnarof á vatnasviði Laxár í Kjós og leysni og mettunarástand frumsteinda prófessors og Sigurðar Reynis Gíslasonar, vísindamanns við Raunvísindastofnun HÍ. María J. Ammendrup hlaut styrk fyrir MA verkefni sitt í félagsfræði, „Vinnu- horf íslendinga", sem unnið var undir leiðsögn Stefáns Ólafssonar prófessors. Andri og María luku námi frá Háskóla Islands 17. júní framfæri og kynna frambærileg verkefni. í tilefni af 30 ára afmæli FS í ár nemur hvor styrkur 200.000 kr. Guðjón Ólafur Jónsson, stjórnar- formaður og Bemhard A. Peter- sen, framkvæmdastjóri FS afhentu styrkinn. Guðspjall dagsins: Um falsspámenn. (Matt. 7) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prest- ur sr. Hjalti Guðmundsson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- ustakl. 10.15. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta fellur niður. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og bamasamkoma kl. 11. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Sigurður Pálsson. Orgeltónleikar kl. 20.30. Ulrich Meldau, organisti við Kirche Enge í Sviss, leikur. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Kvöldbænir kl. 20.30. Umsjón Svala Slgríður Thom- sen, djákni. LAUGARNESKIRKJA: Vegna sumar- leyfa starfsfólks Laugarneskirkju er bent á guðsþjónustu í Áskirkju. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Sigrún Steingríms- dóttir. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjarkirkju kl. 11. Organleikari Kristín G. Jónsdóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messur falla niður til ágústloka vegna sumarleyfa starfsfólks og uppsetningar orgels. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum í prófastsdæminu. DIGRANESKIRKJA: Messur falla niður frá 1. júlí til 9. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. HJALLAKIRKJA: Vegna fram- kvæmda í Hjallakirkju og sumarleyfa er fólki bent á helgihald í öðrum kirkj- um prófastsdæmisins. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta ki. 11. Prestur sr. Stefán Lárusson. Guðrún Lilja Guðmundsdóttir ásamt fleirum leiðir safnaðarsöng. Organisti Kári Þormar. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Messur falla niður fram til 30. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Bendum á guðsþjónustur í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. Bænastundir eru í kirkjunni alla mið- vikudaga kl. 18. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónustur falla niður þar til í lok ágústmánaðar vegna sumarleyfa en hægt er að ná í safnaðarprest í síma 552 7270 eða 553 9105. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarárstíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 11 og fimmtudag kl. 20. Prest- ur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. KAÞÓLSKA KIRKJAN: KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30 og 14. Messa kl. 18 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laug- ardag og virka daga kl. 18.30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laug- ardag og virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag kl. 19.30, bænastund. Kl. 20 hjálp- ræðissamkoma í umsjón brigader- anna Ingibjargar og Óskars. Allir hjartanlega velkomnir. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós: Hesta- mannamessa verður i Reynivalla- kirkju sunnudaginn 2. ágúst kl. 14. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur. VÍDALÍNSKIRKJA: Helgistund kl. 20.30. Almennur safnaðarsöngur. Organisti er Jóhann Baldvinsson. Kaffisopi að athöfn lokinni. Sr. Bjarni Þór Bjarnason. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Sjá guðsþjón- ustu í Vídalínskirkju. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sjá guðsþjónustu í Vídalínskirkju. Sókn- arprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 10.30. Morgunbænir þriðjudaga til föstu- daga kl. 10. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa sunnu- daga kl. 17. Tónlistarstund hefst í kirkjunni kl. 16.40. Fyrir messuna flytja Jaap Schröder og Helga Ing- ólfsdóttir verk fyrir barokkfiðlu og sembal eftir J.S. Bach. í messunni flytur sönghópurinn The Clerk’s Group trúarleg söngverk frá 16. öld. Margrét Bóasdóttir syngur stólvers úr fornu íslensku handriti í útsetningu Snorra Sigfúsar Birgissonar við und- irleik Noru Kornblueh. Organisti er Örn Falkner. Prestur er sr. Egill Hall- grímsson. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa: Messa nk. sunnudag kl. 13.30. Krist- inn Á. Friðfinnsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Dr. Sigurbjörn Einarsson bisk- up prédikar. Órganleikari Ingunn Hildur Hauksdóttir. Sóknarprestur. Fríkirkjan í Reykjavík Vegna sumarleyfa fellur guðsþjónustuhald niður þar til í lok ágústmánaðar. Þann tíma er vísað til guðsþjónustuhalds nærliggjandi kirkna svo og til Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Þó er hægt að ná í safnaðar- prest, Hjört Magna Jóhannsson, ísímum 553 9105 og 552 7270. Víðtalstímar eru eftir samkomulagi. basalts í vatni,“ sem unnið var undir leiðsögn Jóns Ólafssonar Bolungarvík Minnisvarði afhjúpaður SUNNUDAGINN 2. ágúst kl. 11.30 verður afhjúpaður minn- isvarði um hjónin Elísabetu Hjaltadóttur og Einar Guð- finnsson í tilefni nýliðins aldar- afmælis Einars. Minnisvarðinn stendur sunnan við Félagsheimili Bol- ungarvíkur. Um er að ræða lágmynd sem unnin er af Rík- eyju Ingimundardóttur, Reykjavík, og umgjörðin er hönnuð af Jóni Sigurpálssyni, Isafirði. Guðjón Kristinsson frá Dröngum og félagar hafa annast hleðslu grjótveggs með flögugrjóti frá heimahögum Einars í Hvítanesi í Skötufirði. sl. Verkefnastyrkur Félagsstofnun- ar stúdenta er veittur þrisvar á ári. Tveir við útskrift að vori, einn í október og einn í febrúar. Nem- endur sem skráðir eru til útskriftar hjá Háskóla íslands og þeir sem eru að vinna verkefni sem veita 6 einingar eða meira í greinum þar sem ekki eru eiginleg lokaverkefni geta sótt um styrkinn. Markmiðið með Verkefnastyrk FS er að hvetja stúdenta til markvissari undirbúnings og metnaðarfyllri lokaverkefna. Jafnframt að koma á LEIÐRÉTT Skógafoss f GREIN sem birtist í blaðinu í gær, Sparistell á þjóðlegum nótum, var minnst á Skógafoss undir Aust- ur-Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu og hann rangnefndur Skógarfoss. Fossinn er kenndur við Skóga en ekki Skóg, og er beðist velvirðingar á þessum mistökum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.