Morgunblaðið - 13.11.1998, Page 20

Morgunblaðið - 13.11.1998, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Þorsteinn Pálsson á aðalfundi LS Verðið á bátum er fáránleg-a hátt **■ Morgunblaðið/Kristinn ÞORSTEINN Pálsson ávarpaði aðalfundarfulltrúa Landssambands smábátaeigenda í gær. Þar sagði hann að þrátt fyrir mikla vinnu við að finna lausn á deilunni um fjölda sóknardaga smábáta, hefði nánast ekkert áunnist. ÞORSTEINN Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, sagðist á aðalfundi LS í gær reiðubúinn til þess að skoða íramlengingu laga um úthlut- un úr jöfnunarpotti til aflamarks- báta í eitt ár. A undanfórnum árum hefur verið beint til þeirra veruleg- um hluta af 5.000 lesta jöfnunar- potti, sem úthlutað hefur verið úr að hámarki 10 lestum á hvern bát, en samkvæmt gildandi lögum er yfir- standandi fiskveiðiár síðasta úthlut- unarárið. Sagði Þorsteinn að á mál- inu þyrfti að finna tæknilega lausn, því í raun væri jöfnunartilefnið að hverfa að því er þorskinn varðar, því aflamarkið stefni í að ná fljótlega sömu tölu og á því ári sem notað hefur verið til viðmiðunar, sem er fiskveiðiárið 1991/1992. Þorsteinn sagði að í óbirtum skýrsludrögum sem varða meðal annars þróun í mismunandi útgerð- arhópum, sem verið sé að vinna fyrir sjávarútvegsráðuneytið af utanað- komandi aðila, sé rakin þróun í veiðistjórnun smábáta á undanfórn- Sóknardögum bát- anna verður ekki fjölgað nema annað komi á móti um árum. „Trillurnar eru horfnar að mestu úr smábátaflotanum. Smábát- arnir eru smíðaðir úr trefjaplasti, opnir eða þiljaðir, hraðskreiðir og eru 10 til 20 sinnum aflmeiri en trill- urnar áður fyrr. En það er ekki ein- asta að bátar hafi orðið öflugri á undanfórnum árum. Ailt frá árinu 1995 hefur verið mikill áhugi á að kaupa sig inn í þetta kerfi, dýrum dómum, þótt allar staðreyndir séu ljósar um stöðu veiðiheimildanna í kerfinu og fyrirsjáanlega þróun. Frá þessum tíma hefur um helmingur allra báta í báðum sóknardagakerf- unum skipt um eigendur og á sjö- unda tug báta bara á þessu ári, sam- kvæmt þeim upplýsingum sem við höfum frá Fiskistofu. Þessar tölur þarf kannski að taka með ákveðnum fyrirvara vegna formbreytinga hjá útgerðum og slíkra þátta, en eigi að síður er ljóst að mikil hreyfing er á eignarhaldi þessara báta og það verð sem greitt er fyrir þá sam- kvæmt blaðafregnum er fáránlega hátt og alveg augljóst að engar ráð- stafanir stjórnvalda geta dregið slík- ar fjárfestingar að landi. A þeim hljóta menn að bera ábyrgð sjálfir." Tilslakanir hugsanlegar Þorsteinn sagði sjávarútvegsráðu- neytið hafa lýst því að ókleift sé að ganga lengra en í samkomulaginu frá 1996, varðandi hlutdeild króka- báta í heildaraflanum, og væri það í fullu samræmi við þær yfirlýsingar sem gefnar voru þegar samkomulag- ið var gert. Varanlegar breytingar á stöðu einstakra báta eða hópa verði því að leysa innan krókakerfisins. „Tímabundið geta hins vegar verið rök fyrir því að fallast á ákveðnar til- slakanir í því skyni að auðvelda að- lögun að títtnefndu samkomulagi. En slík markmið um aðlögun þurfa að vera nægjanlega skýr.