Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 68
68 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Fyrirheit um framtíðina Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir LIÐSMENN 200.000 naglbíta á góðri stundu. TOIVLIST Geisladiskur NEONDÝRIN Neondýrin, fyrsta breiðskífa hljóin- sveitarinnar 200.000 naglbítar. Nagl- bítarnir eru Vilhelm Anton Jónsson, gítarleikari og söngvari, Kári Jóns- son bassaleikari og Axel Arnason trommuleikari. Þeiin til aðstoðar eru m.a. Heimir Freyr Hlöðversson, Ða- víð Brynjar Franzson, Óskar Guð- jónsson og Hrafnkell Orri Egilsson. Upptökum stýrðu Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Ivar „Bongó“ Ragnars- son, Hrannar Ingimarsson, Ólafur Halldórsson, Gunnar Smári Helgason og Sveinbjörn Bjarki Jónsson. Lög og textar eru eftir Vilhelm. Umslag hönnuðu Ingi Þór Tryggvason og naglbítarnir. 50,50 mín. Sproti gefur út, Skífan dreifir. ENDURNÝJUN í íslensku rokki er hæg og stundum gæti mönnum sýnst sem miðaði frekar aftur á bak en fram á við, ekki síst ef litið er yfír útgáfulista fyrir þessi jól. Innan um er þó stöku sveit sem er að gera eitthvað eftir- tektarvert og þar á meðal fáeinar sem eru að láta í sér heyra í fyrsta sinn. I þeim hópi skarar framúr Akureyrarsveitin 200.000 naglbítar Þórunn P. Jónsdóttir, Júlíus Þórðar- son, Jónas Björgvinsson, Ragnar Örn Emilsson, Hrannar Örn Hauksson og Birgir Baldursson. Öll lög og textar eru eftir Jónas Björgvinsson. Upp- tökur fóru fram í Dynamic Product- ions á Jótlandi í Danmörku. NASA gefur út en Japis dreifir. ÓRAFMAGNAÐ popp er næsta fágætt fyrirbæri í íslensku tónlist- arlífi, og þrátt fyrir að Ummm- hmm geti ekki talist algerlega raf- laus hljómsveit þá leika kassagít- arar, burstaðar trommur og munnhörpur stórt hlutverk á geisladisknum Haust sem hljóm- sveitin Ummhmm gaf út fyrir skemmstu. Haust er ekkert rangnefni á af- urðinni, tónlistin er róleg og angur- vær, djass og tregaskotin, hvergi örlar á sumargleði eða fjörkálfslát- með frumraun sinni sem er í senn bráðskemmtileg og skref inn í nýja tíma. Naglbítamir vöktu fyrst athygli fyrir lagið Hæð í húsi sem varð all vinsælt fyrir ári og síðan Hvítt sem fékk prýðilega spilun í sumar. Sveitin hefur starfað saman í ein sex ár og á þeim árum mótað sér stíl, velt fyrir sér straumum og stefnum þar til hún hefur dottið niður á bráðgott tilbrigði við rokk; grimma gítarkeyrslu með drífandi bassa- og trommufléttum og stöll- uðum söng. Þegar við bætast gríp- andi lög og innihaldsríkir textar getur útkoman ekki orðið nema góð eins og heyra má á frumraun 200.000 naglbíta, Neóndýranum, sem hér er gerð að umtalsefni. Hæð í húsi sem flestir þekkja er prýðilegt popplag með óvenju myrkum texta af popplagi að vera, en í ljósi þess sem ber við á Neón- dýrunum hljómar það sem tíma- skekkja. Strax í upphafslaginu er hlustandi gripinn upp á hnakka- drambinu og hristur ærlega og heldur fram keyrslunni í næstu lögum. Hljóðfæraskipan er einföld, gítar, bassi, trommur, þarf ekki meira til eins og þeir vita sem séð hafa sveitina á tónleikum, en í nokkram lögum er smekklega a um vmattu, nausuo og ofnotkun plastkorta á tregafull- an hátt. Þetta háir disknum ekki að ráði enda era forsendurnar líldeg- ast ekki þær að semja byltingar- kennda tónlist eða texta, lagasmíðar Jónasar era ágætar sem og útsetn- ingar en textarnir taka sig þó oft full alvarlega. „Við erum karlar, við eram konur / við erum eram for- eldrar, dóttir og sonur / við eram eskimóar, svertingjabörn, Ástralir, Kínverjar, / saman við búum þessa jörð.