Morgunblaðið - 12.12.1998, Page 77

Morgunblaðið - 12.12.1998, Page 77
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 77 ^ LANDIÐ VISTHEIMILIÐ Háholt. Morgunblaðið/Björn Björnsson Sex unglingar dvelja í Háholti HILMAR Kristjánsson afhendir Magnúsi Siguijónssyni lykla að húsinu. Sauðárkróki - Síðastliðinn laugar- dag var nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga að Háholti, í landi Garð- húsa í Skagafii'ði, tekið í notkun. I maímánuði árið 1997 hófust við- ræður þáverandi Héraðsnefndar Skagafjarðar og forstöðumanns Barnaverndarstofu, Braga Guð- brandssonar um byggingu nýs með- ferðarheimilis fyrir unglinga í Skagafmði, en um nokkurra ára skeið hefði slíkt meðferðarheimili verið rekið, fyrst að Stóru Gröf, en síðan á Bakkaflöt. I samningum Héraðsnefndar og Barnaverndarstofu var ráð fyrir því gert að heimamenn fjármögnuðu og byggðu heimilið, en síðan yrði gerð- ur langtíma leigusamningur við rík- isvaldið og þannig yrði byggingar- kostnaðurinn gi-eiddur. Endanlegt samkomulag varðandi þetta var síð- an undirritað 14. október 1997 en í samkomulaginu kom einnig fram stærð hússins, að það yrði reist í landi Garðhúsa og að Barnaverndar- stofa skuli tilnefna tvo aðila til að vera byggingarnefnd til ráðuneytis. í sama mánuði var skipuð bygging- amefnd, en í henni áttu sæti: Magnús Sigurjónsson, Hallgi-ímur Ingólfsson og Sigurður Hai'aldsson en tilnefndir af Barnavemdarstofu til ráðgjafar vom þeir Sveinn Allan Morthens og Ingvar Guðnason. Árni Ragnai-sson arkitekt var fenginn til að hanna hús- ið, Verkfræðistofan Stoð ehf. annaðist burðarþols- og lagnahönnun og RKS raflagnir og öi-yggiskerfi. Við útboð á verkinu bámst fjögur tilboð og var gengið að tilboði frá Stíganda hf. á Blönduósi, en tilboð Stíganda hljóðaði upp á tæpar 48 milljónir og var um 98,5% af kostnaðai'áætlun. Við opnunina þágu gestir veiting- ar en undir borðum tók fyrstur til máls Jón Örn Berndsen, sem var eftirlitsmaður með byggingarfram- kvæmdum og lýsti hann húsinu og framkvæmd allri. Kom fram í máli Jóns að allar áætlanir hefðu staðist fullkomlega, að vísu hefði óveður- skafli í október síðastliðnum gert mönnum erfitt fyrir og því yrði end- anlegur frágangur utanhúss að bíða næsta vors. Þá þakkaði Jón gott samstarf við alla þá sem að verkinu komu og árnaði vistmönnum og starfsmönnum alls hins besta. Styrkir byggðarlagið Næstur tók til máls Hilmar Krist- jánsson, framkvæmdastjóri Stíg- anda hf., og þakkaði hann einnig fyrir mjög gott samstarf við bygg- ingaraðila og ekki síður nágranna, sagði Hilmar að öll verk hefðu geng- ið eins og best varð á kosið, áfalla- og slysalaust og því tryði hann því að farsæld fylgdi þessu heimili og vistmenn þeir sem hér ættu eftir að dvelja mundu una sér vel. Sagði Hilmar að hér væri verið að skapa nýja þjónustu og ný störf sem styrkja mundu byggðarlagið því væri hér á ferð gott framtak. Þessu næst tók til máls Magnús Sigurjónsson og rakti hann aðdrag- anda þess að ráðist var í byggingu vistheimilisins og samskipti Barna- verndarstofu og Héraðsnefndar varðandi þetta mál. Þakkaði Magn- ús þeim Stígandamönnum mjög gott starf og taldi að ekki hefði verið á allra færi að skila svo góðu verki á svo skömmum tíma og með jafnlitl- um fyrirvara. Að máli sínu loknu afhenti Magn- ús sr. Gísla Gunnarssyni forseta sveitarstjórnar Skagafjarðar lykla að húsinu. Sr. Gísli Gunnarsson tók þá til máls og lýsti ánægju sinni með það að nú væri komið að því að taka þetta glæsilega mannvirki í notkun, og hér væri verið að skapa allmörg atvinnutækifæri í sveitarfélaginu með þeirri þjónustu sem hér væri í boði, en hins vegar væri það ekki aðalatriðið, heldur væru Skagfirð- ingar stoltir af því að geta lagt sitt af mörkum til þess að geta stutt þá sem á einhvern hátt hefðu orðið ut- anveltu í lífínu til þess að ná fótfestu á nýjan leik og skapa sér viðspyi'nu til eðlilegs lífs í samfélaginu og að dvölin hér mætti verða þeim til góðs. Að þeim orðum mæltum af- henti sr. Gísli Braga Guðbrandssyni lykla hússins og þar með það til. notkunar. Merkilegt brautry ðj endastarf Bragi Guðbrandsson sagði hér vera merkilegt brautryðjendastarf á ferðinni enda í fyrsta sinn sem slíkt heimili væri byggt utan Reykjavík- ursvæðisins, og