Morgunblaðið - 27.11.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 27.11.1998, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Öllum þunguðum koinim boðin mótefnamæling Ekki vitað hvernig barnið smitaðist Tveggja ára fangelsi fyrir Qársvik ALNÆMISSMIT sem greinst hefur í barni á leikskólaaldri barst frá móður barnsins, en að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis hjá landlæknisembættinu er ekki vitað hvort barnið smitaðist í móð- urkviði eða í tengslum við fæð- ingu. Hann sagði að öllum þung- uðum konum væri boðin mótefna- mæling hér á landi og það ætti að vera hluti af mæðravernd í dag. Hann vildi ekki ræða þetta ein- staka tilfelli en sagði að aðstæður gætu verið breytilegar og ekki víst að allar konur hafi verið hér í mæðraeftirliti. Haraldur sagði að alnæmisveir- an smitaðist ekki við almenna um- gengni manna á milli en hún geti sem kunnugt er borist með kyn- mökum og blóðblöndun þar sem veiran kemst inn í blóðrás. Þannig sé ekki hætta á smiti við kossa og snertingu, eða með hráka, hori, svita, tárum, uppköstum, hægðum eða þvagi. Alnæmisveiran sé við- kvæm og hún lifi ekki af almennt hreinlæti, t.d. lifi hún það ekki af þegar föt eru þvegin í þvottavél og hún fjölgi sér ekki utan líkamans. „Þar sem þetta er ekki almennt smitandi sjúkdómur í almennri umgengni leggjum við ríka áherslu á að það er engin upplýs- ingaskylda um að þessi eða hinn sé smitaður. Ef við erum að tala um skóla eða dagheimili þá þarf hvorki að upplýsa um að kennari eða starfsmaður sé smitaður, og það þarf ekki að upplýsa um það ef einhver leikskólakrakki eða nemandi í skóla er smitaður. Það er þá á valdi foreldranna eða við- komandi starfsmanns sjálfs ef hann vill gera það, en það er engin skylda til þess vegna þess að smit- hættan er ekki þannig," sagði Haraldur. KARL Gústaf Svíakonungur afhendir Magnúsi Pálssyni verðlaunapeninginn. KARLMAÐUR á sextugsaldri var í gær í Hæstarétti dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik. Var honum gefið að sök að hafa á árunum 1992 til 1994 fengið fjölda aðila til að gangast undir víxil- skuldbindingar og skrifa upp á skuldabréf sem hann fénýtti sér. Þeir sem fyrir urðu voru margir hverjh- eldri konur sem fundu til samúðar með ákærða sem kvaðst eiga í persónulegum erfiðleikum en fullvissaði þær um að þær myndu ekki þurfa að greiða sjálfar af bréf- unum. Segir í dómi Hæstaréttar að brot ákærða hafi verið stórfelld og fjársvikin beinst að mörgum. Hann hefur margoft hlotið dóma fyrir brot á sama ákvæði almennra hegningar- laga. Þá segir að meðferð málsins fyi'ir héraðsdómi hafi dregist langt úr hófi en það var þingfest 7. nóvember 1995. Með dómi Hæstaréttar 27. febrúar 1997, var fyrri héraðsdómur í málinu ómerktur og því vísað heim í hérað. Var það samt ekki tekið fyrir og dæmt að nýju fyrr en í desember sama ár. Eftir áfrýjun þess dóms var málið ekki tilbúið til flutnings af hálfu ákæruvalds fyrr en með grein- argerð þess 28. október 1998. Var þó að sögn Hæstaréttar brýnt tilefni til þess að hraða skjalagerð eftir fóng- um vegna fyrri tafa á meðferð máls- ins. Þessi rekstur málsins fyrii- hér- aðsdómi og eftir áfrýjun þess sé að- finnsluverður. Telur Hæstiréttur óhjákvæmilegt að taka tillit til þessa ákærða í hag við ákvörðun refsingar. Var hann dæmdur til að sæta fang- elsi í tvö ár en frá dregst gæsluvarð- hald sem hann sætti frá 14. október til 25. október 1994. Málið fluttu Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari af hálfu ákæru- valdsins og Hilmar Ingimundarson hi-1. fyrir hönd dæmda. Starfshópur um farsíma í bflum Notkun í akstri verði bönnuð STARFSHÓPUR sem dómsmála- ráðheiTa skipaði leggur til að ákvæði verði sett í umferðarlög um bann við notkun farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar. Jafnframt er lagt til að handfrjáls búnaður far- síma í bifreiðum verði án tolla og vörugjalds. Lagt er til að miðað verði við að a.m.k, sex mánuðir líði frá birtingu laganna þai- til þau taki gildi og að notkun farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar verði refsi- laus í eitt ár frá gildistöku bannsins. I tillögu starfshópsins kemur fram að mikil aukning er á notkun farsíma (GSM og NMT) hér á landi og voru skráðir símar í byijun októ- ber sl. rúmlega 92 þús. Fyrirsjáan- legt sé að þeim muni fjölga enn frek- ar á næstu árum með lækkun af- notagjalda. Bent er á að svo virðist sem ungt fólk noti GSM-síma í auknum mæli og hefur starfshópur- inn áhyggjur af notkun farsíma við akstur þegar ungir ökumenn eiga í hlut. Ljóst er að slysahætta öku- manna á aldrinum 17-20 ára hafi verið mun meiri en annarra aldurs- hópa undanfarin ár og nú bætist þessi áhættuþáttur við. I tillögunum er áhersla lögð á þörf fyrir fræðslu um notkun farsíma við akstur og er verið að