Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 55
H LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 55 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR l 1 + Forni var fædd- ur í Haga í Að- aldal 16. nóvember 1907. Hann lést á Sjúkrahúsi Þingey- inga á Húsavík 8. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jakob Þor- grímsson frá Nesi, f. 29. 3. 1877, d. 7.11. 1926, bóndi í Haga og Sesselja Jónasdóttir frá Hrauni, f. 7.2. 1873, d. 17.6. 1953, hús- freyja í Haga. Al- systkini Forna voru: Þorgeir, Jóna, Andrés og Jónas. Hálf- systkini Forna samfeðra voru: Ragnar, Karl, Jón, Adam og Hólmfríður. Þau eru öll látin. Forni kvæntist 18. ágúst 1936 Margréti Hjálmarsdóttur, f. 30. ágúst 1918 (þau slitu samvistir). Foreldrar hennar voru Hjálmar Lárusson, f. 22.10. 1868, d. 10.8. 1927, ættaður úr Húnavatns- sýslu og Anna Halldóra Bjarna- dóttir af Ströndum, f. 16.4. 1888, d. 7.3. 1963. Börn þeirra eru: 1) Jón, f. 19.4. 1936, kona hans Bergljót Hallgrímsdóttir, f. 1.3. 1952. Þau eiga 4 börn. 2) Hjálmar Jakob, f. 4. 12. 1937, kona 1, (slitu samvistir) Svan- hildur Sveinbjörnsdóttir, f. 1.5. 1947. Þau eignuðust 3 börn. Kona 2, Hulda Kristinsdóttir, f. 18.6. 1947. 3) Anna, f. 22. 4. 1940, maki 1, (slitu samvistir) Sigtryggur Jónsson, f. 16. 5. Þegar senn líður að þvi að ný öld hefjist er ekki úr vegi að láta hugann reika til kynslóðarinnar, sem fæddist í upphafi þessarar aldar, en sú kyn- slóð er eins og öldin óðum að kveðja. Þessi kynslóð er stundum nefnd aldamótakynslóðin og hún hefur áunnið sér verðugan sess í íslands- sögunni fyrir að hafa tileinkað sér margvíslegri verkkunnáttu og tækni- þekkingu en nokkur kynslóð á Is- landi fyrr eða síðar. Með henni fædd- ist bjartsýni og stórhugur um að byggja betra þjóðfélag á Islandi. Vegir voru lagðir yfir áður veglaust land, byggðar brýr á fljótin, sem höfðu verið farartálmar frá alda öðli. Horfið frá þvi að endurbyggja enn einu sinni torfhúsin, sem höfðu hýst kynslóðirnar mann fram af manni en í þess stað byggð hús úr varanlegu efni. Skólar voru reistir til að mennta unga fólkið. Heiti þeiiTa ber vott um að þessi kynslóð var stolt af uppruna sínum og heimabyggð; Héraðsskólar, Alþýðuskólar. Stolt þessarar kyn- slóðai’ var ekki síður íslenskt skipafé- lag, íslenskur háskóli og íslensk menning. Þegai’ ég minnist tengda- föður míns Forna Jakobssonar koma mér í hug þeir eiginleikar sem hans kynslóð þurfti að hafa til að koma öllu þessu í verk. Þar á ég við eigin- leika eins og vinnusemi, handlagni, nægjusemi og bjartsýni. Þessa eigin- leika hafði Forni í ríkum mæli. Hann var alla tíð bóndi en stundaði einnig sjóinn eftir að hann fluttist til Breiðuvíkur á Tjörnesi en þar var all- góð lending. Forna líkaði reyndar sjómennskan svo vel að hann hélt henni áfram eftir að hann flutti fram í dalinn sinn aftur. Hann stundaði grásleppuveiðar frá Tjörnesi hvert vor á meðan honum entist heilsa. Það var eitt af merkjum þess að vorið væri að koma þegar karl fór að tygja sig í grásleppuna. Fomi var orðinn hálfsjötugur þegar ég kynntist hon- um fyrst. Hann var lágvaxinn og grannur og lotinn í herðum. Göngu- lagið rösklegt, eilítið vaggandi, hand- takið hlýtt og tillitið kankvíslegt. Aidrei sá ég hann öðruvísi en vinn- andi ef einhvers staðar var þörf fyrir handtak og hann var furðu fundvís á hana. Forni hafði samt alltaf tíma til að setjast niður og spjalla, sagði þá gjai’nan hnyttna sögu um sjálfan sig og samferðamennina og fylgdi stund- um vísa með. Uppáhalds umræðuefni hans voru þó verklegar framkvæmd- ir. Hann gat lýst því mjög nákvæm- 1925, d. 25.2. 