“ Viðræður milli ráðuneytisins og Landsambandsins um það hvort ein- hverjar ráðstafanir sé hægt að gera til að auðvelda dagabátum að laga sig að hlutdeild krókabáta í heildar- þorskaflanum standa enn yfir að sögn Þorsteins. „Eg vonast enn til þess að slíka fleti megi finna, þótt það verði að segjast eins og er að enn hefur mikil vinna að því marki ekki náð niðurstöðu. Meðan svo er erum við sjálfsagt jafn langt frá markinu og í upphafi, þótt ýmislegt hafi skýrst. Ég get ekki skýrt hér frá stöðu þessara mála í neinum smáatriðum, en ég vil segja það al- mennt, að ég tel í fyrsta lagi óraun- hæft að sóknardögum geti fjölgað án þess að eitthvað annað komi þar á móti, sem dregið geti úr umframa- fla, og í öðru lagi tel ég að menn ættu ekki að útiloka einhverja sann- gjarna þátttöku þorskaflahámarks- ins í lausn þess vanda sem við stönd- um frammi fyrir.“ 27.-30. NÓVEMBER Misstu ekki af þessu tækifæri til þess að spila golf við toppaðstæður í fallegu umhverfi því verðið er hreint frábært. Dvalið er á Citywest-hótelinu rétt utan við borgina við glæsilegan golfvöfl sem hannaður er af Christy O'Connor Jr. imtifafitl: Flug, gisting með morgunverði, 3 hringir á Citywest-golfvellinum, flugvallarskattar, innritunargjald. á mann f +\/íh\/li bókunargjald í alferð, ferðir til og frá a mann l ivioyil. fiugve|iierlendisogfararstióm. Bókun Iminn 569 1000 írar eru enn að | ^ leika á sumarflötum! á mann í tvíbýli. ________ð: Flug, gisting með morgunverði, miði á einn leik, flugvallarskattar, innritunar- gjald, bókunargjald í alferð og fararstjórn miðað við 20 manna lágmarksþátttöku. Ðtiisliíi Anfi eld Road Samvinnuferðir-Landsýn býðurfrábæra ferð til Dublin, þaðan sem siglt ertil Liverpool og farið á toppleik í ensku úrvalsdeildinni. Láttu drauminn rætast og upplifðu einstaka stemningu á leik Liverpool - Blackþurn eða Man. United - Leeds. „Islenska kerfið er ekki góð fyrirmynd“ ARTHÚR Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, varar við því að gengið verði of langt í að kynna ágæti íslensks fisk- veiðistjórnunarkerfis erlendis. Fiskveiðistjórnunarkerfið varð Arthúri helst að umtalsefni í setn- ingarræðu sinni á aðalfundi sam- bandsins sem hófst í gær. „Rétt eins og íslensk náttúra er einnig söluvara innanlands, er í gangi markaðssetning stjómkerfis fiskveiða á þeim vettvangi, undir yf- irskyni fræðsluátaks. Því geri ég þetta að umtalsefni að ábyrgð þeirra sem að þessu standa er gríð- arleg. Og mér býður svo í grun að afleiðingar þessarar markaðssetn- ingar séu lítt ígrundaðar. íslenska kvótakerfið er kerfi einkavæðingar. Það afmarkar ákveðnum hópi í þjóðfélaginu réttindi til nýtingar á auðlindum sem áður voru almenn- ingseign. Þótt lífskjör á íslandi spanni alla flóruna er þjóðin engu að síður það vel stödd að deilumar sem rísa við framkvæmd slíkrar einkavæðingar hérlendis em öðm fremur á siðferðilegum og lagaleg- um grandvelli. „íslenska leiðin“ varhugaverð Við íslendingar verðum að gæta okkar vel þegar við viljum halda því fram að lausnir mikilla viðfangs- efna hafi fundist og bjóðumst til að vera heiminum fyrirmynd. Stjórn- völd fjölmargra ríkja taka þessari lausn vitaskuld fegins hendi. Gjör- spilltir stjómarherrar geta notað íslensku leiðina til að fjármagna spillinguna heima fyrir og fóðra sína erlendu bankareikninga. En það er ekki eins víst að íbúar strandveiðisamfélaganna séu jafn þakklátir okkur Islendingum. Það er ekki eins víst að íbúar strand- veiðisamfélaganna hafi jafn djúp- stæðan skilning á nauðsyn þess að gróði stórfyrirtækjanna gangi fyrir öllu og hrífist mjög innilega af út- rás íslensks sjávarútvegs þegar þeir vakna upp við það einn morg- unin að verksmiðjuskip undir furðufánum era skarkandi á slóð- inni þeirra. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að sjá fyrir sér Arthúr Bogason, for- maður LS, varar við því að ganga of langt í kynningu íslenzkrar fiskveiðistjórnunar erlendis hvernig þessu fólki muni ganga að fá leiðréttingu sinna mála þegar það vefst svo árum skiptir fyrir stjórnvöldum í okkar litla samfélagi að rétta hlut þeirra sem verst hafa farið út úr fiskveiðikerfinu hérlend- is.“ Byggir ekki upp fiskistofna Arthúr sagði að á Ári hafsins hafi öflugustu umhverfissamtök verald- ar sett málefni hafsins efst á verk- efnalista sína og þau öfgafyllstu leyni því ekki að þau vinni að því að stöðva allar fiskveiðar. Staðreyndin væri sú að hér við iand hefði stofn- stærð fjögurra helstu botnfiskteg- undanna farið minnkandi á síðustu árum þrátt fyrir að stjórnvöld og fræðimenn haldi því fram að ís- lenska fiskveiðikerfið hafi sannað getu sína til þess að byggja upp fiskistofna. Hann sagði menn því þurfa að flýta sér hægt í markaðs- setningu kerfisins. „Erum við ís- lendingar tilbúnir að standa við framkvæmd kvótakerfis gagnvart öðrum þjóðum? Erum við tilbúnir að axla þá ábyrgð ef sannast á síðari stigum að kerfíð feli í sér innri virkni sem leiði til líf'fræðilegs af- hroðs? Höfum við sannanir þess í höndum að engin betri leið sé til nú þegar?“ spurði Arthúr. Arthúr sagðist þannig sannfærð- ur um að til að nálgast hugmyndina um sjálfbærar veiðar þurfi að huga að fleiri þáttum. LS hafi árum sam- an gert þá kröfu á hendur stjórn- völdum að umhverfisárif veiðarfæra verði rannsökuð. „Þessum kröfum hefur enn sem komið er ekki verið sinnt. Nýlegar neðansjávarmyndir frá Noregi sýna að nú verður ekki lengur undan þessu vikist. Verði hins vegar haldið áfram að þverskallast við þessum sjálfsögðu kröfum hljóta það að vera skilaboð um það að aðrir hagsmunir vegi þyngra en búsvæði fiskanna í haf- inu.“ Umhverfísumræða hvetur til smábátaútgerðar Arthúr sagði smábátaeigendur og i samtök þeirra standa vel að vígi W þegar kæmi að umræðu um um- hverfismál og því meira sem reikn- að verði af nefndum og sérfræðing- um muni aukast þrýstingur á stjórnvöld að efla veiðar smábáta- flotans og notkun kyrrstæðra veið- arfæra. „Allur samanburður í þess- um efnum er okkur hagstæður," sagði Arthúr. „Veiðarfæra- og orku- | notkun em þættir sem hið alþjóð- lega samfélag mun gera skýlausa 1 kröfu um að verði hluti þeimar P myndar sem fellur að sjálfbærum veiðum og umhverfisstefnu. Þessu fá engar opnuauglýsingar breytt. Þessu fá engin gífuryrði í garð smá- bátaeigenda breytt." Réttlætið verður aldrei þreytt Smábátaflotinn sló öll sín fyrri k veiðimet á síðasta ári, þegar hann | dró að landi um 80 þúsund tonn úr || sjó. Arthúr sagði stöðu fjölmargra " félagsmanna nú betri en um langan tíma og því bæri að fagna. „Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að enn eigum við óleyst vandamál sem við verðum að fá úrlausnir á. Þó sum þessara mála séu komin til ára sinna verður réttlætið aldrei þreytt. Okkar meginstyrkur hefur verið góður málstaður og samstaða. Hið k fyi-rtalda breytist ekki en hið síðara er undir okkur sjálfum komið. Fyrir stuttu tilkynnti hæstvirtur " sjávarútvegsráðherra að hann hygðist hætta þátttöku sinni í stjórnmálum. Starfi hans er þó eng- an veginn lokið sem sjávarútvegs- ráðherra og því vil ég nota tækifær- ið til að skora á hann að skilja við þetta mikilvæga embætti með það í farteskinu að hann hafi rétt hlut þeirra trillukarla sem lengst hafa | beðið leiðréttingar og þeirra sem nú | em nánast bannaðir róðrar. Slíkt |s væri honum til mikils sóma,“ sagði " Arthúr Bogason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.