Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 47
46 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 47 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EYÐA VERÐUR ÓVISSU HÁTÆKNIS JÚKR AHÚ S A AFKÖST hátæknisjúkrahúsanna hafa aukizt mikið síðustu tíu til fimmtán árin. Ástæðan er tvíþætt. í fyrsta lagi framfarir í þekkingu, tækni, lyfjum o.s.frv. í annan stað umtalsverð hagræðing í rekstri þeirra. St- arfsmönnum (stöðugildum) hefur fækkað um 9% á síð- ustu sex til sjö árum. Á sama tíma hefur sjúklingum á hvert stöðugildi fjölgað um 11,7%. Petta hefur gerzt þrátt fyrir alvarlega fjárvöntun, sem gert hefur sjúkra- húsunum erfitt um vik, að ekki sé fastar að orði kveðið, að fylgja eftir örri tækniþróun í tækjum og búnaði. Prátt fyrir þá hagræðingu í rekstri stóru sjúkrahús- anna tveggja, sem náðst hefur, glíma þau bæði við ærinn fjárhagsvanda. I fréttaskýringu hér í blaðinu sl. fimmtu- dag kemur fram að í lok næsta árs vanti um 1,6 milljarða króna inn í rekstur þeirra. Helmingur fjárhæðarinnar er samansafnaður halli - og rekstrarhorfum er þannig lýst: „Á næsta ári vantar yfir 300 milljóna króna framlag til Sjúkrahúss Reykjavíkur og 280 milljónir inn í rekstur Ríkisspítala miðað við svipaðar rekstrarforsendur spítal- anna. Er þá gert ráð fyrir að verðhækkanir vegna launa 1998 fáist bættar. Við þessa upphæð má bæta 450 til 520 milljónum fyrir SHR og um 1.700 milljónum fyrir Ríkis- spítala, ef tekið verður tillit til óska yfirstjórna þeirra um fjárveitingar, m.a vegna vinnutímatilskipunar, 2000- vandans, tækjakaupa og nýrrar starfsemi, atriða sem ekki verður séð í fljótu bragði að hægt sé að sleppa al- veg“. Varaformaður fjárlaganefndar, Sturla Böðvarsson, viðurkennir í viðtali við Morgunblaðið í gær að „vandi sjúkrahúsanna sé mikill og flókinn“. Orðrétt segir hann: „Mér sýnist líka óhjákvæmilegt að gera þær megin- breytingar að fjárveitingu spítalanna verði skipt í ann- ars vegar fasta fjárveitingu sem ná myndi til alls fasta- kostnaðar og hins vegar tengja aðrar fjárveitingar árangri eða afköstum. Eg tel að stokka verði upp þessa aðferð sem hefur verið notuð síðustu árin.“ í tengslum við þessi orð þingmannsins má minna á að frændþjóðir okkar á Norðurlöndum fjármagna heilbrigðisþjónustu sína bæði með föstum og breytilegum fjárveitingum. Fastur kostnaður við rekstur sjúkrastofnana er fjár- magnaður með föstum fjárveitingum en breytilegar fjár- veitingar jafnframt veittar til að standa undir breytileg- um kostnaði sem ræðst af afköstum sjúkrastofnana. Vigdís Magnúsdóttir forstjóri Ríkisspítala vék og að fjármögnun sjúkrahúsa á nýlegum ársfundi þeirra. Hún sagði nauðsynlegt að taka til endurskoðunar kerfí fastra fjárveitinga til sjúkrahúsanna án skilgreininga. Kostnað- aráætlanir hefðu verið raunhæfar, miðað við umfang rekstrar, en fjármagn hefði ekki fengist í samræmi við núverandi þörf. Geir H. Haarde fjármálaráðherra lýsti þeirri skoðun á fundi með hjúkrunarforstjórum nýverið að til greina kæmi að gera þjónustusamninga við sjúkrastofnanir. I tilvitnaðri fréttaskýringu segir: „í rekstri sjúkrahúss myndi það þýða að skilgreina yrði hvað kaupa á, svo sem móttaka á sjúklingum og skoðun, læknisverk, lyf, hjúkr- un, umönnun, eftirlit og svo mætti lengi telja. Reiknaður yrði út kostnaður við hvern verkþátt, þ.e. laun, tæki og afskriftir og sett inn ákvæði um endurskoðun, frávik og fleira. Sjúkrahúsið tæki síðan að sér að selja ríkinu þessa þjónustu.