Morgunblaðið - 27.11.1998, Page 44

Morgunblaðið - 27.11.1998, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Dauðadrukkin hjólandi börn í verslunum NU NYLEGA féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur á þann veg að bjórsala væri heimilt að auglýsa vöru sína í íslenskum fjölmiðlum. Nú má víst ekki lengur „skerða frelsi manna“ til þess að auglýsa bjór og annað áfengi. Það sem hefur verið bannað í áratugi er nú leyft. Eitthvað er þetta nú málum blandið, þvi eins og alþjóð hefur tekið eftir hafa áfeng- isauglýsingar birst í fjölmiðlum og víðar í allmörg ár. I fyrstu tróðu menn orðinu „léttöl“ með smáu letri undir heiti bjórtegundarinn- ar, en með aðstoð litafræðinga og auglýsingafræðinga var orðinu „léttöl" komið þannig fyrir að það sæist illa. I seinni tíð hafa menn einfaldlega sleppt þessu óþurftar- orði. A meðan embættismenn sem gæta áttu laga og réttar sátu með hendur í skauti, var ástæðulaust að klína orðinu „léttöl" á auglýs- ingarnar. Aðstoð íþróttafélaganna I nokkur ár hafa bjórsalar reynt að koma sér á framfæri sem víð- ast, nú í seinni tíð með aðstoð fjöl- margra íþróttafélaga sem á dag- inn, sem lið í einhverju fínu átaki hjá ISI, dreifa glansbæklingum til unglinga þar sem hamrað er á því að íþróttir og áfengi fari ekki sam- an. Síðdegis og á kvöldin er börn- um og unglingum gert að æfa íþróttir sínar innan um bjór- og áfengisskilti sem víða má finna á knattspyrnuvöllum og í íþrótta- húsum landsins. „Þetta gefur tekj- ur“ segja menn. í íslandssögunni hafa menn eflaust einhvern tíma selt sig fyrir minna. Aðstoð fjölmiðla Bjórsalar hafa einnig beint sjónum sínum til útvarpsstöðva, sérstaklega þeirra sem höfða til yngri áheyrenda. Það er þekkt í markaðsfræðinni að því fyrr sem fyrirtæki „eignast" viðskiptavin- inn, því meiri líkur eru á að viðkomandi haldi tryggð við vöru- merkið. Æskan er jú framtíð þessarar þjóðar og jú líka fram- tíðarbjórkaupendur. Það er því al- gjört „möst“ að fermingarbörnin viti nú hvaða bjórtegund er best. Líklega þekkir margur unglingur- inn nöfn fleiri bjórtegunda en ráðherra. Besti bjór í heimi Ég var t.d. að hlusta á útvarpið einn dag sem oftar sl. sumar, á vinsæla unglingastöð. Heyri ég þá ekki betur en að í útvarpinu hljómar bjórauglýsing þar sem sagði að ákveðin bjórtegund væri líklega sú besta í heimi. Næsta auglýs- ing á eftir var um ís- landsmót í Magnús reiðhjólaþrautakóngi Ingvason þar sem sagt var að m.a. væri keppt í ... meira „fjör“ yrði á bekkjarkvöldum í grunnskólunum, segir Magnús Ingvason, ef þau yrðu í boði ein- hvers bjórsala. flokki 8 til 11 ára barna og einnig í flokki 12 til 14 ára unglinga. Auglýsingarnar hljómuðu hvor á eftir annairi þannig að eitt augna- blik fannst mér um samfellda auglýsingu að ræða. Tvær flugur Gat verið að bjórsalinn væri aðalstyrktaraðili keppninnar sem halda átti við matvöruverslun í miðbænum? Eins og fyrr segir reyna bjórsalarnir að koma sér inn í íþróttirnar með einum eða öðrum hætti. Og auglýsingin var leikin margoft á unglingaútvarps- stöðinni. Þetta var alveg frábært markaðsátak. Tvær flugur í einu höggi. Nú getur vel verið að bjór- salinn hafi verið aðalstyrktaraðili áðurnefnds þrautakóngsmóts. Ég var ekki frá því og fór að írnynda mér ýmis afbrigði mótsins. Eg sá t.d. fyrir mér að innkaupakörfum væri raðað upp í búðinni og síðan væri t.d. hægt að keppa í þremur flokkum í innkaupakerrusvigi: Keppni edrú 8-11 ára barna, keppni drukkinna barna og í lokin væri síðan hægt að keppa í flokki dauðadrukkinna barna (sem eðli málsins fengju að nota hjálpar- dekk). Bjórkynningar í skóla Forstjóri bjórumboðsins myndi síðan veita glæsileg verðlaun; þjór- kassa til allra sem myndu lenda í fyrsta sæti. Síðan myndi hann af- henda hinum viðurkenningar fyrir þátttöku, þ.e.a.s. til þeirra barna sem ennþá yrðu uppistandandi. Allar þakkarræður yrðu leyfðar, sérstaklega þar sem börnin myndu eflaust fara að röfla eitthvað um ágæti þessarar keppni og í fram- haldi að heimta bjórkynningar í skólana; svona rétt áður en þau lognuðust útaf. Haldið upp á dóminn Og bjórsalinn sem vann málið fyidr Héraðsdómi hélt að sjálfsögðu upp á dóminn og birti heilsíðuauglýsingu í DV nokkrum dögum síðar þar sem bjór fyrir- tækisins var dásamaður. Það voru að vísu tvær blaðsíður á milli þeirr- ar auglýsingasíðu og vikulegrar barnaíþróttasíðu DV þar sem íþróttum baraa og unglinga eru gerð skil. Líklega hefur blaðsíðan á móti barnaíþróttasíðunni verið frá- tekin, en þá er um að gera að panta næst með betri fyrirvara. Kvik- myndahúsin hafa heldur ekki látið eftir sitt liggja. Nú geta öll börn og unglingar sem yfirleitt fylla þau hús fengið fyi-sta flokks „fræðslu“ um bjór á undan bíómyndunum og í hléi. Næsta vígi bjórsalanna eru lík- lega skólarnir og þess kannski ekki langt að bíða að „framsýnir" skólastjórar selji bjórsölunum auglýsingapláss á göngum skól- anna. Og víst er það að meira „fjör“ yrði á bekkjarkvöldum í grunnskólunum ef þau yrðu í boði einhvers bjórsala. Askorun til fyrirtækja Ég skora á fyrirtæki sem ekki hafa áhuga á að auglýsa sína vöru innan um bjór- og vínauglýsingar sem beint er sérstaklega að börn- um og unglingum, að taka það fram við auglýsingadeildir fjölmiðla og aðra auglýsingasala að þeir hafi ekki áhuga á slíku. Af kverúlöntum og öðru fólki Mig langar að geta þess í lokin að ég hafði samband við eina út- varpsstöð (af nokkrum sem birtu fyrrnefnda bjórauglýsingu í sum- ar) og spurði hvort menn þar á bæ teldu þetta siðferðislega rétt; þ.e.a.s. að vera með bjórauglýs- ingar innan um efni ætlað börnum og unglingum. Ég fékk ekki mikil svör en var í framhjáhlaupi bent á að alls konar „kverúlantar“ væru sífellt að kvarta yfir hinu og þessu! Ég tók þetta að sjálfsögðu til mín. Höfundur er framhaldsskóla- kennarí. Borg'arbókasafn og aðgangur að Netinu Kristín Viðarsdóttir Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur boðið almenningi að- gang að Netinu frá árinu 1995. I upphafi var mikið rætt um hversu auðvelt væri að nálgast klám á Netinu og héldu sum- ir að þangað væri lítið annað að sækja. A þeim þremur árum sem liðin era hefur þekking manna á því sem Netið hefur upp á að bjóða aukist og viðhorf margra breyst í kjölfarið. Hvað sem líður mismunandi skoðunum manna á þessari nýju tækni er varla hægt að líta framhjá því að hún verður sífellt stærri hluti af veruleika okkar. Jafn- vel þeir sem spyrna við fótum geta þurft að kynna sér hvað Netið býður upp á og hvernig á að nota það, sumir vegna atvinnu, aðrir vegna náms og enn aðrir einfaldlega til að geta fylgst með notkun apnarra, ekki síst barna og unglinga. A Borgarbókasafni, eins og öðnim bókasöfnum, beinist athygl- in fyrst og fremst að Netinu sem upp- lýsingamiðli sem styður við þá Safnið vill leggja sitt af mörkum, segja Ingi- björg Rögnvaldsdóttir og Kristín Viðarsdótt- ir, til að auðvelda kon- um að nýta sér þessa upplýsingalind. hefðbundnu upplýsingaþjónustu sem safnið hefur lengþveitt og er auðvitað enn í fullu gildi. Ohætt er að fuiiyrða að tilkoma Netsins hefur auðveldað