Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 52
J»2 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Gísli Bjarnason fæddist í Lamb- húskoti í Biskups- tungum 14. ágúst 1915. Foreldrar hans voru Bjarni Gíslason, bóndi þar, frá Reykjadal í Hrunamanna- hreppi, og kona hans, Ágústa Jóns- dóttir frá Kvíarholti í Holtahreppi. Gísli kvæntist 16. október 1942 Jó- hönnu Sturludóttur, f. 10. október 1918, dáin 11. mars 1994, frá Fljóts- hólum í Flóa, Jónssonar bónda þar frá Jarlsstöðum í Bárðar- dal, og konu hans, Sigríðar Ein- arsdóttur frá Hæli í Gnúpverja- hreppi. Fósturdóttir Gisla og Jóhönnu er Benedikta G. Waage, f. 14. júní 1947. Maður hennar er Hallur Árnason, f. 1 maí 1948. Börn þeirra eru: Gísli Jóhann, f. 2. mars 1973, í sam- búð með Elínu B. Ásbjörnsdótt- ur; Þorvaldur Friðrik, f. 4. ágúst 1976 og Anna Guðrún, f. 26.júní 1985. Gísli lauk prófi frá Héraðs- skólanum á Laugarvatni árið 1935. Gísli vann algeng sveita- störf til 1937, en gerðist þá bif- reiðarstjóri og leigubifreiðar- stjóri í Reykjavík til 1942. Lög- Við fráfall Gísla Bjarnasonar er mér ljúft að minnast hans og þakka fyrir ánægjulega samferð, sem stað- ið hefur svo lengi sem ég man. Gísli og Jóhanna kona hans voru hluti af ^mínu nánasta umhverfí og var ég einn þeirra fjölmörgu barna og ung- linga, sem fengu að dvelja í lengri eða skemmri tíma á heimili þeirra hjóna á Selfossi. Þegar við systkinin, ásamt föður okkar, fórum svo að stunda hestamennsku, fór sú starf- semi fram framan af undir leiðsögn Gísla Bjarnasonar. Það var ekki amalegt að vera heimagangur á heimilinu að Grænu- völlum 1 sem barn. Ekki einungis var atlæti hinna fullorðnu eins og best verður á kosið, heldur voru bæði hestar og kindur á gjöf úti í bfl- skúr og fengum við bömin að taka þátt í öllu umstangi í kringum dýrin og fara í útreiðartúra á hestunum. Raunar var þessi búskapur stundað- ur af þvflíkri snyrtimennsku, að eng- an sem kom í hlað gat grunað að þar væru dýr á fóðrum. Gisli vai- afskaplega ljúfur maður í daglegri umgengni og hafði gaman af skoplegum hliðum tilverunnar. Einhverju sinni eftir að ég var kom- inn á unglingsár vorum við saman í útreiðartúr í nágrenni Selfoss og reið ég lítt tömdum og fjörugum hesti. Skyndilega missti ég stjóm á hestinum og þaut hann með mig og Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Etnarsson, útfararstjöri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ reglumaður í Rvík 1942-1945. Fluttist þá að Selfossi og stundaði löggæslu- og skrifstofustörf til 1950. Verkstjóri hjá Selfosshreppi 1950-1962. Stofn- setti og veitti for- stöðu umboðsskrif- stofu Almennra trygginga hf. á Sel- fossi 1962-1985. Stofnaði, ásamt öðr- um, hlutafélag um Prentsmiðju Suður- lands 1958 og var stjórnarformaður þess félags um árabil. Hóf endurútgáfu blaðsins Suðurlands ásamt Guð- mundi Daníelssyni og Grími Thorarensen. I forsvari fyrir þeirri útgáfu til 1969. Stjórnar- formaður í Kaupfélaginu Höfn frá stofnun 1964-1975. f stjórn Landshafnarinnar í Þorláks- höfn um árabil. Fréttaritari og