Morgunblaðið - 27.11.1998, Side 43

Morgunblaðið - 27.11.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 43 AÐSENDAR GREINAR 'j j Búseta, kjördæmi og kosningar ÞEGAR forsætisráðherra mælti fyi-ir tillögum að nýjum kosninga- lögum á dögunum sagði hann að í þjóðfélaginu „ríkti ekki lengur sú sátt, sem vera þarf um kosninga- kerfið til að við það megi una vegna þeirrar búsetuþróunar sem verið hefur undanfarin ár“. Breytingar á kosningalögum og kjördæmaskip- an bæta hins vegar ekki búsetu- þróun því að „þessar tillögur leiða óhjákvæmilega til þess að þingsæti færast frá landsbyggðinni til þétt- býlisins á suðvesturhorni lands- ins“, eins og forsætisráðherra sagði á Alþingi. Með nýjum kosningalögum er því enn verið að færa vald af lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðis- ins, enda segir í skýrslu kjördæma- nefndar að markmið breytinganna sé að gera kosningakerfíð einfalt, draga úr misvægi milli kjördæma, hafa þingsætafjölda kjördæma sem jafnastan, tryggja að þingsæti flokka séu í réttu hlutfalli við kjós- endatölu og halda sama þing- mannafjölda á Aiþingi. Ekkert er á það minnst að sporna eigi við óheppilegri búsetuþróun. Þó segir nefndin að einhver rök geti verið fyrir því að misvægi sé fyrir hendi, s.s. stærð kjördæma og fjarlægð frá höfuðstöðvum ríkisins, en slíka mismunun megi vega upp með ýmsum aðferðum, án þess að nefndin bendi á hvaða aðferðir það séu. Stjórnlagaþing Einhugur formanna stjórnmála- flokka vekur þá spurningu hvort rétt sé að þingmenn eigi að setja reglur sem Alþingi er gert að fara eftir og hvort ekki væri eðlilegra að stjórnlagaþing setti þjóðinni stjóm- arskrá og þar með lög um kosning- ar og kjördæmaskipan. Væri það meira í samræmi við hugmyndir samtímans um valddreifingu og virkt lýðræði. Þótt mikil vinna hafí verið unnin á vegum kjördæma- nefndar eru tillögur hennar ófrum- legar og miða einkum að því að tryggja samkomulag stjómmála- flokkanna. Hefur tölfræði og reiknilist ráðið ferðinni en gamalli skiptingu landsins í sveith-, hérað og fjórðunga verið varpað fyrir róða. Ekkert er fjallað um grand- vallarþætti lýðræðis eða reynt að gera sér grein íyrir samhengi kosn- ingalaga og annarra lýðræðislegra réttinda eða búsetuþróunar. Víða era hugmyndir að breytast um lýðræði vegna aukinnar al- mennrar menntunar og stórauk- innar sérmenntunar, greiðari sam- skipta einstaklinga og þjóða, meiri valddreifíngar og minni afskipta stjórnvalda af málum almennings en einnig vegna minni áhuga al- mennings á stjórnmálum, minni þátttöku í stai'fí stjórnmálaflokka og minni kosningaþátttöku að ekki sé talað um þá umræðu sem fram fer um aukin áhrif peninga á stjómmálastarf. Mótsögn Mótsögn felst í því að auka vægi atkvæða á suðvesturhominu og þeim veruleika sem við blasir í bú- setuþróun á landinu. Mótsögnin felst í því að þar sem vægi atkvæða er mest er fólksflóttinn mestur, en í þeim byggðarlögum þar sem vægi atkvæða er minnst er fólksfjölgun mest. Það er því eitthvað annað en vægi atkvæða sem ræður búsetu manna og veldur búseturöskun undanfarinna áratuga. Höfuðborg allra landsmanna Sem dæmi um misrétti gildandi laga er réttilega á það bent að vægi atkvæða á Vestfjörðum sé margfalt á við vægi atkvæða í Reykjavík og á Reykjanesi. Þrátt fyrir margfalt atkvæðavægi á Vestfjörðum liggur þar við landauðn meðan mannfjölg- Aukin menntun, segir Tryggvi Gíslason, gerir okkur kleift að takast á við vanda á annan hátt