Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Þvílíkt lostæti x / A haustin leggjumst við Islendingar í verslunarvíking og í ár var fyrirheitna landið Irland. Súsanna Svavarsdóttir slæddist með í eina slíka ferð og hellti sér út í könnun á veitingahúsamenn- ingunni í Dublin. ÞAÐ hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að versl- unarborg íslendinga í ár er Dublin á írlandi. Heilu Júmbó- og TriStar-vélarnar hafa flogið þessa tveggja tíma leið með belginn fullan af fólki og tómum töskum út og síðan heim aftur með þetta sama fólk og töskumar fullar. Svo höfum við slæðst með, örfá, sem höfum skilið Visakortið eftir heima, jafnvel þótt maður hafí verið svo heppinn að vinkona manns skyldi vinna ferð fyrir tvo í happ- drætti. Bara farið með fót til skipt- anna og nautnabelginn framan á sér, ákveðin í að finna bestu veit- ingahúsin í borginni - eða eins og segir í ævintýrinu um Pflu pínu; eta og vera glöð, drekka og vera glöð. Irsku aukakílóin renna bara sam- an við jólaaukakflóin. Og hvað með það? Við Anna vinkona fórum, sem sagt, til Dublin. Bara tókum upp pláss, sem aðrir með ferðatöskur hefðu get- að notað, helgina sem átta hundruð manns voru ferjaðir til þessarar draumaborgar eyðsluseggjanna. En vegna einhverra einkennilegra duttl- unga forlaganna gerðist það, að hót- elið í tölvunni á ferðaskrifstofunni neitaði að skrá okkur - svo það varð að fínna annað hótel handa okkur; hótel sem vildi okkur. Pað tókst og lentum við á Stakis hóteli, sem er allt mjög nýtt, rúm- gott, snyrtilegt og rúmin þar svo góð að okkur tókst að sofa tólf tíma á nóttu alla ferðina, tvær lúnar ein- stæðar mæður. Reyndar hefðum við alveg getað verið á þessu hóteli allan sólarhring- inn - hefðum ekkert þurft að fara út - vegna þess að á jarðhæðinni er þetta líka dýrindis franska veitinga- hús, sem við auðvitað prófuðum; fengum okkur fískrétti, sem maður bara gerir ekki á Bretlandseyjum, og urðum ekki fyrir vonbrigðum. Engu að síður ákváðum við að láta eins og við værum á ferðalagi, drattast á lapph- upp úr hádegi, skoða borgina og fínna sérstæðustu og bestu veitingahúsin. Og þau eru býsna mörg. Það er oft sagt að Englendingar kunni ekki að elda mat og eftir að hafa búið í Englandi í nokkur ár, hlýt ég að vera sammála því. En það kunna frændur þeirra, írar, hins vegar. Það verður enginn horfellir á manni þar. Frönsk og ítölsk veitingahús eru nokkuð áberandi í borginni og það er ekki laust við að það hvarfli að manni að írar vildu gjaman vera franskir. Kannski eru þeir það - þegar enginn sér til, eins og segir í bókunum um hana Lottu litlu sem er bláeyg og kann að hjóla - þegar enginn sér til. Nú, það er skemmst frá því að segja, að við Anna vorum voða, voða duglegar að borða þá daga sem við dvöldum í borginni, mikið franskt, mikið ítalskt, mikið gott. En það voru tvö veitingahús sem bára þó af eins og gull af eiri. Annað rússneskt, hitt marokkóskt. Odessa, Kiev og Novgorod Það rússneska heitir því sér- EITT herbergi og eldhús; þegar staðurinn er fullset- inn komast 25 manns í sæti. OLD DUBLIN lætur ekki mikið yfir sér þar sem hann er staðsettur í miðri antíkgötunni. manns fyrir í hverju þeirra - og eld- urinn logar. Marokkó í miðborginni Annar staður sem hægt er að mæla sterklega með, er Marrakesh veitingahúsið, staðsett í hjarta borgarinnar, en þó ekki hlaupið að því að finna það. Þetta er ofboðslega lítill staður, á annam hæð og skiltið utan á húsinu er varla sýnilegt. Marrakesh er eitt herbergi og eld- hús og í herberginu komast tuttugu og fímm manns í sæti. Það er allt og sumt. Herbergið er grænt, en maturinn er skrautlegur, bragðmikill og ber þess merki að marokkósk matar- gerð hefur drukkið í sig áhrif frá svörtu Afríku, austurlöndum fjær, Andalúsíu á Spáni og verndarhendi Frakka. Súpur og foiTéttir kosta frá 2,95- 5,95 pund. Og þar var mest freist- andi að prófa Harira á la Fassia, súpuna sem í gegnum tíðina hefur brotið upp föstuhefð Ramadahm mánaðarins. Algert gómsæti, jafnvel þótt í henni sé lambakjöt, því hún er full af baunum og kóríander og kryddum. Þessi líka fína kjötsúpa. En ef mann langar ekki í súpu og vill samt kóríander, þá er óhætt að mæla með hefðbundnu marokkósku salati með ferskum kóríander. I aðalrétt er boðið upp á Tagines, sem eru pottréttir, ýmist með lambakjöti eða kjúklingakjöti, sem hefur verið lengi að mallast í ótal kryddum og eru því ákaflega bragð- miklir. Einnig