Morgunblaðið - 08.08.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 08.08.1998, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Halldór Asgrímsson heimsótti byggðir Vestur-Islendinga Á ÍSLENDINGADEGI í Girali. Frá vinstri: Davíð Gxslason bóndi og kona hans Gladys, Ilalldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Bandaríkjunum og Kanada, Sigurjóna Sigurðardótt- ir, eiginkona utanríkisráðherra, og Chris Stefanson dómari. Aukin viðskipti lykill að nánari samskiptum HALLDÓR Ásgrímsson færði ættingjum sínum í Manitoba að gjöf mynd frá Borgarfirði eystra. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að efling viðskipta við byggðir Vestur-íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum sé lykill að nánari samskiptum við fólk af ís- lenzkum ættum vestanhafs. Halldór var í byrjun mánaðarins ræðumað- ur á Islendingadegi í Gimli í Manitoba í Kanada og heiðursgest- ur hátíðarinnar ásamt Sigurjónu Sigurðardóttur konu sinni. Islendingadaginn í Gimli sóttu um 35.000 manns af íslenzkum ætt- um. Halldór segir að hin mikla að- sókn hafi komið sér á óvart. „Það er miklu meira afl í íslendingunum á þessum slóðum en ég hafði gert mér grein fyrir,“ segir Halldór. Hann segir mikilvægt að efla á ný tengslin við fólk af íslenzkum ættum vestan- hafs. „Við höfum endurskipulagt þessi samskipti með því að endur- vekja Þjóðræknisfélagið hér heima, sem hefur fengið nýja stjórn. Jafn- framt hafa samtök Islendinga vest- anhafs verið að endurskipuleggja sig. Það er mat flestra að hin form- lega hlið samskiptanna sé komin í mjög gott lag,“ segir Halldór. Hann segir að í samtölum við for- ystumenn Vestur-íslendinga í Kanada hafi komið fram mildll áhugi á auknum samskiptum við ís- land. „Ég er sannfærður um að þessi áhugi fer jafnframt vaxandi hér á íslandi. Bækur Böðvars Guð- mundssonar og nýjasta bók Guð- jóns Arngrímssonar hafa endurvak- ið þennan áhuga og stofnun Vestur- farasafnsins á Hofsósi er jafnframt jákvætt skref,“ segir ráðherra. Viðskiptafulltrúi í Kanada? Halldór segir mikinn áhuga á því í Manitobafylki að auka viðskipti við ísland. „Við vorum sammála um það, sem ræddum um þessi mál, að það væri lykill að nánari samskipt- um. Manitobafylki hefur mikil við- skipti við lönd .út um allan heim. Það er enginn vafi á að möguleikar eru þar fyrir íslenzkar vörur og einnig gætu íslendingar keypt meira af vörum frá þessu svæði,“ segir Halldór. „Fríverzlunarsamn- ingur milli EFTA og Kanada þjónar þessu markmiði. Við höfum einnig haft áhuga á að koma upp sendiráði í Kanada, en skynsamlegt gæti ver- ið að fyrsta skrefið væri að setja þar niður viðskiptafulltrúa, annaðhvort í Manitoba eða í Ottawa." Að sögn Halldórs hyggjast sam- tök íslendinga í Kanada annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar reyna að sameina krafta sína og bæta samvinnu um að efla viðskipti við Island. Hugsanlegt að breyta og efla Lögberg-Heimskringlu Útgáfa blaðs Vestur-íslendinga, Lögbergs-Heimskringlu, er um þessar mundir í nokkurri óvissu og aðeins eni seld rúmlega 1.500 ein- tök af blaðinu, þar af 50 á íslandi. „Það er áreiðanlega grundvöllur fyrir því að auka útbreiðslu