Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 60
Í50 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNB LAÐIÐ HlV-smituð börn á Islandi - staðreyndir og viðhorf VEGNA umfjöllun- ar um börn og alnæmi í hinum ýmsu fjölmiðl- um að undanförnu, þá langar mig til þess að A-koma með eftirfarandi upplýsingar. Hveijir smitast? Uti í hinum stóra heimi eykst tala smit- aðra ört, en á Islandi hafa greinst 6-10 manns árlega á undan- fórnum árum. I dag hafa 120 manns greinst með HIV frá upphafi. Helsta smitleið HIV er við kynmök. Núna eru um 70% smitaðra í heiminum gagnkyn- hneigðir og nær helmingur smit- aðra er konur. Þess vegna smitast 'börn í æ ríkari mæli, því yfir 90% barna sem smitast af HIV, smitast af móður sinni annaðhvort í með- göngunni eða við fæðingu. Aðrar smitleiðir barna eru brjóstamjólk- in, blóðgjöf á sýktu blóði og kyn- ferðisleg misnotkun. Tala gagnkynhneigðra og kvenna hér á landi er að aukast, en í dag eru 22% smitaðra gagnkyn- hneigðir og konur 19% smitaðra. Þessi þróun, ásamt auknum tengsl- um og flutningum á milli landa, ^erður til þess að einhver HIV- smituð börn eiga eftir að alast upp á Islandi eins og í öðrum löndum. Eitt barn hefur þegar greinst hér á landi. Búseta og fjöldi HlV-jákvæðra barna A hverri mínútu fæðist HIV- smitað barn einhvers staðar í heiminum. I dag er nimlega ein milljón barna smituð og flest hver deyja áður en þau ná 5 ára aldri. Langflest þessara barna búa í Af ríku, þar sem engin lyf er að fá. í hverju Norðurlandanna fyrir sig eru nokkrir tugir barna HlV-já- kvæðir og í Danmörku hafa elstu börnin sem smituðust af móður sinni náð 12 ára aldri. A síðustu 5 árum hefur fjöldi smitaðra barna á Norðurlöndunum aukist meir en áður, sem er alveg í samræmi við aukningu á HFV-smiti á meðal kvenna. Þessi þróun bendir sterk- lega til þess að búast megi við frek- ari aukningu. Viðhorf okkar til HlV-jákvæðra barna? Hver eru eiginlega viðhorf okkar til HlV-smitaðra barna? Það væri gott ef hver og einn velti þessu svo- lítið fyrir sér. Ég get vel ímyndað mér að einhverjum verði bylt við og þætti erfítt að hugsa um HIV og böm. Það er eðlilegt því auðvitað viljum við ekki að bömin okkar smitist af lífshættulegum sjúkdómi heldur vernda þau. En til þess að átta okkur betur á stöðunni þá þurfum við tvímælalaust fleiri upp- lýsingar og tíma til þess að velta þessu vel fyrir okkur. Geta HlV-jákvæð böm smitað önnur börn? Ef þið erað mjög áhyggjufull, þá færi ég ykkur góðar fréttir að utan. •'HIV smitast ekki í daglegri um- gengni eða í félagslegum samskipt- um við annað fólk. Rannsóknir og reynsla frá Evrópu og öðrum lönd- um sýna að smitun hefur aldrei átt sér stað á milli systkina né milli HlV-smitaðra bama og annara barna eða starfsfólks í leikskólum, tfkólum, hjá dagmömmum eða í frí- tíma þeirra. Þess vegna hefur ekki þurft að útbúa sér- staka leikskóla, skóla eða takmarka þessi börn á neinn hátt til þess að vemda aðra fyrir smiti. HlV-smitað barn og bam sem ekki er smit- að geta notað sama disk, glas, hnífapör, leikföng og klósettsetu án þess að smitun eigi sér stað. Þau geta faðmast og kysst, farið í sund- eða læknisleiki saman, án þess að hætta sé á smiti. Bleiuskipti era einnig áhættulaus nema þeg- ar þvag eða hægðir innihalda sýni- legt blóð. I raun virðist eingöngu blóð geta innihaldið það mikið magn af veirunni að smitun geti átt sér stað. HIV-smituð börn eru í grundvallaratriðum eins og önnur börn, þrátt fyrir sjúkdóminn, segir Sigurlaug Hauks- dóttir. Þau hafa sömu þarfir og langanir. Hægt er að