Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 30
80 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eigur Nicolaes Ceausescu, fyrrverandi Rúmeníuleiðtoga, og eiginkonu hans boðnar upp á Netinu HLUTI pelsasafnsins. MAN-rútan, sem búin var sex símum m.a. á baðherberginu. ENGINN veit með vissu hversu miklum auði Nicolae Ceausescu, ein- ræðisherra í Rúmeníu, og eiginkona hans, Elena, höfðu náð að sanka að sér er þau kvöddu þennan heim í kúlnaregni á jóladag árið 1989. Hitt er víst að veraldleg ágirnd kommún- istaleiðtogans og konu hans var í senn hamslaus og smekklaus. Nú hafa stjórnvöld í Rúmeníu loks ákveðið hvað gera ber við eigur þeirra hjóna, þær verða boðnar upp á Netinu á næsta ári er tíu ár verða liðin frá þau Nicolae og Elena voru leidd fyrir aftökusveit. Þau hjónin voru klædd þykkum yfirhöfnum er þau flúðu undan æst- um múgnum í þyrlu af þaki bygg- ingar miðstjórnar rúmenska komm- únistaflokksins í Búkarest 22. des- ember 1989. Þau voru handtekin skömmu síðar, ekki langt frá höfuð- borginni. Efnt var til skyndiréttar- halda yfir þeim og þremur dögum síðar voru þau leidd út í bakgarð í herstöð þeirri þar sem þau höfðu verið í haldi og tekin af h'fi með miklu kúlnaregni. ,Anti-Kristur er allur,“ lýsti þulur rúmenska ríkisút- varpsins yfir er skýrt var frá því að „leiðtoginn" hefði verið drepinn ásamt eiginkonu sinni, sem Rúmen- ar lögðu jafnvel enn meira hatur á. Ýmsum spumingum er í raun enn ósvarað um rúmensku „byltinguna" fyrir réttum níu árum. Sannfærandi rök hafa verið leidd að því að hér hafi raunar alls ekki verið um byltingu að ræða heldur valdarán. Undirsátar Ceauseeus komust til valda og héldu þeim allt til ársins 1997 er stjómar- andstöðunni tókst loks að velta kommúnistunum gömlu úr sessi. Uppboð á næsta ári Allt frá því þetta gerðist hafa menn velt því fyrir sér hvernig ráð- stafa beri þeim mikla auði sem Ceausescu-hjónin komust yfir á 25 ára valdaferli sínum. Nú hafa ráða- menn í Rúmeníu ákveðið að hyggi- legast sé að bjóða gripina upp og ekki mun galtómum ríkissjóði veita af fjármunum þessum. Akveðið hefur verið að uppboðið fari fram um Netið á næsta ári. Hins vegar geta menn nú þegar kynnt sér það sem í boði verður og má fullyrða að margir munu renna hýra auga til margra gripa úr búi einræðisherr- ans. Skipta má uppboðinu í fernt. f fyrsta lagi verða bílar einræðisherr- Grænir pelsar og glæsivagnar Afráðið hefur verið að bjóða upp auðæfí Ceausescu-hjónanna rúmensku á Netinu. Asgeir Sverrisson skoðaði það sem í boði er og fékk augastað á ljósgráum leðurskóm. ans boðnir upp. Síðan verða a.m.k. þrír bátar seldir, þá fatnaður og loks aðrir gripir. Ekki er gert ráð fyrir að glæsihýsi og hallir þær sem Ceausescu-hjónin héldu til í verði seldar að þessu sinni og hið sama mun gilda um listgripi ýmsa sem þau áttu og vom margir hverjir úr hófi fram ósmekklegir. Gjöf frá Nixon Bílarnir munu vafalaust freista margra. Mesta athygli mun trúlega vekja Buick Electra 225 árgerð 1975 sem Richard Nixon færði Ceausescu að gjöf er hann sótti hann heim árið 1976. Ceausescu naut lengi umtals- verðrar virðingar á Vesturlöndum og réði þar mestu sú ákvörðun hans að taka ekki þátt í innrás Varsjárbanda- lagsríkjanna í Tékkóslóvakíu 1968. Buickinn er óvenju glæsilegur vagn, búinn V8 vél sem eyðir 28 lítr- um á hverja hundrað kílómetra. Vagninn er aðeins ekinn um 12.000 kílómetra. Annað magnað og sögulegt öku- tæki verður boðið falt en það er fyrsti Dacia-bílinn sem framleiddur var í Rúmeníu. Ceausescu var ákaf- lega stoltur af bflaíramleiðslunni enda boðaði hann lengi að Rúmenar ættu með öllu að vera óháðir öðram þjóðum. Dacia-bílinn sem er frá ár- inu 1965 minnir raunar mjög á DAF-bfla og þaðan var teikningin BUICK-bifreiðin sem Nixon gaf Ceausescu. SKÓR einræðisherrans verða boðnir upp. vísast komin. Bflinn er aðeins ekinn rúmlega 33.000 kflómetra og með fylgir varadekk og útvarp af gerð- inni SINAIA. Síðar framleiddu Rúmenar Dacia-bfla samkvæmt eig- in teikningum og höfðuðu þau öku- tæki mjög til skopskyns margra. „Leiðtoga-rúta“ með sturtuklefa Annan glæsivagn