kvikmyndatökumaður Sjón- varpsins við stofnun þess 1966 og um árabil. Gísli var einn af stofnendum Rótarýklúbbs Sel- foss og gerður að heiðursfélaga hreyfingarinnar. Heiðursfélagi Hestamannfélagsins Sleipnis á Selfossi. Utför Gísla Bjarnasonar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. fór mikinn. Tókst mér ekki að hemja hestinn fyrr en heima á hlaði. Þegar Gísli kom svo talsvert síðar, sagðist hann hafa óttast að ég myndi ekki ná að sitja hestinn í beygjum, sem hann sá okkur taka, en hefði svo róast þegar hann minntist þess, að ég var vanur að aka skellinöðrum og kunni því að halla mér í beygjunum. Gísli stundaði hestamennsku alla tíð og átti um dagana mai-ga úrvals gæðinga. Hann vandaði mjög valið á hestum sínum og kaus jafnan að eiga þá færri en betri. Skeifumar smíðaði hann lengi sjálfur í smiðju sem hann kom sér upp. Gísli átti sér ýmis fleiri áhugamál. Hann hóf t.d. snemma að taka kvikmyndir og Ijósmyndir og varð fyrsti kvikmyndatökumaður Sjónvarpsins á Suðurlandi þegar það hóf starfsemi sína. Gísli valdist til fjölda trúnaðarstarfa íyrir fyrirtæki og félagasamtök á Suðurlandi. Hann var m.a. stjórnarformaður í Kaupfé- laginu Höfn um árabil. Hóf endurút- gáfu blaðsins Suðurland ásamt Guð- mundi Daníelssyni og Grími Thorarensen og var í forsvari fyrir þeirri útgáfu, en að aðalstarfí veitti hann lengst af forstöðu skrifstofu Al- mennra trygginga á Selfossi. Áður var hann m.a. verkstjóri hjá Selfoss- hreppi um tólf ára skeið. Gísli Bjamason hefur nú lagt upp í sína hinstu ferð. Eg sé hann fyrir mér uppábúinn í grænum jakkareið- fótum, vesti og stífburstuðum leður- stígvélum, stíga á bak gæðingum sínum og ríða úr hlaði. I sólinni tindrar á silfurbúna svipuna. Blessuð sé minning Gísla Bjarna- sonar. Jón Þorsteinn Gunnarsson. Kveðja frá lögreglunni á Selfossi Gísli Bjamason var fyrsti lögreglu- Sérfræðingar í lilómaskrevtingum við öll tækifæri 1 Wfc bíómaverkstæði i I JSlNNA I Skóla\()rfiustíg 12, á horni Bergstaðastrælis, sími 551 9090 maðurinn sem ráðinn var til fastra starfa við embætti sýslumannsins í Amessýslu. Hann hóf hér störf 1. júní 1945 og starfaði til ársloka árið 1949. Áður hafði hann verið lögreglumaður í Reykjavík frá árinu 1942. Það var fengur að fá slíkan mann tfl að móta löggæslustarfið hér í sýsl- unni, meðal annars að koma á fót hér- aðslögreglu sem mönnuð var vöskum mönnum víða að úr héraðinu, sem fyrst og fremst aðstoðuðu hann varð- andi samkomur. Að öðm leyti starfaði hann einn og annaðist auk löggæslu- staifa sjúkraflutninga vítt og breitt um Suðurland, m.a. komst hann í þeim erindum austur fyrir Mýrdals- sand. Gísli var glæsilegur lögreglumaður sem tekið var eftir, og mjög farsæll í starfi. Staða lögreglumanns í Ames- sýslu var lögð niðui- í árslok 1949 og gerðist hann þá verkstjóri hjá Selfoss- hreppi. Þeirri stöðu gegndi hann til ársloka 1962 er hann gerðist umboðs- maður Almennra trygginga hf. á Sel- fossi þar sem hann starfaði þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1985. Lögreglan á Selfossi kveður nú með virðingu