ímynda sér ýmsar aðstæður þar sem smitun getur fræðilega átt sér stað. Þetta getur t.d. verið bit. Þótt það sé kannski ekki óalgengt að börn bíti hvert annað, þá er það afar sjaldgæft að þau bíti til blóðs. Gerðist það, þá er of lítið að HIV-veiru í munnvatninu til þess að smitun geti átt sér stað. Hver er gangur sjúkdómsins? HlV-smituð börn era yfirleitt frísk þegar þau fæðast. Þótt marg- ir veirusjúkdómar eins og t.d. rauðu hundamir valdi alvarlegum fósturskaða í meðgöngunni er ekk- ert sem bendir til þess að HIV geri hið sama. Gangur sjúkdómsins er gjarna sá að um 20% bamanna fá alnæmi, lokastig sjúkdómsins, á fyrsta ári og flest hver deyja áður en þau ná tveggja ára aldri. Aftur á móti fær langstærsti hluti HIV- smitaðra barna fá eða engin sjúk- dómseinkenni fyrstu ár ævi sinnar og um 20% verða 10-12 ára án þess að fá nokkur sjúkdómseinkenni. Þessi böm þroskast og dafna alveg eðlilega. Það er ekki vitað af hverju sum barnanna verða mjög veik en önn- ur ekki. Því er haldið fram að það geti verið í tengslum við hvenær smitunin átti sér stað, þau böm sem smitist í meðgöngunni spjari sig vem en þau sem smitast í fæð- ingunni. Astæðan getur einnig far- ið eftir veiramagninu sem flyst úr móður í barn eða eftir því hvað veiran er skæð. Erfðafræðilegir þættir kunna einnig að skipta máli. Ekki hefur ennþá fundist lækn- ing við HIV eða alnæmi. En í dag eru til lyf á íslandi sem stoppa framvöxt HIV í líkamanum og þar með skaðleg áhrif veirannar. Böm- in þola yfirleitt alnæmislyfin vel. En sá möguleiki er fyrir hendi að þau geti orðið ónæm fyrir lyfjunum og þá hætta lyfin að virka. Framtíð- in ein getur skorið úr hver þróunin verður hjá hverju og einu bami. Upplýsingar eða þagnarskylda? Vegna þess að það er engin raunhæf smithætta á ferðum, þá er lögum samkvæmt á valdi foreldr- anna að ákveða hvort, hvenær og hverja þau vilja láta vita um HIV- smit barnsins. Margir foreldrar eru hræddir við að segja frá þar sem þau óttast fordóma og útskúf- un barnsins, og að það einangrist félagslega í viðbót við erfiðan sjúk- dóm. Auk þess getur umræða um smit barnsins einnig bent til að móðirin og faðirinn séu smituð. Það er því margt sem taka þarf til- lit til og það er langt frá því að vera auðveld ákvörðun. Oft á tíðum getur það samt verið öryggisatriði fyrir barnið að ein- hver í leikskóla eða skóla bamsins viti af sjúkdómnum, þá getur starfsfólkið veitt barninu og for- eldrunum betri andlegan stuðning og skilning. Flestir foreldrar sem þekkja smitleiðir HIV taka upplýsingum um HlV-smitað barn á leikskólan- um þeirra með skilningi og yfirveg- un. En sumir foreldrar virðast alltaf vera hræddir, þrátt fyrir að vera vel upplýstir um HIV og smit- leiðir hennar. I þessum tilvikum er eins og óraunhæfar tilfinningar beri skynseminni ofurliði og er það miður. Staða barnsins, fjölskyldunnar og okkar sjálfra Þessi sjúkdómur er viðvarandi og ennþá ólæknanlegur. Það er því mikið áfall og álag fyrir HFV-smit- að barn og fjölskyldu þess að takast á við lífið með þennan erfíða sjúkdóm í farteskinu. Lyfin gera heilmikið gagn, en að öllum líkind- um bera bæði foreldrar og börn þeirra blendnar tilfinningar til framtíðarinnar. Þessi sjúkdómur á sér svo stutta sögu, að það er óvíst hve HlV-smituð börn geta lifað lengi og hvemig líf þeirra kemur til með að vera. Upplýsingar að utan segja okkur að sumt fólk sé hrætt við að börn þeirra geti smitast af HlV-smituð- um börnum. I upphafi, þegar smit- leiðirnar voru ekki þekktar og lítil reynsla var fyrir hendi, var þessi hræðsla