Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENPAR GREINAR Einkavæðum framhalds- skólana ÁRIÐ 1996 voru samþykkt ný lög um framhaldsskóla og í febrúar sl. lagði menntamálaráðherra fram drög að nýrri menntastefnu fyrir grunnskóla og fram- haldsskóla. Þessa dag- ana er einnig verið að semja nýja námskrá fyrir framhaldsskól- ana. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur ótrú- lega lítil umræða farið fram um þetta skóla- stig að undanförnu. Ekki ætla ég að sinni að fjalla um þessa þætti nema að því leyti sem þeir snerta umfjöllunarefni mitt, einka- væðingu framhaldskólanna. Tel ég vera tímabært að hefja umræðu um það hvort hægt sé að bæta skólana með því að einkavæða þá að einhverju leyti. Allir framhaldsskólar landsins eru í dag reknir af ríkinu, að Verzl- unarskóla íslands undanskildum. Það þýðir að á fjárlögum hvers árs er gert ráð fyrir ákveðinni upphæð til reksturs ríkisskólanna. Jafn- framt er gerður sérstakur samn- ingur við Verzlunarskólann. Nú ný- lega hafa verið gerðir samningar >» Eg tel tímabært, segir Olafur Haukur John- son, að einkavæða framhaldsskólana. við skólana, svonefndir „skóla- samningar" þar sem nánar er skil- greind þjónusta þeirra og hvernig fjárhagsiegum rekstri þeirra skuli háttað. í megin atriðum er þar gert ráð fyrir að skólamir haldi sig inn- an ákveðinna marka í útgjöldum sínum. Fari skólarnir fram úr þess- um útgjöldum þurfa þeir að sætta sig við lækkun á framlagi ríkisins næsta ár sem því nemur. Þetta allt virðist við fyrstu sýn vera sæmilega hagkvæmt fyrir- komulag og því má spyrja: Er það til hagsbóta að breyta þessu fyrir- komulagi? Svar mitt er að svo sé. Tel ég að rekstur skólanna sé í raun ekki mjög hagkvæmur í dag og þar sé hægt að bæta ýmislegt. Því tel ég tímabært að huga að því að stíga næsta skref með því að einkavæða framhaldsskólana. Eg geri samt ráð fyrir að kostnaður við rekstur þeirra verði áfram greiddur af ríkinu þannig að allir eigi greiðan aðgang að skólakerf- inu svo sem verið hefur. Hverju mun einkavæðingin skila nemendum? Einkavæðingin mun skila nem- endum betri skólum. En hvað mun breytast? Það sem mun breytast við einkavæðingu skólanna er að svigrúm stjórnanda mun aukast til að stjórna stofnun sinni, skapa henni tekjur, stjórna útgjöldum og ráða hæfustu starfsmennina. Mun þetta veita aðhald, aðhald sem nú skoi-tir. Nemendum verður þannig tryggð betri kennsla þegar fram líða stundir. Vel reknir skólar með góða kennara og hæflleikaríka stjórnendur verða eftirsóttari og munu skila betur menntuðum nem- endum. Hverju mun einkavæðingin skila kennurum? Einkavæðingin mun skila kenn- urum betri launum og starfsskilyrð- um. Hvemig má það vera að einka- væddur skóli skili betri launum og starfsskil- yrðum? Svarið felst í því að tenging mun myndast á milli afkomu skólans og tekna kenn- arans, enda er gert ráð fyrir því í hugmyndum mínum að þeir verði, ásamt öðmm starfsmönnum, eigend- ur stofnunarinnar. Hagnaður af rekstri skólanna mun skila sér í arði til kennara eins og annarra eigenda. Einnig mun skapast möguleiki á að laða að hæfileikaríka kennara með því að greiða þeim betri laun. Hveiju mun einkavæðingin sköa skólastjórnendum? Það er ákaflega mismunandi. Þeir sem hafa náð góðum árangri við rekstur skóla sinna munu sjá hag í einkavæðingu, enda munu laun þeirra að líkindum hækka til samræmis við launagreiðslur í einkafyrirtækjum. Margir skóla- stjómendur reka skóla sína af rögg- semi og fagmennsku í dag. Þeirra bíða spennandi verkefni og svigrúm til athafna mun vaxa. Hinir sem reka skóla sína illa munu verða verr settir en áður. Eigendur rekstrar- ins munu gera til þeirra auknar ki'öfur. Raunar má segja að þetta sé einn megin kostur einkavædds menntakerfis, þ.e. kröfumar munu vaxa og þeim verður fylgt eftir. Hveiju mun einkavæðingin skila foreldrum? Eigendur skólanna munu, út frá markaðslegu sjónarmiði, sjá sér hag í að veita þeim áhi-if í stjórnum skól- anna og þannig geta þeir fylgt betur eftir þeim hagsmunamálum sem snerta þá og böm þeirra. Aukin samkeppni sem fylgir einkavæðingu og breyttu rekstarformi mun knýja skólana til að sinna betur þörfum viðskiptavina sinna en hingað til hefur verið gert, þ.m.t. samstarfi við foreldra. Hveiju mun einkavæðingin skila þjóðfélaginu? Þjóðfélagið í heild mun fá betra menntakerfi. Kerfi þar sem sam- keppni á milli skóla, skóla- stjómenda, kennara og nemenda mun tryggja framsækið skólastarf. I seinni grein minni um einka- væðingu framhaldsskólanna mun ég fjalla um framkvæmd einkavæðing- arinnar og stjórnun framhaldsskól- anna. Höfundur er viðskiptnfræðingur og skólasljóri Hraðlestrarskólans. Handboltinn á Netinu mbl.is __ALLTAf= E!TTH\/AO NYTT Ólafur Haukur Johnson LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 63r GSM Frelsi kr. 3.500,- Gsœ SkafHtHt - CE37000 Gjaldfrjálst þjónustunúmer PÓSTURINN SIMINN Sölustaðir GSM Frelsis: Síminn: Ármúla, Kringlunni, v/Austurvöll, Akureyri, Sauðárkróki, Selfossi og Síminn Internet. Reykjavík og nágrenni: Nýherji, Radíómiðun, Kaplan, Hátækni, Heimilistæki, Rafmætti, Símvirkinn, Smith & Norland og Elkó. Select Opið allan sólahringinn Suðurfelli Breiðholti, Öskjuhlið og Vesturlandsvegi. Opið til 23:30 Birkimel (Vesturbær). Landið: Tölvu- og rafeindaþj. Suðurl., Eyjaradíó, Naust Akureyri, Hljómsýn Akranesi, Tölvuþj. Akranesi, Árvirkinn, Rafeind og Bókval. Afgreiðslustaðir íslandspósts. www.gsm. is/frelsi GSM Frelsi er ný þjónusta hjá Símanum GSM sem felur í sér að símtöl eru greidd fyrirfram. Þannig ákveðurþú hversu míkinn kostnaðþú vilt hafa afGSM símanum og bætir sjálfur við inneignina þegar þér hentar. GSM Frelsi er einföld og þægileg leið til að vera ígóðu GSM sambandi. Með GSM Frelsifrá Símanum færðu: - GSM númer - talhólfsnúmer - 2000 kr. inneign -1000 kr. aukainneign við skráningu Kostirnir eru ótvíræðir: - engir reikningar - engin mánaðargjöld - engin binding
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.