Morgunblaðið - 13.11.1998, Page 80
+
r M
KOSTAB
| með vaxtaþrepum
@ BÚNADARRWKINN | www.bi.is |
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Banaslys á
Suðurlandsvegi
TÆPLEGA fertugur karlmaður
beið bana í umferðarslysi í gær-
morgun, þegar bifreið hans lenti á
flutningabfl með tengivagn á Suður-
landsvegi við brúna yfir Gljúfurá við
Kotströnd, um miðja vegu milli
Hveragerðis og Selfoss. Karlmaður
í annarri bifreið slasaðist í sama
árekstri og var fluttur með þyrlu
Landhelgisgæslunnar til Reykja-
víkur þar sem hann gekkst undir
aðgerð á Landsspítalanum. Hann
hlaut mikla áverka og lá á gjör-
gæsludeild í nótt.
Slysið vildi til með þeim hætti að
flutningabflnum var ekið í austurátt
þegar hann rann til í hálku og
\ . Aierist á veginum þvert í veg fyrir
bifreiðarnar tvær, sem komu úr
gagnstæðri átt. Lenti bifreið hins
látna á hlið flutningabflsins, en hin
bifreiðin skall á tengivagninum.
Ökumaður flutningabflsins slasaðist
ekki, en hann var einn í bifreiðinni
sem og hinir ökumennirnir tveir.
Suðurlandsvegur lokaður
á fjórðu klukkustund
Slysið var tilkynnt kl. 9.15 og var
kallað til björgunarlið frá Hvera-
gerði og Selfossi. Erfiðlega gekk að
ná bílflökunum af veginum og þurfti
að loka honum í hálfa fjórðu klukku-
stund meðan lögregla og björgunar-
lið athöfnuðu sig á vettvangi. Suður-
landsvegur var opnaður aftur um kl.
13, en talsverðar skemmdir urðu á
brúarriðum á brúnni yfir Gljúfurá.
Fólksbifreiðarnar eru gjörónýtar
eftir áreksturinn.
Ekki er hægt að greina frá nafni
hins látna að svo stöddu.
Seðlabankinn varar við vexti útlána og miklum viðskiptahalla
Brýnt að koma böndum
á vaxandi eftirspurn
MIKILL viðskiptahalli er talinn al-
varlegasti veikleikinn í stöðu þjóð-
arbúsins um þessar mundir að því
er fram kemur í haustskýrslu Seðla-
bankans um þróun, horfur og stefnu
í efnahags- og peningamálum, sem
kemur út í dag. Aætlað er að við-
skiptahallinn verði um 40.000 millj-
ónir í ár.
í skýrslunni segir að brýnasta
verkefnið við hagstjórn um þessar
mundir sé að koma böndum á mik-
inn vöxt innlendrar eftirspurnar
með auknu aðhaldi í ríkisfjármálum
og í fjármálum sveitarfélaga, og
með aðgerðum sem örvi sparnað og
draga úr miklum útlánavexti.
í inngangi skýrslunnar segir að
það valdi vonbrigðum að afkomu-
bati ríkissjóðs á þessu og næsta ári
virðist minni en hagsveiflan gefi til-
efni til og afkoma sveitarfélaga sé
mun verri en æskilegt geti talist.
Mjög mikilvægt sé að framlag opin-
berra aðila til þjóðhagslegs sparn-
aðar verði aukið.
Þá er mikill vöxtur útlána að und-
anförnu talinn verulegt áhyggju-
efni. Er m.a. bent á að reynsla ann-
arra þjóða sé sú að mikilli útlána-
þenslu í framhaldi af auknu frelsi og
samfara vaxandi samkeppni á lána-
markaði geti fylgt mikil áhætta.
„Lánastofnanir kunna að leiðast
út í áhættusamari lánveitingar sem
skila ekki tilætlaðri ávöxtun þegar í
bakseglin slær í þjóðarbúskapnum.
Frá þjóðhagslegu sjónarmiði verður
áhætta tengd útlánaþenslu meiri en
ella ef hún er í umtalsverðum mæli
fjármögnuð með erlendu lánsfé til
skamms tíma og ef halli er á við-
skiptum við útlönd. Seðlabankinn
mun á næstunni kanna leiðir til að
draga úr útlánaþenslunni samfara
því sem hann mun brýna árvekni
fýrir innlendum lánastofnunum
bæði varðandi útlán og fjármögnun
þeirra,“ segir í skýrslunni.
■ Viðskiptahalli /38
m J J
Morgunblaðið/Sigurður Fannar
FLUTNINGABÍLLINN hékk útaf brúnni yfir Gljúfurá eftir að hafa runnið til í hálku.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um deiluna um auðlindag;jald
Vonast eftir viðunandi lausn
innan skaplegra tímamarka
ÞORSTEINN Pálsson, sjávarút-
vegsráðherra, segir að hann vonist
til þess að viðunandi lausn finnist á
deilunni um auðlindagjald innan
skaplegra tímamarka. Hann segir
að á sama hátt og og útgerðir eigi
heimtingu á að jafnræðissjónarmiða
sé gætt um gjaldtöku af rétti til nýt-
ingar fiskistofna annars vegar og
nýtingar orkulinda og annarra auð-
linda hins vegar, þá ættu útgerðar-
menn erfitt með að mótmæla sér-
staklega niðurstöðu sem fullt tillit
tæki til slíkra jafnræðissjónarmiða.
