Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 37
Agatha
Christie
Nýjar bækur
• SMALI sonur Pílu er eftir Kim
Lewis í þýðingu Atla Magndssonar.
Þegar fjárhundurinn Píla eignast
hvolpa segir bóndinn börnunum að
þau megi halda einum þeirra því
hann vanti hund í viðbót til þess að
hálpa til við féð. En hvem þeirra
eiga börnin að velja? Þeir eru allir
svo fallegir. En bara einn þeirra er
eins og Píla!
Bókina prýða fjölmargar stórar
litmyndir og textinn er einfaldur á
stóru letri.
Utgefandi er Skjaldborg. Bókin er
28 bls. Umbrot og frágangur:
Skjaldborg. Bókin er prentuð í
Singapúr. Verð: 1.550 kr.
FEIGÐARFÖR er eftir Agöthu
Christie í þýðingu Ragnars Jónas-
sonar.
I kynningu segir: „Ferðalangur
finnst látinn í
hinni fornu borg
Petra í Landinu
helga og margt
bendir til þess að
um morð hafi
verið að ræða.
Sem betur fer er
leynilögreglu-
maðurinn
Hercule Poirot á
ferð á sömu slóð-
um og lofar að
leysa málið innan sólarhrings!"
Utgefandi er Skjaldborg. Umbrot
og frágangur: Skjaldborg. Bókin er
prentuð í Singapúr. Verð: 2.990 kr.
• ÞEGAR dýrin lifðu frjáls er eftir
Stefan Casta og Staffan Ullström í
þýðingu Atla Magnússonar.
Þegar dýián lifðu frjáls rekur hina
ótrúlegu en sönnu sögu dýranna
sem við þekkjum best. Hér segir frá
því hvers konar dýr þau voru og
hverjir lifnaðarhættir þeirra voru,
áður en þau urðu bestu vinir manns-
ins.
Bókin er prýdd fjölda litmynda af
dýrum og sýnir bæði hvemig þau
litu upphaflega út og hvernig þau
hafa þróast.
Utgefandi er Skjaldborg. Bókin er
72 bls. í stóru broti. Bókin erprent-
uð í Singapúr. Verð: 1.480 kr.
• SVIPIR fortíðar er eftir Danielle
Steel í þýðingu Skdla Jenssonar.
I kynningu segir: Karl Waterston
býr með eiginkonu sinni í London.
Leiðir þeiira skilja og heimur Karls
hrynur til grunna. Fyrir tilviljun
leigir hann gamla smáhöll og kynn-
ist þar sögu ungrar konu sem þar
bjó fyrir tveimur öldum. Hann
kemst í dagbækur hennar.
Utgefandi er Setberg. Bókin er
208 bls. Verð 2.480 kr.
• SÍGILDU ævintýrabækurnar
em í þýðingu Stefáns Jdhussonar.
Þetta eru sjö litprentaðar ævin-
týrabækur, eitt ævintýri í hverri
bók, sígild ævintýri og sögur. Ævin-
týrin eru: Galdrakarlinn í Oz, Gúlli-
ver í Putalandi, Mjallhvít og dverg-
arnir sjö, Pétur Pan, Rauðhetta,
Yndisfríð og ófreskjan og Þyi-nirós.
Útgefandi er Setberg. Verð 350
kr. hver bók.
• ÆVINTÝRI barnanna er eftir
ýmsa höfunda íþýðingu Þóris S.
Guðbergssonar.
Þetta er ný útgáfa bókarinnar. í
henni era sígild ævintýri, s.s. Litla
gula hænan, Ungi litli, Töfrasprot-
inn og Óskimar þrjár og tuttugu
aðrai’ sögur og ævintýri. Bókin er
litprentuð og ríkulega myndskreytt.
Útgefandi er Setberg. Bókin er
120 bls. Verð: 1.368 kr.
• FLASSI gæsasteggur - Bangsi
litli leitar að vinnu eru tvær bækur
íþekktum bókaflokki. Þýðandi er
Stefán Júlíusson.
Útgefandi er Setberg. Bókin er
32 bls. Verð: 550 kr. hvor bók.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
ATRIÐI dr leikritinu Flugur hjá LA-GÓ í Grindavík.
Enn er leikið í
hraðfrystihúsinu
Grindavík. Morgunblaðið.
LEIKFÉLAGIÐ LA-GÓ sýnir
þessa dagana Flugur eftir Berg Þór
Ingólfsson og er hér um frumraun
höfundar sem leikskáld að ræða.
Sýningin fer fram í húsnæði félags-
skaparins Laufanna og spaðanna,
sem er heitið á félagsmiðstöðinni
fyrir 16 ára og eldri í Grindavík.
Þetta er nánast sami hópurinn sem
stóð svo eftirminnilega að leiksýn-
ingunni Allt í plasti síðastliðið vor.
