Morgunblaðið - 13.11.1998, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 49
+ Júlíus Smári
Baldursson
fæddist. á Akureyri
8. september 1970.
Hann lést 7. nóvem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Baldur Ragnarsson
rafverktaki frá
Hólmavík og Þor-
gerður Fossdal frá
Akureyri. Júlíus
Smári á tvær systur.
1) Thelmu Baldurs-
dóttir, f. 2.5. 1973.
Sambýlismaður
hennar er Friðbjörn
Benediktsson, f. 21.10. 1968.
Þau eiga þau soninn Baldur
Nú ert þú farinn elsku bróðir.
Skarð hefur myndast í eininguna
sem staðið hefur að þér. Þú hefur
verið til staðar alla mína ævi. Þú
hefur verið til staðar frá því ég fór
fyrst að muna eftir mér og hefur
fylgt mér og mínum minningum alla
tíð. Það er ekki fyrr en nú á síðustu
árum sem leiðir okkar hafa skilið.
Eg fór í skólann og þú tókst það
skref að fara að heiman. Fram að
því vorum við saman. Ó þetta er svo
sárt. Þau orð sem upp koma í huga
okkar allra sem þekktum þig, sorg,
söknuður, missir, óréttlæti, eru þó
kannski þau orð sem hafa fylgt þér
alla ævi. Þú varst kannski sorg-
mæddur yfir því að vera ekki eins og
við hin, fannst það missir eða horfðir
upp á óréttlætið að geta ekki gert
eins og við hin. En nú ert þú frjáls,
elsku vinur, og gengur um á öðrum
stað.
Ég gleymi því aldrei, hversu
ánægður þú varst þegar þú eignað-
ist litla frænda þinn og nafna sem á
erfitt með að skilja að þú sért ekki
enn á meðal okkar. Hann spurði: „Af
hverju tók Brói ekki hjólastólinn
sinn með sér til Guðs?“ „Mamma
þetta er allt í lagi, þegar Brói kemur
sem engill til okkar í nótt, þá keyr-
um við hann bara aftur til ömmu
Lillu og afa Balla.“ Það er ekki von
að nafni þinn skilji ekki það sem ég
skil varla sjálf.
Þú vildir alltaf fylgjast með öllu
sem við vorum að gera og varst
alltaf í hringiðu eldhúsborðsum-
ræðna. Þú varst svo ánægður að
geta verið með okkur. Þú vildir fá að
vita hvernig gengi í nýja húsinu og
fylgjast með hvað við værum að
gera þar, en hafðir þó ekki tækifæri
til þess að koma suður elskan og sjá.
Nú fylgist þú bara með úr fjarlægð.
Þó að myrkur sé yfir okkur, þá
veit ég að vilji þinn er að við séum
sterk og reynum að horfa fram á við.
Það var það sem þú gerðir, þú vissir
alltaf að það kæmu betri tímar. Það
getur bara tekið smátíma. Það stytt-
ir upp hjá okkur eins og það hefur
alltaf gert hjá þér. Nú ert þú kom-
inn í faðm góðra manna sem ég veit
að hafa tekið á móti þér. Og þú tek-
ur síðan á móti okkur þegar þar að
kemur. Elskan mín, nú verður þú að
hjálpa mér að styrkja mömmu,
pabba og Beggu í þessari miklu sorg
sem við göngum í gegnum. Elsku
Brói minn, með þessum fátæklegu
orðum langar mig að kveðja þig, en
minningin um yndislegan bróður
verður með mér um alla tíð.
Bróðir minn sæll ég kveð þig nú,
söknuður, ást og trú. Þitt frelsi, feg-
urð og framtíð björt, er það sem vð
viljum þér öll. (TB ‘98.)
Þín systir,
Thelma.
Elsku Brói.
Ég minnist þín með sáran söknuð
í hjarta. Maður trúir því varla að þú
sért farinn. Eða kannski vill maður
ekki trúa því, svona er maður eigin-
gjarn. Þegar ég hugsa til baka til
allra góðu minningana þá tárast ég
svo mikið og sakna þín svo sárt.
