Morgunblaðið - 27.11.1998, Side 2

Morgunblaðið - 27.11.1998, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svanurinn Dolli heilsar og kveður Sigur- jón trésmið þegar hann fer í mat og kaffí Heildarfasteignamat hækkar um 8,3% HEILDARFASTEIGNAMAT í landinu samkvæmt nýiTÍ fasteigna- skrá Fasteignamats ríkisins (FMR) er 1.046,4 milljarðar króna. I fyrra var heildarmatið 966,3 milljarðar króna og hefur það því hækkað um 8,3%. Alagningarstofn fasteignaskatts er 1.170,2 milljarð- ar króna. I fyrra var hann 1.092,3 milljarðar og hefur hann því hækk- að um 7,1%. Matseiningum í landinu fjölgaði um 1,4% milli ára. Matsvirði íbúð- arhúsnæðis í landinu er 685,5 millj- arðar ki\, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Fasteigna- mati ríkisins. Nýtt fasteignamat tekur gildi 1. desember næstkomandi. Almenn hækkun fasteignamats íbúðarhús- næðis og íbúðarlóða, sumarhúsa og sumarhúsalóða er 5,0%. Almenn hækkun fasteignamats atvinnuhúsnæðis og atvinnulóða á höfuðborgarsvæðinu er 7,5% en 5,0% utan höfuðborgarsvæðisins. 15% hækkun á Grundarfirði og Hvolsvelli Fasteignamat bújarða ásamt úti- húsum hækkar um 2,5%. Hlunn- indi hækka um 5%. Ibúðarhúsnæði hækkar á nokkrum stöðum á land- inu umfram hin almennu 5%. Þannig hækkar mat íbúðarhúsa og -lóða á Grundarfírði og Hvolsvelli um 15%. íbúðarhús í sérbýli í Grindavík, Akranesi, Stykkishólmi, Vopnafírði og Þorlákshöfn hækka um 10%. Fjölbýli á ísafirði og Selfossi hækkai- einnig um 10%. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis á Bolungarvík og í Búðahreppi tekur hins vegar engum breytingum. í frétt FMR segir að almennt hækki íbúðarhúsnæði um 4-5% vegna reglna um íyrningar. Fram kemur að á viðmiðunar- tíma matsins, frá nóvember 1997 til nóvember 1998 hafí byggingarvísi- tala hækkað um 2,4%, vísitala neysluverðs um 0,9% og launavísi- tala um 8% frá október 1997 til október í ár. Þá kemur fram að matsverð at- vinnuhúsnæðis á höfuðborgar- svæðinu hafí hækkað um 20,6% frá 1990, á sama tíma og byggingar- vísitala hafi hækkað um 33,4% og vísitala verðtryggingar um 23,4%. „Markaðsverð atvinnuhúsnæðis hefur því enn ekki náð því raun- gildi, sem á því var á árinu 1990,“ segir í frétt Fasteignamats ríkis- ins. Flýgur í burt en labbar heim ÍS selur Camp Hill A að lækka skuldir ICELAND Seafood Corporation, dóttui-fyrirtæki Islenskra sjávaraf- ui-ða hf. í Bandaríkjunum, hefur und- irritað samning um sölu gömlu físk- réttaverksmiðju fyrirtækisins í Camp Hill í Pennsylvaníu. Áætlað er að með sölunni lækki skuldir fyiirtækisins um allt að 250 milljónir króna. Fyrirtækið var rekið með 137 millj- óna króna tapi á fyrri hluta árs og sýnt þykir að ekki hafí tekist að snúa taprekstrinum við á seinni hlutanum. ■ Söluandvirðið/18 „ÉG ER búinn að vera með hann síðan 20. júní í sumar. Þá var þetta bara smáungi að villuráfast hérna við Knarrarósvita og eng- inn fugl sjáanlegur þar nærri af sama kyni,“ sagði Sigurjón Jóns- son, trésmiður á Stokkseyri, í samtali við Morgunblaðið um svaninn sem gert hefur sig heima- kominn hjá honum í sumar og vill ekki fara. Sigurjón sagði að hann hefði sagt við konuna að ef þau skildu ungann eftir yrði hann veiðibjöll- unni eða hrafninum auðveld bráð. Þau hefðu tekið ungann með sér og farið að ala önn fyrir honum og nú væri hann farinn að fljúga. Hann mætti koma þegar hann vildi og fara þegar hann vildi og það gerði hann. Sigurjón sagðist ekki hafa gert mikið til þess að hæna svaninn að sér, en hann vildi vera í kringum þau og elti þau ef þau færu eitt- hvað. „Maður vill Iáta hann vera sem frjálsastan og helst að hann fari. Ég hef fjói uni sinnum farið með hann til þess að reyna að sleppa honum og koma honum til álfta, en hann hefur alltaf elt mig til baka. Ég losna ekkert við hann. Ég færði þetta í tal við Ævar Pet- ersen um daginn og hann hló að mér og sagði að ég sæti uppi með hann í