Morgunblaðið - 13.11.1998, Síða 44

Morgunblaðið - 13.11.1998, Síða 44
44 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Fullgild atkvæði Og hversu lengi enn treysta kjörnir fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi sér til að halda uþþi vörnum jyrir slík mann- réttindabrot? ENN á ný hafa hagsmunir flokka og stjórnmála- manna verið teknir fram yfir gi'und- vallaratriði á íslandi. Nefnd sem skipuð var fulltrúum allra stjómmálaflokka hefur nú skil- að af sér tillögum er varða breytingar á kosningalögum og kjördæmaskipan. A meðan at- hygli landsmanna hefur verið beint að breytingum á kjör- dæmamörkum hefur lítt sem ekkert verið fjallað um þær niðurstöður sem fyrir liggja og lúta að misvægi atkvæða í kosningum hér á landi. I þeim efnum verður aðeins stigið réttnefnt hænufet, enn einu sinni, vegna VIÐHORF Þess að hags- —---- munir tiltek- Eftir Ásgeir inna stjórn-—_ Sverrisson málamanna og samtaka þeirra mæla fyrir þar um. Svonefnt „misvægi atkyæða" hefur verið til umræðu á Is- landi allt frá því um 1930. Nefna má að í þingkosningun- um 1931 fékk Framsóknar- flokkurinn meirihluta á þingi þótt fylgi flokksins á landsvísu mældist aðeins um 35%. Ára- tugum saman hafa menn freist- að þess að benda á að misvægi atlwæða feli í sér hróplegt brot á leikreglum lýðræðisins. Stjórnmálamenn hafa hins veg- ar reynst tregir til að stíga skrefið til fulls enda miklir hagsmunir augljóslega í húfi. Samkvæmt núverandi kerfi er mesta misvægi atkvæða 1:3 þ.e.a.s eitt atkvæði á Vestfjörð- um vegur jafnþungt og þrjú í Reykjavík. Hafi einhverjir átt von á því að vægi atkvæða yrði loks jafnað í kjölfar starfa nefndar fulltrúa þingflokkanna liggur nú fyrir að svo verður ekki. Nefndin einsetti sér enda ekki að jafna vægi atkvæða á Islandi heldur einungis að draga úr ríkjandi misvægi. Samkvæmt þeim forskriftum sem nefndin setti sér var stefnt að því að hanna kerfi þar sem hámarksmisvægi atkvæða yrði ekki meira en 1:2. Atkvæði á tilteknum stöðum munu því eft- ir sem áður hafa meira vægi en önnur. Pessi niðurstaða er afleit. Eftir sem áður verða grund- vallarmannréttindi mikils fjölda þegna þessa lands ekki virt. Og ráð er fyrir því gert að hámarksmisvægið, ranglætis- hlutfallið nýja, verði líkt og áð- ur stjórnarskrárbundið. Nákvæmlega engin fram- bærileg rök hafa verið lögð fram fyrir því að vega beri at- kvæðisrétt manna eftir búsetu. Því hlýtur sú spuming að vakna hvers vegna jöfnun at- kvæðisréttar, þetta mikla rétt- lætismál sem varðar eitt af grundvallaratriðum lýðræðis- fyrirkomulagsinsj hafi ekki náð fram að ganga á Islandi. Svarið er einfalt: Hagsmunir fjöl- margra þingmanna og flokka þeirra eru þeir að borgarar þessa lands skuli ekki hafa jafnan atkvæðisrétt. Slíkt fyrir- komulag myndi ógna valda- stöðu þeirra og spilla fyrir möguleikum þeirra á að ná kjöri til setu á Alþingi. Þannig hafa valdamenn gerst sekir um að taka hagsmuni sína og flokka sinna fram yfir þá kröfu að full borgararéttindi skuli tryggð í landinu. Ekki þarf að fjölyrða um af- leiðingar þessa fyrirkomulags. Það hefur ýtt enn frekar undir vörslu þröngra sérhagsmuna og komið í veg fyrir eðlilegar umbætur á fjölmörgum sviðum t.a.m. á vettvangi landbúnaðar og byggðamála. í anda ís- lenskrar þjóðmálaumræðu er því síðan oftlega haldið fram að misvægi atkvæða sé öldungis eðlilegt vegna þess að fólk sem býr í þéttbýli á suðurlandi hafi þar greiðan aðgang að stofnun- um ýms_um og biónustu og______ greiði aukinheldur lægri mat- arreikninga! Slík rökræðuhefð er ekki líkleg til að skila ár- angri og þess er heldur ekki að vænta að þeir sem halda fram sjónarmiðum sem þessum fái skilið að málið varðar grundvöll borgararéttinda og lýðræðis. Niðurstaða