Morgunblaðið - 27.11.1998, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
KAÐALLINN úr kirkjuklukk-
unni er horfinn og rafaflið hef-
ur tekið við.
Akur ey r arkir kj a
Kirkju-
klukkurnar
tengdar
rafafli
KLUKKAN sem hljómað hefur frá
Akureyrarkirkju knúin handafli hef-
ur nú verið tengd rafafli. Ákveðið
var síðasta sumar að rafvæða klukk-
una og tengja klukknaspil kirkjunn-
ar tölvu sem sett var upp en verkinu
lauk fyrr í haust.
Akureyrarkirkja, sem vígð var 17.
nóvember árið 1940, er táknræn fyr-
ir Akureyri, en húsameistari var
Guðjón Samúelsson. Frá upphafi átti
kirkjan sér klukku, sennilega þá
stærstu á þeim tíma hérlendis eða
um 800 kíló. Hún var steypt hjá John
Taylor, Bellfounders í Bretlandi, og
þykir enn ráðgáta hvernig náðist að
steypa slíka klukku á þeim tíma, en
allur góðmálmur var þá notaður til
hergagnaframleiðslu.
Stef sem tákna mannsævina
Stundaklukkan sem blash- við
Akureyringum er sænsk, en hana gaf
Kristján Halldórsson úrsmíðameist-
ari árið 1948 í minningu konu sinnar,
Friðbjargar Vigfúsdóttur. Gangverk-
ið var barn þess tíma, drifið lóði sem
seig ákveðna vegalengd og var þá
dregið upp af rafmótor. Fjórar klukk-
ur fylgdu klukkunni og léku fjögurra
nótna stef sem Björgvin Guðmunds-
son tónskáld samdi, en stefin tákna
mannsævina. A fyrsta fjórðungi slær
hún fjórai' nótur, sem tákna uppvöxt-
inn, á hálfa tímanum slær hún átta
nótur, sem tákna ungþroskaskeið, á
þriðja stundarfjórðungi eru slegnar
tólf nótur, sem tákna manndómsárin,
og á heila tímanum kemui’ allt lagið,
sextán nótur sem tákna hnignun eða
elli. Við athugun á lóðaklukkunni kom
í ljós að nákvæmni hennar var orðin
léleg og því ákveðið að gefa henni
hvíld, en láta tölvu sjá um fram-
kvæmdir. Hamrar sem lágu utan á
henni voru fjarlægðir og segulhamrar
settir í klukkurnar innanverðar, í
skjóli veðurs. Gamla lóðaklukkan
stendur enn á sínum stað.
Komi til rafmagnstruflunar og drif-
ið falli út sér tölvan um að leiðrétta
tímann um leið og rafmagn kemst á
að nýju. Til stendur að setja upp mót-
takara fyrir tímamerki frá Bretlandi
sem leiðréttir klukkuna stöðugt.
Nýju tækin, tölvan, veltimótorinn,
hamrarnir í klukkuspilið og líkhring-
ingarhamarinn, eru belgísk, en Ás-
geir Long vélfræðingur og umboðs-
maður hér á landi var ráðgefandi um
búnaðinn.
Kirkjustarf
LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju-
skóli verður í Grenivíkurkh’kju kl.
13.30 á morgun, laugardaginn 28.
nóvember. Kirkjuskóli verður í Sval-
barðskirkju kl. 11 á laugardag.
Messa verður í Svalbarðskirkju kl. 14
á sunnudag, 1. sunnudag í aðventu.
Fermingarfræðsla í kirkjunni kl. 11 á
sunnudag. Kyrrðar- og bænastund í
kirkjunni kl. 21 um kvöldið.
Kaupfélag Eyfírðinga hættir aðild að rekstri Minjasafnsins á Akureyri
Ráðist í breyt-
ingar á tveimur
sýningarsölum
Morgunblaðið/Kristj án
STARFSFÓLK á Minjasafninu hefur unnið við að endurskrá og ljós-
mynda muni safnsins um leið og þeir hafa verið settir niður. Á mynd-
inni er Katrín Ríkarðsddttir safnvörður við vinnu sína.