er boðið upp á couscous rétti, með kjöti, fski, kjúklingi. Eg mæli með kjúklinga tagines - af áðurnefndum lamba- kjötsástæðum. í eftirrétt er hægt að fá ís og sor- bet, en það er nú hægt að fá alls 'staðar, svo ég mæli með tveimur marokkóskum eftirréttum, Morokk- an Orange Salad sem er saxaðar appelsínur með döðlum og möndl- um og Beghrir, marokkóskar pönnukökur, drukknaðar í hunangi, möndlum og bræddu smjöri. Ægi- lega gott. VínseðiIIinn á Marrakesh er mjög óvenjulegur og var ekki laust við að maður yrði hálfhræddur. Vínin voru öll frá Marokkó og Líbanon - og við þessir sveitamenn frá flæðiskeri norður í ballarhafí, lentum í vand- ræðum. En þjónninn valdi fyrir okkur rauðvín sem heitir Rabbi Jac- ob, árgerð 1993 - og það sló ger- samlega í gegn. Einstaklega ljúft og bragðgott vín. Og í lokin, bolli af negulkrydduðu kaffí. kennilega nafni „Old Dublin. Ástæðan fyrir því er sú að það er staðsett í einum elsta hluta borgar- innar og það sem meira er, í Frane- is Street sem er helsta antíkversl- unargata borgarinnar. Það er ekki leiðinlegt að ráfa um þá götu daglangt, skoða raunverulega antík- muni og enda á þessu líka veitingahúsi, þar sem skíðlogar á arninum. Enginn gervieldur það. Matseðillinn er ekkert yfirþyrm- andi að lengd - sem vínlistinn er hins vegar. Forréttir kosta á bilinu 4,50-6 pund, nema einn, Blini kavíar með frosnu Stolichnaya Vodka. Hann kostar 18,50 pund. Við létum hann eiga sig. Það var þetta með vodkann sem fór alveg með okkur. Frosinn eða í fljótandi formi; ekki okkar drykkur. Sem var allt í lagi, því okk- ur leist ekki illa á restina. Vorum þó ákveðnar í því að fá okkur ekki grafínn lax eða skandinavíska síld. Getum etið það heima hjá okkur. Héldum áfram niður seðilinn, sáum „Russian Blini“ sem er eins konar pönnukaka, fyllt með laxi, rækjum og sfld, „Zakuska Salad“ sem er æði skrautlegur sjávaiTéttaforréttur. Það voru tveir karlar á næsta borði að snæða hann. Við skiptum okkur dálítið af því og ákváðum að þetta væri ekki það sem við vænim að leita að, veltum fyrir okkur „Fresh Seafood Katerina," sem er innbakað sjávarfang með skelfísksósu - en höfðum einmitt borðað eitthvað svo- leiðis á hótelinu kvöldið áður við mikinn fögnuð og ákváðum að sleppa honum. Síðasti forrétturinn á seðlinum hét því einfalda nafni „Forsmak" og er samsettur úr lambi og síld. Regla númer eitt: Aldrei að borða lambakjöt á Bretlandseyjum. í GÓÐU yfirlæti á Marrakesh. Aldrei. Ekki ef þú ert íslendingur. Vegna þess að ullarbragðið er svo megnt að manni finnst maður vera að eta steikta lopapeysu. Þá vorum við komnar að súpun- um. Tvær súpur á dagskrá: Borscht og Siberienne Pelmini. Sú fyrri er hin annálaða rauðrófusúpa sem hef- ur gert rússneska matargerð fræga um allar koppagi’undir, og hin kjúklingaseyði. Auðvitað var farið í Borscht - sem er einhver dásamleg- asta súpa heimssögunnar. Og Ijúf var hún. Mér hefði verið sama að fá hana líka í aðalrétt, og eftirrétt og svo hefði ég getað drukkið hana með úr glasi. Bara þessa einu súpu. En maður kann sig nú. í aðalrétt er boðið upp á fjóra fískrétti, Medley of Seafood (ferskt sjávarfang, borið fram með saffransósu), Salmon Kulebjaka (borinn fram með sítrónusósu), Grilled Black Sole, með rækju- smjörsósu og Fillet of Tubot Odessa, með kavíarrjómasósu. Verðið frá 12,50-15 pund. Kjötréttir eru líka fjórir: Chicken Kiev, Peppered Fillet Rasputin, Planked Sirloin Hussar og Fillet of Beef Novgorod. Verð frá 11,50-33 pund. Það nægði mér að piparsteik- in héti Rasputin. Minn maður, tvö- faldur í háttum, enda tvær piparsós- ur með steikinni. Ég þangað. Anna fór í plankasteikina frá Hussar. Þvílíkt lostæti. Það er fátt sem jafnast á við góð- ar nautasteikur á Bretlandseyjum. Svona veiklyndar gi’ænmetisætur eru fljótar að svíkja sinn málstað þegar þær eru annars vegar. Maður bara fer í sitt hægasta tempó, sker sér bita, stingur upp í sig, lygnir aftur augunum; og kjöt og blóð bráðna, seytla út í vitin, fylla þef- skyn og bragðskyn - og sálin verður kyiT. Svona borðar maður Rasputin piparsteik - og er lengi, lengi að njóta. Gott rauðvín með. Þetta tók allt kvöldið í eftirrétt er hægt að fá osta- bakka eða ís. Ostabakkinn varð fyr- ir valinu og var eins fullkominn og allt annað á þessum fallega stað, sem er samsettur úr mörgum litl- um, rauðum herbergjum, þar sem komast þetta frá tíu til fimmtán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.