nefndarinnar sem skipuð var til að fjalla um breytingar á kosningalögum og kjördæmaskipan sýnir svo ekki verður um villst að þingmenn eru ekki hæfir til að stjórna þessu starfi. Hver var fulltrúi almennings í landinu í nefnd þessari og hverjum var þar falið að standa vörð um grund- vallaratriði lýðræðisfyrirkomu- lagsins? Og hversu lengi enn treysta kjörnir fulltrúar þjóð- arinnar á Alþingi sér til að halda uppi vörnum fyrir slík mannréttindabrot? Svarið kann að vera innan seilingar. Væntanlega kemur það í hlut nýrra kynslóða stjórnmálamanna að eyða ólög- um þessum. Einungis ný hugs- un er fær um að hefja sig upp yfir hagsmunavörslu og stöðnun þeirra sem brátt heyra hinu liðna til. Fyrir rétt rúmum tveimur árum afhentu ungliða- hreyfingar allra stjómmála- flokka formönnum flokkanna áskoran um að hafin yrði endur- skoðun kosningalaga lýðveldis- ins. í áskoran þessari var vísað til sameiginlegrar yfirlýsingar ungliðanna sem samþykkt hafði verið tveimur áram áður. I henni segir m.a: „Við eram sam- mála um að ekki er hægt að búa við kosningalög sem mismuna þegnum þessa lands. Núverandi misvægi atkvæða er óþolandi brot á grandvallarmannréttind- um. Kosningalög eru hornsteinn lýðræðis í hverju landi og þar eiga allir að sitja við sama borð. Krafa okkar er að kosningalög tryggi mannréttindi og lýðræði en ekki hagsmuni stjómmála- flokka og stjómmálamanna eins og nú er.“ Afstaða unga fólksins liggur fyi-ir en hversu lengi ætla kjós- endur að styðja stjórnmála- menn og flokka sem telja sjálf- sagt að hundsa grandvallar- réttindi borgara þessa lands í því skyni að verja eigin hags- muni? ÓLÍNA VALGERÐUR SIGVALDADÓTTIR + Ólína Valgerður Sigvaldadóttir fæddist á Hrauni í Árneshreppi 12. nóvember 1908. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 8. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Sigur- Iína Jónsdóttir og Sigvaldi Jónsson, en mánaðargömul fór hún til fósturfor- eldra Guðrúnar Jónsdóttur og Guð- mundar Arngríms- sonar að _ Eyri í Ingólfsfirði. Systkini Ólínu er öll látin, en þau voru Guðrún á Mosfelli í Svínadal, Sigurjón bóndi á Elsku amma mín. Mig langar að kveðja þig í örfáum orðum. Margs ber að minnast og margt er að þakka. Já, við erum þakklát fyrir að fá að hafa þig svo lengi hjá okk- ur. Þú varst alltaf svo duleg, amma mín, eins og það að stofna Litlu kaffistofuna rúmlega fimm- tug. En hana stofnaðir þú 4. júní 1960 og vannst þar alveg sleitu- laus til loka árs 1982. Eg var svo heppin að vinna þar með þér í nokkur sumur. Ekki varst þú nú að láta það fara í taugarnar á þér þó svo að við þyrftum oft að sjóða vatn TlTpþváskið 'eða þegár RTtiritr var tekinn af og þá alltaf á álags- tíma tvisvar á dag, og ekki hafðir þú nú síma eða talstöð. Alltaf bak- aðir þú á hverjum degi og oft steiktir þú kleinur tvisvar á dag á gasinu, því ekki mátti vera gamalt bakkelsi. Mikið hafðir þú nú lúm- skt gamam af því þegar bílstjór- arnir töluðu um að alltaf væri sama stúlkan á vakt, en þú sagðir bara nei. Og þá kom kannski út- skýring seinna og kannski ekki. En við erum eineggja tvíburar systurnar og unnum alltaf hvor á sinni vaktinni. Já, amma mín, margs er að minnast. Þegar Edda dóttir mín var þriggja ára varst þú, amma, 86 ára og komst í strætó til okkar upp í Breiðholt. Eitthvað hafðir þú nú villst, en þú komst samt tveim tím- um seinna, en þér fannst þetta nú bara allt ævintýri. Þetta lýsir þér best, alltaf svo jákvæð og dugleg. Þegar við lágum saman á Vífils- stöðum (húðdeildinni), ég þá með nýfædda dóttur mína Sylvíu með mér. Ofsalega leið þér vel þar, amma mín. Já, ég mátti hafa mig alla við þar, til að halda í við þig í gönguferðum. Þú varst ætíð mjög hraust enda bjóst þú