Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 59~ AÐSENDAR GREINAR Stóriðja og þjóðarhagur FYRIR skömmu fjallaði ég hér á síðum Morgunblaðsins um áhrif stóriðjuáforma á þjóðarhag. Iðnaðarráð- herra brást við skrifum mínum með þeim hætti að ég þarf að skýra betur nokkur atriði málsins. Viðbrögð ráðherra Umfjöllun mín var á grundvelli erinda þeirra Páls Harðarson- ar hagfræðings og iðn- aðarráðherra sem flutt voru á ráðstefnu ný- lega. I þessum ei'indum voru m.a. kynnt dæmi um áhrif stóriðjufram- kvæmda á þjóðarhag. Niðurstaða greinar minnar var sú að ég teldi mikilvægt að skoða betur þær aðferðir og viðmiðanir sem not- aðar eru til að meta þjóðhagsleg áhrif stóriðjuvera. Það mátti lesa það af orðum mínum að ég tel að hugsanlega geri iðnaðarráðhen’a of mikið úr þjóðhagslegum ávinningi af stóriðju. Ég kann að meta skjót og skýr viðbrögð iðnaðarráðherra við grein minni, en efnislegar ábendingar hans hafa ekki breytt niðurstöðu minni um nauðsyn þess að tekið verði saman greinargott yfirlit um þær aðferðir sem nota má til að meta þjóðhagslega arðsemi stór- iðjuvera. Varanlegur ávinningur Ég er sammála iðnaðarráðhen'a um að það er varanlegur þjóðhags- legur ávinningur sem skiptir máli. Ég nefndi orðið „varanlega" fjórum sinnum í grein minni og hafi iðnað- arráðherra talið að ég væri að fjalla um annað en varanlegan ávinning, þá var það misskilið. Skammtíma snörp uppsveifla í efnhagslífinu vegna byggingaframkvæmda getur gert meiri skaða en gagn, eins og reynslan sýnir. Stórar tímabundnar framkvæmdir draga til sín aflvaka úr öðrum atvinnugi’einum og geta með þeim hætti haft neikvæð lang- tímaáhrif á þjóðarbúskapinn, þótt einhverjir einstaklingar og fyrir- tæki fái tímabundið meira í budd- una sína. I gi'ein minni vísaði ég í tiltekin dæmi um áhrif stóriðju á tekjur á hvern íbúa hér á landi miðað við ár- ið 2006, sem ég reiknaði á grund- velli upplýsinga sem fram komu í máli Páls Harðarsonar hagfræð- ings, sem unnið hefur greinargerð um þessi mál fyrir Landsvirkjun, og iðnaðai-ráðhen-a. Ég taldi að þó að forsendur væru ekki þær sömu í þeim dæmum sem ég sýndi, þá gæfu niðurstöður þeirra tilefni til að staldra við og spyrja hvað sé rétt aðferð og viðmiðun í slíku mati. Iðn- aðairáðherra bendir á í grein sinni að forsendur í mínum samanburði séu ólíkar og gefur til kynna að þess vegna sé alvarleg villa í málflutningi mínum. Það er rétt hjá iðnaðarráðherra að forsendur í dæmum mínum voru ólíkar, enda var það skýrt í grein minni. Hvort samanburðardæmin sem ég kynnti gera orð iðnaðarráð- herra tortryggileg, eins og hann virðist telja, vil ég ekki leggja mat á. Hitt er víst að gagnlegt væri að gera útreikninga með þeim hætti að bera megi saman niðutstöður á grundvelli sömu forsendna. Vonandi kemur iðnaðarráðherra því til leið- ar. títtekt Þjóðhagsstofnunar í grein sinni vísar iðnaðaiTáð- herra í úttekt Þjóðhagsstofnunar á því hvaða áhrif það hefði á þjóðar- hag ef álver Norðuráls yi'ði stækk- að og ef álver í Reyðarfirði yrði Ti-yggvi Felixson byggt í tveimur áföng- um. Samtals er sú fjár- festing sem þessu fýlg- h' talin verða um 180 milljarðar króna og um ávinning segir að var- anleg landsframleiðsla yrði 4-5% hærri en ella og þjóðarframleiðsla liðlega 3%. I erindi Páls var m.a. kynnt dæmi um stækk- un Norðuráls og Járn- blendis, byggingu 360 þúsund tonna álvers