Ljóst er að Bergur Þór Ingólfsson,
leikstjóri, hefur á ný náð að virkja
hér mikinn og góðan hóp leikara og
aðstoðarmanna. Um kveikjuna að
leikritinu sagði Bergur: „Þetta er
eiginlega söngleikur án söngva, ég
byrjaði að semja fyrir rúmum
þremur áram, samdi þá dægurlög,
fléttaði atburði við og þannig varð
söguþráðurinn til. Að þessu sinni
era lögin ekki með, en annars er
söguþráðurinn eitthvað á þessa leið:
Oddur Ófeigs fer til geðlæknis til að
fá lyf fyrir vin sinn sem er geðklofa,
en afleysingageðlæknir neitar eðli-
lega að láta annan en viðkomandi fá
lyfin. Þetta verður til þess að geð-
lækninum er rænt og farið með
hann í partí. I þeirri samkomu kem-
ur ýmislegt í ljós og jafnvel fortíðar-
draugar birtast.“
I leikskrá sýningarinnar stendur:
„Að mörgu er að huga; búningar,
lýsing, hljóð, leikmunir, áhorfenda-
bekkir, leikstjórn, o.fl. o.fl. Til að
allt gangi upp þarf samheldinn hóp.
MARAÞON
fjölvítamín
maraþon- m
v^*mín og stc«ncf°'
■'NDOXUNAREFNI «4
Vítamín og steinefni fyrir
íþrótta- og athafnafólk
Við slíkt samstarf myndast vinskap-
ur, gleði og ánægja einstaklinga
sem að því standa - því tel ég að hér
séu margar Flugur slegnar í einu
höggi.“
Það er ljóst að þessi orð lýsa
þessum stað og þessum hópi betur
en önnur orð, en sjón er sögu ríkari
og nú er að skella sér á sýninguna.
Tónlistarhátíð Musica Antiqua
Cornett og sembal
í aðalhlutverki
ÞRIÐJU og síðustu tónleikar Norð-
urljósa, Tónlistarhátíðar Musica Ant-
iqua, verða í Langholtskirkju á
morgun, laugardag kl. 17.
Flytjendur era franski cornetto-
leikarinn William Dongois ásamt
þýska semballeikaranum Carsten
Lohff. A efnisskránni er aðallega
ítölsk endurreisnar- og snemm-
barokktónlist, m.a. eftir Bassano,
Dalla Casa, Rognoni og Bovicelli,
sem samin er við stef eftir Lasso,
Willaert, da Rore og Palestrina, en
einnig verk eftir Attaignant, Fontana
og Frescobaldi.
William Dongois, fyrrverandi
trompetleikari, sneri sér alfarið að
því að leika á cornetto og tónlist
tengda því og lauk námi við Scola
Cantoram í Basel á þetta hljóðfæri
árið 1992. Hann leikur reglulega með
þekktum hópum og hljómsveitum á
sviði eldri tónlistar, m.a. Hesperion
XX, undir stjórn Jordi Savall og The
Amsterdam Baroque Orchestra, und-
ir stjóm Ton Koopman.
Carsten Lohff er frá Hamborg, en
þar hóf hann upphaflega nám á
sembal. Síðan lá leiðin til frekara
náms hjá þekktum semballeikuram
eins og Johann Sonnleitner í Zúrich,
Bob van Asperen í den Haag og
Gustav Lwonhardt í Amsterdam.
Hann kennir semballeik í Hamborg
og Niirnberg og leikur reglulega á
tónleikum og inn á geislaplötur með
þekktum tónlistarmönnum á sviði
eldri tónlistar og með hópum eins og
Récréation Musicales og Cantus
Cölln.
Þrír listamenn með vinnu-
stofusýningu í Hafnarfirði
GESTUR Þorgrímsson, Sigrún
Guðjónsdóttir (Rúna) og Guðný
Magnúsdóttir stilla saman verkum
sínum í vinnustofunni á Austurgötu
17, Hafnarfirði, á morgun laugar-
dag, kl. 15.
A sýningunni verða nýleg verk
listamannanna sem unnin era á
þessu ári. Verk Gests eru unnin í
stein, stál, kopar og tré. Rúna málar
myndir sínar á steinleirflísar og jap-
anskan pappír og Guðný vinnur
myndverk sín í brenndan leir.
Sýningin er opin daglega írá kl.
14-17 til 13. desember.
NOKKUR leirkera Magndsar Þorgrímssonar sem sýnd
verða í Stöðlakoti.
Leikur við
eld“ í
Stöðlakoti
MAGNUS Þorgrímsson, leirlistar-
maður, opnar sýningu á eld- og
reykbrenndum leirkerum í Stöðla-
koti við Bókhlöðustíg, á morgun,
laugardag kl. 15.
Yfirskrift sýningarinnar er Leik-
ur við eld og vísar í samspil lista-
mannsins við eldinn við vinnslu
verkanna. Magnds lauk námi frá
Myndlista- og handiðaskólanum
1992 og er þetta fimmta einkasýn-
ing hans. Sýningunni lýkur sunnu-
daginn 13. desember og er opin
daglega frá kl. 14-18.