blaðs- ins. Ég er hins vegar ekki frá því að það væri þá nauðsynlegt að breyta útgáfunni, þannig að Lögberg- Heimski ingla gæti þjónað betur sem almennt upplýsingarit um ís- lenzk málefni og þá væri hugsanlegt að dreifa því til annarra erlendra aðila, sem vilja fylgjast hér með. Þá þyrfti að koma meira af efni frá ís- landi í blaðið. Það er áhugi á að at- huga það, enda hefur form útgáf- unnar lítið breytzt í langan tíma,“ segir Halldór. Hann segir hugsan- legt að íslenzk stjórnvöld eða aðrir íslenzkir aðilar tækju þátt í útgáfu blaðsins, enda vanti fréttablað um íslenzk málefni á ensku eftir að út- gáfa News From Iceland lagðist af. „Við finnum að mikil þörf er fyrir útgáfu af þessu tagi. Viðskiptaaðil- ar, sendiráð og fleiri spyrja mjög eftir því,“ segir Halldór. Halldór ræddi í Kanadaferð sinni við marga forystumenn Vestur-ís- lendinga. „Við hjónin hittum mikið af ættingjum okkar og þeir sögðust ekki áður hafa fengið ræðumenn frá íslandi, þar sem viðkomandi hjón áttu jafnmarga ættingja í íslend- ingabyggðunum. Við eigum þarna bæði stóran frændgarð, enda ættuð af Norður- og Norðausturlandi," segir Halldór. Ela, ich Liebe Dich... - Hermann werd' irgendwann meíne Frau f Ela, ég elska þig... - Hermann Viltu verða konan mín? Samtök áhugafólks um brjóstagjöf Konur með barn heima oft einar í heiminum NÝLIÐIN alþjóðleg brjóstagjafarvika er sú sjöunda í sinni röð og að þessu sinni lögðu samtökin World Alliance for Breastfeeding Action áherslu á efnahagslega hlið brjóstagjafar. Samkvæmt bandarískum rannsóknum sparar bx-jóstagjöf heilbrigð- iskerfinu um 100.000 þúsund krónur á hvert barn. Bama- mál sá um framkvæmd bijóstagjafarvikunnar á ís- landi. Samtökin Barnamál voru stofnuð fyrir 14 árum og eru félagar þess áhugafólk um bijóstagjöf, vöxt og þroska bama. Állir geta tekið þátt í starfsemi samtakanna. - Hvemig er starfsem- inni háttað? „Innan samtakanna eru hjálparmæður sem veita ráðgjöf og símaþjónustu og síðustu árin hefur Barnamál einnig staðið fyrir opnu húsi í Hjallakirkju í Kópa- vogi fyrsta og þriðja þriðjudag í hverjum mánuði klukkan 14-16. Þar hittast mæður með börn sín og bera saman bækur sínar. Hjálparmæður eru á staðnum og veita ráðgjöf og aðstoð eftir þörf- um, auk þess sem stutt erindi em flutt hverju sinni.“ Þess má geta að hinn 18. ágúst verður flutt erindi um afbrýðisemi og 1. september verður fjallað um útivinnu og brjóstagjöf í Hjalla- kirkju. Fleiri umfjöllunarefni em á opnu húsi svo sem: nýfædda barnið og brjóstagjöf, fyrsta fasta fæðan, stór börn á brjósti, lok brjóstagjafar, of mikil eða of lítil mjólk og svefn og svefnvenjur svo eitthvað sé nefnt. - Hver eru markmið samtak- anna? „Meðal markmiða Barnamáls er að hjálpa mæðrum sem óska þess að hafa börn sín á brjósti. Þessu er meðal annars framfylgt með störfum hjálparmæðra. Upplifun kvenna af brjóstagjöf er mismun- andi, mörgum reynist hún auðveld og hentug en aðrar lenda í vand- ræðum. Brjóstagjöfin ætti að vera ánægjuleg fyrir báða aðila en mæður geta hins vegar þurft stuðning og upplýsingar um hvernig leggja á barn rétt á brjóst, hvemig koma megi í veg fyrir vandamál og hvernig hægt er að leysa þau, svo eitthvað sé nefnt.