Morgunblaðið - 13.11.1998, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 13.11.1998, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Gylfi Þór Magn- ússon fæddist í V estmannaeyjum 20. desember 1942. Hann lést af slysför- um 6. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Guðmund- ur Guðbjartsson, vélsljóri í Reykja- vík, f. 17. mars 1899, d. 14. jiíní 1976, og Sigríður Guðrún Benónýs- dóttir, húsmóðir, f. 12. nóv. 1915. Föð- urforeldrar voru Guðbjartur Björnsson, bóndi á Höfða í Dýrafirði, og Sigríður Magnús- dóttir. Móðurforeldrar voru Benóný Stefánsson frá Meðal- dal í Dýrafirði, stýrimaður í Reykjavík, og Guðmunda Olöf Guðmundsdóttir frá Keldudal í Dýrafirði. Systir Gylfa Þórs er Elísabet S. Magnúsdóttir nær- ingarfræðingur, f. 30. ágúst 1940. Hálfsystkini frá fyrri hjónaböndum Magnúsar eru Kristberg Magnússon vélfræð- ingur, f. 20. mars 1927, og Magnea Magnúsdóttir, f. 21. sept. 1932. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að að- eins það, sem valdið hefur hi-yggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Ástkæri faðir. Það er sérstakt að skrifa þér þessa kveðju. En þetta þarftu að vita. Það er þrennt, sem veitir ^okkur öllum svo mikinn styrk. I fyrsta lagi eru það Guð og kærleikur hans. Öll hittumst við aftur í sendiförinni, sem erindrekar almættisins að breiða út þann kær- leik milli manna, sem Kristur kenndi okkur og þú kunnir svo vel að gefa. I annan stað eru það fjöl- skyldan, vinirnir og allt fólkið í kringum okkur, sem nú sem fyrr reynist svo vel. Þökk sé þeim og Guð varðveiti þau. Síðast en ekki síst ert það þú sjálfur. Minningin um þig er ótrúleg, sem verður aldrei frá okkur tekin. Hraustur á líkama og sál. Einstakur áhugi þinn á störfum okkar Helgu í gegnum lífið gerir okkur svo þakklát. Við brosum alltaf í gegnum tárin. Veganestið, sem þú bjóst okkur er einstakt. Af þeirri miklu gjöf er okkur skylt að gefa. Guð, hjálpa okkur við það. Samskipti þín við allt og alla, þinn háttur og þitt ein- staka lag við að umgangast alla sem þína bræður voru okkur til fyr- irmyndar. Megi þau ætíð vera okk- ur öllum, sem eftir lifa til eftir- breytni. Nú hefur þú verið kallaður til starfa á öðrum stað. Það er vel, þín er víða þörf. Hafðu engar áhyggjur, þú finnur lyklana þína. Ég er holdi klæddur fulltrúi þinn, afa Magnúsar og litla bróður til að styðja við bakið á ástum þínum þremur, dóttur, eiginkonu og móð- ur. Veitið mér styrk. Við biðjum fyrir þér. Sæll að sinni, Magnús Þór Gylfason. Mig langar til þess að skrifa nokkur orð til hjartagóða pabba míns, sem mér þykir svo vænt um. Elsku pabbi. „Erfiðleikarnir eru aðeins andlegs eðlis. Ég trúi, að ég yfirvinni þá - ég mun sigra þá.“ „Ég megna allt í Kristi." Þú átt að temja þér jákvæða hugsun. Ekkert er misheppnað. Þessi orð geymdir þú í Nýja testamentinu þínu og mér fmnst þau lýsa þér svo vel. Þó ég geti ekki knúsað þig núna verður þú alltaf verndarengillinn okkar. Takk fyrir mitt veganesti. Þín dóttir Helga Björg. Gylfí Þór kvæntist 18. september 1971 Sigríði Dóru Jó- hannsdóttur hár- greiðslumeistara, f. 19. sept. 1948. For- eldrar hennar eru Jóhann Tómas Egilsson, fyrrum bankaútibússtjóri, og Björg Jónsdóttir húsmóðir. Börn Gylfa Þórs og Sig- ríðar Dóru eru Magnús Þór, f. 16.3. 1974, óskírður drengur, f. 14.8. 1979, d. 9.10. 1979, og Helga Björg, f. 6.4. 