vetur,“ sagði Sigurjón. Hann sagði að svanurinn héldi til í kringum verkstæðið hans. Þar væri nóg pláss. Vatn væri látið renna handa honum því hann þyrfti að baða sig og sulla svolítið. Hann kæmi inn á verkstæðið á morgnana þegar hann opnaði og væri í kringum húsið. Hann flygi síðan eitthvað í kring en væri dá- lítið einkennilegur hvað það varð- aði, að hann flygi burt, en labbaði siðan til baka heim. Afskaplega geðgóður Sigurjón sagði að vissulega myndi fylgja því einhver tóm- leikakennd fyrstu dagana ef svan- urinn færi. Hann væri afskaplega geðgóður, en væri hins vegar ekkert fyrir það að láta taka sig upp og mótmælti því dálítið þó hann biti ekki eða neitt slíkt. „Þetta er mesti sómafugl,“ sagði Sigurjón. Hann sagði aðspurður að fuglinn væri kallaður DoIIi. „Það var nú dálítið vandamál með þetta nafn. Krakkarnir vildu nú hafa sínar skoðanir á því, en ég varð nú að ráða fyrir rest og ég nefndi hann bara Dolla. En svo var nú sagt við mig: ef þetta er dama? Ja, þá er það bara Dollý, það er svo gott að breyta því,“ sagði Sigurjón ennfremur. Hann sagði að þegar hann færi í mat eða kaffi stæði Dolli upp, teygði sig og blakaði vængjunum eins og hann væri að kveðja. „Þetta sér maður álftir gera en hugsar ekkert út í það neitt frek- ar. Svo þegar ég kem aftur úr mat eða kaffi þá heilsar hann mér á sama hátt,“ sagði Siguijón. SVANURINN Dolli gerir sig heimakominn á verkstæði Sigur- jóns og spígsporar þar um á milli þess sem hann flýgur um fyrir utan. Hann er hins vegar ekkert fyrir það að láta taka sig upp, eins og sést á innfelldu mynd- inni, en er þó afar geðgóður. Garðar Cortes hættir sem óperustjóri GARÐAR Coites hefur ákveðið að hætta sem óperustjóri eftir næsta að- alfund Islensku Ópeiunnai', sem haldinn verður á mánudaginn kemur. Hann mun þó gegna starfínu áfram uns nýr maður hefur verið ráðinn. Garðar stóð fyrir stofnun íslensku óperunnar fyrir nítján árum og kveðst hafa heitið þvi þá að sýna fram á að óperustarfsemi ætti að vera varanleg grein á meiði listar- innai' á Islandi. „Nú tel ég að ætlun- arverk mitt hafi sannað sig svo um munar og vil því að leitað verði að nýju og fersku blóði til að taka við.“ Garðai' hefur löngum haft mörg járn í eldinum og hyggst nú freista þess að láta fleiri drauma rætast, auk þess sem hann ætlar að standa vörð um og efla Söngskólann í Reykjavík sem hann stofnaði árið 1973. Átti hann raunar frumkvæðið að stofnun Islensku óperunnar. „Söngskólinn hefur útski'ifað mai'ga af okkar bestu söngvurum, söngkennurum og kór- stjórum og er eini skólinn sinnar teg- undar í heiminum, það er að segja tónlistarskóli sem hefur söng sem að- algrein. Mér finnst því tími til kom- inn að færa út kvíarnar og styrkja ímynd skólans enn frekar." ■ Oður til óperunnar/28 Plötuvefur á mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg LESENDUM mbl.is gefst nú kostur á að skoða þær plötur sem gefnar verða út íyrir þessi jól. Á vefnum má finna 137 plötutitla frá 57 útgefendum og hægt er að leita að plötum eftir titli eða útgefanda. Þá er hægt að skoða plötur eftir flokkum sem finna má til vinstri á upphafssíðu Plötuvefjarins. Vefinn má nálgast með því að smella á hnappinn Plötuvefur innan flokksins Sérvefii' á vinstri hluta síð- unnar. Þá má einnig smella á hnapp með sama nafni sem er til hægri á forsíðunni. Einnig má slá inn slóðina wvyw.mbl.is/plotur Á vefnum er einnig hægt að tengj- ast stærstu plötu- og bókaverslun heimsins á Netinu, Amazon.com, sem býður mikið úrval geisladiska. Morgunblaðið er í samstarfi við fyr- irtækið um sölu á erlendum plötum og bókum á mbl.is. D A G L Wi llf ■t;G T; .... Hlemmur -v ««v Meistaramúkur, Auga v ;* y skuðmúkur og samfélags móðurlaus besefi Lilleström vill fá sextíu milljónir fyrir Rúnar / B4 Ungverjar mæta íslendingum á „happastaðnum“ í HM / B3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.