Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN UM ÆRUMORÐ OG ÖNNUR MORÐ í kjölfar brunans á Kálfatjörn MÉR hnykkti nokk- uð við daginn eftir að Kálfatj amarhúsið brann öðru sinni, þeg- ar góður og gegn hreppsbúi, frændi minn, birtist á staðn- um þungur á brún og vændi okkur Kálfatjarnarfólkið um að hafa komið af stað orðrómi þess efnis, að ákveðnir aðilar hefðu kveikt í húsinu. Meðal annars spurði hann mig, hvort „okkur dytti í hug, að fullorðið fólk og þar á ofan frammámenn í hreppnum hefðu vitandi vits og viljandi kveikt í húsinu.“ Og enn sagði hann við mig: „Gerir þú þér grein fyrir því, Friðrik, að þótt morð sé Ijótur glæpur, þá er morð á æru fólks jafnvel enn verra, því með því verður það að lifa?“ Mér féll allur ketill í eld. Á ýmsu gat ég átt von en tæpast þessu og það á dánardægri frænda míns, heitins, þess orðvara og gætna heiðursmanns, Gunnars Erlends- sonar, bónda á staðnum. Eftir að hafa jafnað mig og reynt að átta mig á hvert maðurinn væri að fara með alvarlegum ásökunum sínum, komu efth-farandi atriði upp í huga minn: Eflaust hefði okkur orðið á að segja eitthvað, láta í ljós hugrenn- ingar og grun í hita leiksins og í hitanum frá bálinu þarna um nótt- ina, þegar húsið brann hið fyrra sinnið. En að það gæti hleypt af stað orðrómi á ásökunum á til- tekna aðila var ofar mínum skiln- ingi. Ég, fyrir mitt leyti, hafði greint örfáum einstaklingum frá Friðrik H. Olafsson ákveðnum atriðum varðandi bnma, sem varð steinsnar frá kirkjunni í austurátt 214 ári fyrr, m.a. því, að þar var talið, að kviknað hefði í útfrá sólargeisla í kók- flöskubroti, en um slíkt hafði ég efasemd- ir vegna veðurlags á brunadaginn. - Og ég hafði sagt við lög- reglumenn og líklega slökkviliðsmenn þarna á brunanóttina á Kálfatjöm, að það væri einstaklega óheppileg tilviljun, að sunnudaginn fyrir brunann, laust eftir klukkan 17, var sveitastjóra, fyrir hönd hreppsnefndar birt Máli þessu hefur verið faríð fram með lymsku- brögðum og baktjalda- makki, segir Friðrik H. Olafsson, þar sem Herdís Erlendsdóttir, ábúandi á Kálfatjörn, hefur verið virt að vettugi og réttur henn- ar fyrir borð borinn. stefna varðandi jörðina Kálfatjörn (og kem ég að tilurð þeirrar stefnu síðar) en kl. rúmlega 1 um nóttina eftir stóð húsið á Kálfatjörn í björtu báli. - Þá hafði ég orð á því við einhverja, að tveir svartklædd- ir ungir menn voru að væflast í nánd við afleggjarann að bænum, er við yfirgáfum staðinn undir myrkur á sunnudaginn, og flæmd- ust þeir undan, er reynt var að tala við þá. Það var því hálfgerður óhugur í okkur, er við héldum til afmælisveislu móður minnar. - Loks vil ég geta þess að við báðum um að lögregla vaktaði staðinn, þ.e. brunnið húsið á Kálfatjörn, í sólahring og gætti þess, að engir aðilar á vegum Golfklúbbs Vatns- leysustrandar né meirihluta hreppsnefndar, kæmu á staðinn. Þetta var gert af tveimur ástæðum af okkar hálfu: - í fyrsta lagi vegna þess, að okkur þótti sem fullskjótt hefði verið brugðist við að fella veggi húss þess í nágrenni kirkjunnar sem brann fyrir nokkrum misserum og áður er get- ið. Og í öðru lagi sökum þess að deilur hafa staðið undanfarið um túnið á Kálfatjöm, vegna hins ákveðna vilja golfklúbbs og meiri- hluta hreppsnefndai- Vatnsleysu- strandarhrepps, að gera þar golf- brautir um allar grandir. Þótti okkur að í ljósi þessa yrði slíkt jafnt í þágu beggja aðila. Eftir á að hyggja var þetta e.t.v. rangt mat hjá okkur og til þess fallið að valda misskilningi, en ég vil leggja á það ríka áherslu, að hér er í fyrsta sinn skýrt frá þessu opinberlega eða yf- irleitt af okkar hálfu. Hinsvegar virðist sem sólarhringsvaktinni, sem við fórum fram á, hafi að ein- hverju leyti verið áfátt, að minnsta kosti tókst húsinu að brenna öðru sinni nóttina eftir. Það var okkur mikið áfall og raunar óskOjanlegt, að húsið skyldi brenna aftur og þá til grunna, ekki síst eftir fullyi’ð- ingar slökkviliðs og