“ - Hvernig starfa hjálparmæð- ur? „Hjálparmæður eru staðsettar víða um land og vinna allt sitt starf í sjálfboðavinnu. Þær veita ráðgjöf vegna algengra örðugleika sem upp geta komið við brjósta- gjöf og byggja hana á reynslu sem þær hafa öðlast gegn- um eigin brjóstagjöf og því sem þær hafa lesið sér til. Hjálparmæður fara ekki inn á verksvið lækna eða hjúkrunarfólks, heldur veita stuðning og fræðslu frá móð- ur til móður. Kona getur orðið hjálparmóðir ef hún hefur reynslu af brjóstagjöf í að minnsta kosti sex mánuði, hefur áhuga á brjóstagjöf og jákvætt viðhorf, les sér til um brjóstagjöf og er góður hlustandi. Hér er aðeins tæpt á fá- um atriðum. Leita má til hjálpar- mæðra eftir nánari upplýsingum en upplýsingar um þær fást í fréttabréfi, á símsvara félagsins og á heimasíðu Barnamáls: www. cen trum. is/barn amal - Hvað er það helst sem konur átta sig ekki á þegar kemur að brjóstagjöfínni? ► Unnur B. Friðriksdóttir fæddist í Reykjavík árið 1968. Hún lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavik árið 1989, BS-prófí í hjúkrun- arfræði frá Háskóla Islands ár- ið 1996. Hún starfar á hjarta- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Eiginmaður hennar er Hörður Björnsson bifvélavirki og eiga þau þijá stráka, Halldór Frið- rik, sem er tæplega fjögurra ára, og tvíburana Hákon Örn og Hauk Inga, tveggja ára. „Á meðgöngunni fær barnið næringu allan sólarhringinn og því er erfitt fyrir það að eiga skyndi- lega að nærast með löngu millibili. Leyfa verður baminu að ákveða sjálft hversu oft og lengi það vill sjúga, sérstaklega fyrstu mánuð- ina. Því oftar sem barnið sýgur því meiri mjólk framleiða mjólkur- kirtlarnir og mesta mjólkurfram- leiðslan fer fram í sjálfri gjöfinni á meðan barnið sýgur. Næringarþörfin eykst þegar bamið tekur „vaxtarspretti". Þá fjölgar máltíðum oft verulega um tíma eða á meðan mjólkurfram- leiðslan er að aukast. Brjósta- mjólk stuðlar að þroska heila og taugakerfis og er besta næringin fyrir barnið. Fyrstu sex til níu mánuðina ætti það ekki að þurfa neina aðra næringu." - Hvernig er útgáfu háttað á vegum félagsins? „Barnamál gefur út fréttabréf öðru hveiju og frétta- og fræðslu- ritið Mjólkurpóstinn þrisvar sinn- um á ári. Hann fá allir félagar í Barnamáli. I blaðinu er fjallað um brjóstagjöf og ýmis önnur málefni tengd börnum og fjölskyldunni. Greinarnar em skrifaðar bæði af fag- og áhugafólki, svo eitthvað sé nefnt, og einnig em í blaðinu reynslusögur foreldra. Þá hefur fé- lagið gefíð úr sérrit um brjóstagjöf.“ - Hvers vegna er tal- in þörf á þessari þjónustu félags- ins? „Eitt af vandamálum hjá konum dagsins í dag er hversu einangrað- ar þær em. Um leið og þær em komnar heim með barnið eru þær einar í heiminum." - Hver eru helstu baráttumál Barnamáls? „Við komum hreinlega ekki meiru í verk. Við höfum hins veg- ar áhuga á fullt af málefnum og eram að reyna að vinna að því að fá ungar mæður meira inn i félag- ið. Augu okkar hafa verið að opn- ast fyrir þeim fordómum sem þær mæta. Við viljum styðja allar mæður.“ „Viljum fá ungar mæður inn í félagið“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.