Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 58
-£8 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Æ, æ, en sá pirringur Oþolandi ástand í mál- efnum grunnskólans SÍÐASTLIÐINN miðvikudag birtist hér í Morgunblaðinu örstutt- ur ritdómur um litla barnabók, Dómsdags- flöskuna, sem fyrirtæki mitt, Hávellir ehf., gef- ur út. Ritdómarinn æjar beinlínis undan því að • * það sem hann kallar „léleg efnistök" (og á þar líklega við sögu- þráðinn) skyldu ekki vera betri en þau sem eru viðhöfð í lágkúru spennumynda sjón- varpsiðnaðarins. Um- gjörð ritdómsins er svo þannig að hann verkar reglulega fráhrindandi, svo ekki sé meira sagt, lesendur fá það nánast á tilfinninguna að gagnrýnandinn hafi hreinlega hrint bókinni frá sér meira og minna ólesinni. Hins vegar má ráða af öðru í hin- Krökkum finnst bókin spennandi, segir Björn E. Árnason. Hún höfðar afar sterkt til þroskastigs þeirra. um snubbótta ritdómi að það sem honum hefur þó sjálfsagt sámað mest í raun og veru er að ekki skuli hafa orðið til „betri“ bók úr svo góð- um efnivið: Vel gerðum myndum og ^ virðingarverðum ásetningi. Dóm- hörku hans verður að skoða í þessu ljósi. En það má leiða honum fyrir sjónir að þessi dómharka á ekki að öllu leyti rétt á sér. Bókin er nefni- lega „betri“ en hann áttaði sig á - hann hefði átt að fylgjast með stálp- uðu barni lesa hana. Þá hefði hann vafalaust séð hvernig allt var í pottinn búið: Bók- in er vísindagátuævintýri (science puzzle adventure), eins og skrifað stendur á forsíðu hennar. Hún er með vísindalegum gátum og þraut- um sem þarf að leysa °g bvggjast lausnirnar oftar en ekki á því sem glöggur lesandi kann að hafa fundið framar í bókinni, í lesmálinu eða á myndunum. Af þessu leiðir að sögu- þráðurinn hlýtur held- ur að lúta kröfum vís- indafróðleiksins en öf- ugt, en þó eins framar- lega og þanþol beggja leyfir. Það vakti hrein- lega ekki fyrir hönnuð- unum að láta sögu af hefðbundnu tagi bera vísindahluta bókarinn- ar ofurliði. En það er ekki þar með sagt að þeir hafi kastað til höndunum við gerð söguþráðarins. Það að líkja söguþræðinum við lágkúru spennu- mynda sjónvarpsiðnaðarins er óvart viss meðmæli með honum, þó orða- lagið sé ekki aðlaðandi, því iðjuhöld- ar vitundariðnaðarins þekkja gjörla sinn starfa og vita nákvæmlega hvað það er sem höfðar til hins grá- móskulega fjölda. Og krökkum finnst bókin spennandi. Hún höfðar afar sterkt til þeirra þroskastigs. Það eru þeir sem eiga síðasta orðið, þeir hirða ekki hætishót um hvort einhverjum ritdómara (eða útgef- anda) þyki eitt eða annað. Það hefur margsýnt sig að 9-12 ára krakkar eru afar sólgnir í þessa bók og það er erfitt að rífa þá frá henni ólesinni. Þeir sýna hana meira að segja vinum sínum eða vinkonum. Um þetta vitna og fjöl- mörg ummæli hérlendra foreldra. A Bretlandseyjum hefur vísinda- lega sinnað fólk tekið bókunum fagnandi og notið þess að sjá börnin sökkva sér niður í þær af áfergju. Þarlendir ritdómarar vilja sjá meira af þessu tagi. Þeim yrði líkast til skemmt ef þeir fengju að heyra að það sé til góðviljaður maður hér uppi á íslandi sem er (eða var) pirr- aður út í þær. Höfundur er framkvæmdastjóri Hávalla ehf. VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga fer mikinn í grein sem hann ritar í Morgunblaðið 9. des- ember. Virðist hann einkum vera að losa sig við pirring sinn út í formann KI, Eirík Jónsson, sem leyfði sér að