á Reyðarfirði og 50 þús- und tonna magnesíum- verksmiðju. Páll segir að þetta sé um 250 milljarða ki'óna stofnkostnaður og að lauslega áætlað myndi þessi fjár- festing auka varanlega landsfram- leiðslu um 4-5% og þjóðarfram- leiðslu um rúmlega 2%. Niðurstaða greinar minnar var sú, segir Tryggvi Felixson, að ég teldi mikilvægt að skoða betur þær að- ferðir og viðmiðanir sem notaðar eru til að meta þjóðhagsleg áhrif stóriðjuvera. Berum þetta saman: Þjóðhags- stofnun reiknar að 180 milljarða fjárfesting auki landsframleiðslu um 4-5% og þjóðarframleiðslu um 3%. Páll segir að 250 milljarða króna fjárfesting auki landsfram- leiðslu um 4-5% og að varanleg aukning þjóðarframleiðslu verði rúmlega 2%. í ljósi þessa samanburðar get ég ekki tekið undir orð iðnaðarráð- heiTa í umræddri Morgunblaðs- gi-ein þess efnis að ekki sé mikill munur á niðurstöðum. Munurinn er að mínu mati mjög mikill, og sér- staklega ef litið er á tölur um þjóð- arframleiðslu. Séð í þessu ljósi er eðlilegt að spyrja hvaða aðferð sé líklegust til að draga upp raunsæja mynd af þjóðhagslegum áhrifum stóriðju og hvort sé skynsamlegra að miða fremur við þjóðarframleiðslu en landsframleiðslu þegar meta á var- anleg áhrif stóriðju á efnislega af- komu íslendinga. Rétt er að geta þess að mismunur landsframleiðslu og þjóðarframleiðslu felst í þessu samhengi í þeim hagnaði sem er- lendir eigendur stóriðju koma væntanlega til með að taka út úr rekstrinum. Fleiri aflvakar en stóriðja Iðnaðarráðherra víkur að því í grein sinni að uppbygging stóriðju á undanförnum árum hafi átt mikinn þátt í að bæta efnahag landsmanna. Ég dreg það ekki í efa að áhrifin eru jákvæð. Hins vegar má ekki líta framhjá því að sem betur fer eru fjölmargir aflvakar í íslensku at- vinnulífi og meiri stöðugleiki í efna- hagslífinu hefur stuðlað að því að betur en oft áður hefur tekist að vekja þessa aflvaka. Þannig kemur fram í þjóðhagsáætlun sem forsæt- isráðherra lagði fram í byrjun októ- ber sl., að áætlað er að landsfram- leiðsla vaxi um tæplega 17% á árun- um 1995 til 1998. I þjóðhagsáætlun er þessum hag- vexti skipt niður á greinar atvinnu- lífsins. Gagnstætt því sem oft hefur verið á fyiTÍ hagvaxtarskeiðum á sjávarútvegur ekki teljandi þátt í hagvextinum að þessu sinni. Það er vöxtur í samgöngum og þjónustu sem hefur átt mestan hlut í hag- vextinum, eða liðlega 5%. Bygg- ingastarfsemi annars vegar og verslun, veitinga- og hótelrekstur hins vegar eru rótin að um 3% hag- vexti hvor um sig og hlutur iðnaðar er um 2%. Þessar upplýsingar undirstrika mikilvægi þess að stjómvöld geri öllum atvinnuvegum jafnhátt undir höfði. Ofuráhersla á eina atvinnu- grein umfram aðrar þarf að byggj- ast á fullvissu um að sú útvalda sé líklegri til að bæta afkomu og efnis- leg lífsskilyrði landsmanna meira en aðrar atvinnugreinar. Hún þarf líka að byggjast á vitneskju um að vænt- anlegur ávinningur sé meiri en skaðinn vegna glataðra náttúru- verðmæta og losunar mengandi efna. Frekari rannsóknir kunna að stuðla að þeirri farsælu lausn á þessu deilumáli sem iðnaðamáð- herra lýsir eftir í Morgunblaðsgrein sinni 25. nóvember sl. Höfundur er hagfræðingur. Ornefni undir Jökli GREIN Sæbjörns Valdimars- sonar í Morgunblaðinu 1. desem- ber sl. varð til þess að ég taldi mig knúna til að koma nokkrum upp- lýsingum á framfæri, þar sem hann vegur að Hellnabúum og