Þessi orð lét sjávarútvegsráðherra
falla á aðalfundi Landssambands
smábátaeigenda í gær.
Þorsteinn Pálsson ræddi þar
yeiðistjórnun smábáta og þær við-
^flfæður, sem nú standa yfir um lausn
Erfítt fyrir útgerðina að mótmæla
niðurstöðu sem tæki fullt tillit til
jafnræðissjónarmiða
á vanda báta sem stunda róðra í
svokölluðu dagakerfi. Hann fjallaði
einnig um hugmyndir um auðlinda-
gjald í sjávarútvegi og öðrum grein-
um og sagði:
„Það er að mínu viti afar jákvætt
skref að Alþingi skyldi síðastliðið
vor samþykkja að skipa 9 manna
nefnd til þess að fara vandlega ofan
í það hvemig farið skuli með nýt-
ingu auðlinda í eigu þjóðarinnar. Er
alveg ljóst að allar vel unnar upp-
lýsingar, gögn og tillögur, sem
nefndin getur sett fram, eiga að
geta lagt grunn að viðunandi niður-
stöðu í þessu máli ef allra réttlætis-
og jafnræðissjónarmiða er gætt, til
dæmis varðandi áunnin réttindi og
sambærilega meðhöndlun mismun-
andi náttúruauðlinda í eigu þjóðar-
innar. Ennfremur varðandi áhrif
mismunandi aðferða við gjaldtöku
og upphæðir."
Skattlagning dragi ekki
úr íjárfestingu
„Fáir munu vilja haga skattlagn-
ingu á þann veg að beinlínis dragi
úr fjárfestingu, hagvexti og lífskjör-
um þjóðarinnar. Og á sama hátt og
útgerðir eiga heimtingu á að jafn-
ræðissjónarmiða sé gætt um gjald-
töku af rétti til nýtingar fiskistofna
annars vegar og nýtingar orkulinda
og annarra auðlinda hins vegar, þá
ættu útgerðarmenn erfitt með að
mótmæla sérstaklega niðurstöðu
sem fullt tillit tæki til slíkra jafn-
ræðissjónarmiða. Eg vil því segja
við ykkur, eins og ég hef áður sagt á
öðrum fundum innan sjávarútvegs-
ins nú í haust, að ég leyfi mér að
vona að það hilli undir að viðunandi
lausn geti fundist á þessu máli inn-
an skaplegra tímamarka," sagði
ráðherrann.
■ Verðið á bátum/20
Ferðagleði landans set-
ur strik í reikninginn
Mótefni við
lifrarbólgu
á þrotum
MÓTEFNIÐ gammaglóbúlín, sem
notað er við lifrarbólgu, er á þrotum
hjá héraðslækninum í Reykjavík. Að
sögn Lúðvíks Ólafssonar, héraðs-
læknis í Reykjavík, kemur þetta eklti
að sök þar sem bóluefnið við lifrar-
bólgu er til og gefur bestu vömina.
Að sögn Lúðvíks hefur það gerst
áður að bólu- eða mótefni hafi vant-
að. Helsta ástæðan sé fjölmennar
ferðir til þessara svæða, sem skipu-
lagðar séu með stuttum fyrirvara.
Nú hefðu til dæmis verið ferðir
bæði til Kenýa og Kúbu.
Lúðvík sagði að gammaglóbúlín
væri í pöntun, en ekki væri víst
hvenær það bærist til landsins því
birgðir skorti hjá framleiðanda.
Odd Reitan forstjóri
Reitangruppen
Vill Baug í
alþjóðlegt
innkaupa-
fyrirtæki
ODD Reitan, forstjóri norska
fyrirtækisins Reitangruppen,
sem keypti á dögunum 20%
hlut í Baugi, eignarhaldsfélagi
Hagkaups, Nýkaups og Bón-
uss, segir í viðtali við Morgun-
blaðið í dag að nauðsynlegt sé
fyrir litlar matvælaverslana-
keðjur í Evrópu að taka hönd-
um saman um að stofna alþjóð-
legt innkaupafyrirtæki.
Mikil barátta verði á þessum
markaði í álfunni innan fárra
ára og hann tekur svo djúpt í
árinni að verði ekki af stofnun
slíks fyrirtækds - sem sæi um
innkaup matvæla fyrir um-
ræddar verslanir í hinum
ýmsu löndum - muni stóru
verslanakeðjurnar einfaldlega
gleypa þær litlu.
■ Alþjóðlegt/40
4-