“ Það er ljóst, að verulegur árangur hefur náðst í hag- ræðingu og sparnaði hátæknisjúkrahúsa. Pað er enn- fremur ljóst, að fremur hefur verið gengið of langt en of skammt í skerðingu fjármagns til þeirra. Trúlega má þó enn hagræða og spara með meiri samvinnu eða samruna hátæknisjúkrahúsanna. Fjárhagsvanda þeirra verður hins vegar að leysa með skilvirkari fjármögnun til þess að tryggja rekstraröryggið. Eftirspurn eftir heilbrigðis- þjónustu hefur aukizt mjög undanfarin ár og vex fyrir- sjáanlega áfram í næstu framtíð. Það verður ekki lengra gengið í niðurskurði. Rekstraróvissu sjúkrahúsanna verður að eyða - og aðgengi fólks að beztu fáanlegri heilbrigðisþjónustu verður að tryggja með viðunandi hætti. Tökur á Skilnaðinum hafnar á Islandi Allar myndir mínar eru umdeildar TYRKLAND er framandi heimur fyrir Vesturlandabúa og margl þarf að varast. Tökur eru hafnar á myndinni Skiliiaðiiium sem fjallar um harðvítuga forræðisdeilu í Tyrk- landi og tekur hún mið af deilu Halims AIs og Sophiu Hansen þótt ekki sé um heimildarmynd að ræða. Leikstjórinn hefur haft hljótt um myndina af ótta við mótmæli öfgatrúarmanna í Tyrklandi, gefíð fjölmiðlum mis- vísandi upplýsingar og ekki veitt nein viðtöl. Pétur Blöndal talaði við hana um þessa um- deildu mynd sem vakið hefur mikla athygli þrátt fyrir að enn sé tökum ekki lokið. NAFNIÐ Canan Gerede hringir ef til vill ekki mörgum bjöllum hjá fslend- ingum en það á örugglega eftir að breytast á næsta ári þegar kvikmynd þessa tyrkneska leikstjóra Skilnaðurinn verður tekin til sýninga. Um sjálfstaatt höfundarverk Gerede er að ræða og sótti hún efniviðinn í smiðju forræðisdeilna í Tyrklandi. Sú forræðis- deila sem einkum er höfð til hliðsjónar er skiln- aður Halims AIs og Sophiu Hansen enda gerist myndin á íslandi og í Tyrklandi. Það hefur tekið Gerede tvö ár að vinna að myndinni sem áætlað er að verði frumsýnd hérlendis í júní og þremur mánuðum síðar í Tyrklandi. „Þetta er orðinn stór kapítuli í ævisögunni,“ segir hún. „Handritið er byggt á forræðisdeilum í Tyrk- landi þótt ég taki mér oft skáldaleyfí. Framsetn- ingin eru í anda heimildarmyndar og vann ég rannsóknarvinnuna og samdi handritið sjálf. All- ir sem ég leitaði til veittu mér viðtal nema Sophia Hansen. Ég reyndi nokkrum sinnum að hafa samband við hana en hún vildi ekki tala við mig. Ég held að það hafí verið mistök hjá henni. Ég náði hins vegar sambandi við Halim A1 og talaði við hann í nokkrar klukkustundir. Eftir það fór ég til Islands í leit að tökustað og endurskrifaði handritið nokkrum sinnum þar til lokaútgáfan var tilbúin." Tekurðu afstöðu í forræðisdeilunni í mynd- inni? „Ég gæti hlutleysis og reyni að taka ekki af- stöðu með neinum.“ Hvaðan hefurðu málstað Sophiu fyrst hún vildi ekki tala við þig? „Hún er móðir og ég er móðir. Ég reyni að draga upp mynd af afstöðu kvenna í þessum kringumstæðum frá mínum sjónarhóli sem móð- ur. En ég sest ekki í dómarasæti heldur segi sög- una.