1983. Gylfi Þór útskrifaðist sem við- skiptafræðingur frá Háskóla ís- lands árið 1969. Hann starfaði meðal annars sem fulltrúi for- stjóra Heklu hf. og síðar sem framkvæmdastjóri Sölustofnun- ar lagmetis. Hann hóf störf fyr- ir Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna árið 1981 og var einn af helstu stjórnendum fyrirtækis- ins, lengst af sem framkvæmda- sljóri sölu- og markaðsmála. Útför Gylfa Þórs fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í bamæsku lærast mörg orð sem eru rík af merkingu. Eitt þeirra er orðið frændi. Af ljúfri reynslu er þetta orð mér hugstætt. Það segir margt án orðaflaums og skrúð- mælgi. En í dag er komið að kveðju- stund við kæran frænda, Gylfa Þór Magnússon, sem lést langt um aldm- fram hinn 6. nóvember síðastliðinn. Þingvallavatnið var svo blátt, víð- átturíkt og gjöfult af fiski. Pramm- inn var fleytan sem við lærðum bamung að róa og trén sem við hjálpuðum Jonna til að setja niður eru nú hávaxin, bein og falleg. Dag- arnir i Naustinu tengdu okkur órjúf- anlegum böndum. I Skerjafirðinum var þá líka falleg og lífmikil fjara, hólarnir ævintýraland og bæði rými og gnægð leiksvæða. I Gerði, sem er númer 27 við Reykjavíkurveg, hljómuðu raddir barna og unglinga sem þar bjuggu eða komu þar títt. Þær einkenndust af gleði og öryggi áhyggjulítilla æskudaga. Og enn víð- ar lágu leiðir þétt saman. Skátastarf, og kjarni þess útilífið, heillaði á þessum ámm marga kröftuga og forvitna unglinga sem þar lögðu grunn að ást sinni og virðingu fyrir íslenski-i náttúm og lærðu að njóta bæði margbreytileika hennar og þeirrar veðráttu sem hún býður hverju sinni. A síðari áram var það einmitt þetta sem gaf kost á auknum samvistum. Á ferðum vinahópsins Fet fyrir fet gleymist jafnan erill hversdags og atvinnuþrefs þegai' bakpokinn er axlaður og skeiðað af stað. Skiptir þá ekki máli hvort gengið er um íslensk fjöll eða er- lendis, hvort vindur blæs með eða mót. Gangan eftir Kóngsvegi í belj- andi rigningu nú í október er orðin að ljúfri minningu um síðustu fundi okkar, áhugaverðar samræður og brosið glettnislega. Frændi minn stendur skýrt íyrir hugskotssjónum þótt hann hverfi sjónum. Hann á ör- uggan sess í minningum sem engin brotalda fær afmáð, þótt hún sé snögg og ofsafengin. Umhugsun um góðan dreng, kátan vin og traustan mann mun ætíð verma. Ur fjarska sendum við Amlaugur hlýjar sam- úðarkveðjur okkar og fjölskyldunn- ar allrar til Sigríðar Dóra, Magnús- ar og Helgu og einnig til systur hans Elísabetar, fjölskyldu hennar og móðurinnar Sigríðar Benónýsdóttur. Anna Kristjánsdóttir. Af hverju Gylfi, uppáhaldsfrændi okkar systranna? Það eru margar spurningar sem vakna á stundu sem þessari og er okkur það óskiljanlegt hvers vegna svona yndislegur mað- ur er kallaður frá okkur. Gylfí var mikill gleðigjafi og einn af þeim sem var sífellt í góðu skapi. Hann var drífandi og hafði einstaka samskiptahæfileika til að lyfta fólki upp og koma því í gott skap. Þær eru óteljandi gleðistundirnar sem við höfum átt með Gylfa og fjöl- skyldu hans og erum við ævinlega þakklátar því að hafa fengið að kynnast honum og fengið að njóta nærvera hans. Gylfi var oftast hlaðinn verkefn- um og vinnu en samt hafði hann alltaf tíma fyrir fjölskylduna. Síð- asta minningin um Gylfa er sú er ég fékk símhringingu frá honum þar sem ég var stödd í London yfir helgi. Þá var hann staddur í morg- unkaffi á heimili mínu og segir svona við mig: „Er það satt sem ég sé, að þú hafir stungið af til London án þess að búa um rúmið þitt, ég var búinn að minna þig einu sinni áður á þetta og ég hélt að þú hefðir tekið það til athugunar, en nú ert þú kom- in með tvö strik í kladdann!