1989. Þau eignuðust þrjár dætur. Maki 2, Vor- sveinn Dalmann Friðriksson, f. 28.6. 1934. 4) Sigtryggur Pétur, f. 17.9. 1941, kona hans Lilja Björk Tómasdóttir, f. 22. 2. 1953. Þau eiga 3 börn. 5) Nanna, f. 11.8. 1948, hennar maður er Eiður Arnason, f. 2.10. 1946. Þau eiga tvö börn. 6) Sesselja, f. 7.6. 1951, hennar maður er Gestur Halldórsson, f. 1.7. 1937. Þau eiga 3 syni. Barnsfaðir Sævar Austíjörð Harðarson. Þau eign- uðust einn son. Forni var í vinnumennsku á unglingsárum, mest í Nesi og Austurhaga í Aðaldal og á Ás- mundarstöðum á Melrakka- sléttu. Forni stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum 1930-32 og gerðist síðan bóndi. Forni og Margrét hófu búskap í Haga, 1935, bjuggu í Saltvík 1936, Breiðuvík á Tjörnesi 1937-1944. Aftur fluttu þau í Haga og bjuggu þar 1944-952 á móti móður Forna, Sesselju, og bróður hans, Andrési, en 1952 fluttu þau á nýbýli sem Forni reisti á hluta úr Haga og nefndi Fornhaga. Útför Forna fer fram frá Nes- kirkju í Aðaldal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. lega hvemig eitthvað hafði verið framkvæmt og þá ekki síður hafði hann gaman af að ræða hvernig best væri að bera sig að við ákveðið verk. Veiðisögur voru líka mikið sagðar, enda Fomi alinn upp á bökkum Lax- ár og kunni vel að glíma við þá stóru. Forni ólst upp í stómm systkinahópi og voru þau öll sett til vinnu um leið og geta leyfði að þeirra tíma hætti. Sem dæmi um það er vísa sem Jakob faðir Foma gerði er hann var við slátt ásamt sonum sínum en eldri bræður Foma töldu hann lélegan við sláttinn. Víst er Fomi vænn að slá vanur fleiri störfum. Bæðistöngogbyssusá brúkar eftir þörfum. Það er ekki gott að segja hvað Forni hefur hugsað þegar þessi stelpa, sem hér skrifar, fór að ráðskast bæði utanbæjar og innan á ættaróðali hans, sem hann lét sér jafnan annt um og hafði alltaf í sjón- máli. Aldrei lét hann þó á sér heyra að honum líkaði ekki eitthvað sem gert vai’ á bænum og var alltaf boð- inn og búinn að hjálpa stelpunni, beð- inn eða óbeðinn. Ég minnist eins skiptis í byrjun desember eins og nú er. Ég hafði verið að hyggja að hross- unum og fann þá fallegasta trippið mitt afvelta og bjargarlaust á svell- bunka úti í haganum. Er ég heldur áhyggjufull yfir þessu þegar Forna ber að garði og spyr hann að vanda hvað sé títt. Eg segi honum að eitt hrossið mitt sé í vanda statt og ég verði að fá liðsauka af öðrum bæjum til að bjarga hestinum. Forni verður aðeins hugsi við en segú’ svo að okk- ur hljóti að takast að bjarga hross- inu, það þurfi bara nóg af spottum og múl á trippið. Hann er svo ekkert að tvínóna við þetta heldur finnur kaðla og ég kem með múl og síðan pauf- umst við í rökkrinu og komum bönd- um á trippið og náum að draga