en áður. un hefur aldrei verið meiri á Reykjavíkursvæðinu. I skýrslu kjördæmanefndar er á það minnst að Reykjavík njóti góðs af því að þar séu höfuðstöðvar í-íkisins. Ára- tugum saman hefur markvisst ver- ið unnið að því að setja allar stjóm- sýslustofnanir ríkisins niður í Reykjavík og hefur ekkert þótt at- hugavert við það. Því eru í Reykja- vík allir aðalbankar landsins, AJ- þingi, stjórnarráð, Landspítali, Há- skóli íslands og rannsóknarstofn- anir hans, Kennaraháskóli íslands og Landssíminn, svo eitthvað sé talið. Reykjavíkurhöfn er aðalinn- flutningshöfn landsins með þær miklu tekjur og vald sem fylgir. Þarf enginn að vera lengi í hinni fógra Reykjavík til þess að sjá hvar völdin og pening- arnii' era. Fjölmennasta höfuðborg heimsins Búsetuþróun hér er í flestu ólík því sem er í öðram löndum, þótt sums staðar hafi gætt svipaðrar tilhneiging- ar. Reykjavík er löngu orðin fjölmennasta höfuðborg í heimi mið- að við hlutfall af íbúa- tölu landanna. A höf- uðborgarsvæðinu, austan frá Þjórsá að Hvítá í Borgarfirði, búa liðlega 200 þúsund manns eða um 75% landsmanna. Væri Kaupmannahöfn hlutfallslega jafnstór byggju þar fjórar milljónir manna í stað hálfrar annarrar milljónar og ef sama væri uppi á teningnum í Frakklandi ættu íbúar Parísar að vera 45 milljónir í stað 12 milljóna sem búa innan klukku- tíma aksturs frá Champs Elysées. A næsta aldarfjórðungi fara heilar byggðir í eyði og eftir mannsaldur búa 90% landsmanna á svæðinu frá Þjórsá að Hvítá í Borgarfirði á lið- lega 10% landsins, en liðlega 30 þúsund manns annars staðar. Þá koma 25 íbúar á hvem km2 á svæð- inu frá Þjórsá að Hvítá í Borgar- fírði en aðeins 0,35 íbúar á hvern km2 utan þess. Möguleikar stjórnvalda F orsætisráðheira hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stefnu í byggðamálum. Er það góðra gjalda vert. Bæjarstjóri Sel- tjamamess hefur bent á að efla þurfi byggðakjarna úti um land. Vitna tillögur hans um skilning og víðsýni, enda hefur hann setið lengur en aðrir sveitarstjórnar- menn á Islandi. Lítið hefur hins vegar heyrst frá okkur lands- byggðarmönnum annað en að virkja fallvötn og reisa álbræðslur. Er það talandi tákn um ráðaleysi og uppgjöf okkar sem á landsbyggðinni bú- um. Spurningin er hins vegar hvort stjómvöld geti haft áhrif á byggðaþróun eða hvort búsetuþróun á Islandi er náttúra- lögmál sem enginn fær við ráðið. Byggðastofnun tel- ur byggðaþróun síð- ustu áratuga óæski- lega og kostnaðar- sama fyrir samfélagið. Fjárfestingar nýtist illa og nýting náttúra- auðlinda verði dýrari eða jafnvel óhugsandi ef byggð þjappist saman á suðvest- urhorninu. Hefur stofnunin bent á ýmsar leiðir, s.s. uppbyggingu menntakerfís sem taki tillit til bú- setu, fjárhagsstuðning við lítil fyr- irtæki í fámennum byggðarlögum til þess að afla tækniþekkingar og vinna að markaðssetningu og vöra- þróun og að skipuleggja þurfi opin- bera þjónustu þannig að allir landsmenn geti notið hennar, auk þess sem bættar samgöngur stuðli að því að stækka atvinnu- og þjón- ustusvæði á landsbyggðinni. Ekk- ert af þessu hefur þó tilætluð áhrif, ef við sem búum á landsbyggðinni höfum ekki trú á byggðarlögum okkar. Þróun efnahagsmála undanfarin ár, aukið frelsi í viðskiptum og síð- ast en ekki síst aukin menntun ger- ir okkur kleift að takast á við vand- ann á annan hátt en áður. Verður fróðlegt að fylgjast með hvort þingmenn og ráðhemar koma auga á tengsl byggðaröskunar og