“ Það var alltaf stutt í grínið hjá honum og ávallt var hann að gleðja aðra. Við systurnar höfum fengið ómældan stuðning frá Gylfa frænda og veitti hann okkur oft ráðlegging- ar við ýmsar ákvarðanatökur í lífí okkar. Hann lét okkur alltaf finna að hann væri stoltur af frænkum sínum og sýndi hann námi og störf- um okkar ávallt mikinn áhuga. Gylfi og Sigga Dóra tóku á móti Sigiíði Erlu í Hamborg þegar hún kom þangað árið 1986. Þau hjálpuðu henni við að fá au-pair stöðu þar í borg og komu henni í réttar hendur. Ekki er auðvelt að fara út í hinn stóra heim 19 ára gömul, en þar sem þau hjónin bjuggu í Hamborg á þeim tíma, veitti það henni öryggi að hafa þau sér við hlið. I raun er það þeim að þakka að Sigríður Erla ílengdist í Hamborg og hefur verið frúin okkar í Hamborg síðan þá. Þegar þau fluttust frá Hamborg þá sagði Gylfi í kveðjuhófí að nú gæti hann farið með góðri samvisku því að annar fjölskyldumeðlimur væri kominn til að dvelja þar. Söknuður og minning um yndislegan frænda mun lifa í hjörtum okkar. Elsku Sigga Dóra, Magnús Þór, Helga Bjöi'g og amma Sigríður. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímamótun í lífi ykk- ar. Megi minningin um yndislegan eiginmann, föður og son eiga eftir að ylja ykkur um hjartarætur í ná- inni framtíð. Þóra Björk Eysteinsdóttir, Sigríður Erla Eysteinsdóttir. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum í dag góðan vin. Gylfi Þór var einn sá besti maður sem við höfum kynnst. Hann tók alltaf á móti okkur með opnum faðmi, bros á vör og kossum á báðar kinnar. Gylfi var ákaflega hjartahlýr og bamgóður maður og er sorgin mikil hjá börnum í fjölskyldunni. Hann eyddi ófáum stundum með dóttur okkar, Jóhönnu Björgu, spilaði við hana og dansaði. Hún mun ávallt minnast hans sem eins besta vinar síns. Minningar mínar (Jóhanns) frá barnæsku um Gylfa eru mjög ánægjulegar. Sumar í Þýskalandi og Danmörku árið 1983 ber ofarlega í huga, en þá var Gylfi í sumarfríi og fór með mig og Magga í Tívolí í Danmörku og alla helstu skemmti- garða og útivistarsvæði í og við Hamborg. Vart mátti sjá mun á hver hefði meira gaman af, við frændur eða Gylfi. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Gylfa, en hann hafði áhrif á líf okkar og kenndi okkur svo margt. Háttvísi, lífsgleði og driíkraftur einkenndu Gylfa, en hann var ávallt reiðubúinn að taka til hendinni þegar þurfti. Gylfi var mikill náttúrunnandi og bai' mikla virðingu fyi’ir umhverf- inu. Hann eyddi mörgum stundum við að gróðursetja tré við sumarbú- staðinn á Þingvöllum, þar sem við höfum eytt ófáum helgum saman í faðmi stórfjölskyldunnar. Elsku Sigga, Maggi og Helga, megi Guð styrkja ykkur í sorg ykk- ar. Gylfi Þór mun ávallt lifa í minn- ingu okkar. Jóhann Tómas, Edda og Jóhanna Björg. Deyrfé deyja frændur deyr sjálfur hið sama, en orðstír deyr aldrei hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Hann Gylfi Þór frændi og vinur er látinn. Þessi harmafregn barst okkur hjónum á föstudagskvöld sl. og hefur ekki vikið úr huga okkar síðan. Gylfi ólst upp í faðmi ástríkr- ar fjölskyldu, fyrst á Blómvallagötu þá í Bannahlíð