Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Minnihluti heilbrigðisnefndar gagnrýnir vinnubrögð meirihluta Gagnagrunnsfrum- varpið úr nefnd Morgunblaðið/Ásdís KRISTJÁN Pálsson alþingismaður og Ossur Skarphéðinsson formað- ur heilbrigðis- og trygginganefndar ræða málin. MINNIHLUTI heilbrigðisnefndar gagnrýnir harðlega vinnubrögð meii'ihluta nefndarinnar við af- gi-eiðslu á frumvarpi um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Minnihlutinn segir að meirihlutinn hafí neitað að veita nokkrum aðilum, sem vildu ræða við nefndina, áheyrn. Meirihlutinn gerði tvær breyting- artillögur við frumvarpið, aðra til að tryggja aðgengi íslenskra visinda- manna að gagnagrunninum með öðr- um hætti en í frumvarpinu og hina um það að samkeyrsla upplýsinga úr erfðafræðigrunni við heilsufarsupp- lýsingar úr gagnagrunninum fari eft- ir sérstöku vinnuferli samþykktu af tölvunefnd og óháðum aðila. Nefndin afgreiddi frumvarpið frá sér í gær. Óssur Skarphéðinsson, formaður heilbrigðisnefndar, sagði að Mann- vernd, Læknafélag Reykjavíkur, Læknafélag íslands, Siðfræðiráð LI og læknadeild Háskólans hefðu ósk- að eftir að senda fulltrúa til fundar við nefndina. Þessu hefði meirihluti nefndarinnar hafnað. Minnihlutinn hefði einnig óskað eftir að vísinda- siðanefnd og Tölvunefnd kæmu til fundar við nefndina, en meirihlutinn hefði einungis fallist á að hitta full- trúa Tölvunefndar. Meirihlutinn hefði hins vegar óskað eftir að fá einn höfunda álits Lagastofnunar á fund nefndarinnar, svo og fulltrúa frá íslenskri erfðagreiningu. Brot á vinnuhefðum í þinginu Össur sagði að full þörf væri á að ræða ýmis atriði frumvarpsins betur, sérstaklega í ljósi þeiira breytinga sem meirihluti nefndarinnar legði til að gerðar yrðu á frumvarpinu. „Þessar breytingar varða sam- tengingu heilsufai'supplýsinga og sérstakra erfðaupplýsinga sem starfsleyfishafínn aflar utan sjúkra- skrár. Með öðrum orðum er verið að setja erfðaupplýsingar inn í grunn- inn, sem ekki voru þar áður. Þetta teljum við vera grundvallarbreyting- ar á frumvarpinu. Áhættan sem felst í þátttöku einstaklinga í gagna- grunninum stóreykst við að þessar upplýsingar koma inn í grunninn. Því er haldið fram af meirihlutanum að svo sé ekki. Við vildum ganga úr skugga um þetta með þvi að nefndin kallaði eftir áliti séríræðinga. Öllum óskum okkar um að fá sérfræðinga á sviði erfðavísinda til fundar við nefndina hefur verið neitað. Hér er verið að brjóta lýðræðis- legar vinnuhefðir í þinginu. Það er verið að brjóta á rétti minnihlutans, sem er mjög sjaldgæft í svona vinnu. Það er sjaldgæft að meirihlutinn neiti að rannsaka mál og meini minnihlutanum að kalla á sérfræð- inga til skrafs og ráðagerða,“ sagði Össur. Bryndís Hlöðversdóttir alþingis- maður sagði að minnihlutinn hefði lagt áherslu á að fá Reyni Arngríms- son, sérfræðing á sviði erfðavísinda, á fund nefndarinnar, en hann hefði bent á, að ef setja ætti inn í gagna- grunninn erfðafræðilegar upplýsing- ar aðrar en þær sem eru í sjúkra- ski’á, væri líklegt að inn í grunninn færu upplýsingar sem hefðu ekkert með heilsufar að gera. Bryndís sagði mjög líklegt að þetta kollvarpaði persónuverndinni. Það hefði verið nauðsynlegt að nefndin færi betur ofan í þessa hlið málsins. Ögmundur Jónasson alþingismað- ur sagði að við aðra umræðu um málið hefði komið fram ósk um að fulltrúi frá Ríkisendurskoðun kæmi til fundar við nefndina vegna þess að efasemdir hefðu komið fram um að þær tölur sem hefðu verið