forystumann í löggæslu í héraðinu og færir honum þakkir fyrir vel unnin störf. Hergeir Kristgeirsson, Tómas Jónsson. Nú þegar svili minn, Gísli Bjarna- son á Selfossi, er látinn á 84. ald- ursári langar mig að minnast hans nokkrum orðum. Ég kynntist honum fyrir 35 ámm. Konur okkar vom systur og var jafn- an kært með þeim, sem meðal ann- ars varð til þess, að framkvæði Gísla, að við komum okkur upp sumarkofa á fæðingarjörð þeirra systra, Fljóts- hólum í Flóa. Þá kom í Ijós, að Gísli var smiður góður og hörkuduglegur og útsjónarsamur. Hann var fram- kvæmdamaður og kom víða við í at- vinnusögu Selfossbæjar. Ári áður en ég kynntist honum eða árið 1962 hafði Gísli gengið í þjónustu Al- mennra trygginga og sett á stofn umboðsskrifstofu fyrir það félag á Selfossi. Þar starfaði hann svo til mafloka árið 1985. Árið 1968 var ég svo heppinn, að Gísli og Jóhanna buðu mér með sér í ferðalag norður Sprengisand og svo suður Kjöl. Með í fórinni var Guð- mundur Daníelsson rithöfundur ásamt fleira fólki. Farið var á tveimur Broneo-jeppum, X-3 og X-34, og ski-if- aði Guðmundur Daníelsson um þessa ferð í bók sinni, Vötn og veiðimenn, sem út kom árið 1970. í þessari ferð og fleirum reyndist Gísli traustur og úrræðagóður ferðafélagi. Ekki er hægt að skrifa um Gísla Bjamason án þess að minnst sé á hesta, því segja má, að þeir hafi gegnt miklu hlutverki í lífi hans. Hann átti jafnan nokkra hesta, sem hann hirti um af mikilli kostgæfni. Undanfarin 30 sumur höfum við oft dvalið í bústað okkar á Fljótshólum. Báðum líkaði okkur lífið, er við voram komnir með hamar og sög í hendi. Jafnan vora hestamir nærri og var það svo sann- arlega krydd í tilverana fyrir Gísla. Á fyrstu áram okkar þar hafði Gísli gert sér vonir um að gera mig að hesta- manni en því miður tókst það ekki þar sem ég tolldi illa á baki. Var Gísli því hættur að bjóða mér með í útreiðartúra, enda nóg framboð af ungviði, sem sóttist eftir slíku. Það era mörg bömin, sem komust í kynni við hross og fengu að fara á bak fyrir tilstuðlan Gísla austur á Fljótshólum enda hann vinsæll mjög meðal æsku- lýðsins á staðnum. Það var jafnan fastur liður að koma við á Grænuvöllum hjá Jóhönnu og Gísla, hvort sem farið var austur eða haldið til bæjarins og svo mun hafa verið um fjöldamarga vini og kunn- ingja þeirra hjóna. Þeim var báðum eiginlegt að taka rausnarlega á móti fólki á sínu fagra og snyrtilega heimili. Er Gísli missti Jóhönnu konu sína í mars 1994, varð hann ekki samur maður eftir og má segja, að strengur hafi brostið í brjósti þessa sterka manns, sem nú er allur. Við minnumst Gísla og Jóhönnu sem traustra og kærra vina, sem gott var að eiga að og sem vora veitendur allt sitt líf. Við vottum Benný, Halli og bömum þeirra samúð okkar svo og öðru skyldfólki. Gunnar Svanberg. GISLI BJARNASON Öðlingsmaður. Þetta eina orð kom mér í hug, þegar ég frétti, að vinur minn, Gísli Bjamason, væri genginn á fund feðra sinna. Hann var hóg- vær, en ötull og kappsamur um þau verk og málefni, sem hann kom að. En umfram allt einkenndist fram- ganga hans öli