Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 79 BRÉF TIL BLAÐSINS Við viljum ekki verða fórnarlömb ölvunaraksturs Rað- greiðslur Frá Leifí Steini Elíssyni: NÝVERIÐ birtist í Morgunblaðinu bréf frá Guðvarði Jónssyni og var yf- irskrift þess „Hverjir búa við góð- æri?“ Ég er hlynntur því að menn komi skoðunum sínum á framfæri og tel að það sé af hinu góða, að sem flestir séu vel upp upplýstir um mál- efni liðinnar tíðar og líðandi stundar. Þegar menn taka sér penna í hönd og skrifa bréf sem á að koma fyrir al- menningssjónir er nauðsynlegt að fara rétt með og falla ekki í þá freistni að ýkja til þess að gera mál sitt athyglisverðara. Þess vegna er nauðsynlegt að leiðrétta útreikning Guðvarðar og benda á að útskýringar hans á viðskiptum þegar raðgreiðslm- koma við sögu eru einhliða. VISA ísland hefur um margra ára skeið boðið viðskiptamönnum sín- um, korthöfum og kaupmönnum, að nota raðgi’eiðslur í viðskiptum. Hafa þær reynst einkar vinsæll, öruggur og ódýr kostur. Korthafar sem hag- nýta sér raðgreiðslur VISA við kaup á varanlegum munum greiða al- menna skuldabréfavexti, lágan lán- tökukostnað (2-3%) auk 120 kr. færslugjalds. I sumum tilvikum þarf að gi-eiða stimpilgjald (1,5%), sem rennur til ríkisins. Guðvarður tekur dæmi og heldur því fram, sem alrangt er, að kostn- aður vegna raðgreiðslna fyrir 100.000 kr. úttekt til 24 mánaða sé 45.000 kr. Hið rétta er að heildar- kostnaður vegna slíks raðgi’eiðslu- samnings, miðað við núgildandi vaxtakjör (12,5% á ári) er 18.161 kr. Þarna hefur Guðvarður því ýkt um 148%. Hann segir að í þessu tilviki hefði staðgreiðsluverð verið 90 þús., þ.e. að 10% afsláttur hefði verið veittur. Það er rétt, að stundum veita kaupmenn staðgreiðsluafslátt, en það er líka rétt að margir kaup- menn líta á móttöku raðgreiðslu- samnings sem staðgreiðslu, enda um örugg viðskipti að ræða. Hann tekur annað dæmi um að maður kaupi sér bfl á eina milljón og greiði hann með raðgreiðslum til 36 mánaða og heldur því fram að kaup- andinn greiði að lokum 1 millj. og 400 þús. Einnig þar fatast Guðvarði reikningslistin, því hið rétta er, að miðað við núverandi vaxtakjör greiðir kaupandinn 1.240.205 kr., þ.e. liðlega 240 þús. í kostnað í stað 400 þús., sem er 66,5% hærra en hið rétta. Líta má svo á að hinn rétt reikn- aði kostnaður sé í raun greiðsla fyrir nýtingu búnaðarins, hvort sem um er að ræða sjónvarpið, ísskápinn, hljómtækin eða hjónarúmið, fyrir utan ánægjuna af því að geta notið hins keypta fyrr en ella. Svo má ekki gleyma því að sá sem staðgreiðir missir væntanlega af ávöxtun þeirra fjármuna sem hann innir af hendi við kaupin. Það er kaupandans að meta hvort það hagræði sem af því hlýst að fá vöruna afhenta strax sé þess virði sem upp er sett, m.a. með tilliti til hærra verðs vegna afborgunarvið- skipta. Raðgreiðslur VISA hafa einmitt leitt til þess að verulega fleiri einstaklingar geta notið ýmissa lífs- ins gæða fyrr en ella. Raðgi’eiðslur VISA eru, eins og að var stefnt, mjög hagkvæmur kostur þegar vör- ur eru keyptar með afborgunum. Virðingarfyllst. LEIFUR STEINN ELÍSSON, aðstoðarframkvæmdastjóri VISA íslands. : jCBi ^ VJvt UNDIR- ■r FATALÍNA ■ ■ H V Kringlunni S.553 7355 mieiini Frá hópum 82 og 83 í Reykjuvík hjá Sjóvá-Almennum: VIÐ ERUM 2 hópar sem voru á námskeiði ungra ökumanna hjá Sjó- vá-Almennum í Reykjavík og í lok nóvember. Við skoðuðum sérstaklega