og síðar í Stigahlíð hér í borg. Þegai' litli frændi hans, undiritað- m', missti móður sína aðeins tveggja ára gamall, flutti Ágúst faðir hans með litla son sinn í risíbúð á Blóm- vallagötu. Þar bjuggu á neðri hæð foreldrar Gylfa, þau Sigríður og Magnús, en Sigríður og Guðbjörg móðir undiraitaðs, vora systur. Litli frændi var strax tekinn í faðm fjöl- skyldunnar. Var þar lagður grund- völlur að vináttu og frændsemi sem hélst órofin áfram, þótt litli frændi hafi eignast annað heimili seinna, er faðir hanns giftist aftur Friðrikku, systur Sigríðar. Minningarnar með Gylfa Þór eru margar og dýrmætar, jafnt í gleði og á sorgarstundum í lífi okkar hjóna. Hann Gylfi hafði svo mikið að gefa öðrum og var svo sannarlega óspar á þær gjafir. Ljúf- ui' vinur og traustur var hann öllum þeim sem þekktu hann. Gylfi var óvenju sterkur persónu- leiki. Styrkleikinn byggðist á hinni miklu mildi, sem hann bjó yfir og þeim hæfileika' að geta áreynslu- laust sett sig í spor annarra og leyst úr vandamálum þannig að allir höfðu upphefð af. Frændsystkini Gylfa vora mörg og lét hann sér annt um velferð þeirra allra. Gylfi gekk í skátahreyf- inguna ungur drengur. I þeim góða félagsskap kynntist hann útilegum og gönguferðum um hálendi ís- lands. Ahugi hans á náttúru lands- ins hélst óbreyttur meðan honum entist aldur til. Margar ógleymanlegar stundir höfum við átt saman í gönguferðum um Island, ásamt félögum okkar í gönguklúbbnum. Það er fjársjóður minninga sem fyrnist aldrei. Síðustu gönguferðinni með Gylfa er lokið. Söknuðurinn er mikill en við hlökk- um til allra hinna gönguferðanna, sem við eigum eftir að ganga saman á öðrum vettvangi, einhverntímann seinna. Við biðjum góðan Guð að hugga og styrkja Sigríði Dóra, Helgu Björg og Magnús Þór í sorg þeirra. Sigríði móður hanns og Elísabetu systur vottum við einnig okkar dýpstu samúð. Guðmundur og Torfhildur. Hann Gylfi frændi er dáinn. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Mað- urinn var staddur í mínum húsum aðeins mánuði áður og áttum við saman yndislegar stundir á afmæli Siggu Dóru og Bjargar tengdamóð- ur. Þetta getur bara ekki verið satt, hugsaði ég með mér. A örfáum mín- útum rifjuðust upp fyrir mér kynni mín af þessum einstaka manni. Ávallt á hlaupum og hafði mikið að gera en gaf sér alltaf tíma. Glaður og ánægður. Yndislegur, gefandi og skemmtilegur maður. Við komumst svo síðar að því við nánari athugun að Gylfi og ég værum náskyldir. Eftir það, þegar hann sló á þráðinn til mín, bara til þess að heyra hvern- ig við hefðum það, eins og hann sagði, kallaði hann mig ávallt frænku eða vinkonu. Sonur minn og Gylfi urðu bestu vinir. Gylfi hafði það í sér að tala við börnin eins og þau væru jafningjar og þessu fann Davíð fyrir. Það geislaði af Gylfa já- kvæðnin og ánægjan með lífið og til- verana og sína nánustu. Hann elskaði konuna sína og börnin sín svo heitt og innileg að í hvert skipti sem hann talaði um þau, geislaði hann. Elsku Gylfi minn, takk fyrir okk- ar stuttu kynni. Mér þykir svo vænt um þig og þú verður ávallt í hjarta mínu. Ég er miklu ríkari eftir að hafa kynnst svona einstökum manni eins og þér. Ég get ekki skilið að þú sért hoi'finn á braut fi'á okkur. Ég GYLFIÞÓR MAGNÚSSON trúi því að þú vakir yfir okkur öllum og þá sérstaklega þeim sem þér þótti allra vænst um. Þú veist að þau eiga um sárt að binda, en ef ég þekki þig rétt