“ Af hverju heldurðu að Sophia hafí ekki viljað ræða við þig? „Ég vil sem minnst um það mál segja enda væru það tómar getgátur. En þetta eru opinber mál og því getur hver sem er fjallað um þau. Ég gæti þess þó að öll nöfn séu skálduð og hef ekki verið reiðubúin að tala við fjölmiðla. Þetta er fyrsta viðtalið sem ég veiti vegna myndarinnar. Ég hef reynt að forðast árekstra vegna þess að þetta er eldfimt viðfangsefni. Ég hef heldur ekki viljað greina neinum frá því hvar tökur fara fram og gefið upp ranga tökudaga svo menn viti ekki hvenær þeim lýkur.“ Þú segist ekki setjast í dómarasæti. En koma báðar hliðar málsins fram ? „Það eru í raun þrjár hliðar á þessu máli,“ svarar hún. „Við megum ekki gleyma hlið barn- anna.“ Kynntistu henni í máli Sophiu? „Eg talaði ekki við þær en ég heyrði nokkur viðtöl við þær í sjónvarpi." Var Sophia þá viðstödd? „Já, hún var viðstödd ásamt Halim A1 og spyrlinum frá sjónvarpinu. Hann var að reyna að sætta alla málsaðila,“ segir hún. Hvers vegna tókstu verkefnið að þér? „Það sem heillaði mig við söguna var að geta Morgunblaðið/Golli TYRKNESKI leikstjórinn Canan Gerede fékk ekki að hitta Sophiu Hansen við undir búning myndarinnar. BALTASAR Kormákur og Bennen Gerede í hlutverkum sínum í myndinni. MAHIR Gunsiray er í hlutverki tyrkneska föðurins. kafað ofan í málatilbúnað hægrisinnaðra öfga- bókstafstrúarmanna. Mér fannst það áhugavert vegna þess að í flestum forræðisdeilum sem ég þekki til er sú hlið ekki fyrir hendi. En hér studdu alls konar öfl við bakið á Halim Al, eins og svo mörgum tyrkneskum feðrum í sambæri- legri aðstöðu, og þess vegna vildi ég gera þessa mynd. Ég vildi kynna mér innviði þrýstihópa hægrisinnaðra öfgabókstafstrúarmanna. Sem vinstrimanneskju fannst mér það áhugavert.“ Nú hefúr þú þá skyldu sem listamaður- að taka ekki afstöðu, eins og þú segir, en þú ert líkai móðir og manneskja. Fylgja því engar skyldur? „Ég vil ekki fara út í það vegna þess að það er persónulegt. En sumt skil ég ekki, - hvað varðar sögu Sophiu. Hún er íslensk og eg er tyrknesk svo ef til vill er það skiljanlegt. Ég hefði hegðað mér öðruvísi sem móðir. Ég hefði rænt stúlkun- um til baka, gert eitthvað; ég hefði aldrei leyft þeim að fara til Tyrklands. Eða til íslands sem tyrknesk móðir. Við erum öðruvísi að upplagi svo ég á erfitt með að taka afstöðu, en ég veit hvemig ég hefði brugðist við sem móðir. Eg á vinkonur sem hafa lent í svipuðum erfiðleikum og veit hvernig þær bragðust við sem mæður. Það er ekki mjög erfitt að koma börnum frá Tyrklandi." Er það ekki erfítt? Hvað áttu við? ,Áð ræna þeim!“ En hún fær aldrei að hitta þær. „Hún fékk það í upphafi. Hvað áttu við með að hún hafi aldrei fengið að hitta þær? Það er ekki rétt hjá þér. Ef til vill ætti ég ekki að vera að halda þessu fram en ég hef á réttu að standa. Ég á vinkonu sem ætlaði að giftast Englendingi og átti tvo syni. Hún var gift tyrkneskum manni og ákvað að skilja. Faðirinn vildi ekki að börnin flyttust úr landi. Hann vildi að þau yrðu alin upp í Tyrklandi en ekki í Englandi. Þá rændu þau börnunum, fluttu þau í báti yfir til Grikklands og fóru þaðan til Englands.“ En hvers konar lausn er það? „Það er lausn að fá að hafa börnin sín. Hvað getur verið mikilvægara en það fyrir móður?