telur þá vera með blekkingar. Sameiginlegt átak allra Hellnabúa Greinilegt er að mörg ár eru síðan Sæ- bjöm bjó á Hellnum og hefúr hann lítt fylgst með mannlífi þar þau ár sem hann hefur verið fjarver- andi. Hann gerh' að aðalumtalsefni sínu heiti Maríuhndarinn- ar, sem er að hluta í landi Skjaldartraðar en að hluta í óskiptu landi fjöguma bæja, Skjaldartrað- ar, Brekkubæjar, Laugai'brekku og Gíslabæjar. Árið 1990 kom ég fyrst að Helln- um til að leggja lið mannræktar- mótum sem þar voru haldin. Hluti af hátíðarhöldunum fór fram við Lífslind Hellnamanna, sem þá þeg- ar var í daglegu tali manna á milli kölluð Lindin eða Maríulindin. íbú- ar Hellna og eigendur Skjaldar- traðar, LÍÚ, höfðu árið áður sam- einast um að setja þar upp Maríu- líkneski. Var það gert í framhaldi af upplýsingum sem Finnbogi G. Lárusson, bóndi og sóknamefndar- formaður á Laugai'brekku átti í fóram sínum. Finnbogi er aldurs- forseti á Hellnum og manna fróð- astur um örnefni, enda hefur Or- nefnastofnun leitað til hans marg- sinnis um skráningu örnefna bæði á sjó og landi. Ékki var lindin merkt hin fyrstu ár, en fyrir tveimur áram var hún merkt sem Lífshnd Hellnamanna. Nafnið virtist villa um fyi-ir ferða- mönnum, sem héldu áfram að leita eftir Maríulindinni. Ýmsir skyggn- ir menn höfðu líka upplifað nær- veru guðsmóðurinnar á staðnum og var það enn til að tengja nafnið lindinni. Því var það að þegar Guðrún G. Bergmann * Onýtur gagnagrunnur MIÐLÆGUR gagnagrunnur Is- lenskrar erfðagrein- ingar er ónýtur og andvana fæddur. Nú þegar liggur fyrir að a.m.k. 150 læknar munu ekki leggja gögn sín til grannsins. Hvað með aðra lækna? Hvað með svonefnda sam- starfslækna ÍE? Já, hvað með þá? Ákvæði framvarpsins, sem heimila þeim vísinda- mönnum einum að nýta sér upplýsingar úr granninum sem th hans leggja gögn, munu að öllum líkindum útiloka þá flesta frá því að mega nýta grann- inn! Hvers vegna? Jú. Flestir ef ekki allir munu þeir sitja á sínum einkagögnum eins og ormar á gulli. Hvað er eðlilegra? Þetta er hins vegar eins og svo margt ann- að í þessu dæmalausa máli lyginni líkast. Von er að spurt sé hvaða gögn samstarfslæknarnir 70-80 séu eiginlega með í samstai-fi við ÍE? Era það einkagögn af stofum þeirra eða eru það gögn í vörzlu sjúkrastofnana, sem þeir staifa hjá, en í eigu almennings. Það verður áhugavert að heyra það Jóhann Tómasson upplýst af drenglyndi og heiðarleika. Fyrir- spurn sem þetta vai'ð- ar var borin fram af Ólafi Hannibalssyni og er enn ósvarað á Alþingi. Ábyrgð sanistarfs- lækna Islenskrar erfðagreiningar I bréfí, sem Islensk erfðagreining hefur sent öllum læknum, er því haldið fram að miðlægur gagna- gi*unnur á heilbrigðis- sviði sé kjörtæki til að viðhalda gæðum heil- brigðisþjónustunnar og auka hana á sama tíma og dregið er úr kostn- aði. Þar er því haldið fram að mið- lægur gagnagrunnur sé kjörið tækifæri til að varpa Ijósi á kostn- aðarmyndun og kostnaðarstjórn í heilbrigðisþjónustu og sé þannig stórkostlegt tæki til að stjóma heilbrigðisþjónustu. Fullyrt er að miðlægur gagnagrunnur á heil- brigðissviði gæti með þessu sparað gífurlegt fé í heilbrigðiskerfi fs- lendinga. Þetta er svo makalaust bull að enginn hefur nennt að svara þessu. Sannast sagna finnst mér að samstarfslæknar íslenskr- Flestir ef ekki allir vís- indamenn, segir Jóhann Tómasson, munu sitja á sínum