lögreglu um að engin hætta væri á ferðum. Við Jólatilboð á hreinlætistækjum 20-50% afsláttur Hitastillitæki Huber, Mora, Grohe sturtutæki frá kr. 7.094 Baðtæki frá kr. 8.980. Biöndunartæki í miklu úrvali: Tveggja handa frá kr. 2.241 einnar handar frá kr. 4.543. Salerni með setu. Porsan frá kr. 10.640, Gustavsberg frá kr. 15.032, IFÖ frá kr. 16.944. ' ' fSWf- Stálvaskar 1 hólf frá kr. 5.790, 2 hólf frá kr. 6.260, 11/2 hólf frá kr. 10.799. Handlaugar Warneton, IFÖ á vegg frá kr. 2.795, í borð frá kr. 5.588. Skolvaskar frá kr. 3.098 Hornbað m. svuntu, kr. 54.352. Sturfuklefar og hurðir í miklu úrvali. Ofangreint er aðeins lítill hluti af úrvali okkar. ^ VATNS VIRKINN ehf ^yr Ármúla 21,108 Reykjavík, ~ grænt númer 800 4020, sími 533 2020 - bréfsími 533 2022. hefðum ugglaust staðið vörð sjálf, örþreytt sem við vorum, hefðum við ekki treyst mati þessara aðila, þar sem ýmislegt var heillegt úr innbúi og burðarviðir (sem reynd- ar voru merkilegir fyrir þá sök að þeir voru úr strönduðum skipum), bárujám og gluggar sýndist ekki mjög skemmt enda húsið nýendur- gert. En ég get sagt af heilum huga og vil undirstrika, að ekkert okkar Kálfatjamarfólks grunar nokkurn frammámann í hreppnum, né nokkum samsveitung yfirleitt, um að hafa verið viðriðinn branann á Kálfatjörn, hvað þá kveikt í þar. Slíkt hvarflar ekki að neinu okkar, og sé einhver orðrómur slíks á sveimi, get ég mælt fyrir munn okkar allra, að við hörmum það og viljum allt til vinna að kveða slíkt niður. Rannsóknaraðilar gáfu fljótlega út þá yfirlýsingu, að líklegast hefði kviknað í út frá rafmagni í kjall- ara, en það breytir ekki því, að við gætum haft gransemdir um, að einhverjir utanaðkomandi óláns- menn hafi brotist inn í húsið, látið greipar sópa og kveikt síðan í því, viljandi eða óviljandi. Annað eins hefur því miður gerst, og ýmislegt, sem ég rek ekki hér, hefur vakið þennan grun okkar og hann hefur fremur styrkst eftir að við fóram, líkt og fornleifafræðingar við upp- gröft, í gegnum 4 gáma fulla af ösku, koluðum plönkum og saman- kýttu járnadóti, skóflu fyrir skóflu - mér liggur við að segja skeið fyr- ir skeið - með árvökulum augum. Við fundum ýmislegt, s.s. skeiðar, gamla skartgripi (meira og minna ónýtt), hálfbrannar ljósmyndir og bréf, prjónaskap og fleira. En eftir stendur, að allt ævistarf aldinnar konu er þurrkað út, öll hennar búslóð, fatnaður, hannyrðir, auk margra dýrgripa frá fyrri tíð er horfið. Og líka það, sem okkur finnst skiýtið, að ekki finnst silfur- borðbúnaður með sérstöku munstri, ekki bakkar úr silfri og stáli, kertastjakar dýrmætir, né peysufataskart, möttull og fleira. Þá ekki rammgert járnkoffort, sem geymdi dýi-mætt frímerkja- safn og gamlar 78 snúninga plötur, né tangur eða tetur af 2 sjónvarps- tækjum, þó innvols úr útvörpum hafi fundist. Þetta finnst okkur gransamlegt sem og það að smekklás útidyra, sem fannst í öskunni, var læstur í opinni stöðu, þótt honum hafi verið lokað, er húsið var yfirgefið. Vegna alls þessa, viljum við, sem köllum okk- ur Kálftirninga, að málið verði rahnsakað til hlítar á þessum for- sendum. Og lái okkur hver sem vill. En nú langar mig að víkja að til- urð þeirrar stefnu er fyrr var getið og var birt viðkomandi síðla dags fyrir branann. Forsaga þessa máls er sú, að skömmu eftir að frændi minn, Gunnar Erlendsson, erfðabóndi á Kálfatjöm, lést fyrir 3 áram (11. nóvember 1995), fór systir hans, sem hafði alið þar allan sinn aldur, síðustu 40 árin sem bústýra og með búskap sjálf, fram á það við jarðadeild landbúnaðarráðuneytis- ins, að mega búa áfram á jörðinni og nytja hana. Var af þeirra hálfu, Nokkur verðdæmi: Salerni, baðker og handlaug frá kr. 24.107. Sturtubotnar frá kr. 3.556. Stálvaskar frá kr. 4.483. Sturtuhorn frá kr. 16.425. Sturtuklefar heilir frá kr. 39.082 o.m.fl. Hressið upp á heimilið fyrir jól!!! Jakkapeysuúrvalið er í Glugganum Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.