“ Halim A1 hefur einmitt haldið því fram í sam- tölum við íslenska fjölmiðla að hann hafí ekki viljað leyfa Sophiu að hitta börnin vegna þess að hann hafi verið viss um að hún ætlaði að ræna þeim. „Ég held að í þessu máli hafi hefnd eitthvað spilað inn í líka. En það eru liðin sex ár núna og hún getur ekki lengur rænt börnunum. Það er orðið of seint. Þau eru orðin 15 og 16 ára. Þau eru búin að velja það að vera hjá fóður sínum. Það er það sem þau segja í hverju viðtali. Þú get- ur haldið því fram að þau séu heilaþvegin eða kúguð. En ef skoðað er glöggt hvernig þau tala þá er það ekkert sem þau hafa lagt á minnið. Svona mál bitna alltaf verst á börnunum og þess vegna verður að fjalla um mál Sophiu og önnur hliðstæð mál af varkárni. Ég held að þetta hafi verið mjög erfitt fyrir stúlkurnar. Ég hefði verið löngu búin að ræna þeim aftur í hennar sporum." En hvemig átti hún að ræna þeim frá Tyrk- landi? „Hún hefði getað gert það.“ Hún fékk aldrei að hitta þær í einrúmi. „Ekki það nei, - það eru til upptökur af því. Allir á íslandi hafa séð þessar upptökur. I upp- hafi hitti hún þær. Hann var að vísu fyrir utan herbergið..." Hvernig gat hún þá komist með þær burtu? „Það er alltaf hægt að finna leið. Hún gerði fullt af mistökum. Ein af þeim voru að fara út í forræð- isdeilu á strangtrúuðu svæði í Istanbúl þar sem hann hafði undirtökin. Sumar ákvarðanirnar sem hún tók í byijun voru rangar vegna þess að hún hafði ekki þekkingu á staðháttum." Hvar hefði hún átt að byrja forræðisdeiluna? „í öðru hverfi í Istanbúl. Hún þurfti ekki að hefja hana þama. Og nú er þetta orðið of seint. Fyrir tveimur árum reyndi ég að nálgast hana í gegnum lögfræðing hennar en fékk ekki að tala við hana. Eg hitti hana einu sinni í réttarsalnum. Og ég sagði: „Ef ég get gert eitthvað til að að- stoða þig er ég boðin og búin til þess.“ Ég hefði haldið að einhver hefði haft samband við mig, en enginn hafði samband og það fannst mér skrýtið. En ég lagði allt þetta til hliðar þegar ég skrifaði handritið.“ Hvernig heldurðu að fólk í Tyrklandi muni taka myndinni? „Ég hef ekki hugmynd um það,“ svarar hún og hlær. „Því mun ekki líka myndin. En það er erfitt að segja til um slíkt áður en búið er að klippa myndina." En Islendingar? „Ég held að þeim eigi eftir að líka myndin vegna þess að þar er ekki tekin afstaða gegn málstað Sophiu, alls ekki. Og Mahir Gunsiray sem leikur tyrkneskan föður stúlknanna er mjög hæfileikaríkui' og tók hlutverkið mjög athyglis- verðum tökum. Maður dáist ekki að honum en maður fyrirlítur hann ekki heldur.“ Þú hefur áður komið til Islands til að fylgja eftir kvikmynd þinni B. Love Colder Than Death á Kvikmyndahátíð Reykjavíkur. Bennu dóttir þín er einnig í aðalhlutverki í þeirri mynd. Hvernig er að leikstýra dóttur sinni? „I fyrstu var það erfiðara fyrir hana heldur en mig. Hún átti til að rugla saman móður sinni og leikstjóranum. Þetta var hins vegar þægilegt fyrir mig vegna þess að ég vissi nákvæmlega hvernig ég átti að fá réttu viðbrögðin frá henni. Hún er mjög hæfileikarík og það er ánægjulegt að vinna með henni. Við erum einmitt búnar að skrifa handrit saman að nýrri mynd og eigum eftir að útvega fjármagnið enda höfum við öðr- um hnöppum að hneppa í augnablikinu." 4- Hvernig var að vinna með Islendingnum Baltasar Kormáki? „Ég er mjög ánægð með hann. Hann er upp- byggjandi, yfirvegaður, agaður og laus við hroka.