Morgunblaðið - 27.11.1998, Qupperneq 50
50 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Karólína Stef-
ánsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 31.
ágnst 1917. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 17.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Ólína
Hróbjartsdóttir, f.
29.8. 1884 á Raufar-
felli, d. 31.3. 1949 í
Reykjavík, og Stef-
án Einarsson, f.
> 17.9. 1879 á Arnar-
st.öðum í Hraun-
gerðishreppi, d.
27.2. 1928, fórst af Jóni forseta.
Foreldrar hans voru Einar Sig-
urðsson og Guðlaug Magnús-
dóttir. Systkini Karóh'nu eru:
Guðmundína Sigurveig Stefáns-
dóttir; Guðlaugur Magnús Stef-
ánsson; Árni Kristján Stefáns-
son; Sólveig Jósefína Stefáns-
dóttir; Stefanía Stefánsdóttir;
Guðmundur Stefánsson; Jó-
hanna Stefánsdóttir; Margrét
Stefánsdóttir; Svava Guð-
mundsdóttir; og Hulda Guð-
mundsdóttir. Eftirlifandi eru
Jóhanna, Margrét, Svava og
' Hulda.
_ Eiginmaður Karólinu var
Arni Guðmundsson, bakara-
meistari, f. 2. nóvember 1916 á
Seyðisfírði, d. f Reykjavík 3.
Og tíminn stendur kyrr
meðan vegurinn rennui'
út úr höndum hans
í tvær gagnstæðar áttir
(Steinn Steinarr.)
Elsku Lína. Pað er komið að
** ’ skilnaðarstund. Þótt við sem um-
gengumst þig hefðum tekið eftir að
þú værir ekki eins frísk og vökul
sem áður, fannst mér stundin ekki
vera eins nálæg og raun bar vitni.
Gátan um líf og dauða er torráðin.
Ég á aðeins góðar minningar eftir
tæplega 30 ára kynni. Góðvild,
skarpskyggni, jákvæðni, nægjusemi
og umhyggja standa upp úr þegar
ég minnist þín.
A Bergþórugötunni bjó Lína frá
unga aidri, fyrst í foreldrahúsum en
síðar með fjölskyldu sinni og vildi
ekki þaðan hvika. Fyrir 22 árum um
svipað leyti árs lést eiginmaður
Línu, Arni Guðmundsson, fyrir ald-
ur fram. Bergþórugatan hefur verið
miðstöð stórfjölskyldunnar alla tíð.
Þar var stöðugur straumur af fólki,
vinum og vandamönnum til að hitt-
ast, skrafa og leita frétta. Gestrisni
var við brugðið, alltaf eitthvað til
með kaffmu og lagaðar tertur til að
gleðja sérþarfir gestkomandi. Stór
hluti fjölskyldunnar hefur tekið sér
búsetu um lengri eða skemmri tíma
undir þessu þaki 1 gegnum árin.
Þegar við Bogga eignuðumst okkar
fyrsta bam var það ekki tiltökumál
að fá inni í nokkra mánuði hjá þeim
Arna, meðan við biðum eftir okkar
eigin íbúð. Það var góður tími. Gift-
ingar- og skímarveislan var haldin
þarna og fleiri viðburðir. Síðar átti
þessi piltur eftir að búa hjá ömmu
sinni í tvo vetur meðan hann var við
háskólanám. Þeir eru óteljandi sem
hafa átt á vísan að róa á ferð um
Reykjavík úr öllum áttum. Húsa-
skjólið var auðfengið og dvölin alltaf
ánægjuleg. Það verður ekki lengur
litið við á Bergþórugötunni eða tek-
ið á Línu hús til næturdvalar.
Lína var sérlega barngóð og
gætti barnabarnanna til lengri og
skemmri tíma meðan foreldrar
brugðu sér af bæ og síðan barna
þeirra er fram liðu stundir. Eftir-
sóknarvert var að dvelja hjá ömmu
> Línu. Hún gat alltaf gefið sér tíma
til að sinna okkar þörfum.
Lína hafði ánægju af fjölmörgum
hlutum. Hún ferðaðist mikið meðan
heilsan leyfði og var virkur félagi í
Ferðafélagi Islands. Á hverju sumri
um árabil heimsótti hún vinafólk á
Sléttu þar sem hún undi hag sínum
vel í sveitasælu. Lína var vel lesin,
'l,átti mikið af bókum og naut þess að
nóvember 1976.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Benediktsson og
Guðbjörg Sæunn
Árnadóttir. Börn
Karólínu og Árna
eru: 1) Stefán Óli,
bakari í Reykjavík,
f. 8.5. 1941, maki
Rannveig Gísladótt-
ir, f. 26.1. 1943. 2)
Guðmundur, raf-
virkjameistari, f.
