Morgunblaðið - 13.11.1998, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 37
LISTIR
SADISK KATINA
BÆKUR
Skáldsögur
PADDY CLARKE HA, HA, HA
eftir Roddy Doyle, Sverrir Hólmars-
son þýddi, Vaka-Helgafell,
Reykjavík, 1998,102 bls.
Roddy
Doyle
VIÐHORF barna til náungans
einkennist af gleðiríkum sadisma,
stríðni, nautninni að kvelja. Ef sú
fullyrðing á ekki
við um börn í
nánasta um-
hverfi passar
hún að minnsta
kosti við stráka í
verki Roddys
Doyles, Paddy
Clarke ha, ha,
ha. Roddy Doyle
er írskur höf-
undur sem á að
baki skáldsöguna The Commit-
ments sem vinsæl kvikmynd var
gerð eftir, leikrit og skáldsagnaþrí-
leik með sama borgarhverfi að
sögusviði og þetta verðlaunaverk
hér sem sló síðan í gegn. Doyle
hefur þegar fylgt Paddy Clarke ha,
ha, ha eftir með Konunni sem gekk
á hurðir.
Fólk hefur kvartað yfir að ekk-
ert plott sé í Paddy Clarke ha, ha,
ha og það má til sanns vegar færa
að hún er ekki klassísk að bygg-
ingu og framvindu þótt frásagnar-
gleðih~séTiiiKií heldur fetáFsig 1
sína einsog - ævintýrasafn, dálítið
einsog 1001 nótt; ein saga vex útúr
annam og sú þriðja tekur við og
þar fram eftir götunum með miklu
rennsli því verkið er ekki kafla-
skipt, það er einn samfelldur texti;
en textinn nær andanum af og til
með tvöföldum greinaskilum.
Paddy Clarke, sem er tíu ára
strákur á sjöunda áratugnum, seg-
ir frá, hann er „ég“. Veröldin sem
hann lýsir er strákaheimur og sam-
anstendur af vinahópnum og Sind-
bað bróður hans; sagan á sér stað á
götunum, í skólanum og á heimil-
inu og einsog til að undirstrika
drengjaheiminn spila tvær systur
þein-a bræðra ekkert hlutverk.
Foreldrarnir og samskipti þeirra
koma talsvert við sögu en umfram
allt er það strákaheimurinn: það er
slegist og kveikt í, spilaður fótbolti
og indiána- og kúrekaleikir og yfir
öllu hvílir einhver glettinn kvala-
losti einsog þegar Paddy Clarke
hellir bensíni uppí bróður sinn til
að fá hann til að spúa eldi einsog
dreki. Þeir njóta þess að níðast
hver á öðrum, þessir drengir, og
eiga sínar sadísku helgiathafnh- við
varðelda. Samt ríkja strangar regl-
ur, einskonar miðaldaleg riddara-
hugsjón þar sem karlmannlegur
heiður er í forgrunni. Það má ekki
beita hvaða fantabrögðum sem er
og sá sem brýtur reglurnar er ekki
lengur gjaldgengur í samfélagi
drengjanna. Sjónarhól barnsins
hefur verkið fengið í arf frá sagna-
heimi Gúnter Grass en þó er létt-
ara yfir verki Doyles. Nærtækara
er að benda á drengjaveröld Ein-
ars Más Guðmundssonar.