almenningi að nálgast upplýsingar af ýmsu tagi. Hvort sem leitað er fróð- leiks um tiltekna sjúkdóma, bækur og rithöfunda, lönd og ferðir, nám, skóla, atvinnu, mataruppskriftir eða annað, er öruggt að eitthvað má finna um efnið á Netinu. Úrvalið af íslenskum vefsíðum eykst sífellt og er Netið því ekki lengur aðgengilegt þeim einum sem hafa ensku á valdi sínu. Nýjungar eru daglegt brauð og er bein netút- sending Hafnarfjarðarleikhússins á leikritinu Vírus nú í nóvember skemmtilegt dæmi um það. Netið býð- ur þannig upp á fróðleik, menningar- efni og skemmtun af ýmsu tagi og ætti að geta höfðað til flestra, óháð áhugasviði, aldri og kyni. A Borgarbókasafni Reykjavíkur hefur reynst talsverður munur á hve mikið karlar og konur nota Netið þótt sá munur fari minnkandi. Fyrsta árið voiu konur innan við 20% notenda en síðan hafa ungar konur verið að sækja í sig veðrið. Stúlkur yngri en sextán ára og konur yfir þrítugt sitja þó enn eftir. Sé litið á heildarfjölda notenda, 16 ára og eldri, kemur í ljós að munur Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs. Á FUNDI í stjóm Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar hf. (IFE), sem haldinn var á 15 ára afmælisdegi félagsins í apríl í fyrra, var samþykkt tillaga undirritaðs þess efnis að hafin skyldi vinna við gagn- gert endurmat á starfsemi IFE. Mér þótti tímabært að endurskoða og endurmeta störf félagsins, þar sem nokkrar breytingar höfðu orðið á hlutverki þess og starfsumhverfi. Þessi tillaga hratt raunar af stað víðtækri úttekt á þeim stuðningi við atvinnulífið, sem veittur er af hálfu sveitarfélaganna hér við Eyjafjörð. Rekstrarfélag og íjárfestingarsjóöui' Starfshópur sem vann að málinu í umboði stjórnar Iðnþróunarfélags- ins skilaði tveimur megintillögum: 1. Stofnað skyldi nýtt rekstrar- félag, Atvinnuþróunarfélag Eyja- Eitt af mikilvægustu verkfærum hvers byggðarlags er vel skipulögð starfsemi sem hefur þann tilgang einan, segir Daníel Árnason, að stuðla að nýsköpun og eflingu atvinnulífs. fjarðar, sem tæki yfir starfsemi Iðnþróunarfélagsins, Ferðamála- miðstöðvar Eyjafjarðar og atvinn- umálanefnda sveitarfélaganna. 2. Stofnaður skyldi sérstakur fjárfestingasjóður, Átvinnuþróunar- sjóður Eyjafjarðar, sem ætlað væri að leggja áhættufé í at- vinnurekstur á svæð- inu. Til sjóðsins rynnu í upphafi hlutabréf í eigu sveitarfélaganna (sbr. bréf Akureyrarbæjar í ÚA). Vaxtarbroddur Þessar tillögur voru lagðar fyrir sveitar- stjórnir í fyrravetur og eftir nokkra meðgöngu stofnuðu sveitarfélögin við Eyjafjörð Atvinn- uþróunarfélag Eyja- fjarðar bs. nú í október. Hefur félaginu jafnframt verið skipuð stjórn og auglýst hefur verið eftir nýjum framkvæmdastjóra. Þetta er mikilvægur áfangi. Það er mikilvægt að vel takist til með fyrstu skref hins nýja félags, því þarna leynist sá vaxtarbroddur sem íbúar við Eyjafjörð geta bundið miklar vonir við í framtíðinni. Ég tel að síðari hluti tillögunnar sem að framan greinir geti einnig orðið mikið framfaraspor fyrir Daníel Árnason byggðarlagið. Fullyrt er að nóg framboð sé á bæði lánsfé og áhættu- fé og ekki sé því þörf á fleiri sjóðum. Þessu er ég ósammála. Til að sporna við þeirri deyfð, sem ríkir í nýsköpun í atvinnulífi hér á svæðinu, þarf að færa ákveðnar fómir og taka aukna áhættu. Það þarf að hvetja og styðja alla, ekki aðeins nýherjana heldur ekki síður þá sem fyrir eru í rekstri, til að skoða alla hugsanlega vaxtarbrodda inni í fyrirtækjunum. Þetta er eitt af þeim hlutverkum sem ég sé öflugan atvinnuþróunarsjóð geta