Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 53 MINNINGAR + Kjartan Tómas Guðjónsson fæddist 29. mars 1907. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- fírði 7. desember síðastliðinn. Kjart- an fæddist í Hlíð undir Eyjafjöllum og ólst þar upp. Hann fór ungur til sjós, lauk vélstjóra- prófí og var vél- stjóri á fjölda báta í 53 ár. Kjartan flutti til Bolungarvíkur 1944 og bjó þar allt til ársins 1988, en þá flutti hann á Hrafnistu í Hafnarfirði og þar bjó hann allt þar til hann Iést. Foreldrar Kjartans voru Guð- jón Sigurðsson frá Hlíð og Vil- borg Tómasdóttir frá Hrúta- felli. Systkini Kjartans voru Sigurður og Guðlaug, sem bæði eru látin. Auk þess átti Kjartan tvær uppeldissystur, _þær Mar- gréti Pálsdóttur og Ástu Stein- grímsdóttur. Kjartan kvæntist 1940 Hall- dóru Friðgerði Maríasardóttur, Mig langar að minnast tengdaföð- ur míns í hinsta sinn með þessum orðum: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Hvíl í friði, Kjai-tan minn. Berglind. Mig langar að setja á blað örfá orð um afa minn. Kjartan afí var merkilegur maður fyrir margar sakir, t.d átti hann tíu börn sem hann kom á legg, lenti í sjávarháska og var talinn af. Hann mætti ýmsu mótlæti um ævina eins og að missa konuna sína og þrjú af börnum sín- um en hann tók því með æðruleysi; tel ég að þar hafi hans sterka trú á almættið styrkt hann. Ég var fædd á heimili hans og ömmu minnar, Halldóru, og var fyrsta barnabarnið sem var skírt í höfuðið á þeim og ólst að miklu leyti upp hjá þeim fyrstu ár ævi minnar. Afi vann alla f. 30. maí 1919 í Grunnavík á Jökul- fjörðum. Hún var dóttir Maríasar Þorvaldssonar og Guðrúnar Pálsdótt- ur. Halldóra lést 30. október 1970. Þau eignuðust tólf börn. Börn þeirra eru: 1) Jónína Rannveig, f. 29.9. 1940. 2) Vil- borg Guðný, f. 19.9. 1942. 3) Kjartan Halldór, f. 5.9. 1944, d. 5.2. 1968. 4) Gunnar Páll, f. 14.4. 1946. 5) Hlíðar, f. 19.8. 1947. 6) Sigríður, f. 5.6. 1950. 7) Bergmundur Bæring Olafur, f. 21.11. 1951, d. 24.9. 1985. 8) Jónmundur, f. 12.7. 1955. 9) María Sveinsína, f. 11.1. 1957, d. 23.3. 1978. 10) Reimar Haf- steinn, f. 24.11. 1958, auk tveggja barna er fæddust and- vana. Útför Kjartans verður gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. tíð mikið en taldi það ekki eftir sér, hann var sérstakur um margt eins og húmorinn hjá honum sem alltaf var stutt í. Hann fylgdist vel með öllu og vissi alltaf hvað allir höfðu fyrir stafni þó að barnabörnin væru orðin mörg og komin barnabarna- börn. Sérstakt var hversu auðvelt hann átti með að skilja ungt fólk og setja sig í þeirra spor. Minnist ég þess þegar hann flutti suður frá Bolungavík, þá var hann hættur að vinna og var að fara á dvalarheimili aldraðra sjómanna 80 ára gamall. A þessum tímamótum var hann bjart- sýnn og fullur tilhlökkunar, nú væri margt nýtt í vændum ferðalög og fleira, það var engu líkara en hann væri að fara í langt sumarfrí. Eins ungur og hann var í anda taldi hann að hann myndi ekki ferðast mikið með heimilisfólkinu á Hrafnistu þar sem það væri svo aldrað, en það álit átti eftir að breytast. Greinilegt var að þarna var að hefjast nýr kafli í hans lífi og hann ætlaði að njóta þess til fulls. Margt merkilegt væri hægt að skrifa um afa eins og t.d þegar hann bjargaði skipshöfninni á Kristjáni með því að eima sjó þegar þeir voru matar- og drykkjarlausir og einnig að hann hafði einstaklega gott minni og gat sagt frá ýmsu sem hann hafði upplifað á langri ævi, líka að hann var berdreyminn fram- an af aldri. En ég minnist hans sem manns sem fór hljótt en var til stað- ar ef maður þurfti á honum að halda. Aldrei man ég eftir að afi kvartaði um nokkurn hlut og þegar maður spurði hvemig hann hefði það á dvalarheimilinu sagði hann. „Auðvitað hef ég það fínt, þetta er eins og að búa á hóteli, yfir hverju ætti ég að kvarta?