tjá sig um stöðu mála í grunnskólanum. Ekki ætla ég að svara fyrir Eirík í þessu máli þó svo ég gæti það. Flest ummæli ViÞ hjálms um formann KI dæma sig sjálf. Hinum mun Eiríkur svara. Þrátt fyrir ógeðfellt orðalag á grein sinni kemur Vilhjálmur inn á nokkur ákaflega mikil- væg atriði er snúa að kjama málsins. Má þar nefna kjör kennara og samninga við þá. Sam- skipti við stéttarfélögin, kjarasamn- ingsgerðina 1997 og tilraun sem gerð var (og mistókst) til þess að brjóta upp vinnutíma kennara. Einnig kem- ur hann inná fyrirhugaðan tilrauna- samning um breytingu á skilgrein- ingu vinnutíma og uppsagnir þeirra. Honum er einnig tíðrætt um sam- skipti, heilindi og traust á milli aðila. Vilhjálmur fer því miður ranglega með nokkur atriði í greininni og önn- ur eru sett þannig fram að þeim verður að svara. Kjör grunnskólakennara Kjör launamanna á Islandi eru ekki með þeim hætti að foiystumenn atvinnurekenda séu sæmdir af því að hrósa sér af góðum gjörningi í þeim efnum. Kjör fiestra launamanna hér á landi eru þannig að skömm er að. Vinnutími er allt of langur og dag- vinnulaun eru fyi’ir neðan allar hell- ur. Vilhjálmur bætir ekki úr með því að fullyrða að kennarar hafi gert samning sem fæli í sér meiri hækkun en aðrh- fengu. Þetta eru prósent sem leggjast á ótrúlega fáar ki-ónur. Þetta veit Vilhjálmur og ætti því að skammast sín fyrir að nefna það að þeim hafi tekist að gera kjarasamn- inga um minni hækkanir hjá öðrum. Launakjör grunnskólakennara eru ákaflega bágborin og þar kemur einkum tvennt til: Dagvinnulaun eru allt of lág og tekjumöguleikar eru litlir umfram stöðugildi. Það stafar fyrst og fremst af því að nemendur fá of fáar kennslu- stundir, kennsluskylda er of mikil, bekýar- deildir eru of fjölmenn- ar og einsetningin skerðir tekjumögu- leika. Kjarasamning- arnir 1997 Kj arasamningar nir sem voru undirritaðir 1997 voru um margt merkilegir. Þetta voru fyrstu kjarasamningar kennarafélaganna við nýjan viðsemjanda. Þetta voru fyrstu við- ræðurnar sem settu þá skyldu á herðar samn- ingsaðila að gera formlega viðræðu- áætlun undir stjórn sáttasemjara. Þetta voru samningaviðræður þar sem báðir samningsaðilar báru þá von í brjósti að ná fram breytingum sem gætu bætt skólastarf. Þetta voru samningar við hóp launamanna sem sveitarfélögin höfðu barist fyrir að fá samningsumboð við. Þetta voru samningar sem ollu mörgum vonbrigðum því þetta voru viðræður þar sem lagt var af stað með þá ætl- an að stokka upp vinnutíma kenn- ara. Sú tilraun mistókst algjörlega. Breytingar á vinnutíma og tilraunin sem mistókst I samningaviðræðunum vai- skip- aður sérstakur hópur aðila sem falið var það verkefni að undirbúa fyrir samninganefndir aðila tillögur um nýtt vinnutímakerfi. I þessum hópi voru, af hálfu kennarafélaganna, m.a. undirritaður og formaður KI. Undirbúningsvinna vegna þessa gekk nokkuð vel í byrjun. Það varð þó fljótlega ljóst að samningsaðilar höfðu ekki sömu markmið að leiðar- ljósi. Stéttarfélögin lýstu því yfir í upphafi þessara viðræðna að þau gengju til þessa verks með jákvæðu viðhorfi. Aldrei kæmi þó til greina að Björn E. Árnason Már Vilhjálmsson Lítið gert úr félags- lega þættinum SÍÐUSTU mánuði hefur verið mikið rætt um tvö málefni sem eru mér hugleikin. Þau eru meðferðarúr- ræði fyrir unglinga og hinn miðlægi gagna- grunnur. Þessi mál eiga sér snertipunkt í starfi mínu þar sem erfðafræðin leitast meðal annars