af því, hvern öðlings- mann hann hafði að geyma. Ég hygg að fundum okkar hafi fyrst borið saman þegar hann var ungur maður að takast á við ný verk- efni en ég smástrákur á Selfossi að læra á heiminn. Raunveraleg kynni okkar og samstarf hófust ekki fyrr en löngu síðar. Hann varð ásamt hópi annarra góðra manna nokkur örlagavaldur í lífi mínu. Það á rætur að rekja til þess, að Gísli Bjamason var um áratugaskeið í hópi traustustu liðsmanna Sjálf- stæðisflokksins á Selfossi. Hann var Tungnamaður, sem festi rætur á Sel- fossi í árdaga þess byggðarlags ásamt eiginkonu sinni Jóhönnu St- urludóttur frá Fljótshólum. í þeirra lífstíð breytist lítið verslunarþorp í öflugt bæjarfélag. Gísli Bjamason átti vissulega þátt í þeirri framfarasögu. Hann hóf störf á Selfossi sem lögregluþjónn, varð verkstjóri og hafði forgöngu um stofn- un hlutafélags um Prentsmiðju Suð- uriands. Þá var hann um árabil stjóm- arformaður Kaupfélagsins Hafnar. En lengst af starfrækti Gísli umboðs- skrifstofu Almennra trygginga. Hann var jafnan reiðubúinn að veita liðsinni sitt þar sem átaks var þörf. Hann vildi gera meira en að styðja frjálst framtak í orði. I hug- sjónabaráttunni lét Gísli Bjarnason verkin tala. Þannig var hann ásamt Guðmundi Daníelssyni og fleiri framsæknum mönnum forgöngu- maður um endurútgáfu blaðsins Suð- urlands og var lengi forstöðumaður útgáfunnar. Gísli Bjamason kom fyrstur manna til mín í þeim erindum að fá mig til að ljá máls á framboði á Suð- urlandi. Þá var enn langt til kosn- inga og svör fáleg af minni hálfu. En það átti eftir að breytast. Á kveðjustundu er mér efst í huga þakklæti til Gísla Bjarnasonar fyrir traust, samstarf og stuðning. Það bar aldrei skugga á samskiptin við þennan öðlingsmann. Sjálfstæðis- menn á Suðurlandi áttu sannarlega hauk í horni þar sem Gísli Bjarna- son var. Ég hygg að Gísla Bjarnasyni hafi aldrei komið til hugar að ætla sjálf- um sér stöðu á taflborði stjórnmál- anna, en hann stóð þeim mun fastar með þeim, sem hann treysti til þeirra verka. Þegar kom að efsta degi var heilsan farin fyrir allnokkra og gömlu kraftamir þrotnir, en eftir stendur minning um mætan mann og hugur samúðar er nú hjá fjölskyldu hans. Þorsteinn Pálsson. STEFANIA SÆMUNDSDOTTIR + Stefanía Sæ- mundsdóttir fæddist á Siglufirði 16. janúar 1937. Hún Iést á gjör- gæsludeild Fjórð- ungssjúkrahúss Akureyrar 5. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Braun, f. 26.3. 1916, d. 17.1. 1994, og Sæmundur Jónsson, f. 11.5. 1915 frá Lambanesi í Fljótum í Skaga- firði. Stefama var elst 7 systkina. Systkini Stefaníu eru: Jón Öm, f. 1938, d. 1995; Jómnn, f. 1943; tílfar, f. 1945; Anna, f. 1948; Sigrún, f. 1951, d. 1951; Sigrún Björg, f. 1957. Stefanía giftist Gunnari Gunnars- syni, Syðra Vallholti í Skagafirði og þar var heimili þeirra alla tíð. Dætur Gunnars og Stefaníu em: 1) Jónúia Guð- rún, f. 1961, maki Trausti Hólmar Gunnarsson. Böm þeirra em: Gunnar, f. 1987, Stefanía Sif, f. 1991, Eyþór Andri, f. 1995. 