Þegar Thelma systir hringdi og
sagði að þú værir farinn til Guðs
varð ég fyrst svo reið og um leið svo
sorgmædd, ég vildi óska þess að ég
gæti fengið þig aftur. Þú varst best-
Smára, f. 5.7. 1995.
2) Berglind Baldurs-
dóttir, f. 16.10.
1980. Sambýlismað-
ur hennar er Tómas
Arason, f. 13. 10.
1975.
Júlíus Smári gekk
í Hvammshlíðar-
skóla og síðustu tvö
árin hefur hann átt
sitt annað heimili á
sambýli við Hafnar-
stræti 16 á Akrur-
eyri.
Útför Júlíusar
Smára fer fram frá
Glerárkirkju á Akureyri og
hefst athöfnin klukkan 15.
ur. Yið áttum okkar góðu stundir
saman en samt voru þær alltof fáar,
þú áttir eftir að koma og sjá húsið
mitt og sjá börnin mín þegar þau
koma. Ég vildi óska þess að ég eigi
eftir að eignast einhvern sem var
mér eins nákominn og þú varst og
einhvern með hjarta úr gulli eins og
þú. Ég vona að þér líði vel núna og
getir lifað lífinu á þann hátt sem þú
gast ekki í lífanda lífi. En ég veit að
þú unnir þínu lífi hér á þinn hátt.
Það er svo erfitt að hugsa til þess að
koma heim og sjá þig ekki á gólfinu
eða í stólnum þínum og eiga aldrei
eftir að heyra hláturinn þinn aftur.
Ég á eftir að sakna þín svo mikið,
stóri bróðir, og vonast svo sárt eftir
því að sjá þig aftur hinum megin.
Villtu svo hjálpa mömmu og pabba í
framtíðinni og vaka yfir okkur öll-
um.
Ég elska þig.
Þín litla systir,
Berglind.
Elsku drengurinn minn, nú þegar
þú ert farinn sitjum við sem eftir er-
um og minnumst þín og þökkum fyr-
ir árin sem við fengum að hafa þig
hér hjá okkur.
Ég mun alltaf minnast þess þegar
þú fæddist, svo lítill og veikburða en
samt svo fallegur. Þú varst frum-
burður foreldra þinna sem umvöfðu
þig ást og umhyggju og létu þig
aldrei skorta neitt. Systur þínar
voru þér mikils virði og litli systur-
sonur þinn sem ber nafn þitt og
pabba þíns; hvað þú varst stoltur
þegar hann var skírður.
Alltaf áttu amma Sigga og afi Júlli
stórt rúm í þínu hjarta og af öllum
þeirra mörgu barnabörnum varstu
næstelstur og að ég held augasteinn
þeirra.
Þín mun ég minnast brosandi og
kátur með hlýju í augum, þér fannst
alltaf svo gaman að hafa marga í
kringum þig. Oft var hlegið og ýms-
ar sögur sagðar við eldhúsborðið í
Tungusíðu og þá líkaði þér lífið og á
fjölskyldumótum þar sem Fossar-
arnir komu saman vildir þú ekki láta
þig vanta. Brói minn, oft hafa þessi
ár verið þér erfið, svo oft veikur og
hætt kominn, en þá hefur vakað yfir
þér yndisleg móðir, sú sem kom þér
í þennan heim, og sá leyndi strengur
sem tengdi ykkur svo sterkt saman
er nú rofinn, en minning þín er ljós í
lífi hennar.
Far í friði, elsku drengurinn
minn, megi Guð geyma þig.
Þín frænka,
Sigríður (Sirrý).
Þegar þú ert sorgmæddui-, skoð-
aðu þá aftur huga þinn og þú munt
sjá, að þú grætur vegna þess, sem
var gleði þín. Sum ykkar segja: I
heimi hér er meira af gleði en sorg
og aðrir segja: „Nei, sorgirnar eru
fleiri." En ég segi þér, sorgin og
gleðin ferðast saman að húsi þínu og
þegar önnur situr við borð þitt, sef-
ur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt
milli gleði og sorgar, jafnvægi nærð
þú aðeins á þínum dauðu stundum.