ofur- valds höfuðborgarsvæðisins. Nýjar tillögur fonnanna stjómmálaflokk- anna um breytta kjördæmaskipan verða ekki til þess að leysa vanda landsbyggðarinnar, þótt þingsá- lyktun forsætisráðherra kunni að gera það. Höfundur er skólameistari MA. Tryggvi Gíslason Virkjum Austfírðinga - verndum hálendið í TILEFNI af auk- inni umræðu um mál- efni hálendis íslands munu fjölmargir lista- og fræðimenn syngja g óð til landsins í Há- ; skólabíói á morgun kl. | 14.00. Þar tekst þeim * vonandi að velq'a jþjóð- ina til umhugsunar um hálendið en ekki síður um önnur mál sem því tengjast. í umræðunni hér sunnan heiða hef- ur þáttur austfirskrar byggðar orðið töluvert útundan að mínu mati | og Sigmar B. Hauks- j son, formaður Skot- | veiðifélags íslands, gekk svo langt í kjallaragrein sinni í DV fyrir stuttu að segja þetta vera tvö að- skilin mál. Þetta er ekki svo einfalt. Á Austurlandi er mikill þrýsting- ur á stjórnmálamenn að grípa til tafai'lausra aðgerða til þess að spoma við þeim fólksflótta sem nú ógnar byggð þar. Undanfarin miss- „ eri hafa menn einkum horft til þess | að byggja upp orkufrekan iðnað á 1 Reyðarfirði og halda því fram að í kjölfar þess muni þróunin snúast við. Til þess að það sé hægt verður að ft-amleiða meiri orku og þar kem- ur Fljótsdalsvirkjun til sögunnar. Þannig er ljóst að uppbygging virkjunaiinnar og atvinnumál á Austfjörðum era tengd sterkum böndum. Við sem mótfallin erum virkjunum og hlynnt því að náttúr- g an fái að njóta eigin verðleika verð- um þess vegna að horfa á bæði þessi Imál í samhengi og sýna ábyrgð með því að taka þátt í umræðunni um lausnir á byggðavanda Austfirð- inga. Á málþingi sem N áttúravemdarsam- tök íslands héldu í há- tíðarsal Háskóla ís- lands 31. október síð- astliðinn kom að auki fram í máli Elínar Smáradóttur, sviðs- stjóra lögfræðisviðs hjá Skipulagsstofnun, að það era sveitarfélög á Austurlandi sem gefa endanlegt fram- kvæmdaleyfi fýrir virkjun, óháð virkjun- arleyfi Alþingis og um- hverfismati því tengdu. Það er þess vegna fljótfærni að skilja þessi tvö mál algerlega að og horfa framhjá þeim veraleika sem blasii' við íyrir austan. Að sama skapi er fljótfærni að ráðast í óafturkræfar skemmdar- aðgerðir á náttúra landsins án þess að vera viss um að það hafi tilætluð áhrif, þ.e.a.s. björgun óbreyttra Austfii'ðinga. Þess vegna verður að bregðast harkalega við viðhorfúm eins og þeim sem Þoi-valdur Jó- hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi, viðraði á ofan- greindu málþingi. Þar sagði hann Austfirðinga vera þreytta á að- gerðarleysi stjómvalda og að tími væri kominn til aðgerða. Hann sagði það þess virði að láta á það reyna hvort uppbygging orkufreks iðnaðar yi-ði ekki til þess að snúa byggðaþróuninni við. Ef samning- ar tækjust við álframleiðendur væri í sínum huga ekkert að van- búnaði að gera þessa tilraun. Svona hugsanagangur einkennist af skammsýni og bráðlæti og er ærin ástæða til að velta honum rækilega fyrir sér. Að baki slíkri ákvörðun eins og að sökkva Eyjabökkum til að bjarga byggð á Áustfjörðum verða að liggja fullkomlega skotheld rök vegna þeirra áhrifa sem það mun hafa á vistkerfi svæðisins og hafa þegar verið kynnt nokkuð ítarlega. Til viðbótar við umhverfismálin má nefna ýmsar kannanir og saman- burð við önnur lönd, t.d. Noreg, sem hafa sýnt að uppbygging orku- freks iðnaðar er ekki sú lausn sem bjargar byggð á afskekktum jaðar- svæðum. Vissulega geta menn