vinna bækling á vegum Umferðarráðs og Lands- símans hf. sem fyrirhugað er að dreifa með NMT- og GSM-símreikn- ingum Landssímans hf. Telur starfs- hópurinn að ekki nægi að dreifa bæklingi til að tryggja sem best um- ferðaröryggi og leggur því til að bann verði sett við notkun farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar. Magnús Pálsson hlýtur sænska við- urkenningu MAGNÚS Pálsson myndlistar- maður tók í gær við Prins Eugen verðlaununum sænsku sem veitt eru fyrir framúrskar- andi myndlist hans. Karl Gústaf, konungur Svíþjóðar, afhenti Magnúsi verðlaunin. Verðlaunin eru kennd við Prins Eugen sem lést fyrir rúmri hálfri öld en hann var einn fremsti landslagsmálari Svía og málverkasafnari. Magnús Pálsson stundaði list- nám árin 1949 til 1956 við lista- skóla í Birmingham, Reykjavík og Vín. Hann hefur lagt stund á fjölbreytta myndlistariðkun, gert sviðsmyndir fyrir leikhús, skúlptúra, framið gjörninga, hljóðverk, unnið leikverk, verk á myndböndum og bókum. Magnús tók nýverið þátt í sam- sýningunni -30/60+, samsýn- ingu tveggja kynslóða, á Kjar- valsstöðum. Málþing hjúkrunarforstjóra fjallaði um mikinii skort á hjúkrunarfræðingum 286 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa í dag SAMKVÆMT könnun sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarforstjórar á sjúkrahúsum hafa gert vantar í dag hjúkrunar- fræðinga í 286 stöðugildi. Steinunn Sigurðardótt- ir, hjúkrunarforstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, segir afar mikilvægt að gerðar verði ráðstafanir til að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Steinunn er formaður í nefnd sem Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarforstjór- ar stofnuðu í þeim tilgangi að kanna ástæður skorts á hjúkrunarfræðingum og leiðir til úrbóta. Steinunn kynnti starf nefndarinnar á málþingi hjúkrunarforstjóra í gær, en nefndin stefnir að því að Ijúka störfum íýrir áramót. Steinunn sagði að samkvæmt könnuninni væri þörf fyrir 14% fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa. Árið 1992 hefði sambærileg könnun leitt í ljós 18% skort á hjúkrunarfræðingum og 1984 hefði skort- urinn verið 14,3%. Hún sagði að mestur skortur væri á öldrunardeildum, en þar væri þörf fyrir 25% fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa. I heilsu- gæslunni vantaði 6,6% fleiri hjúkrunarfræðinga og væri skorturinn næstum allur hjá heilsugæslu- stöðvum á landsbyggðinni. Á sjúkrahúsum vant- aði 14,1% fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa. Steinunn sagði að það vantaði í dag hjúkrunar- fræðinga í 286 stöðugildi. Hún sagði að í könnun- inni hefðu hjúkrunarforstjórar verið spurðir hvað þeir sæju fram á mikla vöntun á hjúkrunarfræð- ingum í framtíðinni. Niðurstaðan væri sú að þá hækkaði talan upp í 750. Hún lagði áherslu á að þetta væri mat hjúkrunarforstjóranna á þörfinni, en það þýddi ekki að íyrirsjáanlegt væri að heil- brigðisstofnunum yrði tryggt fjármagn til að fjölga stöðugildum svo mikið í náinni framtíð. Atvinnuþátttaka hjúkrunarfræðinga er 85% Steinunn sagði að könnun sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefði gert leiddi í ljós að at- vinnuþátttaka útskrifaðra hjúkrunarfræðinga væri 85%, sem væri mjög hátt hlutfall. Einungis 390 útskrifaðir hjúkrunarfræðingar störfuðu ekki við hjúkrun. Hún sagði einnig að könnunin hefði leitt í ljós að það væri rangt sem oft væri haldið fram, að mjög margir hjúkrunarfræðingar væru í hlutastörfum. 75% hjúkrunarfræðinga væru í 70- 100% starfi. Steinunn sagði að í dag væru starfandi 1.049 hjúkrunarfræðingar sem fæddir væru á tímabil- inu 1951-1960, en einungis um 690 hjúkrunar- fræðingar væru starfandi sem fæddir væru 1961- 1970. Hún sagði ljóst að útskrifa þyrfti fleiri hjúkrunarfræðinga ef takast ætti að mæta þörf- inni fyrir hjúkrunarfræðinga. Bæta þyrfti aðbún- að hjúkrunarfræðinga og sömuleiðis möguleika þeirra til endurmenntunar, en þar hefði verið skorið niður á liðnum árum. Hækka þyrfti laun hjúkrunarfræðinga. Dagvistunarmál væru mikið vandamál og ættu sinn þátt í hjúkrunarfræðinga- skortinum. Óttast verkefnaflutning frá hjúkrunarfræðingum Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá landlækni, sagði afar mikilvægt fyrir hjúkiun- arfræðingastéttina að hún reyndi að leggja sitt lóð á vogarskálina til að leysa þetta vandamál. Ef það tækist ekki sagði hún hættu á að lagðar yrðu fram tillögur um að færa verkefni frá hjúki-unarfræð- ingum til annarra heilbrigðisstétta eða mennta aðra hópa til að taka við einhverju af verkefnum sem hjúkrunarfræðingar önnuðust í dag. Stein- unn sagðist einnig hafa heyrt marga tala um þetta sem lausn. Nefnd hjúkrunarfræðinga og hjúkrun- ai-forstjóra myndi hins vegar ekki leggja þetta til.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.