24.5. 1942, býr á
Kópaskeri, maki
Sigrún Magnúsdótt-
ir, f. 8.8. 1952. 3) Guðbjörg Sæ-
unn, kennari á Akranesi, f. 7.8.
1945, maki Reynir Þorsteins-
son, læknir, f. 13.9. 1946. 4) Þór,
bakari, f. 31.1. 1947, d. 23.6.
1993, bjó síðast í Omaha í
Bandaríkjunum. Hann var
kvæntur Ingveldi Rósinkranz, f.
29.5. 1945. Þau skildu. Seinni
kona hans var Patricia Arna-
son, f. 24.9. 1955. 5) Steinunn, f.
14.1. 1951, maki Jóhann Ás-
geirsson, netagerðarmaður, f.
24.5. 1957. Barnabörn Karólínu
eru átján og langömmubörnin
eru tíu.
Utför Karóbnu verður gerð
frá Grensáskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
fara í leikhús. Hún hafði alla tíð
áhuga á íþróttum, var Valsari innst
inni, og hafði sérlega gaman af að
fylgjast með öllum íþróttum í sjón-
varpi, en þó einkum fótbolta.
Þrátt fyrir margar gleðistundirn-
ar hafa áföll í fjölskyldunni orðið
henni þung byrði, sérstaklega þegar
Þór sonur hennar varð bráðkvaddur
á erlendri grundu. Lína stóð það af
sér með góðum stuðningi fjölskyld-
unnar og systra sinna sem alltaf
hafa haldið vel saman í blíðu og
stríðu. Fjölskyldutengslin hafa ver-
ið ákaflega sterk milli þeirra systra,
mikill vinskapur og glatt á hjalla
þegar komið var saman. Haft hefur
verið í flimtingum í mörg ár að sá
sem er giftur einni þeirra sé sama
sem giftur þeim öllum.
Það var notalegt að eiga með þér
stund og heyra þína skoðun á mál-
um. Jafnvel þótt ekkert væri sagt
leið manni vel í návist þinni. Ég á
eftir að sakna þín mikið, kæra
tengdamamma, en minningin um
góða manneskju lifir. Ég votta ætt-
ingjum mína dýpstu samúð.
Reynir Þorsteinsson.
Okkur systurnar langar að kveðja
ömmu Línu með nokkrum orðum.
Fráfall ömmu Línu bar brátt að.
Þrátt fyrir að amma væri orðin 81
árs að aldri, áttu fæstir von á að hún
myndi kveðja þennan heim svo
fljótt. Við systurnar munum ekki
eftir ömmu öðruvísi en við góða
heilsu, ef frá er talin heymardeyfa
sem hefur hrjáð hana frá því við
munum eftir okkur.
Amma var alin upp á Skólavörðu-
holtinu. Fyrstu 12 árin bjó hún á
Kárastíg en síðan í sama húsinu við
Bergþórugötuna. Langamma okk-
ar, Olína, keypti húsið við Berg-
þórugötu ásamt börnunum. Þar
hófu einnig amma og afi sambúð
sína og bjuggu alla tíð síðan. Á
fyrstu sambúðarárum ömmu og afa
bjuggu undir sama þaki langamma
okkar, nokkrar ömmusystur og einn
bróðir þeirra með sína fjölskyldu.
Síðar fluttust systkinin hvert í sína
áttina en amma og afi og börnin
þeirra bjuggu áfram á Bergþóru-
götunni. Amma og systkini hennar
hafa alla tíð síðan haldið vel saman
rétt eins og þau gerðu heima á
Bergþórugötunni. Kom það þannig
af sjálfu sér að heimili ömmu varð
griðastaður fjölskyldunnar, en fjöl-
skyldan hennar ömmu var stór.
Hún var ekki aðeins svo rík að hafa
átt fimm börn, eiga átján barnabörn
og tíu langömmubörn, heldur átti
hún ellefu systkini. Á Bergþórugöt-
unni var gjarnan gestkvæmt enda
amma mjög gestrisin og var ekki
lengi að slá upp veislu ef einhverja
okkar bar að garði. Jólaboðin henn-
ar ömmu Línu skipuðu einnig stór-
an sess í jólahaldi fjölskyldunnar í
áratugi.