RÁÐIST verður í umfangsmiklar
breytingar á tveimur sýningarsöl-
um í norðurálmu Minjasafnsins á
Akureyri á næstu tveimur árum. Þá
stefnir í að nokkur breyting verði á
eignaraðild Minjasafnins um næstu
áramót. Safnið er í eigu Akureyrar-
bæjar, Héraðsnefndar Eyjafjarðar
og Kaupfélags Eyfirðina en að sögn
Guðrúnar Kristinsdóttur safnstjóra
mun KEA draga sig út úr rekstrin-
um.
„I kjölfarið verður safnið rekið á
héraðsgrunni og það lítur út fyiii’ að
öll sveitarfélög í Eyjafirði verði aðil-
ar að safninu frá næstu áramótum.
Dalvík og Ólafsfjörður hafa ekki
verið aðilar að safninu en það
standa yfir viðræður um að sveitar-
félögin tvö komi einnig að rekstrin-
um,“ sagði Guðrún.
Tvö tilboð bárust í breytingar á
sýningarsölunum en tilboð voru
opnuð í vikunni. MP-verktak ehf. í
Kópavogi bauð um 5,8 milljónir
króna í verkið en Tréborg hf. á
Akureyri bauðst til að vinna verkið
fyrir um 7,9 milljónir króna. Kostn-
aðaráætlun verkkaupa hljóðaði upp
á um 6,1 milljón króna.
Sýningarsalirnir sem um ræðir
eru samtals um 300 fermetrar að
stærð á tveimur hæðum. I verkinu
felst m.a. smíði og uppsetning hand-
riða, frágangm’ á loftum og gólfum,
endurnýjun glers, málun og fleira.
Þá verður að sögn Guðrúnar sett
upp ný lýsing, bæði grunnlýsing og
sýningalýsing.
Framkvæmdum skipt á tvö ár
„Hluti verksins lýtur jafnframt
að því að ljúka við framkvæmdir
sem ekki var hægt að ljúka þegar
húsið var byggt fyrir 20 árum.
Einnig erum við að gera þær örygg-
isráðstafanir sem safngripir krefj-
ast, t.d. með því að setja gler með
sérstökum öryggisfilmum. Þá erum
við að mæta öryggiskröfum með því
að skipta um handrið milli hæða.“
Framkvæmdum er skipt á tvö ár
og skal efri hæðin í húsinu verða til-
búin 15. mars á næsta ári og neðri
hæðin 1. mars árið 2000. Þá verða
sýningar opnaðar um leið og salirn-
ir verða tilbúnir, þ.e. í tveimur
áföngum.
Minjasafnið hefur verið lokað frá
síðustu áramótum og er nánast búið
að taka niður allar gömlu sýningam-
ar. Guðrún sagði þetta hafa verið
óhjákvæmilegt vegna þeirra fram-
kvæmda sem framundan eru. Hún
sagði að um leið og safngi-ipirnh’ voru
teknir niðui’ og setth- í kassa, hafi
jafnframt verið ráðist í að endurskrá
og ljósmynda gripina og gera við þá
gripi sem voru famir að láta á sjá.
Bætt aðstaða fyrir skólabörn
„Við opnum aftur næsta sumar
og munum þá reyna að vekja góða
athygli á safninum, m.a. með því að
bjóða upp á ýmsa viðburði í tengsl-
um við sýninguna. Við gerum ráð
fyrir því að bæta aðstöðu til að taka
á móti skólabörnum með nýju sýn-
ingunum og ætlum um leið að reyna
að fá fleiri skólabörn í heimsókn."
Guðrún sagði að sýningarnar
yrðu hugsaðar sem yfirlitssýningar
um sögu héraðsins og eiga að
standa í einhvern árafjölda. Inn í
sýningarnar verða tekin kristni-
tökuafmæli og aldamót. Þá stendur
til að rekja sögu Akureyrar í gegn-
um aldamót, þ.e. 1700,1800,1900 og
2000 og er sýning sem kemur til
með að standa áfram.
J ólasvein-
um færðar
gjafír
HALLDÓRA Gunnarsdóttir, 8
ára nemandi í Lundarskóia á
Akureyri, brá sér í heimsókn í
jólaþorpið Norðurpólinn í gær-
dag en þar hitti hún fyrir jóla-
sveinana Gáttaþef og Giljagaur.