“ Ég á eftir að sakna afa, hans lífs- viðhorfa og væntumþykkju í minn garð en veit að hann er kominn á betri stað núna þar sem Dóra amma, Halldór, Mundi, Maja, pabbi, Nonni og aUir ástvinir hans bíða hans. Nú siglir hann á lygnum sjó um alla framtíð. Farðu í friði. Guð blessi minningu þína, elsku afi. Halldóra Katrfn Olafsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Mig langar með örfáum orðum að minnast afa míns Kjartans Guðjóns- sonar. Engan mann hef ég þekkt sem var jafnjákvæður og réttsýnn á lífið og tilvenma eins og hann afí minn var. Afi hafði orðið fyrir miklum áföll- um á sinni lífsleið, en aldrei látið bugast. Hann flutti frá Bolungarvík fyrir rúmum 10 árum, þá flutti hann á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem honum leið vel og fannst gott að vera. A Hrafnistu spilaði afi brids við aðra vistmenn alla virka daga, allt þar til í vor að hann veikt- ist. Afi bauð alltaf upp á litla Coca Cola og Síríus-súkkulaði með þegar hann var heimsóttur, þetta kunnu allir vel að meta bæði ungir sem aldnir. Afi var orðinn 91 árs þegar hann lést og var orðinn þreyttur. Ég kveð þig, elsku afi minn, og bið guð að geyma þig. Elsku mamma og systkini, guð veri með ykkur. Friðgerður. Mig langar til að kveðja elskuleg- an afa minn, hann Kjartan. Afi var yndislegur maður sem ég bar mikla virðingu fyrir. Margs er að minnast og margs að sakna, eins og jólakort- anna sem bárust um hver jól þótt hann væri orðinn níræður. Og alltaf KJARTAN TÓMAS GUÐJÓNSSON GUÐBJORG KRISTJANA KRIS TJÁNSDÓTTIR + Guðbjörg Krist- jana Kristjáns- döttir var fædd á Blómsturvöllum á Eskifirði hinn 4. apríl 1916. Hún var dóttir hjónanna Guðbjargar Þórdís- ar Eiríksdóttur frá Kollaleiru og Krist- jáns Jónssonar frá Vetleifsholti á RangárvöUum og var hún yngsta barn þeirra hjóna. Systkini hennar hér talin: Kristján Tóm- asson, f. 21.6. 1894, d. 12.1. 1981; Guðjón Eiríkur Kristjáns- son, f. 5.8. 1903, d. 16.6. 1964; Hálfdanía Sigríður Kristjáns- Árið 1959 fluttist Sjana, eins og hún var kölluð, til Norðfjaðar og hóf störf við sjúkrahúsfö og starfaði þar meðan aldur leyfði. Á Norðfirði undi hún hag sínum vel og sagði ávallt, að það hefði verið hennar gæfa er hún fluttist þangað. Þar bjó hún sér hlý- legt heimili og eignaðist vini, en á dóttir, f. 1.6. 1905, d. 20.6. 1906; Mey- barn Kristjánsdótt- ir, f. 12.9. 1906, d. 18.10. 1906; Hálf- danía Sigríður Kri- stjánsdóttir, f. 16.7. 1909 og er hún nú ein eftirlifandi systkinanna, búsett í Kópavogi; Bjarni Kristjánsson, f. 13.2. 1911, d. 23.2. 1998; Kristjana Guðbjörg Krisljáns- dóttir, f. 15.12. 1913, d. 8.12. 1914. Útför Guðbjargar Kristjönu fer fram frá Eskiljarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Eskifjörð kom hún ávallt á sumrin og dvaldi þá á stundum hjá Stjána frænda sínum og Onnu, sem ávallt tóku henni vel, og ekki gleymdi hún að fara til Siggu frænku á Reyðar- firði. Þannig voru sumarfríin ýmist á Eskifirði eða Reyðaifirði. Þess á milli fannst henni óþarfí að ferðast á milli fjarða, nema því að það væri eitthvert sérstakt tilefni. Sjóndeildarhringur Sjönu var ekki stór, en það sem hann náði gerði hún sér að góðu. Það sem liðið var af þessu ári var Sjana mín búin að vera lasin og 1 þeim erfiðleikum átti hún ávallt skjól á sínum gamla vinnustað. Þangað leitaði hún og á starfsfólkið þar miklar þakkir skildar fyrir hlýju og góða umönnun í hennar garð. Ég kveð þig frænka. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Héðan skal halda heimili sitt keður heimilis prýðin í hinsta sinn. Síðasta sinn sárt er að skilja en heimvon góð í himininn. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér vinur. Far vel á braut Guð oss það gefi, glaðir vér megnum þér síðai' fylgja’ í friðarskaut. Sofðu rótt. (Vald. Briem.) Kristrún. þegar við komum til hans eftir að hann flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði fengum við litla kók og súkkulaði eins og við í okkur gátum látið, þetta fannst bömunum mínum mjög gam- an. Hann afi hefði ekki getað valið sér betri stað en Hrafnistu til að eyða ævikvöldi sínu á, þótt ég sé eins viss um að það hefði engu skipt hvar hann var því jákvæðari og þakklátari mann var örugglega eifitt að finna. Afi hafði gaman af því að spila brids og spunnust marg- ar góðar sögur í kringum það og sagði hann frá eins og honum einum var lagið og þá var oft mikið hlegið. Elsku mamma mín og systkini, ég veit að söknuður ykkar er mikill, en minningin um lífsgleði hans mun ylja ykkur um ókomin ár. Elsku afi minn, ég veit að þar sem þú hvílir nú, laus við allar þján- ingar, líður þér vel og ert búinn að hitta þá sem á undan þér eru farnir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég kveð þig með söknuði í hjarta elsku afi minn. Þín Svala. í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. (Sálmarnir 4:9.) Elsku afi. Takk fyrir stundirnar sem við áttum með þér. Gunnlaug og Hans, Blönduósi. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engill,svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við fengum að eiga með þér, það var alltaf svo gaman að koma til þín þú gafst okkur ailtaf kók og súkkulaði enda kölluðum við þig súkkulaði-afa. Sofðu rótt elsku langafi okkar. Steinunn Anna, Jenný Lind, Benjamín J. og Marta Karen. TOMAS GRÖNDAL + Tómas Gröndal ljölmiðlafræð- ingur fæddist í Reykjavík 27. maí 1955. Hann lést á Sahlgrenska-sjúkra- húsinu í Gautaborg og fór útför hans fram í Partille í Sví- þjóð 27. nóvember síðastliðinn. Tómas Gröndal varð 43 ára. Fyrir stuttu batt krabbamein enda á viðburðaríkan feril hans. Þær áætlanir sem við höfðum gert saman urðu skyndilega að engu. Lát hans er áfall fyrir Viðskiptaháskólann í Gautaborg. Eftir nám í upplýsinga- tækni og rekstri fyrirtækja hóf Tómas um 1980 framhaldsnám og rannsóknir í rekstri fyrirtækja og fjölmiðla við Viðskiptaháskólann. Fyrsta rannsókn hans var út- breiðsla myndbandstækninnar í Svíþjóð. Þar á eftir sneri hann sér með miklum árangi'i að því erfiða verkefni að mæla umfang auglýs- inga í Svíþjóð og lýsa þeim öflum sem ráða magni þeirra og skiptingu milli miðla. Starf hans leiddi af sér árlegar skýrslur um stöðu auglýs- inga í Svíþjóð og urðu þær eftirsótt- ar. í mælingum sínum sneri Tómas sér að aðferðafræðinni og varð brátt þekktur erlendis fyrir það. Framlög hans hafa orðið varanleg og eru hin miklu gæði alþjóðlegi'a mælinga á auglýsingum að verulegu leyti Tómasi Gröndal að þakka. í Svíþjóð fór starf Tómasar á auglýsingasviði sífellt vaxandi þar sem auglýsingar voru teknar upp í fleiri fjölmiðlum. Rannsóknir hans og ályktanir urðu mjög eftirsóttar. Umfang þessa starfs varð til þess að unnt reyndist að koma upp sjálf- stæðri stofnun utan skólans, IRM eða Stofnun um auglýsinga- og fjölmiðlaskýrslur. Tómas Gröndal varð dugandi fram- kvæmdastjóri IRM. Eftir rúmlega tíu ára mælingar og spá- dóma um auglýsingar fannst Tómasi rétt að snúa sér aftur að rann- sóknum og 1996 lét hann af störfum sem framkvæmdastjóri IRM. Við gerðum sam- eiginlegar áætlanir um rannsóknir, sem nú hafa skyndilega verið lagðar til hliðar. Samhliða rannsókn- ar- og þróunarstarfi annaðist Tómas Gröndal af lífi og list kennslu í aðferðum við sam- keppni í Viðskiptaháskólanum. Hann reyndist hafa óvenjulega hæfíleika á þessu sviði og var frá- bær fyrirlesari. Hann vakti áhuga nemendanna öðrum fremur og varð einn af eftirlætiskennui'um þeirra. Mörgum fannst að menn mættu ekki fara í gegnum Viðskiptaháskól- ann í Gautaborg án þess að hafa sótt samkeppniskennslu Tómasar Gröndal. Ekki var erfitt fyrir okkur starfsbræður hans að skilja vin- sældir hans meðal stúdenta. Við féllum líka fyrir hinum óvenjulega persónuleika hans og því hve aðlað- andi hann var. Hann var alltaf skemmtilegur hvort sem hann sagði frá nýjustu verslunarkeðjum Ameríku, sænskum auglýsingastof- um eða klassískum gítarsmiðum. Heima fór hann mjúkum höndum um Gibson-, Martin- og Fender- gitarana sína. Tómas Gröndal vann á sextán ár- um einstætt starf við kennslu og þróun. Við stöndum í mikilli þakk- arskuld við hann fyrir starf hans og félagsskap, syrgjum hann djúpt og hörmum að hann fékk ekki að gera drauma sína að veruleika. Karl Erik Gustafsson, pró- fessor í Viðskiptaháskólanum við Gautaborgarháskóla. Skilafrestur minning- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf gi-einin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.