(Kahlil Gibran.)
Þessi orð úr Spámanninum voru
það fyrsta sem kom upp í hugann,
þegar okkur barst sú harmafregn að
Smári vinur okkar væri látinn. Við
vorum að koma heim frá skírn
fyrsta barnabarns okkar, en þann 8.
september sl. á afmælisdegi Smára
kom lítill drengur í heiminn, með
allri þeirri gleði, sem því fylgir. I líf-
inu skiptast á gleði og sorg, líf
kviknar og líf slokknar.
Frá því Smári var lítill drengur
höfum við íylgst með honum vaxa og
þroskast. Líf hans var ekki eins og
okkar flestra, því líkamleg fótlun
hans kom í veg fyrir það. Mjög
snemma kom þessi mikla fótlun í
ljós, en með ótrúlegum dugnaði
tókst Smára og fjölskyldu hans að
gera lífið bærilegt. Foreldrarnir
gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til
að Smári mætti lifa sem eðlilegustu
lífi og ekki var hægt að gera meira.
Hvergi höfum við kynnst meiri móð-
urást en þeirri sem Lilla, móðir
Smára, bar til hans og stundum
fannst manni að þau hefðu sömu sál.
Alltaf þótti okkur jafn vænt um
þegar við hittumst, því okkur þótti
svo óskaplega vænt um þennan
dreng. Hann tjáði sig með svip-
brigðum og nokkrum orðum, þannig
að alltaf skildum við hvert annað.
Hann hafði ótrúlegt minni og gat
minnt mann á löngu liðna atburði,
sem voru fallnir í gleymsku. Hann
var mjög kómískur og einnig átti
hann það til að vera svolítið stríðinn.
Það gaf okkur og börnunum okk-
ar mikið, að kynnast Smára, það
sýndi okkur að ekkert er sjálfgefið
að geta hlaupið um og notið lífsins.
Maður öðlast annan skilning á lífinu
við slík kynni.
Við gætum rifjað upp mörg
skemmtileg atvik frá iiðnum árum
en förum ekki út í það hér, en af
nógu væri að taka.
Elsku Lilla, Balli, Thelma og
Begga.
Nú trúum við því að Smári sé
kominn á annan og göfugi’i stað, þar
sem hann hleypur um og nýtur lífs-
ins. Því slíkur kross, sem hann bar,
verður ekki lagður á sömu herðar
aftur.
Blessuð sé minning þín, elsku vin-
ur.
Guð blessi alla þá, sem eiga um
sárt að binda.
Tryggvi og Herdís.
Elsku besti frændi og vinur. Við
urðum harmi slegin þegar við feng-
um þá sorgarfrétt að Guð hafði tekið
þig svo skyndilega til sín, elsku
besta frændann okkar. Ég gleymi
aldrei þeim degi þegar ég sá þig
fyrst, þá varstu eins og lítill brot-
hættur böggull í faðmi stoltrar móð-
ur og pabbi þinn stóð þar hreykinn
hjá ykkur. Þú varst oft mikið veikur
sem barn og alltaf voru mamma þín
og pabbi við hlið þér. Manstu þegar
við tvö fórum stundum á rúntinn
niður í Þórunnarstræti og fegnum
okkur ís? Þær stundir voru mér dýr-
mætar. Ég man líka hvað þú varst
montinn þegar þú eignaðist systur
þínar.
Eftir að frænka flutti hingað í
sveitina sáumst við ekki eins oft, en
það voru yndislegar stundir þegar
þú komst í sveitina til mín.
Arin liðu, við urðum eldri og þá
komu útilegurnar og ættarmótin og
góðar móttökur sem við fengum
alltaf þegar við komum í heimsókn í
Tungusíðu. Þú varst alltaf svo glað-
ur og kátur. Ég gleymi aldrei hvað
þú og fjölskylda þín glöddust með
mér þegar ég varð fyrst amma, aðal-
lega þú sem hlóst svo dátt að ömmu
gömlu. Alltaf var glatt á hjalla í
kringum þig. Ógleymanlegustu
stundirnar eru þau gamlárskvöld
þegar þið komuð hingað í Brodda-
nes til okkar og við fórum öll á
brennu og skemmtum okkur kon-
unglega.