Venjan er sú að jólasveinar
gauka ýmsu smálegu að börnun-
um en í þetta sinn snerist hlut-
verkið við því Halldóra kom
færandi hendi. Bræðurnir rauð-
klæddu fengu fallega mynd sem
Halldóra hafði litað handa þeim
og einnig dót sem hún smíðaði í
skólanum. Og ekki er það búið,
því Haildóra kom einnig með
sögu sem hún hafði samið og
sett upp í tölvu. Sveinarnir voni
að vonum himinlifandi yfír
heimsókninni.
Heilsug'æslunm verði
lokið
ÞRJÁR af fjórum hæðum Heilsu-
gæslustöðvarinnar á Akureyri hafa
ekki verið innréttaðar, en nú hillir
loks undh’ að ráðist verði í verkefnið
og stefnt að því að ljúka því árið
2000. Gert er ráð fyrir að kostnaður
nemi um 80 milljónum króna. Farið
hefur verið fram á af hálfu heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytisins
að samstarfsnefnd um opinberar
framkvæmdir heimili að gerður
verði samningur við Akureyrai’bæ
um að ljúka innréttingu Heilsu-
gæslustöðvarinnar á Akureyri á
næstu fjórum árum.
Fjallað hefur verið um málið í
samstarfsnefndinni og er að hennar
mati skynsamlegt að ljúka þessu
verki, en þó leggur nefndin til að því
vei’ði lokið á árinu 2000 og farið verði
fram á við Akureyrarbæ að bærinn
a fjórum
flýti fjármagni verkið til að það sé
hægt.
Bæjarráð Akureyrar fjallaði um
þetta erindi á fundi í vikunni og
fagnaði mjög áhuga ríkisins á því að
flýta framkvæmdum við heilsu-
gæslustöðina. Lagði bæjarráð til að
verkið verði boðið út miðað við verk-
lok ái’ið 2000 og greiðslur til fram-
kvæmdaaðila fari fram samkvæmt
fjárveitingum ríkis og bæjar.
Biðin hefur kostað peninga
Guðmundur Sigvaldason, fram-
kvæmdastjóri Heilsugæslustöðvar-
innar á Akureyri, sagði að þessa
hefði lengi verið beðið og því væri
hann afskaplega ánægður með að
framkvæmdir við þetta verkefni
væru í sjónmáli.
Heilsugæslustöðin á Akureyi’i er til
árum
húsa á fjórum hæðum í svonefndu
Amarohúsi við göngugötuna í Hafn-
arstræti, en ríkið keypti hæðimar í
árslok 1993, þ.e. þriðju til sjöttu hæð
hússins. Fljótlega var hafist handa
við innréttingu efstu hæðarinnar og
verkinu lokið árið 1995, en síðan hef-
ur ekkert verið gert. Sagði Guðmund-
ur að fyrir hefðu legið áætlanh’ um að
halda verkinu áfram, en þær ekki
gengið efth’. „Þetta hefur valdið okk-
ur verulegum erfiðleikum í rekstri og
komið niðui’ á starfseminni. Við höf-
um þurft að búa við bráðabirgðafyrir-
komulag hér og þar í húsinu auk þess
sem það er að hluta til óupphitað og
ljóslítið. Það liggur nánast undir
skemmdum af þeim sökum. Þessi bið
hefur kostað peninga, það getur verið
dýrt að búa við bráðbirgðalausnir,“
sagði Guðmundur.
Útg'áfutón-
leikar
Tjarnar-
kvartettsins
Morgunblaðið/Kristj án
TJARNARKVARTETTINN held-
ur útgáfutónleika í Samkomuhúsinu
á Akureyri föstudagskvöldið 27.
nóvember og hefjast þeir kl. 21.
Tjarnarkvartettinn sendi nýlega
frá sér hljómdisk sem nefnist „I
fíflúlpum" og hefur hann að geyma
20 íslensk sönglög og dægurlög,
ýmist ný af nálinni eða þekkt lög í
nýstárlegum útsetningum.
Um síðustu helgi hélt kvartett-
inni útgáfutónleika fyrir fullu húsi í
Tjarnarbíói í Reykjavík við einróma
lof gagnrýnenda en leikurinn verð-
ur nú endurtekinn norðan heiða,
fyi’st í Samkomuhúsinu á Akureyri
sem fyrr segir og loks á heimaslóð í
Dalvíkurkirkju á sunnudag, 29. nóv-
ember, kl. 14.
Forsala er í Samkomuhúsinu en
aðgangseyrir er 1.000 krónur fyrir
fullorðna og 500 ki’ónur fyrir náms-
menn.