skiljanleg. En í dag þurf- um við ekki að vera hrædd, því að við þekkjum smitleiðirnar. Við vit- um líka að HlV-smituð börn smita ekki önnur börn og að HIV smitast ekki eins og flensufaraldur eins og sumir héldu í upphafi. Það þarf mjög sérstök skilyrði til þess að smitun geti átt sér stað og HIV smitast ekki í venjulegri daglegri umgengni. Þetta era mikilvægar upplýsingar fyrir okkur íslend- inga. Þær segja okkur að við þurf- um ekki að hræðast að lítil HIV- smituð börn eigi eftir að koma og smita litlu börnin okkar eða okkur sjálf. Vonandi getur reynsla ann- arra þjóða komið að góðu gagni, ef einhver á eftir að kynnast HIV- smituðu barni í framtíðinni. Það er óskandi að ofangreindar upplýsing- ar hafi getað dregið úr ótta ein- hvers. HlV-smituð börn eru í grund- vallaratriðum eins og önnur böm, þrátt fyrir sjúkdóminn. Þau hafa sömu þarfir og langanir. Þau þurfa mikla ást og umhyggju, aga og ör- yggi, alveg eins og önnur börn. Við þurfum öll að leggjast á eitt að tryggja þessum börnum, eins og öllum öðrum börnum, þroskavæn- leg uppeldisskilyrði heima og heiman, til þess að þau geti blómstrað. Því eiga þau rétt á. Skilningur og þátttaka okkar allra skiptir máli. Höfundur er félagsráðgjuH í Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Sigurlaug Hauksdóttir „Landið er fagrirt osr frítt... “ ÞETTA er sú ímynd sem við höfum reynt að selja útlendingum í sívaxandi mæli undan- farna áratugi. ísland sem ómengað land með hreint loft, hreint vatn og ósnortna náttúru. Miðað við önnur ríki Evrópu getum við enn haldið þessu fram, en hve lengi ? Nú eru miklar blikur á lofti. Mengun lofts og láðs um heim allan er farin að hafa stórvægileg áhrif á vistkerfi jarðar- innar. Náttúran er arð- rænd og fótum troðin sem aldrei fyrr. Jörðin er eitt vistkerfí, svo meng- un lofts og sjávar er ekki einkamál hvers ríkis fyrir sig. Geislavirkui' úrgangur sem losaður er í hafið í Stóríðja er að mínu mati, segir Eygló Jónsdóttir, of dýrkeypt leið til að ráða fram úr vandamálum landsbyggðarinnar. kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield í Norður-Englandi berst t.d. með hafstraumum til Islands á 7-9 áram. Gróðurhúsalofttegundir sem losaðar era út í andrúmsloftið geta haft varanleg áhrif á hitastig jarðar og þar með vinda og haf- strauma. Mengun jarðar er málefni sem varðar okkur öll hvar sem við búum á jarðarkringlunni. Alla þessa öld hefur mannkynið flotið að feigðarósi í þessum málum. Það er ekki fyrr en nú í lok aldarinnar sem menn era að vakna og gera sér grein fyrir því að sjórinn tekur ekki endalaust við, við verðum að grípa í taumana strax áður en það verður um seinan. Hinn 10 des. 1948 var brotið blað í sögu mannkynsins með mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna. Nú, 50 árum seinna, er annar alþjóðlegur samningur í vinnslu sem að mínu mati er ekki síður mikilvægur. Þetta er Kyoto-bókun- in, með henni er fyrsta skrefið tek- ið til að vernda jörðina gegn hömlulausri losun gróðurhúsaloft- tegunda út í andrúmsloftið. Þau ríki sem undirrita bókunina skuld- binda sig til að takmarka losun þessara eiturefna í sínu landi. Við Islendingar erum vanir því að vilja vera teknir gildir í samfélagi þjóð- anna. Við höfum oft hrópað hátt og látið að okkur kveða á alþjóðavett- vangi. Við þykjumst réttsýn og hugrökk þegar kemur að því að berjast fyrir því sem okkur er mik- ilvægt. Én hver er afstaða okkar nú, þegar við stöndum frammi fyrir því að geta orðið stofnaðilar að slíkri tímamótabókun, sem varðar framtíð jarðarinnar? Höfum við hugrekki