nefndar um fjárhagshlið málsins væru réttar. Meirihlutinn hefði ekki orðið við þessum óskum. Guðný Guðbjörnsdóttir alþingis- maður sagði að afgreiðsla meirihluta nefndarinnar á frumvarpinu væri því furðulegri í ljósi þess að frumvarpið yrði ekki tekið fyi'ir í þinginu við 3. urnræðu fyiT en í fyrsta lagi á þriðju- dag. Minnihlutinn hefði verið tilbú- inn til að ræða það áfram um helgina og á mánudaginn. Aðgangur innlendra vísinda- manna á sérkjörum Meirihluti heilbrigðis- og trygg- inganefndar hefur lagt fram tvær breytingartillögur á frumvarpinu. I fyi'sta lagi er lögð til breyting sem miðar að því að tryggja aðgengi ís- lenskra vísindamanna að miðlægum gagna- grunni með öðrum hætti en ráð var gert fyrir í frumvarpinu. Sú breyting felur í sér, að sögn Sivjar Friðleifs- dóttur, varaformanns nefndarinnar, að ákvæði frumvarpsins um svokallaða aðgeng- isnefnd verði tekið út en í stað þess lagt til ákvæði þess efnis að samið verði um aðgengi innlendra vísinda- manna á sérstökum sérkjörum, þ.e. lægri kjörum en markaðsverði, í samningum milli væntanlegs starfs- leyfishafa, heilbrigðisstofhana og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs- manna. „Þessi útfærsla er í samræmi við tillögu fyrsta minnihluta nefndar- innar þ.e. Össurar Skaiphéðinssonar og Ástu R. Jóhannesdóttur, þing- flokki jafnaðannanna," segir hún og bætir við: „Sérstök nefnd, rekstrar- nefnd sem getið er um í frumvarpinu, á að gæta hagsmuna okkai- vísinda- manna í þessum samningum.“ Siv getur þess einnig að full sam- staða sé um það í heilbrigðisnefnd að tryggja beri aðgengi vísindamanna að grunninum með þessum hætti og að þefr fái að nota grunninn á sér- stökum kjörum. „Það yerður litið á þessi kjör sem hluta af endm'- greiðslu starfsleyfíshafa fyrir afnot af upplýsingum úr sjúkraskrám," út- skýrir hún. í öðru lagi leggur meirihluti nefndar- innar til að sam- keyrsla upplýsinga úr erfðafi’æðigrunni við heilsufarsupplýsingar úr miðlægum gagna- grunni fari eftir sér- stöku vinnuferli sem samþykkt yrði fyi-h’fram af tölvunefnd og óháðum aðila til að tryggja persónuvemd. Siv tekur fram að milli fyrstu og annarr- ar umræðu um frumvarpið hafi verið ákveðið að slíkt ferli ætti að fara fram þegar samkeyra ætti upplýs- ingai' úr ættfræðigranni við heilsu- farsupplýsingar. „Þessar breytingar eru lagðar til í þeim tilgangi að gera vinnu sem þessa einfaldari. Það er að segja að í stað þess að starfsleyfis- hafí þurfí jafnvel daglega eða oftar að fá heimild tölvunefndar til að samkeyra hluta af sínum erfðafræði- upplýsingum eða hluta af ættfræði- skrám við heilsufarsupplýsingarnar þurfi hann að fylgja sérstöku vinnu- ferli sem tölvunefnd og óháður aðili þurfa að samþykkja,“ segh- hún og bætir við að auk þess hafi tölvunefnd fullar heimildir til að hafa eftirlit með grunninum þegai’ hann er í rekstri. Siv tekur fram að ekki sé verið að steypa saman heilsufarsgrunninum og ættfræði- og erfðafræðigrunninum í einn stóran nýjan grunn. „Hér er um þrjá algjörlega aðskilda grunna að ræða og þegar hlutar úr þeim verða keyrðir saman verður það gert eftir áðurnefndu vinnuferli.“ Ekki ástæða til að kalla til gesti Hún leggur áherslu á að einungis sé um tæknilega breytingu að ræða en ekki neina grundvallarbreytingu eins og þeir sem séu andsnúnir mál- inu vilji láta í veðri vaka. Af þeim sökum hafi ekki verið ástæða til þess að kalla til gesti á fundi heilbrigðis- nefndar í gær, sem þegar hefðu komið á fund hennar og sent inn um- sagnir. „Yið fengum þó gesti til okk- ar bæði á fund okkar í morgun og í hádeginu til að ræða báðar breyting- artillögurnar.