við að finna genitískar orsak- ir, eða forsendur alkó- hólisma. Ég hef fylgst með umfjöllun fjölmiðla um erfðafræðina og eftir því sem ég kemst næst kemur hún ekki til með að geta útskýrt „fíknina" ein og sér. Mér skilst að hægt sé að sýna fram . á einhverjar genitískar forsendur, ; eða einkenni, sem líklegri eru til að . finnast meðal alkóhólista og fíkni- efnaneytenda en annarra. Sömu ! einkenni eru víst til staðar hjá þeim , sem velja sér tómstundir sem fela í sér talsverða hættu, sem dæmi ' fjallaklifur, fallhlífarstökk, flug, köf- un, o.s.frv. Hvaða þáttur er það þá sem ákvarðar hvort viðkomandi verður háður fíkniefnum eða hörfar *á vit annarra „ævintýra". Svarið hlýtur að vera félags- legt umhverfi. Ekki vil ég með þessum skrifum gera lítið úr störfum erfðafræð- innar. Síður en svo, ég sé augljóslega gagnsemi hennar. Það sem mér gengur til er að vekja athygli á því hversu lítið er gert úr félagslega þættinum. Fyrir einu eða tveimur árum var fræðsluþáttur á dag- skrá ríkissjónvarpsins. Þar fjallaði breskur vísindamaður um áhrif félagslega þáttarins á þróun sjúkdóma. Tengslin voru svo augljós að ég hugsaði með mér „hvers vegna „kaupa“ yfirvöld ekki upplýsingar af þessu tagi?“ Tengslin milli t.d. efnahagslegrar afkomu fjölskyldu og andlegra og líkamlegra sjúk- dóma voru svo sterk að sem ráða- maður hefði ég hugsað sem svo „ef ég set eina krónu til viðbótar í að hjálpa þeim sem minnst mega sín í þjóðfélaginu gæti ég ef til vill spar- að tvær krónur í kerfinu? Ef svo, hvað spara ég þá þá ef ég set tvær krónur?“ Hvaða þáttur er það, spyr Guðmundur Týr Þórarinsson, þá sem ákvarðar hvort við- komandi verður háður fíkniefnum eða hörfar á vit annarra „ævintýra“? En hvers vegna „seljast" upplýs- ingar af þessu tagi svona illa? Er okkur svona tamt að flokka alla sjúkdóma út frá erfðarfræðilegum forsendum, samanber „alkóhólismi er sjúkdómur?“ Eru það viðskipta- legar forsendur sem ráða hér? Sú ofuráhersla sem lögð hefur verið á tengsl erfðafræðinnar og hinna ýmsu sjúkdóma þarf að þróa frekar á þá vegu að tillit sé tekið til félags- legra þátta (hér á ég ekki við að all- ir sjúkdómar séu tengdir félagslega þættinum, eflaust eru þeir margir sem eiga sér eingöngu veik tengsl, jafnvel engin). Samkvæmt erlendum rannsókn- um eni yfir 60% þeirra sem tilheyra lágstétt (verkamenn, láglaunafólk) Guðmundur Týr Þórarinsson komnir af lágstéttarfólki. Yfir 70% af hástéttarfólki (ríka fólkið) eru komin af hástéttarfólki. Þannig að synir verkamannsins eru líklegri til þess að verða verkamenn heldur en bankastjórar og synir olíubaróns eru líklegri til þess að lána peninga heldur en að fá þá lánaða. Éru það genitískir þættir eða félagslega umhverfið sem ráða þessari þróun? Ég er ekki í nokkrum vafa um það hvernig ég myndi svara þessari spurningu þó að ég treysti mér ekki til að meta vægi hvors þáttar fyrir sig. Kaldur sannleikur vímuefnanotk- unar er sá að langflestir neyta ein- hvers konar vímugjafa á unglings- árunum óháð stöðu foreldra. Astæð- ur íyrir þessari neyslu eru af ýms- um toga, svo sem fikt, forvitni, fé- lagslegur þrýstingm- o.s.frv. Flestir bera engan skaða af þessari reynslu og lifa, því er við kjósum að kalla, eðlilegu lífi. Aðrir ánetjast vímu- gjafa og verða sjálfum sér, fjöl- skyldum og þjóðfélaginu til skaða. Hér dugar ekki að að segja bara „aha! Sjúklingur! Olæknandi geni- tískur sjúkdómur". I starfi mínu