ölvun ökumanna í umferðinni og eitt af algengustu vandamálum ungra ökumanna, of stutt bil milli bfla. Ölvunarakstur Samkvæmt könnun sem Sjóvá-Al- mennar leggja fyrir okkur sem koma á námskeiðin viðurkenna 45% okkar að hafa ekið undh’ áhrifum áfengis. Við vitum nú að neysla áfengis skerð- h’ líkamlega og andlega hæfni okkai’ til að bregðast við þeim aðstæðum sem upp kunna að koma, því megum við aldrei aka eftir að hafa neytt áfengis. Setjum okkur þá reglu að skilja bflinn og bfllyklana eftir heima þegar við förum að skemmta okkur. Reynum að gera allt sem við get- um til að koma í veg fyrir að vinir okkar aki fullir, jafnvel beita þá harðræði, þeir munu þakka okkur það seinna. Við hvetjum leigubflastöðvar til að fleiri leigubílar séu fyrir hendi að nætmdagi. Og ekki myndi skaða að lækka verð á leigubílum. Við viljum ekki verða sjálf „fórnarlömb" ölv- aðra ökumanna og heldur ekki að aðrir verði okkar „fórnarlömb". Okk- ur þykir vænt um okkur sjálf, þess vegna ökum við ekki ölvuð. Bil milli bfla Samkvæmt skýrslum hjá Sjóvá- Almennum eru 26% allra tjóna í okk- ar aldushópi vegna aftanákeyrslna. Þar sem þessi tjón eru svo algeng og oft verða slys við aftanákeyrslur vilj- um við koma með nokkrar tillögur um það hvernig draga megi úr þeim. Bil á milli bíla þarf að lengja veru- lega en auðvitað þarf það að vera mislangt eftir hraða. Gott er að fylgja 1001-1002-1003 reglunni en hún gerir ráð fyrir að við séum 3 sekúndum fyrh- aftan næsta bfl. Ef við erum nær, er veruleg hætta á aftanákeyrslu. Hafa þarf mun meira bil í hálku, snjó og á blautum vegi en þegar að- stæður eru bestar og ekki er nóg að horfa á bílinn næst fyrir framan, heldur þá bfla sem þar eru fyrir framan. Margar aftanákeyi’slur verða vegna þess að við horfum eitthvað annað og sjáum ekki þegar bfllinn fyrir framan stöðvar. Því er um að gera að fylgjast betur með umferð- inni fyrir framan. Við þurfum að muna að fylgjast einnig vel með bflum sem eru fyrir aftan okkur og ekki hemla snöggt ÁFENGI hefur meiri áhrif á hæfni okkar sem ung erum og við þurfum minna af því til að verða óhæf sem ökumenn en þeir sem eldri eru og er það nógu slæmt hjá þeim. (Myndin er sviðsett.) nema brýna nauðsyn beri til. Við þurfum að hafa bremsuljós alltaf í lagi og fylgjast reglulega með þeim. Að lokum minnum við ykkur á að hafa ökuljós kveikt - alltaf. F.h. hópa 82 og 83 í Reykjavík, EINAR GUÐMUNDSSON, forvarnarfulltrúi Sj óvár-AImennra. LLOYII SKÓR FYRIR KARLMENN NYKOMIN SENDING Litir: Svartir • Stærðir: 40-46 Tegund: Siesta • Verð kr. 12.990 Yfir 50 tegundir til DOMUS MEDICA við Snorrabraut • Reykjovik Sími 551 8519 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8—12 • Reykjavík Sími 5689212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR ÍBÍM» Helgartilboð Stærðir 36-46 Verð áður kr. 7.995 Verð nú kr. 5.990 Ath. gildir um helgina eða meðan birgðir endast. Opið laugard. kl. 10-20, sunnud. kl. 13-18 Sendum í SKÓUERSLUN póstkröfu samdægurs KÚPAUOGS HflMRABORG 3 • SÍMI 55A 175fl Kápurfrá Hensel & Mortensen Jólagjöfin •t'^ Zr'jjjtjJujjáÍ Innspr.borð og stólar 83.780 stgr. Borð og stólar aðeins 137.300 stgr. Opið í dag 10-18, sunnudag 14-17 VISA □□□□□□ HUSGAGNAVERSLUN f BORÐSTOFUHÚSGÖGN f NÝ SENDING - MIKIÐ ÚRVAL ^ 36 raán. Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100 36 mán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.