Amma Lína var engin venjuleg
amma. Þegar fór að hægjast um hjá
henni um miðjan aldur, lagðist hún í
ferðalög. Hún gekk ekki aðeins létt-
stíg á íslensk fjöll, heldur lagði hún
einnig land undir fót og sótti fjar-
læg lönd heim. Við systumar vorum
Iánsamar að eiga ömmu sem var
ekki eins og allar ömmur. Amma
var nefnilega líka kattliðug og stát-
uðum við stelpurnar okkur gjarnan
af því að eiga ömmu sem gat farið í
splitt og staðið á höndum og þótti
vinum okkar mikið til koma.
Ömmu Línu var margt til lista
lagt, en hún hafði ekki hátt um eigið
ágæti. Hún var ekki langskólageng-
in, þrátt fyrir að henni hefði staðið
til boða stuðningur til frekara náms.
Hún hélt ekki aðeins uppi samræð-
um á dönsku og ensku, heldur kom
hún okkur eitt sinn á óvart er hún
skipti leikandi yfir á þýska tungu er
Þjóðverja bar að garði. Þegar við
spurðum ömmu hvenær hún hefði
lært eitthvað í þýsku gerði hún bara
lítið úr þessu og vildi sem minnst
um það tala.
Amma Lína var ávallt áhugasöm
um það sem afkomendur hennar
voru að gera hverju sinni, virtist þá
einu gilda hvort það voru hennar
eigin börn, við barnabörnin eða
langömmubörnin. Þegar ein okkar
eignaðist sitt fyrsta barn fyrir rúmu
ári fylgdist amma Lína með með-
göngunni og fyrsta ári langömmu-
barnsins af svo miklum áhuga að
mann kann að undra að hún hafi
fylgst með fæðingu og fyrstu árum
hjá hátt á þriðja tug ömmu- og
langömmubarna.
Nú þegar amma er fallin frá er
erfitt að gera sér í hugalund að ekki
sé lengur hægt að koma við á Berg-
þórugötunni og heilsa upp á hana.
Þannig kveðjum við ömmu Línu
með söknuði og berum kveðju frá
Láru og Steve sem þykir leitt að
geta ekki verið við útförina.
Stella, Lára og Karólína.
Ástkær amma okkar fór mjög
skyndilega. Og fyrír okkur sem hitt-
um hana ekki upp á hvern dag er
tilfinningin enn óraunveruleg þegar
það kemur upp í hugann að hún sé
farin. Um leið brjótast fram minn-
ingar sem við eigum kærar bæði
sameiginlega og hvert fyrir sig af
ömmu, af Bergþórugötunni, ofan af
Skaga og víðar.
Svo lengi sem við systkin bjugg-
um öll uppi á Skaga var Berg-
þórugatan ávallt fastur punktur í
fjölskylduferðum til Reykjavíkur og
okkar gistipláss í bænum, hvert svo
sem tilefnið var. Seinna meir höfum
við komið sitt í hverju lagi bæði til
að gista í rauða sófanum til lengri
eða skemmri tíma eða þá styttri
heimsóknir í kaffi og döðlutertu.
Það var alltaf pláss á Bergþórugöt-
unni og lyklarnir að því húsi ömmu
orðnir æði margir.
Seinni ár eyddi amma oftar en
ekki aðfangadagskvöldi með okkur
á Aki-anesi og verða jólin þetta árið
skrýtin þegar ömmu vantar.
Við erum þakklát fyrir að hafa
Kynnst þessari góðu konu og notið
með henni kærleika og hlýju sem
hún bar ávallt með sér. Um leið
verður til söknuður yfir að ná ekki
að deila með henni frekar því nýja
lífi sem í kringum okkur er á þess-
ari stundu, hún hefði tekið því eins
og öllum öðrum af innilegri ást og
einlægum áhuga.
Við kveðjum því Línu ömmu með
söknuði en munum minnast hennar
um alla framtíð í því sem við eigum
eftir að taka okkur fyrir hendur.
Amma tengist því öllu.
Árni Pétur, Kári
Steinn og Ella Dóra.
Nú er Karólína systir okkar farin
í sína hinstu för. Hún fékk hægt
andlát, fékk að kveðja með sömu
rósemi sem hefur einkennt hana
alla tíð. Við þökkum fyrir að hafa
átt svo langa samleið. Aldrei hefur
borið skugga á það kærleiksríka
samband sem ríkt hefur á milli okk-
ar systkina frá æskuárunum. Við ól-
umst upp á Bergþórugötu 6 hjá ást-
kærri móður okkar, Ólínu Hró-
bjartsdóttur. Lína var aðeins ellefu
ára gömul er hún kom í þetta hús og
hefur hún átt þar heima æ síðan.