“ Hvaða hlutverk fer hann með? „Hann leikur Friðrik sem stendui' við bakið á Sophiu og styður hana. Ég held að Baltasar eigi eftir að ná langt á alþjóðavettvangi. Hann er vh'kilega góður leikari." Hvernig stóð á því að þú fékkst hann í hlutverk- ið? _ „Ég hitti hann á Kvikmyndahátíðinni í Reykja- vík fyrir tveimur árum og spurði Friðrik Þór: „Hvaða maður er þetta? Hann lítur ekki út fyrir að vera íslenskur. Hann er svo myndarlegur... „Heyrðu,“ hváir blaðamaður. „... og hann er ekki ljóshærður," flýtir hún sér að bæta við og hlær. „Ériðrik Þór kynnti mig svo fyrir honum. Baltasar vildi í fyrstu leika tyrk- neska fóðurinn í myndinni en það hefði ekki verið mögulegt vegna þess að hann þarf að tala tyrk- nesku og þekkja hefðir og siði Tyrkja. Þar sem hann vildi leika í myndinni endurskrifaði ég handi'itið með hann í huga fyrir annað aðalkarl- hlutverkið." Þú sagðir fyrr í samtalinu að það væri orðið of seint... „... fyrir stúlkumar?“ Já. „Eftir ár verður önnur þeirra orðin nógu göm- ul til þess að fara sjálf frá Tyrklandi og það verð- ur fróðlegt að sjá hvað gerist. En ég held að hún fari ekki neitt.“ Getur ekki verið að Halim verði bú- inn að gifta hana áður? „Hún á ekki eftir að giftast áður. Það er ekki hægt að neyða fólk til þess í Tyrklandi. Þar er dómari sem spyr hvort þau vilji giftast eða ekki. Og ef hjónabandið er íslamskt er það ekki löglegt í Tyrklandi. Það gilti einmitt um Halim A1 og Sophiu. Þau voru gift að íslömskum sið en þau voru aldrei löglega gift í Tyrklandi, - aðeins á ís- landi.“ Hvernig mynd er þetta eiginlega? Er hún skemmtileg, napurleg, sorgleg? „Ég veit það ekki. Það er mjög erfitt fyrir mig að segja til um það,“ svarar hún og hlær. „Hún er ekki napurleg," segir Elaine Stutter- heim frá Frakklandi sem framleiðir myndina ásamt Islensku kvikmyndasamsteypunni og sest er við borðið. „Hún er skemmtileg ef maður hef- ur gaman af góðum og fallega sögðum sögum. Leikararnir eru mjög góðir og sjónarhorn Tyrkja og Islendinga koma vel fram í myndinni sem gerir hana mjög spennandi." Til hverra á myndin eftir að höfða sérstaklega, þá ég við út frá aldri, trúarbrögðum, þjóðerni? „Myndin er ekki gerð sem afþreying heldur þjónar hún sögunni," svarar Elaine. „Hún á því eftir að vekja áhuga þeirra sem hafa áhuga á sögunni á annað borð.“ „Ég er viss um, ef maður getur verið viss um nokkuð á annað borð, að íslamstrúarmenn [mú- hameðstrúarmenn] bíða myndarinnar í ofvæni vegna þess að málið hefur vakið svo mikla at- hygli,“ segir Gerede. „Hvort sem þeir verða sátt- ir við myndina eða ekki á hún eftir að vekja for- vitni.“ Þetta á vísast eftir að verða nokkuð umdeild mynd. „AUar myndir mínar eru umdeildar," svarar Gerede. „Það sama á eftir að gilda um þessa mynd bæði í Tyrklandi og á íslandi.“ Það hefur heyrst af áhuga í Hollywood á gerð myndar sem byggð væri á skilnaðardeilu Sophiu og Halims AI. „Hollywood gæti aldrei gert slíka mynd,“ svarar Gerede. „Hún yrði að vera gerð af einhverjum sem þekkti til í landinu. Aldrei án dóttur minnar var til dæmis hræðileg mynd þótt bókin væri góð.“ Ríkir mikil eftirvænting í Tyrklandi? „Já, það er stöðugt verið að fjalla um myndina í sjónvarpi og dagblöðum. Þess vegna vildi ég hafa hljótt um hana.