Paddy Clarke býr yfir þekkingu
á öllu frá fótbolta (man einhver eft-
íx ucuigc iJcöL.y lii cniaruragUciý
alfræðiþekkingu, fánýtum fróðleik
sem finna má í alfræðiorðabókum
og enginn býr yfir nema börn. I
fari hans er kerfishugsun af sömu
tegund og „bannað að stíga á
strik“-leikurinn, einskonar helgi-
siðalegt söngl sem lætur veröldina
ganga upp. Hann á til sterka
hefndarfýsn sem kemur fram í
draumórum þar sem strákar deyja
eða er bjargað af honum eða þar
sem allir iðrast þess að hafa verið
vondir við hann. Hann klagar í sí-
fellu, er „með koppinn á hausnum",
en ekki af sjálfsmeðaumkun heldur
af sadískri nautn yfir að koma öðr-
um í klípu. Roddy Doyle tekst iðu-
lega í lýsingum Clarke að ná því
einhvemveginn í hnotskurn hvað
það er að vera barn. Og ekki síður í
samtölum sem flæða vel áfram en
renna þó kannski betur á ensku -
því þýðing er aldrei frumtexti. En
það er alveg óhætt að treysta vön-
um þýðendum einsog Sverri
Hólmarssyni til að ferja á milli
tungumála með sem minnstum
missi, það þarf varla að nefna að
þýðingin er með ágætum. Yfir-
borðsleg skoðun frumtextans sýnir
slatta af skrýtnum orðum sem
gætu verið mállýska en þetta er
líka skrýtinn heimur sem verið er
að lýsa. Það eru leifar af írskri
tungu, gelísku, í texta Doyles, eða
öllu heldur í írskri menningu, og
koma forvitnilega og annarlega
fyrir sjónir. Þýðingar eru neðan-
máls.
Lesandinn er látinn skynja
hreyfinguna á tilveru Paddys, skól-
anum, vinahópnum, heimilinu, áður
en hann og betur en hann. Það er
eitthvað að gerast og leiksvæði
drengjanna hefur þrengst. Undir
ur til þessarar fjörugu sögu. Hvað
verður um alla þessa drengi ef eitt-
hvað sem kallað er veruleiki þreng-
ir að og sviptir þá sadískri gleði?
Hvað verður um þá?
Hermann Stefánsson
Tímaleysið í Hrísey
ÞAR sem tíminn
hverfur heitir nýút-
komin bók Ingólfs
Margeirssonar rithöf-
undar en undirtitillinn
er Minnisblöð um _
mannlíf í Hrísey. f
bókinni lýsir höfund-
urinn í máli og penna-
teikningum upplifun
sinni af Hrísey og
kynnum sinum af for-
vitnilegu fólki. Hann
rifjar upp atburði frá
gamalli tíð en spjallar
líka við samferða-
menn sem oft hafa
aðra sýn á lífið en
annað fólk, eins og
segir í kynningu á bókarkápu.
A síðustu árum hefur Ingólfur
dvalist langdvölum í Hrísey. Hann
segist strax hafa fengið mikinn
áhuga á sögu eyjunnar, svo í raun
hafi bókin verið í geijun í mörg
ár. Hann hafi fljótt komist að því
að undir fremur hógværu yfir-
borði byggi mikil saga. „Eg fór að
safna ýmsum heimildum um Hrís-
ey úr annálum og munnmælasög-
um og fór að skrifa hjá mér það
sem ég heyrði. Mig langaði til að
gera eitthvað við þetta, sem leiddi
in.a. til þess að ég gerði sjón-
varpsþátt, en í honum kom bara
fram brotabrot af því sem ég var
búinn að heyra og sjá,“ segir
Ingólfur. A liðnu sumri fór hann
svo að skrifa - og teikna - og af-
raksturinn gefur að líta í bókinni
nýútkomnu.
Þetta er i fyrsta sinn sem--—
Ingólfur myndskreytir bók eftir
sjálfan sig en á árum áður mynd-
skreytti liann gjarnan blaðagrein-
ar sínar og viðtöl. Segist raunar
hafa byijað blaðamennskuferil
sinn á því að teikna myndir fyrir
norsk blöð rúmlega tvítugur.
Ingólfur
Margeirsson
hann.
Hi
„Mér finnst teikning-
in að vissu leyti geta
bundið saman texta
og bundið saman
tímabil, þannig að
látnir og lifandi verða
í þessu tímaleysi sem
mér finnst einkenna
Hrísey. Maður veit
ekki alveg á hvaða
öld maður er staddur
eftir að hafa verið í
Hrísey í dálítinn tíma,
maður missir alveg
tímaskynið,“ segir
hann.
