Morgunblaðið - 27.11.1998, Side 49

Morgunblaðið - 27.11.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Falskur ’ krókódíll í ferð Kristínar Gestsdóttur til Kenýa borðaði hún gasellukjöt, strútskjöt og krókódílakjöt. PESSAR kjöttegundir voru hvorki á matseðlinum á Whites- ands-hótelinu sem ég bjó á né á hótelinu í „safari“-ferðinni til Masai Mara en boðið var upp á þær á matsölustað við ströndina, þegar komið var úr siglingu um Indlandshaf. Þetta var allt grillað á spjóti (kebab) og fannst mér krókódílakjötið bera af hinum tegundunum. Það var ljóst og stutt í því og minnti örlítið á kalkúnakjöt, en krókódflaspjótin voru borin fram á útholuðu krókódflslaga tréfati sem var skemmtilegt á að líta. Þegar ég fer til útlanda reyni ég að borða þann mat sem er einkennandi fyrir viðkomandi land. Erfítt get- ur verið að sjá einhvern ákveðinn stíl í mat Kenýa, en þar þer mat- urinn að sjálfsögðu keim af mis- munandi lífsstíl hinna ýmsu ætt- flokka og Breta sem réðu yfír ný- lendunni hátt í öld. Þegar ég fór að kynna mér þá þjóðflokka sem landið byggja vakti Maasai-þjóð- flokkurinn mestan áhuga minn, en þetta fólk er mjög hávaxið, grannt og beinvaxið, en fæða hirðingjanna í þeim þjóðflokki er mjög einhæf og algjörlega C- vítamínsnauð. Þeir lifa af afurð- um geita og nautgripa og bera á sér gourda, sem er þurrkað hýði ýmissa graskerstegunda, í go- urda setja þeir eins konar gerjað jukk úr kúablóði, mjólk og þvagi gi-ipanna og þrífast vel af. Þeir opna gripunum æð til að ná út blóði. Víða má sjá Maasai- fólk selja þessi flát sem þeir hafa fest á skrautlega tappa og leð- urólar, sem eru skreyttar marg- litum smáperlum. A ferð um Maasai-þorp leit ég inn í einn kofanna sem búnir eru til úr pressaðri mykju sem er sett á grind. Allt var gljándi og „stíf- pólerað" - veggir, loft og hús- gögn úr því sama. Ekki var vond lykt þarna inni, en kveljandi hiti. Kona sat þar á hækjum sínum og gætti að graut sem vall í potti á opnu eldstæði. Ég spurði hana hvað hún væri að sjóða og hún svaraði: „porridge,“ sem þýðir hafragrautur í hinum vestræna heimi. Þetta var maísgrautur sem búinn er til á sama hátt og hafragrautur og mikið er borðað af á þessum slóðum og nefnist ugali eða posho. Ekki smakkaði ég slíkan gi-aut, en aðalfæða mín var ferskt og soðið grænmeti, ávextir og brauð og lamba-, kjúklinga- og kalkúnakjöt. Af þessum mat fékk ég ekki svo mikið sem sting í magann þó tekinn sé vari við að borða ferskt grænmeti á þessum slóð- um. I drykki var klakinn á hótel- inu úr soðnu vatni og vafalaust það vatn sem grænmeti var þvegið úr, en þarna er manni ráðið frá að bursta tennur úr kranavatni. Því miður get ég ekki boðið lesendum mínum ekta krókódílakjöt eins og mér var boðið, en í staðinn grillaði ég kalkúnabita bæði á gasgrilli og í bakaraofni og kalla falskan krókódfl. Falskur krókódíll á spjóti (kebab) V2 meðalstór kalkúnabringa 2 meðalstórir rauðlaukar nokkrir litlir sveppir eða stærri hálfir 1 dl þurrt sjerrí eða epla- safi + 1 tsk. sítrónusafi _________2 msk, olífuolía_____ _______V2 tsk, salvía (sage) 2 msk. mangósulta (mango chutney) 2 msk. rifsberjahlaup nýmalaður pipar 2 msk. smjör + i msk. matar- olía brætt saman 1 tsk. salt 1. Fjarlægið húðina, skerið kjötið í litla bita. 2. Setjið sjerrí eða eplasafa + sítrónusafa í skál ásamt olífuolíu, salvíu, mangósultu og rifshlaupi og pískið saman. Setjið kjötbit- ana í löginn og látið standa í kæliskáp í 2 klst. eða lengur en mun skemur á eldhúsborðinu. Gætið þess að lögurinn umlyki alla bitana. 3. Skerið laukinn í fernt og takið sundur í rif. Setjið kjötbit- ana á sigti. Þræðið kjötbita, lauk- blöð og sveppi á víxl upp á grillpinna eða -spjót. Malið pipar yfir. 4. Hitið grillið, penslið grill- grindina með smjörlíki (það gef- ur besta raun) leggið spjótin á hana, penslið það sem er á spjót- inu með smjör/olíublöndunni og snúið öðru hverju meðan grillað er í 10-12 mínútur. Þetta má grilla í bakaraofni, en aðeins lengur. 5. Berið fram með góðu brauði og smjöri, salatblöðum, mangó, melónu, ferskjum, ferskum an- anas, eða öðrum þeim ávöxtum sem ykkur hentar BON APPETIT! FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 49 HAFÐU ÞAÐ FRA ISLENSKT-FRANSKT þtif) wolíiiö ÚtUti Borgames kjötvörur ehf. Sferar 437-1190 - 587-6077 - Fax 437-1093 » fllltaf betra! eru komin á alla útsölustaði Öll Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur til líknarmála. KRAKKAR! MUNIÐ EFTIR OKKUR TANNIOG TÚPA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.