það að landi og var það fegið að hafa fast land undir fótum. Forni var orðinn lasburða þegar þetta var og ekki fær um að standa í stórræðum en löngun- in að hjálpa og takast á við verkefnið var öllu yfirsterkari. Það mátti því ekki á milli sjá hvorf okkar var ánægðara með afrekið, ég að hafa heimt uppáhaldshrossið heilt á húfi, hann að hafa enn einu sinni getað orðjð að liði. Ég minnist þess einnig að hann lagði sig fi’am um að ræða við mig um hestamennsk'u þó að það væri ekki hans áhugamál. Þá greip hann gjaman til frásögunnar. Þar má nefna söguna um dráttarhestinn hans sem var svo skapvondur og erf- iður í járningu að hann sveiflaði þeim Sæþóri í Austurhaga eins og fisi er þeir voru að jáma hann og til hvaða ráða þeir hefðu gi’ipið til að sjá við honum svo skeifurnar komust á sinn stað. Forni dó aldrei ráðalaus, enda sagði nágranni hans um hann: „Það er ekkert það til sem Forni getur ekki lagað með vasaklútnum.“ Aðra sögu sagði hann um þann sama hest er hann öslaði snjóinn með sleðann í eftirdragi í lestarferð frá Húsavík, óbugandi að troða slóðina fyrii’ hina hestana og í það skiptið stolt eigand- ans. Forni bjó aldrei stóru búi en notadrjúgu og sjómennskan togaði alltaf í hann bæði sem áhugamál og bjargi’æðisvegur. Sjómennskan veitti honum lífsfyllingu og margar sögur sagði hann af sjósókn sinni og Bjart- mars á Sandhólum, vinar síns og ná- granna í Breiðuvík og útgerðarfélaga við gi’ásleppuveiðarnar. Þegar hann bjó í Breiðuvík reri hann á árabát og sótti allt út að Mánáreyjum, sem taldist æðimikil harðfylgni. Á vorin lagði hann fyrir sel sem var gott bús- ílag. Sjórinn var gjöfull ef menn höfðu kjark og áræði til að sækja hann og það hafði Fomi í ríkum mæli. Ef til vill voru árin í Breiðuvík bestu búskaparár hans, því þar var glíman við náttúruöflin óvægin en ögrandi að takast á við. Eftir að Forni flutti aftur fram í Aðaldal vann hann jafnhliða búskapnum einkum við byggingai’vinnu. Þau voru ófá íbúðar- og peningshúsin í sveitinni sem hann vann við jöfnum höndum tré- og múrverk. Fyrsta húsið sem hann fékkst við að byggja var íbúðar- húsið í Haga árið 1929. Yfu’smiður þar var Þorgeir eldri bróðir Foma og var þetta hús ætíð eftiriæti þeirra Hagabræðra og margar sögur sagði Forni mér um hvernig þeir tókust á við að byggja hús úr varanlegu efni þar sem íyrri tíma verkkunhátta um smíði torfbæja var ekki lengur not- hæf. Hvemig koma þurfti aðfluttu efni eins og timbri og jámi yfir óbrú- aðar ár. Allt þetta leystu þeir bræður svo vel af hendi að húsið er ennþá sveitarprýði á meðan mörg nýrri hús hafa grotnað. Oft var strokið létt yfir spýtu eða vegg og athugulum augum rennt yfir viðhald og viðgang hússins þegar komið var í Haga eins og til að minnast liðinna daga og verkefna, sem færðu þeim bræðmm inntak lífs- fyllingar, að fá að spreyta sig. Þrátt fyrir að standa alltaf fóstum fótum í veraleikanum og brynja sig hæfilega gegn áfóllum, sem alltaf koma upp á í lífi hvers manns, var Forni tilfinn- ingamaður. Hann sveipaði sig að hluta með blæju spaugsemi, sem var stundum dálítið gróf, en hann var líka tilbúinn að viðurkenna og takast á við það sem honum fannst hann ekki