nær alla þína tíð í Asvallagötunni eða í 52 ár, þar til fyrir einu og háflu ári, en þá fluttir þú á Hrafnistu í Reykjavík. En sjónin var orðin léleg núna allra síðustu ár, en þú lést það ekki aftra þér frá þínum daglegu gönguferð- um ef vel viðraði. Jæja, amma mín, nú ert þú kom- in til afa en hann dó uppi á Litla kaffi 1972. Elsku amma, þú varst svo skipulögð og skildir svo vel við. Þú varst meira að segja búin að senda barnabarnabömunum þín- um glaðning. Já, svona varstu og ert í mínum huga og okkar allra. Með þakklæti og söknuð í huga kveðjum við þig. Og börnin okkar senda langömmu sinni bestu kveðj- ur. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Valgerður Auðunsdóttir og fjölskylda. Elsku amma mín, nú ertu farin til afa aðeins 4 dögum fyrir 90 ára afmælið þitt. Það er erfitt að setj- ast niður og skrifa um þig. Það er frá svo miklu að segja. Eg vil bara þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Meðal ann- ars þegar ég var að vinna hjá þér á Litlu kaffistofunni sem þú stofnað- Urriðaá Miðfirði, fna búsett í Reykja- vík. Ólína fór 21 árs að aldri suður og giftist Gísla Gíslasyni mat- sveini írá Hólsbæ á Stokkseyri, f. 12.12. 1904, d. 21.6. 1972. Eignuðust þau þijú böm. Þau em: Þrá- inn ókvæntur og á eina dóttur, Kristín gift Auðunni Helga- syni og eiga þau fimm böm, Guðrún gift Gunnari Njáls- syni og á eina dóttur. títför Ólínu fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ir sjálf. Eins þegar við fóram sam- an til Newcastle á 85 ára afmæhs- daginn þinn ásamt mömmu og pabba. Þó að sjónin hafi verið orðin léleg var ekkert sem stoppaði þig að vera í búðum allan daginn til að finna eitthvað fyrir langömmu- börnin. En svona varst þú, elsku amma mín, alltaf að hugsa um aðra. Alltaf þegar við töluðumst við varst þú að spyrja mig um heilsu tengdaforeldra minna en svona varst þú, alltaf að hugsa um aðra. Eg er svo þakklát að þú skyldir geta verið svo hress á skírnadegi fyngsta sðnár mins ög yngstá' langömmubarnsins. En þú veiktist aðeins viku seinna. Þú varst svo ánægð með séra Þór sem skírði enda töluðuð þið á annan tíma um gömlu tímana þína. Elsku amma, ég get skrifað endalaust um þig því þú varst svo stórkostleg amma og langamma. Við þökkum þér öll fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú gafst okkur. Guð veri með þér, elsku amma mín. Auður, Sverrir og börn. Elsku amma mín, nú ertu farin frá okkur, ég á eftir að sakna þín, en ég veit að þú ert komin á góðan stað, til afa. En við voram heppin að hafa þig svona lengi hjá okkur, það vantaði bara fjóra daga upp á níræðisafmælið þitt. Þú hefur alltaf verið svo dugleg kona, aldrei látið neitt stoppa þig, þó að sjóninni væri farið að hraka. Þú fórst allar þínar ferðir gangandi eða í strætó. Eg gleymi því aldrei þegar ég var nýflutt í Leirabakkann fyrir tveim- ur og hálfu ári, þá ættlaðir þú að koma í heimsókn og þú tókst það ekki í mál að ég mundi sækja þig. Þú tókst bara þinn strætó og baðst strætóstjórann að sýna þér hvar þú ættir að fara út. Þú vildir aldrei vera háð neinum öðram, þú varst svo sjálfstæð. Og þegar þú bjóst á Ásvallagöt- unni þá fór maður aldrei svangur út frá þér, þú varst alltaf með fullt borð af veitingum, en það sem stendur upp úr hjá mér er heita súkkulaðið og nýbökuðu kleinurn- ar. Ég kallaði þetta alltaf heitt kakó, en þú varst fljót að leiðrétta mig, þetta var ekta súkkulaði ekki kakó. Þú hugsaðir alltaf svo vel um fjölskylduna þína, elsku amma, þú vildir henni allt það besta. Elsku amma, ég get talið endalaust áfram. En þeir sem þekkja þig vita hvað þú varst frábær kona. Viktor Snær var heppinn að fá að kynnast þér, langömmu sinni. Hann lærði það mjög fljótt að þegar hann kom í heimsókn