ún er búin
að verpa,
koma ung-
unum úr
hreiðri, kenna þeim að fljúga og
veiða og er flogin til Suðurpólsins.
Það hefur verið unun að fylgjast
með flugkennslu kríunnar. Fleygir
kríuungar hafa þanið vængina á
nóttu sem degi; foreldrarnir hafa
engin grið gefið, heldur steypt sér í
sífellu að afkvæmunum, barið þau
áfram með vængjunum, goggað í
haus þeirra og jafnskjótt og kubbs-
legir ungarnir hafa tyllt sér lúnir á
næstu þúfu er kríumamma búin að
renna sér niður að þeim og spretta
á flug aftur. Yfir eyjunni hefur boð-
orð kríunnar verið eitt og aðeins
eitt: Fljúga, fljúga, fljúga!
Hrísey er hljóðnuð af látlausu
gargi þessa listfleyga fugls sem
gætir varplanda sinna uppi á eyj-
unni af látlausri elju og vöku. Krí-
an gætir ekki aðeins eigin varp-
rjúpur inn á umráðasvæði kríunnar
til að leita þar skjóls fyrir vargin-
um og valnum sem stelst öðru
hverju úr háum fjöllum Eyjafjarð-
ar til að ná sér í fæði.
Ur Þar sem tíminn hverfur.
Við styðjum Helgu til
allra góðra verka
Ásdís Halla Bragadóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna
Bjarni Snæbjörnsson, arkitekt, Hafnarfirði
Ellen Ingvadóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna
Guðlaug Konráðsdóttir, formaður Vorboðans, félags sjálfstæðiskvenna
Guðmundur Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar
Guðmundur Jónsson, bóndi, Reykjum, Mosfellsbæ
Guðrún Kaldal, forstöðumaður, Seltjarnarnesi
Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, varaformaður félagsmálaráðs Seltjarnarness
Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri, Kópavogi
Jóhann G. Jóhannsson, leikari, Seltjarnarnesi
Halla Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs
Magnús H. Guðjónsson, dýralæknir, Reykjanesbæ
Magnús B. Jóhannesson, rekstrar- og stjórnunarfræðingur, Reykjanesbæ
Magnús Sigsteinsson, forstöðumaður, Mosfellsbæ
María Valdimarsdóttir, formaður Sóknar, félag sjálfstæðiskvenna, Keflavík
Ólafur Höskuldsson, tannlæknir, Seltjarnesi
Pétur Birgisson, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs
Salóme Þorkelsdóttir, fyrrv. alþingismaður og forseti Alþingis
Steinþór Jónsson, hótelstjóri, Keflavík
Svanlaug Jónsdóttir, formaður fjölskyldu- og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar
Valgerður Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
Þóra Einarsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Seltjarnarness
Þórey Halldórsdóttir, starfsmaður Kynnisferða, Reykjanesbæ
Þorgerður Aðalsteinsdóttir, formaður Eddu, félags sjálfstæðiskvenna, Kópavogi
Þorsteinn Einarsson, starfsmannastjóri Kópavogsbæjar
Helga Guðrún Jónasdóttir býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis-
manna í Reykjaneskjördæmi, laugardaginn 14. nóvember nk. Hún starfar
sem stjórnmálafræðingur hjá Skrifstofu jafnréttismála en var áður m.a.
upplýsingafulltrúi Verslunarráðs íslands og upplýsingafulltrúi bænda-
samtakanna. Helga er jafnframt formaður umhverfisnefndar Sjálfstæðis-
flokksins, ritari Landssambands sjálfstæðiskvenna og á sæti í jafnréttis-
nefnd Kópavogsbæjar.
HELGU I FIMMT
KRAFTUR - ÞEKKING - ÞOR