Nú kveðjum við þig elsku frændi
með þessum fátæklegu orðum.
Elsku Lilla, Balli, Thelma og
Begga. Guð gefi ykkur styrk og dug
í söknuði ykkar.
Erna, Jón og fjölskylda.
Nú legg ég augun aftur,
6, Guð, þinn náðarkraflur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinnengiþsvoégsofirótt.
(S. Egilsson)
„Hinn sanna gjöf er að gefa af
sjálfum sér.“ Þessi orð úr Spámann-
inum komu upp í huga minn er ég
fékk upphringingu sl. laugardag um
að einn af mínum kærustu vinum,
hann Smári minn, hefði verið kallað-
ur burt úr þessum heimi aðeins 28
ára gamall. Þetta var sárari frétt en
orð fá lýst, en minningarnar eru
margar og ljúft þætti mér að fá að
rifja upp nokkrar þeirra hér.
Mér er ofarlega í huga er við
dvöldum á Reykjalundi haustið ‘97.
Þá spauguðum við með það að við
værum áreiðanlega kölluð „þessi
skiýtnu að norðan“ vegna ýmissa
uppátækja okkar. Eitt skipti ösluð-
um við t.d. úti í grenjandi rigningu
þegar ekki átti að vera hundi út sig-
andi. Þegar við komum heim aftur
rennandi blaut og illa til reika varð
Smári að lána mér algalla, þó svo að
númerin pössuðu kannski ekki al-
veg. En svona mættum við til kvöld-
verðar í matsalnum, fólki til mikillar
furðu en okkur til mikillar ánægju.
Við sögðum Sunnlendingunum að
okkur bæri skylda til að hlusta á út-
vai’psþátt Gests Einars eftir hádegi
en sunnanmenn fullyi-tu að ef þeir
litu inn til okkar á þessum tíma þá
værum við alltaf hrjótandi.
Oft ræddi ég um það við Smára
sem hvíldi á mér í dagsins önn og
fékk ég ávallt styrk í umburðarlyndi
hans, hlýju og kærleik sem var svo
einkennandi fyrir þennan einstaka
pilt. Þrátt fyrir að lífið væri honum
ekki alltaf auðvelt þá átti hann alltaf
bros, hlýju og uppörvun til handa
öðrum.
Elsku Smári, mér þótti svo undur
vænt um þig og er þakklátur fyrir
að hafa fengið að kynnast þér en þau
kynni hafa auðgað líf mitt og gert
mig ríkari. Minningarnar um þig
munu geymast í hjarta mínu og ylja
mér um ókomna tíð.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Innilegar samúðarkveðjur til ykk-
ar elsku Lilla, Balli, Thelma, Begga
og fjölskyldur. Megi Guð styrkja
ykkur og blessa í sorginni.
Guð blessi þig Smári minn og
minningu þína. Hvíl þú í friði.
Þín vinkona,
Inga Jónsdóttir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri fiegatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Smári okkar, við þökkum
þér allar samverustundirnar, hlýju
þína og ástúð. Við söknum þín sárt
en minningin um yndislegan og
sterkan pilt mun verða okkur styrk-
ur í sorginni. Guð blessi þig og
geymi í faðmi sínum.
Við vottum foreldrum þínum,
systrum og öðrum ættingjum inni-
legustu samúð og biðjum Guð að
gefa þeim styrk í sorginni.
íbúar og starfsfólk,
Hafnarstræti 16.
Margar yndislegar minningar
rifjast upp í huganum þegar við
minnumst ljúfs drengs sem fallinn
er frá alltof fljótt. Minningar um
drengs em alltaf var kátur og hress
þegar við komum í heimsókn á
Tungusíðuna og þegar öll fjölskyld-
an kom saman, nú síðast á ættar-
móti síðastliðið sumar.