Þegar hún giftist manni sínum,
Árna, byrjuðu þau að búa á neðstu
hæðinni og þar eignuðust þau fimm
börnin sín. Þetta var sannarlega
fjölskylduhús, þar sem móðir okkar
bjó og fjórar yngstu dætur hennar
sem enn voru heima bjuggu á efri
hæðinni, en Guðlaugur bróðir okkar
og kona hans Þórdís með dóttur
sína á þriðju hæðinni. Aldrei minn-
umst við þess að misklíð eða sund-
urlyndi hafi þekkst þar.
Heimili móður okkar stóð öllum
opið, ættingjum og vinum okkar.
Breyttist þar ekkert um, þótt hún
hyrfi. Lína og Árni fluttu síðar upp
á efri hæðina og eftir sem áður gát-
um við ætíð komið „heim“ á Berg-
þórugötuna. Ekki amaðist mágur
okkar við því þótt við kæmum með
krakkaskarann á öllum tímum. Á
stórhátíðum kom öll fjölskyldan
saman og þá var allt húsið lagt und-
ir. Oft var þröngt á þingi og mikill
fyrirgangur. En allir eiga ljúfar
minningar frá þessum tíma.
Líf Línu var ekki alltaf dans á
rósum. Hún kynntist manni sínum
er þau störfuðu saman í Alþýðu-
brauðgerðinni. Hann þá að ljúka
námi í iðngrein sinni. Stuttu seinna
veiktist Árni og þurfti að dvelja á
Vlfilsstöðum. Hann var hraust-
menni fyrir í góðri þjálfun sem leik-
fimismaður. Eftir að Árni náði
heilsu, gerðust þau ein af stofnend-
um SIBS og störfuðu og studdu
þann félagsskap alla tíð. Árni var
greindur og hörkuduglegur og fór
oft út á land á sumrin í stærstu síld-
arplássin til að bæta efnahag heim-
ilisins. Lína annaðist börnin og
heimilið. Seinna stofnaði Árni sitt
eigið bakarí. Þá starfar Lína með
honum sem mest hún mátti með sitt
stóra heimili og börnin öll í skóla.
Lína var vel greind og átti gott með
nám, en vegna erfiðleika heima fyr-
ir í æsku varð hún að hætta námi,
árið sem hún átti að ljúka gagn-
fræðaprófi. Hún vann langan vinnu-
dag allan veturinn en lauk prófi um
vorið með hæstu einkunn. Ekki
fékk hún tækifæri til framhalds-
náms.
Lína var mikil félagsvera og hafði
ákveðnar skoðanir á pólitík og hafði
sterka réttlætiskennd og lá ekki á
því sem henni fannst rétt. Hún var
ein af stofnendum Félags eigin-
kvenna bakarameistara og var
fyrsti formaður þess félags og starf-
aði þar af lífi og sál.
Árni og Lína áttu margt sameig-
inlegt. Þau dönsuðu og spiluðu
brids og nutu þess að ferðast um
landið og þá í félagsskap Guðlaugs
og Þórdísar mágkonu okkar. Áimi
missti heilsuna á miðjum aldri og
varð að hætta atvinnurekstri. Alltaf
stóð Lína sem klettur við hlið hans.
Þá dreif Lína sig til starfa á
Landspítalanum og vann þar fram
yfir sjötugsaldur. Á þeim tíma fór
hún að ferðast með Ferðafélagi ís-
lands og fór þá í erfiðar gönguferðir
og átti hún margar góðar minningar
frá þeim tíma.
Lína var falleg kona og allir sem
kynntust henni minnast hennar fyr-
ir einstaka útgeislun, fallega brosið
hennar og hlýja framkomu. Hún
unni góðum bókmenntum, bæði í
bundnu og óbundnu máli. Síðustu
árin leið hún fyrir slæma heyrn, en
hélt fullri sjón og naut þess að lesa
góðar bækur, jafnt íslenskar sem
erlendar. Hún hafði yndi af að fara í
leikhús og naut þess til þess síðasta,
þrátt fyrir heyrnarleysið, að sjá
góða leiktjáningu og fylgdist ótrú-
lega vel með, en það var sárt fyrir
okkur að sjá hvemig hún dró sig til
baka, þessi skemmtilega kona, sök-
um heyi-narleysis. Mörg áföll hafa
mætt Línu á langri ævi hennar en
þyngst var þegar yngsti sonur
hennar, Þór, féll snögglega frá. Frá
ungum börnum sínum svo fjarri
henni. Hann var búsettur í Banda-
ríkjunum. En Lína bar sorgir sínar
KARÓLÍNA
STEFÁNSDÓTTIR
í hljóði með þeirri sérstöku stillingu
sem hún ávallt sýndi. Við vitum að
nú er hún í faðmi þeirra ástvina sem
á undan eru famir.