2) Aðalheiður Erla, f. 1967, d. 1979. títför Stefaníu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Víði- mýri. Stefanía Sæmundsdóttir húsmóð- ir, Syðra-Vallholti, er látin eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Ég kynntist Stefaníu vel fyrir næstum 20 áram er hún og Gunnar eigin- maður hennar tóku sex ára dóttur mína í sveitardvöl, en hjá þeim dvaldist hún hluta úr sumri fram yf- ir fermingu. Það var ekki í kot vísað að vera í Vallholti, enda hafa mörg bömin er þar voru í sveit haldið sambandi við þau hjón með heim- sóknum og símtölum. Stefanía var mikil mannkostakona - stórbrotin, viljasterk og skapmikil en umfram allt var hún heiðarleg og aldrei fór á milli mála hvað hún meinti og þótt oft væri gustur á Stefaníu var „faðmur hennar alltaf svo hlýr“, eins og dóttir mín sagði oft. Fjöl- skylda mín var lánsöm að eiga Stef- aníu að vini og eigum við svo sann- arlega eftir að sakna hennar. Heimilið að Syðra-Vallholti var oft á tíðum mjög gestkvæmt. Þar var gestrisni mikil og Stefanía húsmóðirin sem sá um allt heimil- ishald og aldeilis var ekki kastað til þess höndunum. Sama hversu margt fólk var gestkomandi, „sveitabörnin“ hennar Stefaníu áttu sinn stað við matarborðið, þau voru ekki látin bíða. Stefanía ræddi við þau eins og fullorðið fólk og skoðanir þeirra á hinum ýmsu málum voru ræddar fram og aftur. Þótt Stefanía gengi ekki til úti- verka vegna heilsu sinnar var hún ótrúlega næm fyrir öllu því sem verið var að gera og einnig því sem þurfti að gera - hún skipulagði og ráðlagði og hafði lifandi áhuga fyr- ir öllu sem var að gerast úti sem inni. Stefanía las mikið og var mjög fróð og áhugasöm um flest málefni og gat miðlað miklu til annarra og áttum við margar nota- legar stundir saman þar sem mörg málin voru rædd - oft hjartans mál og á ég eftir að sakna þessarra stunda, þar sem vináttan var gagn- kvæm. í heimsóknum til okkar leyndist oft lítil gjöf í vasa - bolti, litir, stytta, nammi - eitthvað til að gleðja barnið á heimilinu. Gunnar og Stefanía urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa yngri dóttur sína, Aðalheiði Erlu, af slys- förum 12 ára gamla og Jónína að missa sína einu systur. Jónína eldri dóttir þeirra er gift og búsett á Hólmavík ásamt börnum þeirra hjóna. Milli þeirra mæðgna og fjöl- skyldu var náið samband og töluð- ust þær við í síma nær daglega milli heimsókna. Stefaníu var mikils virði að fylgjast náið með bamabörnun- um og hafa þau nú misst sinn mesta aðdáanda - aldrei fór Stefanía neitt nema hafa litla myndaalbúmið með myndunum af þeim meðferðis. Síðasta sjúkdómslega Stefaníu var löng og erfið. Jónína vék ekki frá móður sinni síðustu dagana og hlynnti að henni eins vel og hægt var ásamt Hólmari eiginmanni sín- um og Gunnari föður sínum og með því síðasta er mamma hennar bað hana um var að hugsa um pabba sinn. Ég sendi innilegar samúðar- kveðjur Gunnari, Sæmundi öldruð- um fóður Stefaníu, sem dvelur á öldrunardeild Sjúkrahúss Siglu- fjarðar, Jónínu, Hólmari og börnum þeirra. Blessuð sé minning Stefaníu Sæ- mundsdóttur. Kristín Helgadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.