með ungum vímu- efnaneytendum hef ég fundið fyrir því að erfitt er, af mörgum ástæð- um, að nota sjúkdómshugtakið „alkóhólismi“ með þeim og til að skýra vanda þeirra. Vanda þeirra upplifi ég miklu frekar félagslegan. Ég tel það skyldu okkar að koma að vanda þeirra út frá þeim for- sendum. Höfundur er forstöðumaður Götu- smiðjunnar - Virkisins, meðfcrðar- heimilis fyrir ungt fólk. Kjör launamanna á ís- landi eru ekki með þeim hætti, segir Már Vilhjálmsson, að for- ystumenn atvinnurek- enda séu sæmdir af því að hrósa sér af góðum gjörningi í þeim efnum. gera breytingar á vinnutíma kenn- ara nema kennarar sæju sér ávinn- ing af breytingunum. Þegar leið á viðræðurnar urðu þær erfiðari og ljóst varð að bil á milli aðila fór breikkandi. Sveitarfélögin vildu spara. Arangur af fundum varð sí- fellt minni og tími til að Ijúka samn- ingum var í raun búinn. Kennarafé- lögin ákváðu þá, að vandlega athug- uðu máli, að salta viðræður um breyttan vinnutíma og einbeita sér að því að ljúka kjarasamningum þar sem eingöngu væri horft á launa- kjör. Þetta var erfið ákvörðun fyrir stéttarfélögin því full þörf var og er á að breyta skilgreiningu vinnutíma. Það hjálpaði okkur við þessa ákvarð- anatöku að fulltrúar sveitarfélag- anna, voru á lokastigum viðræðna, ekki færir um að sundurliða á ein- faldan hátt vinnutíma kennara eins og þeir hugsuðu hann. Hugmyndir sveitarfélaganna um nákvæma út- færslu á þessum vinnutíma litu auð- vitað aldrei Ijós. Samskipti á milli samnings- aðila og fyrirhuguð tilraun um brejdtan vinnutíma Ég er sammála Vilhjálmi um það að gagnkvæmt traust sé forsenda ár- angurs í samningum. Þetta á einnig við um heilindi og heiðai’leg vinnu- brögð. Aðilum ber að virða leikregl- ur í þessum málum eins og öðrum. Það gerir forysta beggja kennarafé- laganna og hefur alltaf gert. Það eru ekki óheilindi að berjast fyrir bætt- um kjörum. Vilhjálmur vii'ðist svekktur yfir því að hafa litla stjóm á eigin mönnum, sem hafa margir samið við kennai-a um breytingu á vinnutíma og bætt kjör umfram lágmarkskjarasamning. Þetta sýnir bara hvað sumir sveitar- stjórnarmenn eru skynsamir. Vilhjálmur ræðir um mikilvægi þess að aðilar virði kjarasamn- inga. Kennarafélögin virða kjara- samninga. Það skýtur því skökku við að í umræddri grein tali Vil- hjálmur um það sem möguleika að sveitarfélögin taki samningana heim í hérað og semji við kennara á hverjum stað fyrir sig. Vissu- lega geta sveitarfélögin tekið þá ákvörðun að semja hvert fyrir sig heima í héraði. Þau eru samnings- aðilar. Þau yrðu samt sem áður að semja við stéttarfélögin, sem samkvæmt lögum fara með samn- ingsumboð fyrir kennara. Þú veist þetta, Vilhjálmur, er það ekki? Eða ert þú að hóta því að sveitarfélögin fari ekki að leik- reglum? Að lokuni þetta Launakjör grunnskólakennara eru sveitarfélögunum til skammar. Þau eru langtum verri heldur en kjör sambærilegra hópa hér á landi og staðan hefur ekki batnað á þeim tíma sem sveitarfélögin hafa haft samn- ingsumboðið. Það væri farsælast fyr- ir alla aðila ef sveitarfélögin settu sér nú nokkura ára framkvæmdaáætlun sem fæli í sér hvernig þau ætla að tryggja starfsmönnum sínum mann- sæmandi laun. Kennarafélögin ætla sér að sækja bætt kjör kennurum til handa. Komi það Vilhjálmi á óvart þá er það miður. Höfundur er formaður liagsmuna- nefndar Hins íslenska kennarafó- lags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.