til þín þá fékk hann kók og súkkulaði og kexkökur, það til- heyrði langömmu. Elsku amma og langamma, við kveðjum þig með söknuði í hjarta. Ég hef margt í minningunni. Ég veit að ég á eftir að hitta þig seinna, elsku amma. Takk fyrir allt saman. Guð veri með þér. Hjördís Auðunsdóttir og Viktor Snær. „Betra er gott mannorð en góð ilmsmyrsl og dauðadagur betri en fæðingardagur." - Pred, 7:1. Hvernig getur það verið? Hvernig getur dauðinn verið betri en lífið. Ef þú hefðir getað kosið, hefðir þú frekar viljað lifa, þó að þú vegna aldurs og veikinda þráðir hvíldina. Þegar við lifum sköpum við okk- ur mannorð - gott eða slæmt. Á fæðingardegi okkar höfum við ekki lifað nógu lengi til að ávinna okkur gott mannorð af neinu tagi. Ef við mörgum árum síðar, á dauðadegi okkar, höfum áunnið okkur gott mannorð hjá Guði, eigum við því eitthvað sem við ekki áttum á fæð- ingardegi okkar. Á þann hátt er því dauðadagur betri en fæðingardag- ur. Það vantaði fjóra daga upp á að þú næðir að fylla þín 90 ár, og af þeim fékk ég að njóta þín í 34 ár. Það var heim til þín sem ég kom strax eftir að ég fæddist og bjó fyrstu árin ásamt mömmu, svo fluttum við bara yfir götuna. Hjá mér hafðir þú gott mannorð, þú varst amma mín. Þú gerðir svo margt fyrir mig. Þegar þú gladdist með mér, þegar þú skammaðir mig, það er svo margs að minnast. Ég veit ekki frá hverju ég á að segja... þegar þú smurðir sam- lokustaflann á kvöldin fyrir mig, brauð með epli eða banana á milli sem náði hálfa leið upp í loft og gafst mér appelsínu með eða þegar ég hljóp yfir til þín þegar mamma var búin að elda dýrindis kótelett- ur af því að mér fannst þær svo vondar, ekkert nema fita eða hvernig þú tókst á þvi þegar ég neitaði að vinna uppi í Litlu kaffi- stofu, þar sem hjarta þitt var. Ég var of feimin til að vera þar að af- greiða en nógu ákveðin til að segja það. Kannski hafði ég það eftir allt saman frá þér. Ég trúi því að við fáum að hittast aftur þegar rætast mun það sem þú kenndir mér þegar ég var lítil að biðja um í faðirvorinu, „til komi ríki þitt“ þ.e.a.s. að stjórn Guðs muni koma til að framkvæma vilja hans hér á jörðinni, (af því það er ekki í dag) eins og við segum „verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.“ Þá fyrst mun rætast það sem segir í Op. 21:3,4 „Sjá tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim ... Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ En þangað til munt þú sofa í dánar- heiminum, þangað sem þú ert farin og hvorki er starfsemi né hyggindi né þekking né viska. - Pred. 9:10. Þangað til mun ég sakna þín, amma mín, en það sem þú hefur kennt mér gegnum árin mun fylgja mér. Þín einlæg, Ólína. Á vegferð okkar gegnum lífið eru samferðamennirnir margir og ólíkir. Sumir geisla af lífsorku, góðmennsku og glaðværð, þannig var Olína. Við andlát hennar koma í hugann margar dýrmætar minn- ingar. Ég kynntist henni á Kanarí- eyjum árið 1975 en þar var hún á ferðalagi ásamt sonardóttur sem nokkrum árum síðar varð eigin- kona mín. Olína var sjálfstæð kona sem með bjartsýni, ráðdeild og vinnusemi kom því til leiðar sem hún ætlaði sér. Hún var athafna- konan sem rak Litlu kaffistofuna af myndarbrag í fjölmörg ár. Hún var einnig amma sem hafði stórt hjarta og bar velferð allra í fjöl- skyldunni fyrir brjósti. Það var ávallt gaman að heimsækja Ólínu á Ásvallagötuna eða á Hrafnistu þar sem hún dvaldi í rúmt ár. Börnin þráðu nærveru hennar enda veitti hún þeim ekki minni athygli en þeim fullorðnu og gjaf- mildi hennar og höfðingsskapur var einnig einstakur. Ólína kvaddi þetta líf að afloknu drjúgu dags- verki. Ég minnist hennar með virðingu og þökk. Ingólfur Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.