til þess eða ætlum við, eitt OECD-ríkja, að standa utan við bókunina og láta eiginhagsmuni og þröngsýni ráða í þessu máli? Það virðist vera sem ýmsir ráða- menn þjóðarinnar sjái ofsjónum yf- ir þeirri hugmynd að einnig okkur Islendingum, í okkar hreina landi, beri skylda til að draga úr mengun. Þeir virðast fastir í þeirri þrá- hyggju að það eina sem geti bjarg- að landsbyggðinni frá ördeyfð sé stóriðja. Hugmyndin um að draga úr losun eiturefna út í andrúmsloft- ið á því ekki mjög upp á pallborðið á þeim bæjum. Iðnaðarráðherra sagði í einrii ræðu sinni, ekki alls fyrir löngu, að her á landi væri alltof einhæft at- vinnulíf, við treystum á fiskinn og ef hann bregst er voðinn vís. Þetta er rétt hjá ráð- herra, en í þessari sömu ræðu benti hann á álver og virkjanir sem leiðh’ til að auka fjölbreytni atvinnulífs- ins. En bíðum nú hæg, við erum þegar komin með tvö álver. Erum við þá ekki farin að treysta um of á álið ef við ætlum að fara að reisa enn fleiri mengunarspúandi álver? Við eru svo lítil þjóð að ef heimsmarkaðs- verð á áli hrynur gætum við verið í vondum málum. Ég trúi því að landsbyggðarfólk hljóti að búa yfir ótal góðum hug- myndum til að efla atvinnu- og mannlíf í byggðum sínum án þess að valda þeim gífurlegu röskun á náttúrunni sem stóriðja hefur í för með sér. Þetta er allt spurning um víðsýni og vilja stjórnvalda til að hlusta á fólkið og gefa því tækifæri til að gera góðar hugmyndir að veraleika. Aukin stóriðja kallar á stóraukn- ar virkjunarframkvæmdir. Miklar umræður hafa verið um þau mál undanfarið og sýnist sitt hveijum. Þessar vii'kjanir, ef af verður, munu hafa gífurleg áhrif á náttúra og vistkerfi viðkomandi svæða. Eyjabakkai' t.d. er svæði sem er einstakt hvað varðar samspil dýra- lífs og náttúra. Hvaða rétt höfum við til að eyðileggja þessa nátt- úruparadís sem þarna er? Landið er arfleifð okkar. Er það ekki skylda hverrar kynslóðar að færa börnum sínum arfleifðina í betra ástandi en hún tók við henni? Börn okkar og barnabörn munu þakka okkur fyrir það mikla átak sem okkar kynslóð gerði í skógrækt og landgræðslu, en hver munu verða eftirmæli okkar ef virkjanaáform og stóriðjudraumar verða það sem koma skal. „Tilfinningasemi" segja þeir sem vilja virkja og vísa í rök andstæðinga stóriðju og virkjana. Ég hef oft heyrt þessum viðhorfum fleygt og þá oftast í sambandi við eitthvað sem ekki gefur af sér bein- harða peninga. Mér datt lítil saga í hug. Segjum sem svo að borgar- stjóra hafi óað við þeirri hugmynd að hækka útsvar borgarbúa en orð- ið að finna leið til að auka tekjur borgarinnar. Henni dettur þá snjallræði í hug. Lóðir í miðborg Reykjavíkur era rándyrar og efth'- sóttar og viti menn, í hjarta borgar- innar er mikið landsvæði „ónýtt“ með öllu, aðeins byggt öndum og öðra fiðurfé. Hvers vegna ekki að fylla upp í tjörnina, byggja þar há- hysi og græða vel á öllu saman ? Nei, ég held að flestir skilji að það eru einmitt tilfinningar okkar til landsins, umhyggja fyrir náttúr- unni og dýralífinu og skilningur á því að fegurðin hefur gildi í sjálfu sér sem gerir samfélag okkar rík- ara og mannúðlegra en úthugsuð rökhyggja þar sem gróðasjónarmið er ofar öllu öðru. Stóriðja er að mínu mati of dýr- keypt leið til að ráða fram úr vandamálum landsbyggðarinnar. Það er því von mín og trú að ís- lendingar láti hjartað ráða ferðinni í þessum málum og hafi hugrekki og sýni þá miklu ábyrgð í samfélagi þjóðanna að gerast stofnaðilar að Kyoto-bókuninni. Höfundur er kennari. Eygló Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.