“ Siv segir að gagnagrunnsmálið sé nú komið úr nefnd, og því tilbúið til þriðju umræðu, og telur að með grunninum verði um nýtt rannsókn- artæki að ræða sem innlendir og er- lendis vísindamenn geti notað til að stunda öflugri rannsóknir í þeim til- gangi að bæta heilsu fólks og heil- brigðisþjónustuna. ALÞINGI Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar 390 milljóna kostnaðarauki vegna launa BREYTINGARTILLÖGUR meiri- hluta fjárlaganefndar Alþingis gera ráð fyrir tæplega 390 milljóna króna kostnaðarauka vegna launa- leiðréttinga. Enn á eftir að fara yfir nýgerða kjarasamninga við meina- tækna og önnur fámennari félög há- skólamenntaðra starfsmanna á sjúki’ahúsunum. Vinna við endur- mat í tengslum við áhrif launabóta til lækna á útgjöld sjúkrastofnana stendur yfir. í framsöguræðu Jóns Ki-istjáns- sonar, formanns fjárlaganefndar, við aðra umræðu fjárlagafrum- varpsins kom fram að launaliðurinn hefði reynst fjárlaganefndinni erfið- ur viðfangs og enn væru ekki öll kurl komin til grafar. í fjárlaga- frumvarpinu væri gert ráð fyrir 300 m.kr. á óskiptum lið til verðbóta á laun. „Nú er að auki farið fram á 104 m.kr. til að bæta launakostnað framhaldsskóla en það er til leið- réttingar forsendum sem lagðar voru til grundvallar í reiknilíkani við skiptingu á fjárveitingu til skól- anna á fjárlögum árið 1998. Þá er farið fram á tæplega 200 m.kr. til að bæta vanmetinn kostnað við kjara- samninga hjúkrunarfræðinga og 54 m.kr. vegna stofnana fatlaðra. Loks eru 30 m.kr. vegna áhrifa nýlegra kjarasamninga á launakostnað fangavarða,“ sagði Jón. Hann tók fram að enn ætti eftir að líta til nýlegra kjarasamninga meinatækna og annarra fámennari félaga háskólamenntaðra starfs- manna sjúkrahúsann. Fyrir utan að endurmat færi fram í tengslum við áhrif launabóta til lækna á kostnað sjúkrahúsanna. Jón vék máli sínu að því hversu hröð þróun hefði orðið í safnamálum á undanfórnum árum. Fjárlaga- nefnd hefðu fundið fyi’ir því að fast- mótaðar reglur skorti um þátttöku ríkissjóðs í starfseminni. „Ég full- yrði að það er pólitískur vilji til þess að ríkisvaldið komi að þessum mál- um ásamt heimamönnum. Hins veg- ar er nauðsyn að um þessi mál gildi reglur sem mismuna ekki þeim aðil- um sem leita eftir stuðningi." Ríkið móti stefnuna Ekki fer hjá því að því er fram kom í máli Jóns að leitað sé til fjár- laganefndar vegna framlaga til meðferðarstofnana. Eðlilegt sé að ríkisvaldið veiti stofnununum stuðn- ing og hafi fjárlaganefnd reynt að vinna í þeim anda. „Hins vegar vill meirihluti nefndarinnar undirstrika nauðsyn þess að ríkisvaldið geri samninga um þessa aðstoð við viðkomandi meðferðarheimili þar sem tekið er tillit til þess um hvers konar með- ferðarúrræði sé að ræða, og með- ferðin sé viðurkennd af þar til bær- um yfirvöldum. Þetta er nauðsyn til þess að samræmi sé í aðstoð rík- isvaldsins við þessar stofnanir í framtíðinni." Hann sagði að af þeim málum á útgjaldalið sem kæmi til umræðu milli annarrar og þriðju umræðu mætti nefna að fjallað væri á vett- vangi ríkisstjórnarinnar um hækk- un tryggingabóta og mjmdu niður- stöður þeirrar vinnu berast íjár- laganefnd fyrir þriðju umræðu. í öðru lagi væri starfshópur sem sett- ur hefði verið á fót fyrir ári að leggja síðustu hönd á skýrslu um vinnu sína við sjúkrahúsin og myndi fjárlaganefnd fara yfir niðurstöð- urnar