hefði þetta samstarf ríkis og sveitarfélags vakið slíka eft- irtekt að mörg sveitarfélög hefðu komið og viljað gera viðlíka samning eða eins, og ganga inn í „Skagafjarð- armódelið“. Hefði það orðið til þess að nokkrir slíkir samningar hefðu ‘ verið gerðir og nú í næstu viku yrði opnað nýtt vistheimili í Borgarfirði. Þá þakkaði Bragi samstarfið við eig- endur Bakkaflatar, en vistmennirnir sem þar dvelja nú auk eins verða fyrstu vistmenn Háholts. Einnig lýsti Bragi ánægju sinni með það að Sveinn Allan Morthens hefði tekið að sér að veita Háholti forstöðu, og einnig kvað hann það dýrmætt fyrir starfsemi eins og þá sem hér er rek- in að eiga góða og jákvæða ná- granna. Bragi benti á að hér væru raunar tvær stofnanir á einum stað, það er meðferðarheimili og skóli, en skóla- starf er hér rekið í tengslum við Einholtsskóla í Reykjavík og annast 4^ kennsluna Kári Marísson. Þessu næst blessaði séra Bolli Gústavsson vígslubiskup húsið og bað blessunar allri starfsemi sem hér færi fram. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra tók síðastur til máls og eins og aðrir lauk hann lofsorði á það verk sem hér hefði verið unnið og kvað það ekki koma sér á óvart þó að þeir Stígandamenn gætu skilað jafngóðu verki á jafnskömmum tíma. Þá sagði Páll það ánægjulegt að Sveinn AUan tæki að sér forstöðu heimilisins, hann hefði skilað góðu stai-fi sem framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra, og taldi að hér ynni hann ekki síðra starf. Arnaði hann vist- mönnum og starfsfólki allra heilla og sagðist eiga þá ósk besta að allir þeir er hér ættu heima næðu að komast til hins besta þi-oska, hér ættu þeir góða daga og fengju góðan undirbúning undir lífið. Heimilismenn að Háholti verða 6, en starfsmenn 12 til 15. Nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga tekið í notkun í Skagafirði Eldvarnafræðsla í Laugargerðisskóla Eyja- og Miklaholtshreppi - Nem- endur í 3. bekk í Laugargei'ðisskóla á Snæfellsnesi fengu fræðslu í eld- vörnum sl. mánudag. Landssamband slökkviliðsmanna hefur árlega efnt til brunavai-narátaks fyrir jólin, með stuðningi Brunabótafélags íslands. Það var Hermann Jóhannsson slökkviliðsstjóri í Borgarnesi sem kom og fræddi börnin. Hann ræddi mikilvægi þess að reykskynjari væri á hverju heimili, hvai' hann væri best staðsettur og að nauðsynlegt væri að skipta um rafhlöðu á hverju ári. Her- mann sagði ft'á því að reykur leitar upp og í reykfylltu herbergi á að fara niður á gólf og skn'ða. Máli sínu til stuðnings, sviðsetti hann björgun úr bruna og „bjargaði" einum nemanda úr reykjarkófi. Krakkarnir fengu „Eldheitar stað- reyndir" sem er upplýsingabækling- ur með eldvarnagetraun, og eiga þeir að lesa hann heima og svara getrauninni. Eftir fræðsluna fengu börnin að setjast inn í brunabílinn og prófa að sprauta vatni með slöng- unni. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir HERMANN Jóhannsson, slökkviliðsmaður, „bjargar“ Ólöfu Eyjólfs- dóttur úr ímynduðum bruna. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir LITLI kórinn söng á aðventuhátíðinni. Aðventukvöld í Kol- beinsstaðakirkju » Eyja- og Miklaholtshreppi - Að- ventukvöld var haldið í Kolbeins- staðakirkju á Snæfellsnesi á fimmtudagskvöldið var. Séra Guðjón Skarphéðinsson bauð kirkjugesti velkomna og at- höfnin hófst á því að nokkrir nemendur úr Laugargerðisskóla komu inn kirkjugólfíð syngjandi, með kertajós í höndum. Þetta var „Litli kórinn“ sem söng jólalög fyrir viðstadda. Tendruð voru kerti á aðventukransinum og síð- an flutti kirkjukórinn fáein lög, við undirleik Zuzanne Budai sem er frá Ungverjalandi. Skólastjóri Laugargerðisskóla, Guðrún Vala Elísdóttir, flutti hugvekju þar sem hún ræddi m.a. um gildi jóla- gjafa og þess að gefa af sjálfum sér. Steinunn Pálsdóttir tónlistar- kennari söng síðau einsöng og KVEIKT á aðventukertum. nemendur úr tónlistarskólanum spiluðu á gítar. A Snæfellsnesi er starfandi lijónakvartett og sungu hjónin „Grýlukvæði11. Aðventukvöldið endaði á að all- ir sungu saman jólasálminn „Bjart er yfir Betlehem“. Sóknar- nefnd Kolbeinsstaðahrepps bauð gestum í kaffi í félagsheimilið Lindartungu eftir athöfnina. ^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.