Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ__________________________________________PTTmn__________________________LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 41 Vakningardraumar DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns UM OG eftir aldamótin síðustu varð mikil félagsleg vakning í sveitum landsins, þá mótuðust hugmyndir og hugsjónir manna til sjálfstæðis í menningarlegum sem efnahagslegum efnum. Sá mikli sjálfstæðis- og framsóknar- andi skilaði okkur því Islandi far- sældar og framfara sem við byggjum í dag. Nú við ný alda- mót er eins og ný vakning sé að ryðja sér braut. Andleg vakning sem setur hugvísindi, drauma, æðri máttarvöld og aðra heima á stall til skoðunar, skilnings og notkunar í leit okkar að nýjum gildum, uppfinningum, efnistök- um og framfórum til hugar og handa. Þarna munu draumamir gegna meira og stærra hlutverki en þeir gera í dag, því draumar eru aflvaki hugmynda og þeir beinlínis gefa mönnum hugmynd- ir að nýjum uppfinningum og lausnum á flóknum pælingum sem lent hafa í öngstræti, svo sem spurningunni um kjarna efn- isins, hraða þess og tíma. Þessi vakning mun ýta á menn að skoða hug sinn upp á nýtt, setja sér ný mið svo sporin til framtíð- ar verði gengin á nýjum skóm með skýjuðum sóla. Jólin eru sá tími sem mönnum er gefinn til íhugunar og andlegs þankagangs, þá leggjast menn í hugðarefni sín en láta kvaðir nútímans lönd og leið. Á þessum tíma rósemdar þar sem andi jólanna svífur yfir gefst mönnum sýn á innri veruleika sinn og draumanna, tími til að skoða hug sinn og þann heim sem draumurinn býr hverjum manni. Sú skoðun gefur manni leyfi til að líða í dagdraumi, fljóta í sögu- draumi, móka í milliveggja- draumi eða vakna frá nætur- draumi vakinn til vitundar um innra afl til sköpunar og nýsmíði á nýrri öld. Það er kjarni málsins. „Draumasóley“ dreymir I. Ég var í lest í London með Hannesi (æskuvini), Daða (frænda) og Andra (misheppnað ástarsamband). Ríkjandi litur í vagninum var sandstrandargulur en allt frekar skítugt. Ég sofhaði og þegar ég vaknaði voru strákam- ir horfnir, lestin kyrr á endastöð og vagninn tómur fyrir utan gamian og illa lyktandi róna. Ég varð hálf- móðursjúk og róninn vildi fara að hugga mig en ég rauk út úr vagn- inum og leitaði logandi ljósi að strákunum en fann ekki. Á tröpp- um inni í lestarstöðinni (rauðbrúnir litir ríkjandi) fann ég Unu Strand (stelpa sem ég er málkunnug) og hún sagði að ég gæti gist hjá sér og róaði mig niður. Þá koma strák- amir og Hannes tekur utan um mig og segir: „Mikið er ég feginn að finna þig, ég hélt ég væri búinn að týna þér.“ Hinir sögðu ekki neitt, horfðu bara á mig. II. Ég var á gangi í vesturbæn- um með kærastanum mínum og hélt á lítilli dóttur okkar í fanginu (við eram bamlaus). Hún var með dökkrauða húfú sem bundin var fyrir neðan höku. Það var kalt. Ég var að svipast um eftir Vest- urgötu 50 en fann hvergi. Allt í einu varð bamið veikt. Ég tók af henni húfuna, athuga ennið og vil fara einhvers staðar inn til að hringja á lækni en þá fer barnið að taia og segir: „Nei, þú þarft ekki að hringja á lækni, það verð- ur allt í lagi með mig.“ Við það verður mér aðeins rórra og allt í einu fer að hlýna. III. Þennan draum dreymdi mig fyrir mörgum áram. Ég var á eyju og á flótta undan óvinum mínum. Ég var alveg að örmagn- ast á hlaupunum þegar hávaxinn handstór maður og mjög dökkur yfirlitum (ég sá aldrei andlitið) kemur undan kletti og tekur í höndina á mér, við það endumýj- ast kraftar mínir og við hlaupum niður að strönd þar sem bíður okkar fleki. Við stökkvum út á flekann og róum frá landi, út í grænan illa lyktandi sjó af meng- un. Hann rær og ég horfi til baka á óvinina öskrandi í flæðarmálinu. I sjónum flýtur gamalt rasl og hvergi sér til lands en ég veit að ég er öragg hjá vemdara mínum. Ráðning I. Draumurinn lýsir vissum erfiðleikum sem þú átt við að stríða. Hann talar um að þér finnist þú hafa misst af lestinni (lffinu) sem veldur þér hugar- angri (lestarvagninn var sand- strandargulur en frekar skítug- ur) og eftirsjá (félagamir þrír). Þetta hugarvíl (róninn) leiðir það af sér að tilfinning þín fyrir lífinu er að allt sé komið í strand (Una Strand). En nafnið Una er fyrir því sem er raunverulegt og þú stjórnar. Draumurinn segir að fyrrnefndir erfiðleikar séu að baki (með þínum vilja) því Daði (nafnið táknar dauða/erfiðleika) og Andri (nafnið táknar snjó- komu/erfiðleika) þögðu, þeirra þáttur var liðinn. Hannes (nafnið táknar gott) kom hins vegar og sagði: „Mikið er ég fegin að finna þig, ég hélt ég væri búinn að týna þér.“ II. Þessi draumur gefur í skyn að þú þurfir ekki að leita langt yf- ir skammt að hamingju þinni, hún muni nær en þig granar. III. Þessi gamli draumur vísar til þess að þú hafir eytt mörgum áram af lífi þínu í tóma vitleysu og sóað eigin gæðum og annarra í tóma hít. Hann er því árétting á fyrsta draumi. •Þeir lesendur sem vilju fá drnumn sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni. fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafír Morgunblaði Kringlunni 1 103 Reykjavik Æ K U S E M G O T T E R G E F A EINSTAKAR BÆKUR SEM FÁST HJÁ ÖLLUM HELSTU BÓKSÖLUM! Louise Tantra Listín að elska meðvitað Mörg þúsund ára gömul samskipta» og kynlífsfræði í nútímabúningi. Hið virta tímarit Yoga Joumal hafði þetta að segja: „Ögrandi og tímabær lesning fyrir nútímaparið. Bókin lýkur upp tantrískum leyndarmálum um sam« bönd, nánd og ástríðurif. Hjálpaðu sjálfum þér Louise L. Hay gefur einstaka innsýn og heilræði sem virka. Bókin hefur selst í milljónum eintaka um allan heim og hjálpað þúsundum íslendinga, nú er komið að þér. Eldað undir jökli Heilsusamlegur matur sem kitlar bragðlaukana. Gómsætar uppskriftir án þess að notað sé hvítt hveiti, hvítí ur sykur, ger eða mjólkurafurðir. Bókin geymir upplýsingar um hráefni og vinnsluaðferðir. Ætti að vera til í hveiju eldhúsi. ... DREIFING i SÍMA 544 8070. Lblt)AKLJuj TÖLVUPÓSTURleidar@centrum.is Æ K U R S E G O T T E R E I G A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.