Morgunblaðið - 13.11.1998, Page 63

Morgunblaðið - 13.11.1998, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 63 FRÉTTIR Disney- dagar í Kringlunni KRINGLAN hefur verið klædd í jólabúning. I dag og á morgun býður Ki-inglan upp á Disneydaga. Mikki og Mína koma í heimsókn og gefa eigin- handaráritanir ásamt því að sitja fyrir á mynd með áhuga- sömum. „Nýkaup verður með mynd- bandið „Jólaævintýri Mikka“ á tilboðsverði ásamt því að bjóða upp á myndatöku kl. 16-16.30 og 17-17.30 alla dagana. Vífíl- fell, Flugleiðir og Mjólkursam- salan verða með kynningu á vörum tengdum Flórída og Disney. Sambíóin í Kringlunni bjóða frítt á myndina Guffagrín á meðan húsrúm leyfir kl. 15 og 17 ásamt tveir fyrir einn á For- eldragildruna kl. 15 og 17.20. Rúsínan í pylsuendanum frá Sambíóunum er forsýning á nýjustu Disney teiknimynd- inni, Mulan, en hún verður sýnd alla dagana kl. 17,“ segir í fréttatilkynningu. Sigga Beinteins gefur út barnaplötu BARNAPLATAN Flikk Flakk er væntanleg í verslanir 20. nóvember nk. Hér er á ferðinni nýjasta plata söngkonunnar Sigríðar Beinteins- dóttur. Þetta er þriðja plata söng- konunnar og í þetta sinn sendir hún frá sér bamaplötu en áður hafa komið út plötumar Desember og Sigga. A barnaplötunni era ellefu lög, þrjú þeirra era þekkt og hafa kom- ið út áður, en hin átta era erlend og hafa ekki heyrst áður hér á landi. Meðal þessara laga má nefna lög eins og Hókí pókí, Agadú og Pálína með prikið. I útvai-pi er þegar farið að heyrast eitt af nýju lögunum, en það nefnist I larí ei. Texta við nýju lögin eiga m.a. Stefán Hilmarsson og Ómar Ragn- arsson. Utsetningar vora í höndum Grétars Örvarssonar og Mána Svavarssonar. Upptökur fóru fram í stúdíóinu Eldflaugastöðin í októ- ber 1998. Meðal annama sem koma fram á plötunni era böm úr Graduale-kór Langholtskirkju. Einnig kemur fram á plötunni ung efnileg söng- kona, Diljá Mist, en hún er einn af meðlimum Graduale-kórsins. Hljóðfæraleikur var í höndum margra af fremstu hljóðfæraleik- uram landsins. Má þar telja m.a. Grétar Örvarsson, Mána Svavars- son, Vilhjálm Guðjónsson, Jón E. Hafsteinsson, Kristján Grétarsson og Davíð Þór Jónsson. Utgefandi er Sigríður Beinteins- dóttir og dreifing er í höndum Japis. Félag dönsku- kennara 30 ára ÞESS er nú minnst að þrjátíu ár eru liðin frá því Félag dönskukenn- ara var stofnað. Félagið er fagfélag dönskukennara á Islandi á grunn- og framhaldsskólastigi. Meðal markmiða félagsins er að eíla sam- starf dönskukennara, að vinna að bættri aðstöðu til dönskukennslu á Islandi og vera fræðsluyfirvöldum til ráðuneytis um málefni sem lúta að dönskukennslu. Á afmælisdaginn, laugardaginn 14. nóvember, efnir félagið til sér- staks hátíðarfundar í Skála á Hótel Sögu þar sem fiutt verða ávörp og tónlist. Hefst fundurinn kl. 10.30. Klaus Otto Kappel, sendiherra Danmerkur á Islandi, ávarpar fundargesti. Berglind Ásgeirsdótt- ir, íramkvæmdastjóri Norður- landaráðs, ræðir um þýðingu dönskukennslu fyrir þátttöku Is- lendinga í norrænu samstarfi og kynnir starf Norðurlandaráðs á sviði tungumálasamstarfs. Geir Gunnlaugsson, forstjóri Marels hf., ræðir um mikilvægi þess að fólk í atvinnulífinu kunni skil á öðram norrænum tungumálum. Að loknum fundi býður Háskóla- bíó fundargestum til sérstakrar há- tíðarsýningar á danskri kvikmynd. ------»♦♦------ Þjónustustöðin Hæðargarði 31 Basar í dag og á morgun BASAR verður haldinn í Þjónustu- stöðinni Hæðargarði 31 í dag, föstudag, frá kl. 10 og á morgun, laugardag, frá kl. 12. Báða dagana verður opið til kl. 16.30. Ýmiss konar handavinna verður til sölu svo sem prjónaðir barna- sokkar, húfur, sokkar, vettlingar, ýmsir hlutir úr perlum, máluð kort og nælur úr fiskbeini svo eitthvað sé nefnt. Veitingar verða auk þess seldar í dag milli kl. 15 og 16. Ú tgáfudansleikur Sálarinnar SÁLIN hans Jóns míns heldur útgáfudansleik í Sjall- anum á Akureyri í kvöld, föstudagskvöld, í tilefni af því að ný tvöföld geislaplata hljómsveitarinnar kemur út í dag. Á plötunni eru öll þekkt- ustu lög Sálarinnar frá tíma- bilinu 1988-1998 og að auki geymir hún þrjú glæný lög, en samtals eru lögin 30 talsins. Platan ber nafnið GuIIna hliðið en það voru sálarunn- endur sem völdu skífunni nafn í samkeppni sem fram fór á útvarpsstöðinni FM957 í októ- ber. Basar á Hrafnistu ÁRLEGUR viðburður á Hrafnistu er basar heimilisfólksins. Hann verður í ár laugardaginn 14. nóvem- ber kl. 13-17 og mánudaginn 16. nóvember kl. 10-16. Á basarnum verður á boðstólum fjölbreytt handavinna heimilisfólks- ins. Fær hver og einn andvirði 'þeirra muna sem hann hefur unnið. Heitt kakó og vöfflur verða einnig í boði. Allir velkomnir. Opið laugardagkl. 10-16, sunnudag kl. 13-16 Sjáið fylgirit okkar með Morgunblaðinu í dag Frönsk borðstofuhúsgögn úr kirsuberjaviði húsgögn Ármúla 44 sími 553 2035

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.