uppfyllt. Þess vegna hvet ég sveitarstjórn- armenn til að vinna áfram úr þeim tillögum sem fyrir liggja en láta ekki staðar numið. Höfundur er framkvæmdastjóri Kexsmiðjunnar og Ako-plasts á Akureyri. Ingibjörg Rögnvaldsddttir á milli kynja er ekki ýkja mikili. Kon- ur eru 45% notenda en karlar 55%. Ef einungis er litið á notendur eldri en 33ja ára er hlutfallið hins vegar annað því þar eru konur aðeins 35% notenda en karlar 65%. Tölurnar eiga við notk- un Netsins í aðalsafni og í Borgar- bókasafninu í Gerðubergi frá ágúst til október 1998. Þessar tölur segja auðvitað ekki alla söguna um almenna notkun manna á Netinu en þær sýna að stúlk- ur og konur á ákveðnum aldri nýta sér, af einhverjum ástæðum, iítið þennan þátt þjónustu Borgarbóka- safns. Stúlkur yngri en 16 ára eru til dæmis innan við 10% notenda. Benda má á að samkvæmt notendakönnun safnsins frá árinu 1996 nota konur safnið heldur meira en karlar og er munurinn á netnotkun kynjanna því meira sláandi en tölurnar gefa til kynna. Almenningsbókasöfn hafa að leiðar- ljósi að jafna aðgang almennings að upplýsingum. í samræmi við það vill Borgai-bókasafn leggja sitt af mörk- um til að auðvelda konum að nýta sér þá upplýsingalind sem Netið getur verið. Er þetta gert í tilefni af 75 ára afmæli saíhsins fyrr á þessu ári en þegar hefur reykvískum körlum á aldrinum 35-45 ára verið boðið frítt bókasafnsskírteini. I fyrrnefndri not- endakönnun kom fram að þeir nota safnið síður en aðrir hópar. Að þessu sinni var ákveðið að bjóða konum sem fæddar eru 1965 eða fyrr upp á ókeypis kynningu á Netinu. Kynning- in er hugsuð sem aðstoð við þær kon- ur sem vilja koma sér af stað og er sérstaklega ætluð þeim sem hafa litla eða enga þekkingu á Netinu. Þátttak- endur fá stutta lýsingu á uppbyggingu þess og er síðan veitt aðstoð við að leita efnis að eigin vali. Meðal annars er stuðst við nýtt Vefbókasafn al- menningsbókasafna sem var sett á laggirnar til að auðvelda almenningi upplýsingaleit á Netinu. Þegar leitað er þar er vandinn oft sá að allt of mik- ið af upplýsingum bh’tist á skjánum og getur verið tímafrekt að velja úr þær síður sem að gagni koma. I Vef- bókasafninu er safnað saman völdum vefsíðum og er aðaláherslan lögð á ís- lenskar síður, þeim gefin efnisorð og umsagnir skrifaðar um hverja þeiiTa. Enn sem komið er er þetta tilraunaút- gáfa en vonandi verður Vefbókasafnið öflug viðbót við þá leitarmöguleika sem við höfum í dag. Kynningarnar fara fram á lestrar- sal safnsins í Þingholtsstræti 27 og í Foldasafni í Grafarvogskirkju. Um næstu mánaðamót verða tvö ár liðin frá opnun þessa nýjasta útibús Borg- arbókasafns og því ekki úr vegi fyrir konur (og karla!) að skoða fallegt safn um leið og þær fá leiðbeiningar um hvernig þær geti leitað upplýsinga um hugðarefni sín. Þegar hafa nokkrar kynningar verið haldnar og hafa kon- ur sýnt mikinn áhuga á þeim. Það er því augljóst að þörfin er þrýn. í upphafi var vikið að ótta manna við vafasamt efni á Netinu. Ekki skal gert lítið úr þeim áhyggjum fólks að börn og unglingar komist þar í efni sem þeim er ekki hollt að skoða. f fyr- irlesti-i á vegum Bai-naheilla nú í mán- uðinum benti Bretinn John Carr á að besta ráðið til að koma i veg fyrir það sé að fylgjast með því sem börnin eru að fást við á Netinu. Við, sem eldri er- um, þurfum þá líka að kunna að nota það og geta aðstoðað þau við að finna þar upplýsingar sér til fróðleiks og skemmtunar. Höfundar cru starfsmenn Borgar- bókasafns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.