þá myndir þú vilja að minning þín væri umlukt gleði og ánægju. Elsku Sigga Dóra, Maggi og Helga mín. Megi almættið styrkja ykkur á þessum tímum. Styrkið hvert annað og leitið styrktar út á við. Biðjið um hjálp og hún lætur ekki á sér standa. Grátið og verið sorgmædd því að mikill maður hef- ur verið tekinn frá ykkur, en munið ávallt að leita inn á við í hjarta ykk- ar því að þar liggur minningin um yndislegan eiginmann og ástkæran föður sem enginn getur tekið frá ykkur. Guð geymi ykkur. Helena og Davíð. Orð fá ekki lýst þeirri sorg er gagntók okkur við fréttina af skyndilegu og ótímabæru fráfalli Gylfa Þórs Magnússonai'. Kynni okkar systkinanna af Gylfa hófust þegar þau Sigríður Dóra, fi'ænka okkar, og hann fóru að draga sig saman stuttu eftir að Gylfi hóf störf hjá Húsgagnaverksmiðj- unni Valbjörk á Akureyri. Frá fyrstu tíð varð hann einn af okkur. Með sinni ljúfu og jákvæðu fram- komu vann Gylfi hug okkar allra og varð góður vinur. Allt frá bernsku höfum við bræðraböm Hólmsteins, Jóns og Jóhanns Egilssona haldið hópinn og voru þau Gylfi og Sigga Dóra mik^ ilsverður hlekkur í vinakeðjunni. I hugann koma árin á Eyrinni, afí og amma, jólaboðin og hið daglega líf í Eiðsvallagötunni þar sem stórfjöl- skyldan bjó í mörg ár en þar var grunnurinn að vináttu og samkend okkar frændsystkinanna lagður í skjóli foreldra, afa og ömmu. I fjöldamörg ár höfum við frændsystkinin hist reglulega með mökum okkar og börnum að óglejmdum foreldrum okkar. Sl. sumar var eitt slíkt ættarmót haldið í garðinum í Goðabyggð og þar voru fremst í flokki Sigga Dói'a og Gylfi ásamt börnum sínum Magnúsi og Helgu Björgu. Það var hinn ljúfi og glettni Gylfi Þór sem fór fyi'ir í línu- dansi sem dóttir þeirra stjórnaði á grasflötinni í Goðabyggð þessa sól- björtu sumarnótt, og grunaði þá engan, sem á horfði hversu stutt væri í endalokin hjá þessum þrótt- mikla vini okkar. Við lútum höfði og þökkum sam- fylgdina, kæri vinur, í minningunni munt þú lifa sem frábær félagi. Elsku Sigga Dóra, Magnús og Helga Björg, okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Missir ykkar er vissulega mikill en huggið ykkur við minning- una um góðan og ástríkan eigin- mann og fóður og árin sem þið áttuð saman. Við sendum samúðarkveðjur til móður Gylfa, tengaforeldra og annarra ættingja. Guð veri með ykkur. Börn Jóns Egilssonar og makar. Fyi’ir rúmlega 30 árum kynnt- umst við Gylfa Þór, er hann kom til sumardvalar í Munchen í Þýzka- landi sem skiptinemi á vegum við- skiptadeildar HÍ. Fór hann þá í starfskynningu hjá Seidl-brauð- verksmiðjunni, sem var ein sú stærsta þar í landi. Þjóðverjar kunnu nú lagið á slíkum piltum og vissu hvað gagnaðist þeim. Byi'jaði hann á því að sópa gólf klukkan 3 fyrstu næturnar, síðar keyrði hann út vörur, fékk að skreyta kökur, kynntist sölumálum o.fl. og þannig var hann leiddur í gegnum fyrirtæk- ið allt upp á efstu hæðina. Okkur kunningjunum fannst þetta nú allt hálfkyndugt, en þannig upplifði hann líklega venjulegt ævistarf á tveggja mánaða hraðferð. Kannski má segja að líf hans hafi síðar orðið þessu líkt. Nokkru síðar dvaldi Sigríður Dóra, frændkona Erlu, í sömu borg og starfaði þar sem hárgreiðslu- dama í hér um bil tvö ár. Árin liðu og þá barst okkur sú frétt að heim- an að hún Sigga Dóra væri búin að finna sér kærasta á Akureyri, en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.