“ Mikil átök urðu milli stjórnvalda og Búnaðarbankans vegna samninga um uppgjör lífeyrisréttinda bankastjóra Einn aðstoðarbanka- stjóranna fékk öll sín réttindi í séreignarsjóð Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra segist hafa talið óeðlilegt af bankaráði Búnaðarbankans að semja við bankastjóra um varðveislu allra lífeyrisréttinda þeirra í séreignarsjóði áður en bankanum var / breytt í hlutafélag. Akvörðunin var endurskoðuð og samið um að flytja 60% réttinda í séreignarsjóði. Skv. upplýsingum Omars Frið- rikssonar var fylgt sömu reglum í samningum um uppgjör áunninna lífeyrisréttinda aðstoðarbankastjóranna en einn þeirra fékk þó öll sín réttindi flutt í séreignarsjóð er hannjét af störfum. FINNUR Ingólfsson við- skiptaráðherra segist hafa talið óeðlilegt af bankaráði Búnaðarbankans að semja um rétt til handa bankastjórum bank- ans um að varðveita öll sín lífeyris- réttindi í séreignai'sjóði þegar samið var um uppgjör áunninna lífeyrisrétt- inda þeirra á seinasta ári áður en Búnaðarbankanum og Landsbankan- um var breytt í hlutafélag. „Mér fannst óeðlilegt að öll þessi réttindi færu yfir í séreign og þau myndu þar af leiðandi erfast," sagði Finnur. „Það eru bankaráð fyrrverandi rík- isviðskiptabanka sem þá sátu sem bera ábyrgð á þessum samningum. Ég lýsti hins vegar yfir óánægju minni með það að færa öll þessi rétt- indi bankastjóranna yfir í séreignar- réttindi," sagði hann. Búið var að ganga frá greiðslum Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins urðu geysilega hörð átök um þetta mál á milli ráðuneytisins og Ríkisendurskoðunar annars vegar og stjórnenda Búnaðarbankans hins vegar. Samningar bankaráðs Búnað- arbanka og bankastjóra fólu upphaf- lega í sér rétt bankastjóranna til að varðveita öll sín réttindi í séreignar- sjóði og var búið að ganga frá greiðsl- um á grundvelli þessa samkomulags þegar til mikils ágreinings kom um þetta fyrirkomulag milli ráðuneytis- ins og bankans. Eins og fram kom í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku var ákvörðun- in endurskoðuð og samið upp á nýtt um að flytja 60% þessara réttinda í séreignarsjóð en 40% í sameignar- sjóð. Fram kom í máli Pálma Jóns- sonar, formanns bankaráðs Búnaðar- bankans, í Morgunblaðinu í seinustu viku að bankastjórarnir hefðu boðist til að flytja 40% réttinda sinna yfir í Eftirlaunasjóð starfsmanna bankans en 60% yrðu varðveitt í séreignar- sjóði. Sömu reglum fylgl við uppgjör aðstoðarbankastjóra Samanlagður hlutur þriggja starf- andi bankastjóra í Búnaðarbankanum í lífeyrisréttindum starfsmanna bank- ans nam 224 milljónum kr. og þriggja bankastjóra Landsbanka 240 millj. kr. Réttindi bankastjóranna eru þó mishá eftir starfsaldri þeirra. Fylgt var samskonar reglum við uppgjör áunninna lífeyrisréttinda aðstoðar- bankastjóra Búnaðarbankans en þeirra réttindi svara til 80% af rétt- indum bankastjóranna. Einn aðstoð- arbankastjóranna lét af störfum í byrjun þessa árs og fékk hann skv. heimildum blaðsins öll lífeyrisréttindi sín flutt í séreignai'sjóð í samræmi við upphaflegt samkomulag bankaráðsins við bankastjóra bankans. Aðrir að- stoðarbankastjórar sömdu hins vegar upp á nýtt líkt og bankastjórarnir um varðveislu 60% réttinda sinna í sér- eignarsjóði. Stjórnendur Landsbanka voru eitt- hvað seinni til við frágang starfsloka- samninga við bankastjóra Lands- bankans en Búnaðarbankamenn og varð niðurstaðan þar sú, að samið var við bankastjórana um að sami réttur gilti um frágang réttinda þeirra og annarra starfsmenna, þannig að 40% lífeyrisréttinda þeirra jrrðu varðveitt í séreignarlífeyrissjóði að eigin vali og 60% í sameignarsjóði starfsmanna. Ágreiningur um kostnað Fram kom