“ Þetta er gamall sannleikur sem sjaldan heyrist nú til dags enda kannski ekki þörf á, textarnir flokk- ast líklegast undir síðhippisma og er það að mestu löstur. Tónlistin er eins og áður sagði vel heppnuð, leikin af tilfinningu og hógværð, hljóðfæraleikarar og reyndar söngvarar einnig trana sér ekki fram en hlúa að góðu samspili skreytt með hljómborðum, sellói eða jafnvel blæstri í trompet eða saxófón. Mesta fjörið er þó í gít- arnum, sem hljómar einkar vel í lagtertukeyrslu eins og í Stjömum 1, 2 og 3 sem opna plötuna. Alíka herbragð er notað víðar á plötunni, til að mynda í Neðanjarðar, þar sem röddun og gítarstæður lyfta laginu í fyrsta flokk og rúmlega það. Ekki má þó skilja þessi orð sem svo að platan út í gegn sé ein- tómt gítarfyllerí; til að mynda er billegur tölvutaktur vel notaður til að gefa rétt andrúmsloft í laginu Hvað er að og svo má telja. Einnig kemur skemmtilega út að skreyta með sellóleik og blæstri. Vilhelm er prýðilegur söngvari og sneiðir oft Úpurlega framhjá til þess að mynda góða heild. Ummmhmm minnir á stundum á Spilverk þjóðanna og lögin Vináttu- bönd, Sunnudagspabbi og Brosið ættu að veita einhverjum skjól fyrir haustvindunum, einnig er lagið Skjárinn skemmtilegt en líður nokkuð fyrir óþægilega rödd Jónasar Björgvinssonar, rödd hans hæfir illa rólegheitunum og ætti betur heima í harðari tegund tón- listar, hins vegar á rödd Þórunnar P. Jónsdóttur ótvírætt vel heima innan um kassagítarana og bursta- trommurnar. Hljóðfæraleikur allur er samstilltur og hógvær, einkum er gítarleikur Jónasar Björgvins- sonar og Ragnars Arnar Emilsson- ar áheyrilegur sem og trommuleik- ur Birgis Baldurssonar. Umslag geisladisksins er skemmtilegt og áherslugildram í söngnum. Annars era textar bráðgóðir og sungnir eins og þeir skipti máli, þó víða séu þeir svo lyklaðir að erfitt er fyrir ókunnugan að greiða úr. Bestu textarnir era einmitt við bestu lög- in, nefni Neðanjarðar og Einn var. Astæða er til að geta um umslag plötunnar; það er bráðvel heppnað og útgáfunni Sprota hefur tekist að marka sér skemmtilegan sérstakan stíl í útliti útgáfna sinna. Ekki fer á milli mála að 200.000 naglbítar eru í mikilli og örri fram- för og Neóndýrin gefa frábær fyr- irheit um framtíðina; 200.000 nagl- bítar hafa til þess alla burði að verða í fremstu röð í íslensku rokki nýrra tíma, þeir lifi! vel unnið, litasamsetning forsíðu og baksíðu gefur forsmekkinn að tón- listinni og ítarlegar upplýsingar á innsíðum era af hinu góða, leiðinleg og illlæsileg leturgerð á innsíðum pirrar lesandann þó, einnig er tölvuunnin mynd af meðlimum sveitarinnar sköllóttum ljót. Haust er rólegur geisladiskur, jafnvel þunglyndislegur á köflum og ekki mjög nýstárlegur, það að syngja um rafgluggann getur ekki talist frumleg iðja, spurningin er hvort disknum sé ætlað að „slá í gegn“ eða hvort hann eigi einfald- lega að vera góð minning um ferð sveitarinnar til Balle á Jótlandi og stemmninguna sem ríkti í hljóðver- inu. Ef svo er getur hann ekki talist annað en vel heppnaður. MYNPBONP Tímaflakk teygt á langinn Göng tímans (Les Couloirs du temps - Les Visiteurs II) Gamaiimynil *v.