er þarna og að finna, Mercedez Benz 350SL sport- bfl, árgerð 1973. Þennan bfl pantaði Ceausescu hjá Benz-verksmiðjunum og var hann ætlaður dóttur hans, Zoe. Þetta er 200 hestafla, sérbúinn sportbfll og hann er aðeins ekinn 4035 kflómetra. Hápunktur bflauppboðsins hlýtur þó að vera sérútbúin „leiðtoga-rúta“ sem MAN fyrirtækið færði Ceausescu að gjöf. Bfllinn er dökk- rauður og innréttingin lyginni lík- ust. Þarna er að finna rúmstæði, baðherbergi, sturtuklefa, salerni fyrir starfsfólk, eldhús og „stofu“ búna hægindastólum. Athygli vekur að bflinn er búinn sex símum og gat einræðisherrann gefið fyrirskipanir beint úr sturtuklefanum. Auk þessara bíla verða boðnir upp sérhannaður Hilmann, árgerð 1974, sem smíðaður var í íran og Reza Pa- hlavi keisari gaf Ceausescu og veiði- bfll einræðisherrans, Volkswagen- jeppi, árgerð 1971, sem er sérstak- lega búinn til veiðiferða en þær vora helsta gaman leiðtogans. Bflinn er m.a. búinn sérstakri skotvopna- geymslu og skotgötum þannig að unnt er að hleypa af beint úr aftur- sætinu. Þessi bfll er aðeins ekinn 6.250 kflómetra. Lúxusbátar og pelsasafn Ceausescu-fjölskyldan hafði af því mildð yndi að líða um á glæsibátum sínum á vötnunum lygnu í nágrenni höfuðborgarinnar. Almenningi var að sjálfsögðu bannað að vera þar í nágrenninu og sá öryggislögreglan illræmda, Securitate, um að halda forvitnum í hæfilegri fjarlægð. Tveir bátai- „Snagov 1“ og „Snagov 2“ verða seldir á næsta ári. Þetta eru rúmgóðir, vel búnir og glæsilega inn- réttaðir bátar. Að auki verður hrað- báturinn „Rockets" (skýringu vantar á nafninu) seldur hæstbjóðanda. Ceausescu-hjónin vora annáluð fyrir smekkleysi og það gilti einnig um klæðaburð þeirra. Mikið af fatn- aði verður seldur sem og mökkur skópara en bæði voru þau hjónin ástríðufullir skósafnarar. Heimsæki menn uppboðshaldarana á Netinu má sjá á einni myndinni hluta af safni leiðtogans og vekja gráir leð- urskór sérstaka athygli bæði sakir litar og lögunar. Pelsasafn eiginkon- unnar verður og selt og munu marg- ir vafalaust ágirnast grasgrænan loðfeld einn, sem hlýtur að teljast einstök flík. Þá er og þama að finna kápu úr blálituðu hlébarðaskinni, sem ábyggilega verður slegist um. Svo virðist sem kvikmyndasafnið verði ekki boðið upp en Ceausescu safnaði myndum um hárlausa lög- regluforingjann „Kojak“. Eiginkon- an horfði hins vegar einkum á myndbönd sem sýndu ástalíf undir- manna þeirra og Securitate tók upp með leynd fyrir hana. Bflarnir hraðskreiðu dugðu skammt og þykkur fatnaðurinn kom Ceasuescu-hjónunum að litlum not- um er þau voru leidd fyrir aftöku- sveitina. „Þið fluttuð inn matvöru og rándýran munaðarvarnig frá útlönd- um. Þið rænduð fólkið Þið eruð ásökuð um glæpi gegn þjóðinni," sagði „saksóknarinn" í máli þeirra áður en dómurinn var upp kveðinn. Hluta þessa varnings geta menn nú skoðað á Netinu. Slóðin er www.ines.ro. 1 Myndlampi Black Matrix ’ 50 stöðva minni ’ Allar aðgerðir á skjá 1 Skart tengi • Fjarstýring ’ íslenskt textavarp . A öllum tækjum er öryggi sem slekkur á sjónvarpinu þegar útsendingu lýkur! A» Myndlampi Black Matrix • 100 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi 1 Fjarstýring ■ Aukatengi f. hátalara ■ Islenskt textavarp 1 Myndlampi Black Matrix ’ 50 stöðva minni ■ Allar aðgerðir á skjá ’ Skart tengi • Fjarstýring ■ Islenskt textavarp BRÆÐURNIR BEKO fékk viðurkenningu í hinu virta breska tímariti WHAT VIDEO sem bestu sjónvarpskaupin Lá g m ú 2800 Umbobsmenn um allt I a n d Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi. Vestflrölr: GeirseyrarbúÓin, Patreksfiröi. Rafverk.Bolungarvlk.Straumur.lsafiröi. Noröurland: Kaupfélag V-Hún.,Hvammstanga. Hegri.SauÖárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA, Lónsbakka. KEA.Dalvík. Kaupfólag Vopnfiröinga, Vopnafiröi. Austurland: Vélsmiöja Hornafjaröar, Hornafiröi. KHB, Egilsstööum. Kaupfélag Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. Kaupfólag Stööfiröimga, Stöövarfiröi. Suöurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavík. Rafborg.Grindavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.