af- neitað slíkum kenningum og kraf- Á Austfjörðum býr nú þegar hugvit og dugn- aður, og er það mat Tryggva Más Gunnars- sonar, að í stað þess að stefna náttúrunni í voða sé hægt að fínna lausnir innan frá. ist skjótvirkrar, en um leið vafa- samrar, lausnar í nafni byggða- stefnu. En ég hvet menn til að staldra við og spyr: Er það eftir- sóknarverð byggðastefna að kalla fyi'st og fremst eftir lausnum utan þess samfélags sem þegar er til staðar? Vissulega er erfitt fyrir lítil byggðarlög að koma upp öflugu at- vinnulífí og ég vil alls ekki draga úr því að öll utanaðkomandi aðstoð er Tryggvi Már Gunnarsson gríðarlega mikilvæg. En það er munur á aðstoð og forsjá. Það er skoðun mín að á Austfjörðum búi nú þegar slíkt hugvit og dugnaður að í stað þess að stefna náttúranni í voða sé hægt að finna lausnir inn- anfrá. Með því að setja af stað raunhæf nýsköpunarverkefni í hveiju byggðarlagi, t.d. á sviði vist- vænnar ferðamennsku, upplýs- ingaþjónustu og hugbúnaðargerð, rannsókna á veiðarfæratækni og jafnvel á sviði líftækninnar, má án nokkurs vafa finna fólk sem er til- búið að leggja mikið á sig til að skapa sóknarfæri á nýjum miðum. Fjölbreytt atvinnulíf verður að eiga sér rætur og ég tel skynsam- legra að þær liggi í mörgum litlum fyiirtækjum á hverjum firði en í einu stóra álveri á Reyðarfirði. Kostnaði sem á að verja í rann- sóknir og staðarval fyrir slíkt álver væri því betur varið í slík nýsköp- unarverkefni. Byggðastefna sem byggist á því að virkja framsýni og frumkvæði íbúanna á svæðinu er líklegri til að halda í íbúana auk þess sem hún laðar frekar til sín ungt og framsækið fólk sem sinnir eigin hugðarefnum en eitt álver. Þó svo að uppbygging þess og tilheyr- andi virkjana kalli á mikinn mann- afla er líklegt að eftir uppbygging- una muni sá mannafli elta næstu stóriðjubyggingu, hvar svo sem hún verður reist. Hér er því kjörið tækifæri til að segja skilið við stór- iðjustefnu og hlynna þess í stað að hugviti og sjálfsbjargarviðleitni fólksins úti á landi. Eg skora á stjómmálaflokka landsins að taka fast á þessum málum í stefnumót- un sinni íyrir komandi kosningar þannig að kjósendum sé að fullu ljóst hvert vilji þeirra stefnir. Það fylgir því mikil ábyrgð að krefjast óafturkræfrar og stórfelldrar rösk- unar á náttúra landsins upp á von og óvon þegar hægt er að finna aðrar leiðir sem vænlegri era til ár- angurs. Það fylgir því líka mikil ábyi'gð að neita fólki um það að búa í eigin byggðarlagi vegna slæ- legs atvinnuástands. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að í kjölfar þeimar vakningar sem vonandi verður með borgarafundinum í Há- skólabíói hefjist víðtækar aðgerðir þar sem leit verður hafin að aust- firskum lausnum í atvinnumálum. Takist það er vonandi hægt að tryggja að sveitarstjórnir á Aust- urlandi gefi aldrei framkvæmda- leyfi fyrir Fljótsdalsvirkjun. í kjöl- farið verði svo hlúð að þessum vaxtarbroddum þannig að þeir skili hagnaði í þjóðarbúið. Einnig er mikilvægt að fulltrúar andstæðra fylkinga í þessum málum mætist oftar og ræði af skynsemi um nýt- ingu landsins gæða og ekki síður um „nýtingu" þeirra sem landið byggja. Virkjum Austfirðinga, verndum hálendið. Höfundur er háskólastúdent og leið- sögumaður. Listrænar jólagjafir gallerí Listakot^ LAUGAVEGI 70, SÍIVII/FAX 552 8141 Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270. Full búð af borðdúkum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.