á Framleiðandi: Alain Terzian. Leik- stjóri og liandritshöfundur: Jean- Marie Poiré. Kvikmyndataka: Christophe Beaucarne. Aðalhlutverk: Christian Clavier og Jean Reno. (122 mín.) Frönsk. Skífan, nóvember 1998. Bönnuð innan 12 ára. UM fimm ár eru liðin frá því að franska gamanmyndin „Les Visite- urs“ náði því marki að verða ein vin- sælasta kvikmynd allra tíma í heima- landi sínu. Því var ekki síst frumleg- um og ævintýra- legum söguþræði að þakka, en þar léku þeir Jean Reno og Christian Clavier miðalda- kappa sem slysuð- ust í tímaferðalag til nútímans. Nú hefur verið gerð framhaldsmynd um þá félaga sem verða fyrir enn meiri skakkaföllum í nýju tíma- flakki. Þessi kvikmynd hefur litlu við skemmtigildi fyrri myndarinnar að bæta, hvorki hvað söguþráð né skopskyn varðar. Einkennist hvort tveggja af hamslausum hamagangi og almennum ofleik leikaranna - að Jean Reno undanskildum. Reno heldur yfirvegun og sýnir mikinn styrk í hlutverki sem annars er langt fyrir neðan hans virðingu. Fyrirmyndar tæknivinnsla og tölvu- grafík telst kvikmyndinni þó til tekna og er til vitnis um að Frakkar hafi náð góðu valdi á þeim mark- aðsvæna bransa. Heiða Jóhannsdóttir Heilagur útlagi Kundun__________________ Siigulegt ilruina ★★★ Framleiðsla: Barbara De Fina. Leik- stjórn: Martin Scorsese. Handrit: Melissa Mathison. Kvikmyndataka: Roger Deakins. Tónlist: Philip Glass. Aðalhlutverk: Tenzin Thuthog Tsar- ong og Gyurme Tethong. 135 mín. Bandarísk. Háskólabíó, nóvember 1998. Bönnuð innan 12 ára. MARTIN Scorsese, einn albesti kvikmyndaleikstjóri heims, tekst í þessari mynd á við sögu Dalai Lama, hins útlæga leið- toga Tíbetbúa. Inn- rás Kínverja í Tíbet laust eftir seinna stríð var hunsuð af heimsbyggðinni á sínum tíma en síð- ari áratugi hefur athygli Vestur- landabúa smám saman beinst að þessu óréttlæti, ekki síst fyrir tilstuðl- an Dalai Lama. Hér er rakin saga hans frá því hann er smábarn þar til hann flýr til Indlands 1959. Myndin er ákaflega vel gerð og handritið geislar af innsæi, áhuga og sögulegri nákvæmni. Tæknivinna og útlit eru óaðfinnanleg og leikstjórn meistarans greinilega styrk sem fyri'. Þetta er löng og alvarleg kvikmynd, en nær að halda athygli áhoifenda þótt hún verði seint talin góð afþrey- ing eða skemmtiefni. Upp úr stendur nærgætin og falleg mynd af sögu framandi menningar og þjóðar. Guðmundur Ásgeirsson ‘Njzturjjafinn Stniðjuvejji 14, HCópavojji, sími 587 6080 í kvöld og laugardagskvöld leika hinir frábæru Ludó og Stefán Opió frá kl. 22—3 Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080 Gísli Árnason verður í Ásgarði - Glæsibæ, föstudaginn 27. nóvember fró kl. 21- 2. Hljómsveitín Upplyftíng leikur fyrir dansi. Árni Matthíasson Skjól fyrir haustvindum TOMLIST Geisladiskur HAUST Haust, fyrsti geisladiskur hljómsveit- arinnar Unimmhmm. Unimhmm crn um vorsins, aðeins angurværð haustsins. Tónlistin er ekki nýstárleg, né viðfangsefnin, rólegar laglínur og stemmningar, raflausar að mestu eins og áður sagði einkenna diskinn, HLJÓMSVEITIN Ummhmm á Jótlandi þar sem breiðskífa hennar var tekin upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.