Megi Guð launa henni allt sem
hún hefur verið okkur systrum
hennar sem eftir lifa.
Hjartkær systir, hniginn er hinsti ævidagur
hugljúf minning lifir og skín sem geisli fagur
um yndislegu og góðu æskuárin heima
og öll þín mörgu gæði, er liðnar stundir
geyma.
í ástarþökk og trega ég kveð þig heilu hjarta
hjá mér vakir minningin, hlýja fagra og
bjarta,
um elskulega systur og yljar gegnum tárin
við okkar hinstu kveðju og blessa liðnu árin.
(Höf.ók.)
Hinsta kveðja frá systrunum.
Margrét, Jóhanna, Hulda
og Svava.
Þegar mín kæra mágkona er fall-
in frá á áttugasta og öðru aldursári
get ég ekki látið hjá líða að minnast
hennar með nokkrum orðum. Þegar
ég kvæntist Huldu systur hennar
árið 1948 hófum við hjónin búskap í
hluta íbúðar tengdamóður minnar á
miðhæðinni að Bergþórugötu 6b. Á
efri hæðinni bjó Guðlaugur bróðir
Huldu ásamt fjölskyldu sinni, en á
jarðhæðinni bjó Karólína ásamt
eiginmanni og börnum. Tengda-
móður minnar naut því miður ekki
lengi við því hún andaðist árið eftir
að við hófum búskap og var því
mikill missir fyrir Huldu því ég var
flestum stundum fjarverandi vegna
starfs míns til sjós. Þarna á mið-
hæðinni bjuggum við um það bil í
sex ár og áður en við fluttum þaðan
voru börnin okkar orðin tvö. Eins
og gefur að skilja hefur Hulda ung
að árum oft þurft að leita liðsinnis
hjá sér eldra fólki, og ef svo bar
undir var Lína - eins og Karólína
var ávallt kölluð - ævinlega tilbúin
til liðsinnis og að veita alla þá hjálp
sem henni var unnt, þrátt fyrir
þungt heimili sem hún stjórnaði af
mikilli vizku og með slíku jafnaðar-
geði að fátítt má teljast, en hún var
ein af þeim manneskjum sem aldrei
brá skapi og mætti öllum erfiðleik-
um jafnt sem ánægjustundum með
bros á vörum, en brosið hennar
Línu var svo einlægt og fagurt að
þeim sem henni kynntust fer það
seint úr minni.
Lína var ákaflega greind kona og
víðlesin og þar af leiðandi margfróð
um lönd og lýði, en þó sérstaklega
fósturlandið sem hún hafði mikið
dálæti á og dáði fegurð þess og
heilnæmt loftslag, og þegar hún var
orðin ekkja og börnin farin að
heiman fór hún margar ferðir vítt
og breitt um landið með ferðahóp-
um og virtist oft óþreytandi á
gönguferðum, og allt fram á síðasta
dag fór hún flestra sinna erinda
gangandi um götur bæjarins. Lína
virtist mjög heilsugóð fram til
hinztu stundar nema hvað heyrn-
inni fór ört hrakandi og olli henni
oft erfiðleikum, en þrátt fyrir það
þráði hún að sækja leikhús, og þá
virtist henni nóg að sjá leikarana
vel til þess að fylgjast með gangi
leiksins.
Lína kom til okkar Huldu laugar-
daginn 14. nóvember hress og
brosmild að vanda, en á leiðinni
heim kvaðst hún aðeins finna fyrir
svima og fór því heim til að hvílast.
Að morgni þriðjudags veiktist Lína
snögglega á heimili sínu og var flutt
á sjúkrahús þar sem hún hlaut
hægt og kvalalaust andlát innan
tveggja tíma.
Það er öllum eftirsjá þegar góðir
vinir og ættingjar hverfa, hvort
sem þeir eru ungir eða aldnir, en
við lifum í þeirri vissu að nú líður
Línu vel þegar hún er komin í hóp
nánustu ættingja sem á undan eru
gengnir. Megi Guðs blessun varð-
veita hana og minningu hennar um
alla framtíð.
Haraldur Jensson.
Mig langar með örfáum orðum
að minnast móðursystur minnar
Karólínu Stefánsdóttur, sem er lát-
in. Lína systir eins og hún var alltaf
kölluð var ein af þeim konum sem