í máli Pálma Jónssonar, formanns bankaráðs Búnaðarbank- ans, í Morgunblaðinu í seinustu viku að sú niðurstaða að endurskoða fyrri ákvörðun um frágang lífeyrisréttinda í séreignarsjóð sé dýrari en ef sú leið hefði verið farin að varðveita öll rétt- indi þeirra í séreignarsjóði. Finnur hafnar þessu og segir að ekki verði séð fyrirfram hvort þessu hafi fylgt meiri kostnaður. „Það fer eftir því hversu lengi menn munu þurfa að greiða þessi réttindi. Ég vildi hins vegar að það lægi skýrt fyrir að þessi réttindi yrðu gerð upp gagnvart líf- eyrissjóðunum og gagnvart banka- stjórnunum, þannig að það flyttust ekki einhver svona réttindi yfir í hlutafélagabankana. Og það var gert,“ segir Finn- ur. Hann sagði aðspurður að augljóslega hafi þarna verið um mjög vegleg líf- ........ eyrisréttindi að ræða. „Þau réttindi verða hins vegar ekki tekin af mönnum þegar búið er að semja um þau í eitt skipti fyrir öll og þess vegna byggðist þetta á gömlum samningum, sem tíðkuðust á þeim tíma við stjómendur þessara fyrir- tækja,“ sagði Finnur. Byggt á ákvörðun bankaráðs Búnaðarbanka í janúar 1980 í skriflegu svari sem viðskiptaráð- herra gaf á Alþingi í febrúar 1997 um starfskjör og lífeyrisréttindi banka- stjóra og aðstoðarbankastjóra ríkis- viðskiptabankanna og Seðlabankans kom fram að um lífeyrisréttindi bankastjóra Búnaðarbankans var far- Gátu áunnið sér full rétt- indi á 15 árum ið samkvæmt ákvörðun bankaráðs frá 25. janúar 1980. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir að full eftirlaun yrðu 90% af grunnlaunum og áynnust á 15 árum. „Með breytingum á reglum samþykktum í bankaráði 17. desem- ber 1993 ávinnast full réttindi nú á 18 árum. Aðstoðarbankastjórar fá greitt í Eftirlaunasjóð starfsmanna Búnað- arbanka íslands sem svarar 80% af réttindum bankastjóra. Þeir eru þó ekki beinir aðilar að eftirlaunasjóði bankans," sagði í svari ráðherra. Þar kom einnig fram að sambæri- legar reglur giltu um eftirlaun bankastjóra Landsbankans og bankastjóra Seðlabankans. „Banka- stjórar Seðlabankans, sem komið hafa til starfa við bankann eftir gild- istöku núgildandi laga um bankann frá 1986, búa við reglur er bankaráð- ið setti í apríl 1989. Bankastjórarnir greiða iðgjöld til og eru aðilar að Eftirlaunasjóði starfsmanna Lands- bankans og Seðlabankans og vinna sér inn 5% lífeyrisrétt á ári upp í 90% launa á átján árum. Þeir geta búið við skerðingu vegna áunninna lífeyrisréttinda í fyrri störfum þar sem samanlögð eftirlaun skulu ekki vera hærri en 90% af launum í við- komandi bankastjóra- starfi. Fyrri reglur um eftirlaun bankastjóra gáfu 90% eftirlauna eftir 12 ára starf í bankanum, án ...... skerðingar vegna að- fluttra réttinda og án að- ildar að lífeyrissjóði. Við andlát bankastjóra fær eftirlifandi maki líf- eyi'i sem nemur helmingi áunnins hlutfalis hins látna af bankastjóra- launum. Aðstoðarbankastjórar, eins og aðrir starfsmenn Seðlabankans, greiða iðgjald af launum sínum til Eftirlaunasjóðs starfsmanna Lands- banka og Seðlabanka. Um eftirlaun bankastjóra Lands- banka gilda sambærilegar reglur og um eftirlaun bankastjóra Seðlabanka íslands, frá 18. apríl 1989, sbr. hér að framan. Aðstoðarbankastjórar eru aðilar að eftirlaunasjóði bankans og taka eftirlaun samkvæmt reglum hans,“ sagði í svarinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.