milli annarrar og þriðju um- ræðu. Minnihlutiun með viðbótartillögur Kristín Halldórsdóttir, Samtökum um kvennalista, mælti fyrir breyt- ingartillögum minnihluta fjárlaga- nefndar á fjárlagafrumvarpinu. Eins og áður hefur komið fram styður minnihluti nefndarinnar margar breytingartillögur meirihlutans en auk þess leggur hann til breytingar sem nema samtals um 780 milljónum króna til hækkunar. Þar af eru lagð- ar til 34,6 m.kr til Háskóla íslands og ætlaðar til hækkunar á liðnum rannsóknamám. í máli Kristínar kom m.a. fram að minnihlutinn gagnrýnir hlut ör- yi-kja í fjárlagafrumvarpinu og benti á að enn væri ekki hægt að sjá hvernig ríkisstjórnin ætlaði sér að standa við fyrirheit um að draga úr tengingu tekjutryggingar við tekjur maka. Þá gagnrýnir minni- hlutinn of lágt framlag til Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra sem og auk- ið framlag til að mæta uppsöfnuð- um fjárhagsvanda Ríkisspítalanna og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Sagði Kristín að uppsafnaður vandi sjúkrahúsanna tveggja í Reykjavík næmi samtals rúmlega einum millj- arði króna í lok þessa árs að teknu tilliti til framlags á íjáraukalögum. „Verði ekkert að gert stefnir því í uppsafnaðan halla sem nemur 1,6 milljörðum króna í árslok 1999 miðað við óbreyttan rekstur sjúkrahúsanna. Minni hlutinn var- ar alvarlega við afleiðingum þess og boðar breytingartillögur við 3. umræðu ef sýnt verður þá að meiri hlutinn skirrist við að taka á vand- anum.“ Önnur umræða heldur áfram í dag Stjórnarandstæðingar sögðu á þingfundi eftir hádegi í gær að þingstörfm væru í uppnámi fram að jólum vegna þess að meirihluti heilbrigðis- og trygginganefndar hefði hafnað óskum minnihlutans fyrr um morguninn um að kalla til sérfræðinga á fundi nefndarinnar vegna gagnagrunnsfrumvarpsins. Af þessum sökum dróst önnur um- ræða um fjárlagafrumvarpið fram eftir degi og tókst ekki að Ijúka henni í gær, eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Önnur umræða held- ur því áfram í dag og að henni lok- inni verða tekin fyrir einstök þing- mál sem bíða fyrstu umræðu. Sverrir Hermannsson um dóm Hæstaréttar Kvótaúthlut- unin gagnstæð stjórnar- skránni SVERRIR Hermannsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, segir að í lagafrumvarpi ríkisstjórnai-innar um fiskveiðistjórnun í kjölfar dóms Hæstaréttar sé veigamesti þáttur dómsins sniðgenginn, því í honum sé skýi’t gefið til kynna að úthlutun kvóta samkvæmt núgildandi lögum sé gagnstæð stjórnarskránni. Sverrir segir að þefr þingmenn sem ljái frumvarpinu stuðning sinn séu vísvitandi að brjóta stjórnar- skrána og rjúfa drengskaparheit það sem þeir unnu við upphaf þing- setu sinnar. Þetta kom fram í yfir- lýsingu Sverris á almennum stjórn- málafundi í Keflavík á fimmtudag. Svemr segir að Hæstiréttur hafi með dómi sínum kveðið ótvírætt á um valdmörk Alþingis._ „En Hæsti- réttur gerði meira. í forsendum dómsins notar réttm-inn hugtak, sem hefir rýmri merkingu en úr- lausn fyrirliggjandi máls kallaði eft- ir. Þetta hugtak er bæði notað í af- dráttarlausum ákvæðum 1. gr. lag- anna um að úthlutun veiðiheimilda skapi ekki varanlegan eignarrétt, og í 7. gr. um úthlutun sjálfs kvót- ans. Með notkun orðsins veiðiheim- ild gefur rétturinn skýrt til kynna, að kvótaúthlutunin skv. lögunum er einnig andstæð stjórnarskránni. Orðfærið og merking þess liggur svo í augum uppi að allfr skilja sem skilja vilja.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.