einkagögnum eins og ormar á gulli. ar erfðagreiningar hefðu átt að leiða forystumönnum hennar þetta fyrir sjónir. Ábyrgð þeirra er ekki lítil. Það er okkur augljóst sem lengi höfum unnið klíniska vinnu að þeir, sem samið hafa gagna- grunnsfrumvarpið, era viðvaning- ar í klíniskri læknisfræði. Strax af þeim ástæðum var hugmyndin um miðlægan gagnagrann andvana fædd. Þrátt fyrir ótal ítarlega rök- studd andmæli af öllum gerðum, læknisfræðilegum, siðfræðilegum og lagalegum er málið rekið áfram eins og ómerkilegt amerískt trá- boð. Það er sorglegt en til marks um hvernig að þessu máli hefur verið unnið að sjálf Vigdís Finn- bogadóttir, fyri-verandi forseti fs- lands, hefur láta gabba sig og ber fulla ábyrgð á öllu saman. Höfundur cr læknir við Heilsu- gæslustöðinu í Mjódd. Hellnabúar sameinuðust um að reisa skilti við Útnesveg 574, tóku þeir á sameiginlegum fundi ákvörðun um að skrá nafnið Maríu- lindin á skiltið og er lindin merkt með tákni Vegagerð- arinnar fyrir áhuga- verða ferðamanna- staði, ekki sem nátt- úravætti. Við lindina sjálfa eru enn upplýs- ingai’ um hana undir heitinu Lífslind Hellnamanna. Endurreisn vígðra linda Víða erlendis þar sem lindir vora vígðar til forna, líkt og Guð- mundur góði gerði við lindina á Hellnum, hafa þessi mannvirki verið endurreist til fyrri vegsemda með endurbótum á umhverfi lindanna, bættum merk- ingum og frekari upplýsingum og _ er mér í minni endurappbyggð lind á Fjóni í Danmörku sem ég heim- Þegar Hellnabúar sam- einuðust um að reisa skilti við Utnesveg 574, segir Guðrún Berg- mann, tóku þeir á sam- eiginlegum fundi -------------------------------^ ákvörðun um að skrá nafnið Maríulindin á skiltið. sótti á síðasta ári og nefnist Regisse Kilde. Fyrir Hellnabúum hefur einung- is vakað að vekja lindina á Helln- um, sem í daglegu tali er kölluð Maríulind, til vegsemda með því að fegra og bæta umhverfi hennar. Margir sem hingað hafa komið hafa hlotið bata meina sinna við að drekka vatn úr lindinni eða bera það á sár sín. Eitt sinn reyndu Hellnabúar að bora eftir vatni við lindina sökum ' skorts á ferskvatni í plássinu en borinn brotnaði og ofan í holuna var rekinn sver staur, sem Sæ- björn vitnar til að standi þar. Ofan á honum eru einmitt upplýsingar um vígslu Guðmundar góða á lind- inni og birtingu Maríu meyjar við það tækifæri árið 1230. Örnefnabreytingar Ekki virðast örnefni með öllu heilög hér á Hellnum og þeim hef- ur verið skipt út í aldanna rás. Eitt sinn hét plássið hér Hellisvellir en það nafn vék fyrir Hellnum. í grein Sæbjörns kemur m.a. fram að Lindarbrekka hét áður Yxnakelda (Öxnakelda) og vék þar eitt ömefni fyrir öðra. Við nafngift lindarinnar er ekki um neinar blekkingar að ræða. Nafnið hefur einungis fylgt þeirri hefð að breytast í daglegu tali manna á milli. Eitt er víst og fer ekki á milli mála að Guðmundur góði vígði vatnið í lindinni og telj- um við sem hér búum að heimildir Finnboga G. Lárussonar séu góðar og gildar, enda hefur hann sýnt og sannað í gegnum tíðina að hann er heiðvirður maður og slíkt og hið sama á við um Kristin Kristjánsson “ í Bárðarbúð. Allir þeir sem hingað hafa sótt upplýsingar um ömefni eða aðrar sögulegar staðreyndir hafa leitað til þessara manna, sem njóta vegs og virðingar allra á Hellnum. Höfundur er rithöfundur og f lciðbeinandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.