Morgunblaðið - 27.11.1998, Síða 76

Morgunblaðið - 27.11.1998, Síða 76
J0 [Kftrjir (tfSkr KOSTABOK m eð vaxta þrepum gnwtmmmmmv -setur brag á ‘ sérhvern dag! (f) íii VUURKANKINN MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Bókin er þarfur félagi BÓKIN er þarfur félagi og gott er að geta gripið til hennar á ólíklegustu stöðum og stundum, til dæmis þegar hlé verður á annríki dagsins enda er bókin meðfærileg á alla lund. Ekki er verra að njóta hennar í bland við aðra fæðu, þessa sem er svo nauðsynleg fyrir líkamann, hvort sem hún er fengin á kaffi- húsi eða úr eldhúsinu heima. Lesandinn var svo niðursokkinn í bóklesturinn að hann tók ekki eftir ljósmyndaranum, sem festi kyrrðina á filmu. Viljayfírlýsing um kaup Coca-Cola Nordic Beverages á Vífílfelli ehf. Eignast alla framleiðslu- starfsemi Vífílfells EIGENDUR Vifilfells ehf. hafa undirritað viljayf- h-lýsingu um sölu á öllum hlutabréfum í félaginu til Coca-Cola Nordic Beverages A/S (CCNB) í Danmörku. Með væntanlegum kaupum mun CCNB eignast alla framleiðslustarfsemi Vífílfells og þar með talda verksmiðju þess í Reykjavík. Að sögn Þorsteins M. Jónssonar, framkvæmdastjóra Vífílfells, er kaupverðið ekki gefið upp. Sam- kvæmt lista Frjálsrar verslunar yfir 100 stærstu fyrirtækin var velta Vífilfells á síðasta ári 2.314 milljónir króna. Coca-Cola Nordic Beverages A/S, sem var stofnað 1. október 1997, er í eigu Coca-Cola Company í Bandaríkjunum, sem á 49%, og Carls- berg A/S í Danmörku, sem á 51%. CCNB á nú Coca-Cola verksmiðjur í Danmörku, Svíþjóð, Nor- egi og Finnlandi. Pétur Bjömsson, sem ásamt fjölskyldu sinni á meirihlutann í Vífilfelli, mun áfram eiga sæti í stjórn Vífilfells eftir fyrirhuguð eigendaskipti. Þorsteinn M. Jónsson, sem hefur verið fram- kvæmdastjóri Vífilfells frá ársbyrjun 1996, mun halda áfram að stýra Coca-Cola starfseminni á ís- landi. Þorsteinn segir að helsta ástæðan fyrir því að ákveðið var að selja Vífilfell til CCNB sé stefna Coca-Cola fyrirtækisins, að eiga fyrirtækin sem hafa séð um átöppun fyrir fyrirtækið. „Þetta hef- ur komið til tals í nokkur ár en það varð af því núna þar sem góður samningur náðist og því var ákveðið að láta slag standa á þessum tíma- punkti," segir Þorsteinn en viðræður við Coea- Cola Nordic Beverages hafa staðið yfir með hlé- um síðan í febrúar. ■ CCNB eignast/20 Sameining orkufyrirtækja borgarinnar Rætt um lækkun eiginfj árhlutfalls BORGARYFIRVOLD í Reykjavík eru nú að láta kanna að færa eigið fé nýs orkufyrirtækis borgarinnar nið- ur, en það yrði gert með því móti að fyrirtækið gæfi út skuldabréf sem yrði í eigu borgarsjóðs. Fjárhagsleg staða borgarsjóðs myndi batna um- talsvert við þetta. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hefur verið til skoðunar að færa með þessum hætti allt að 10 milljarða króna frá orku- fyrh-tækjunum til borgarsjóðs. Samkvæmt bókfærðu mati á eign- um Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykjavíkur yrði eigið fé nýja orkufyrirtækisins, sem fyrir- hugað er að stofna um næstu ára- mót, 32 milljarðar. Nú er verið að endurmeta eignimar og liggur þegar fyrir að eigið féð mun við það hækka umtalsvert. Nefnt hefur verið að út- koman úr endurmatinu geti orðið fast að 70 milljörðum, en inni í þeirri tölu er einnig hlutur Reykjavíkur- borgar í Landsvirkjun, sem metinn er á 13 milljarða. Þegar liggur fyrir að borgarsjóður mun fara með hlut borgarinnar í Landsvirkjun eins og hann hefur raunverulega gert allt frá stofnun fyrirtækisins. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar veitustofnana Reykjavíkm-- borgar, sagði að eiginfjárhlutfall hins sameinaða orkufyrirtækis yrði að öllum líkindum yfir 90%, sem væri nánast einsdæmi hér á landi. „Þess vegna hefur verið rætt pm að færa þetta eitthvað niður. Menn hafa nefnt að færa þetta niðuf í 70- 80%. Þetta er meðal þess sem hefur verið rætt, en ég er ekki þar með að segja að það verði gert. Þetta er allt til skoðunar núna,“ sagði Alfreð. Alfreð sagði að endanleg ákvörðun um þetta yrði tekin innan fárra daga. Verði eiginfjárhlutfall nýja orku- fyrirtækisins lækkað með útgáfu skuldabréfs getur borgarsjóður selt það og bætt verulega peningalega stöðu sína. Verði þessi leið farin mun hún væntanlega hafa áhrif á greiðslu afgjalds orkufyrirtækjanna í borgar- sjóð, en þau hafa árlega greitt nokk- ur hundruð milljónir í borgarsjóð. Fjármálaráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga Tekið verði upp formlegt samstarf um efnahagsmál GEIR H. Haarde fjármálaráðherra sagði á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær að tímabært væri að ríki og sveitarfélög tækju upp samstarf um efnahagsmál og öxluðu þannig sameiginlega ábyrgð á einu mikilvægasta hagstjómartækinu, sem væri rekstrar- Afhendingu á dtryggðu raf- magni hætt LANDSVTRKJUN mun hætta af- hendingu á ótryggðu rafmagni til al- menningsveitna 3. desember. Skerð- ing á afhendingu á afgangsorku til stóriðju verður áfram í gildi eftir ára- mótin eins og verið hefur í haust. Þetta kemur fram í frétt Lands- virkjunar í gær. Skerðingunni verður aflétt eftir því sem vatnsbúskapur Landsvirkjunar gefur tilefni til. og fjárhagsafkoma hins opinbera. Fjármálaráðherra og Páll Péturs- son félagsmálaráðherra gagnrýndu báðir í ávörpum sínum á ráðstefn- unni mikinn hallarekstur og skulda- söfnun sveitarfélaga. Geir sagði að ein nærtæk leið til að koma á fót formlegu samstarfi um efnahagsmál væri sameiginleg markmiðssetning af hálfu ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem annars vegar væri stefnt að tilteknum afkomubata og hins vegar að endurskoðun laga og reglna varðandi málefni þar sem um gagn- kvæma hagsmuni væri að ræða. Geir tók fram að þetta væru enn að- eins hugmyndir sem ekki hefðu ver- ið til umfjöllunar í ríkisstjórninni. Meðal dæma sem Geir tiltók um sameiginleg hagsmunamál ríkis og sveitarfélaga sem hefðu jákvæð efnahagsleg áhrif var að fresta greiðslum úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga á góðæristímum og safna fyrningum til þess tíma þegar harðnar í ári. Félagsmálaráðherra sagðist í ræðu sinni telja vel koma til greina, með tilliti til þenslu á sumum lands- svæðum og mikillar skuldasöfnunar sumra sveitarfélaga, að breyta ákvæði grunnskólalaga sem kveður á um að lokið verði einsetningu grunnskólans árið 2002 og fresta því um tvö eða þrjú ár. Verkefnin færð til Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, sagði í samtali við Morgun- blaðið að sér litist ágætlega á hug- mynd fjármálaráðherra. „Við höfum verið að auka samstarf ríkis og sveitarfélaga á mörgum sviðum á undanförnum árum í þeim tilgangi að takast sameiginlega á við þá þætti sem snúa að ríki og sveitarfé- lögum. Eg tel það góða hugmynd hjá fjármálaráðherra að tekið verði upp samstarf á þessum vettvangi og mun að sjálfsögðu mæla með að svo verði gert,“ sagði hann. Vilhjálmur sagði að taka þyrfti rekstrarumfang og tekjustofna sveitarfélaganna til gagngerrar endurskoðunar. Mikilvægt væri að sveitarfélög tækju m.a. til skoðunar hvaða verkefni þau gætu fært yfir til einstaklinga, félagasamtaka og stofnana. ■ Sívaxandi/10 Morgunblaðið/Jón Svavarsson H æfileikakeppni grunnskóla HÆFILEIKAKEPPNI grunn- skóla var haldin í gærkvöldi í Laugardalshöll og var það í ní- unda sinn sem keppnin er haldin. Innan skólanna hefur verið hald- in forkeppni og voru bestu atriði frá hverjum skóla sýnd í úrslitun- um í gær, þar sem myndin er tekin. Hvassaleitisskóli bar sigur úr býtum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.