hafa gert nógu vel. Fomi var hagmæltur og gerði oft tækifærisvísur en hirti lítið um að halda þeim til haga. í visum hans endurspeglast persónuleiki hans, annars vegar tilfinningasemi og hins vegai’ laumháðsk tvíræðni. Hér kem- ur ein vísa sem dæmi um síðari eigin- leikann: Elsku Helga æ og nú áttuaðforðastvoðann. Súptu á aðeins svo að þú sjáir morgunroðann. Vorið 1986 fékk Forni slag, sem leiddi til þess að hann lamaðist öðr- um megin og náði ekki heilsu aftur. Það vai- erfitt hlutskipti fyrir þennan léttfætta mann að verða bundinn við rúmið. Hann sneri sér þó að því verk- efni að lifa með fotlun sinni og las bækur á meðan hann hafði þrek til. Stofufélagar voru honum líka upp- spretta samræðna og minninga úr gamla tímanum. Afkomendur Forna eru orðnir margir. I upphafi næstu aldar munu fæðast afkomendur hans í 4. og 5. lið. Það verður hin nýja aldamótakynslóð. Þeirri kynslóð vil ég tileinka þessa vísu eftir Forna og vona að bjartsýnin sem í vísunni felst erfist til hennar: En nýir stofnar rísa af sterkum rótum. Rjóðrið klæðist gróðri er aftm- vorar. A bökkum Laxár standa fóstum fótum í faðmi dalsins hinir ungu sporar. FORNI JAKOBSSON KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR + Kristín Benediktsdóttir fæddist á Hömrum í Hauka- dal, Dalasýslu, 14. febrúar 1917. Hún Iést 1. desember síðastlið- inn og fór útför hennar frarn frá Áskirkju 7. desember. Elsku amma Stína, þú varst besta langamma í heimi, ég á margar minningar um þig frá því þú bjóst í Álfheimum, þá bakaðir þú bestu brúntertu í heimi. Elsku amma mín, nú ferðu upp til Guðs og fylgist með þeim sem þú elskar, þú varst alltaf svo góð við alla. Ég sakna þín mikið og þá er gott að eiga margar minn- * ingar um þig. Elsku amma Stína, seinna meir hittumst við á ný, því á endanum förum við öll sömu leið. Ég kveð þig með þessu ljóði. Hvfl þú í friði amma mín. Guð mun vera með þér og fylgja þér um himnaríki. Eg mun aldrei gleyma þér. Seinna munum við hittast á ný. Kveðja, þín Sylvía Lind Stefánsdóttir. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið gi’einina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugi’ein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra i blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegs sambýlismanns míns, föður, fósturföður og bróður, MAGNÚSAR GUÐLAUGSSONAR, Hjallabrekku 3, Ólafsvík, til heimilis í Lautasmára 3, Kópavogi. Lydía Fannberg Gunnarsdóttir, Ómar Ingi Magnússon, Óskar Örn Gíslason, systkini og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir tii allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ÞÓRÐAR GUÐJOHNSENS. Friðjón Guðjohnsen, Gíslína Ólafsdóttir, Dóra Jakobsdóttir Guðjohnsen, Kristín Guðjohnsen, Stefán Guðjohnsen. t Hugheilar þakkir flytjum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTMUNDU MARKÚSSON, Sólheimum 27, Reykjavík. Sérstakar og innilegar þakkir færum við starfsfólki á Vífilsstaðaspítala fyrir nærfærna og kærleiksríka umönnun hennar í mörg ár. Óli Eysteinn Markússon, Barbara Markússon, Nína S. Markússon, Jón Magnús Gunnlaugsson og barnabörn. Bergljót Hallgrímsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.