JÚLÍUS SMÁRI
BALDURSSON
Þegar litið er til baka voru sam-
verustundirnar alltof fáar og kallið
kom snöggt og það er sárt til þess að
hugsa að á nsæta ættarmóti verður
þú ekki þar með þitt bjarta bros.
Elsku Brói, við vitum að afi Ragjg
tekur vel á móti þér hinum megin og
hugsar vel um þig. Elsku Balli,
Lilla, Thelma Dögg og Begga, góður
guð styrki ykkur í sorginni.
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson: 16,36 ljóð.)
Valdís, Karl, Bára,
Ragna og Elín. '■
Elsku Smári minn. Ég settist nið-
ur kvöldið eftir að ég fékk þessa
sorglegu frétt og skrifaði þessi fá-
tæklegu orð á blað. Þetta kom sem
reiðarslag því þótt við höfum oft
heyrt þegar þú varst lítill að börn
með svona sjúkdóm næðu ekki há-
um aldri var sú skoðun löngu breytt.
Þú varst ekki veikur, bara hress og
kátur, kominn heim í helgarleyfi
þegar þú sofnaðir um kvöldið svefn-
inum langa þannig að þú fékst að
kveðja þennan heim, sem var þér
stundum erfiður, í faðmi foreldra
þinna.
Ó, Brói minn, þú gafst okkur öll-s»
um mikið sem vorum þér skyld,
tengd eða þekktum þig. Þú vildir
alltaf fylgjast vel með því sem var að
gerast í okkar stóru fjölskyldu, hvort
sem um sorg eða gleði var að ræða.
Ég mun alltaf minnast þess hvað lít-
ið þurfti til að gleðja þig eða kæta.
Elsku Lilla og Balli, þið hafið
misst svo mikið, auðvitað barnið
ykkar en meira því þú, Lilla, kveiðst
oft fyrir ef þú mundir kveðja þennan
heim á undan honum. Þið voruð svo
einstök saman, þið þurftuð ekkj
nema svipbrigði eða augnagotur til
þess að skilja hvort annað eða vita
hvernig ykkur leið.
Ég held að við foreldrar sem eig-
um heilbrigð börn ættum að þakka
Guði oftar fyrir og vera ánægð með
þau. Brói átti tvær góðar systur sem
eiga eftir að minnast hans alla ævi.
Lítinn nafna átti hann sem hann var
mjög ánægður með.
Amma og afi á Blönudósi eiga eft-
ir að sakna þín mikið, elsku kallinn
minn, einnig Ari frændi þinn sem
átti svo mikið í þér, ég veit að þetta
á eftir að verða honum erfitt eins og
okkur öllum. En ég veit að þú ert nú
hjá Guði með Jóa frænda þínum,
labbar um eins og þig langaði að
sjálfsögðu alltaf til að gera. Báðir<
hressir og kátir.
Elsku Lilla, Balli, Thelma, Begga
og við öll sem þennan góða dreng
þekktum. Guð veri með okkur.
Saknaðarkveðjur, þín frænka,
Arnína (Nini).
Elsku Smári minn, það er svo
ótrúlegt að þú skulir vera farinn frá
okkur. Það var svo margt sem við
áttum ógert. En í minningunni eru
margar góðar stundir sem við áttum
saman, þú varst alltaf til í eitthvert
sprell og það þurfti ekki mikið til að
fá þig til að brosa. Allt það sem við
gerðum, sundlaugarævintýri, bóka-
búðarferðir og svo margt fleira er
geymt í minningunni.
Þig ber við himin
stendur þar hlæjandi
augun fúll af gleði.
Og þú segir mér allt það
sem þér býr í brjósti.
(SDH.)
Ég votta öllum aðstandendum
samúð mína, þið hafið misst yndis-
legan dreng.
Smári minn, ég trúi því að þú sért
á stað þar sem þú getur sungið,
dansað, kafað og gert allt það sem
þig langar til að gera. Við sjáumsf
seinna og gerum þá allt það sem við
áttum ógert.
Með kveðju, þín vinkona,
Sonja Dröfn Helgadóttir.
• Fleirí minningargreinar um Július
Smára Baldursson bíða birtingar og
munu birtast ( bladinu næstu daga. j