Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 11 FRÉTTIR Einar Oddur Kristjánsson segir áform um afnám krókakerfís byggjast á blekkingum sjávarútvegsráðherra Ef aflamarkskerfíð stenst þá stenst krókakerfíð EINAR Oddur Kiistjánsson, al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra hafi beitt blekking- um til að fá lagt fram á Alþingi það fmmvarp, sem ríkisstjórnin hefur kynnt til breytingar á lögum um stjóm fískveiða í framhaldi af dómi Hæstaréttar í máli Valdimars Jó- hannessonar gegn ííkinu. Hann segir fmmvarpið aðfór að byggðun- umsem byggja á útgerð ki-ókabáta. Astæður þessara viðhorfa Ein- ars Odds era þær að í framvarpinu er gert ráð fyrir að sóknardaga- kerfi krókabáta verði afnumið og smábátar allir færðir í aflamarks- kerfi. Hann telur að ef menn era þeirrar skoðunar að dómur Hæsta- réttar hafi ekki sett ákvæði 7. greinar laganna um úthlutun afla- heimilda í uppnám sé engin ástæða til að ætla að hann hafi frekar sett krókaleyfiskerfið í uppnám. Þau atvinnuréttindi, sem felist í kvóta- kerfinu og sóknardagakerfinu séu sambærileg. Berst gegn málinu af fullri heift „Ég lét bóka það eftir mér á fundi þingflokksins að ég mundi berjast gegn þessu af fullri heift af því að þetta er aðför að byggð- unum. Frumvarpið eyðileggur rekstrargrundvöll þeirra skipa sem hafa staðið að þessum byggð- um,“ segir Einar Oddur um þær ráðagerðir að færa smábáta inn í aflamarkskerfið. Einar Oddur sagði að ríkis- stjómin teldi réttilega að hún yrði að bregðast við dómi Hæstaréttar og breyta vegna hans 5. grein laga um stjórn fiskveiða því sam- kvæmt dóminum sé óheimilt að synja um veiðileyfi á grandvelli greinarinnar. „Það er viðhorf ríkisstjórnar- innar, og ég er mjög sammála því, að það varð að gera þetta til að vernda atvinnurétt- indi þeirra, sem nú hafa leyfí til að veiða. Ég hins vegar segi að ef 7. grein laganna heldur, sem ég vona eins og ríkisstjórnin að hún geri, og ef hún get- ur vemdað atvinnurétt- indi þeirra sem era á aflamarki, sem byggist á því andlagi að þeim er úthlutað ákveðnu magni af fiski, þá getur þessi sama grein vemdað atvinnuréttindi hinna, sem eiga at- vinnuréttindi, sem byggjast á þvi andlagi að þeim er úthlutað ákveðnum tímaeiningum, ákveðn- um dögum. Það eina sem þarf að gæta að gagnvart þeim, sem hafa atvinnu- leyfi sem byggist á tímaeiningu, er að sóknargeta þess flota vaxi ekki,“ sagði Einar Oddur. Hann sagði að allir möguleikar væra til að hafa stjóm á sóknargetunni. „Annars gengur dómurinn út á að það megi ekki stjóma landinu yfirleitt. Ef menn telja sig þurfa tíma til þess þá geta þeir hreinlega bannað framsal þessara heim- Oda meðan verið er að vinna að því.“ Gríðarlegt tjón Einar Oddur sagð- ist langt í frá einn á báti í þingflokki sjálf- stæðismanna í ein- dreginni andstöðu við frumvarpið og sagðist vita að mikil andstaða væri einnig gegn mál- inu í Framsóknar- flokknum. Hann sagð- ist ekki hafa lent undir í þingflokknum. „Það var beðið um heimild til að leggja fram framvarp um málið, sem var mjög biýnt, það var ekki farið fram á annað. Það var engin atkvæða- greiðsla um efni málsins. I hvorug- um þingflokknum," sagði hann. Um framhald málsins sagði hann: „Ég tel að okkur beri nú að gera mönnum grein fyrir því hve gríðarlegt efnahagslegt og félags- legt tjón það er sem þjóðfélagið verður fyrfr ef menn láta þetta ganga svona fram,“ sagði hann. Hann sagðist ekki tráa öðra en frumvarpið tæki veralegum breyt- ingum áður en það kemur til at- kvæðagreiðslu í þinginu. Hatursmenn krókakei-físins notuðu tækifærið Einar Oddur sagðist hafa sagt Þorsteini Pálssyni sjávarútvegs- ráðherra að hann teldi það blekk- ingu af hans hálfu að menn væru til þess neyddir að standa að breytingum á þennan hátt á grundvelli dómsins. „Þeir sem voru hatursmenn krókakerfisins notuðu sér tækifærið vegna þessa dóms til að kála krókakerfinu. Þeir voru bara að nýta sér tæki- færið. Þeir hafa líka sagt miklar sögur af því hve gríðarlegur afli hafi komið upp úr þessum skipum. Sannleikurinn er að það hefur undanfarið verið óvenjumikil fiski- ganga á grunnslóð við Breiðafjörð, Vestfirði og Snæfellsnes og óvenjulega gott tíðarfar til að stunda veiðar á krókabátum. Það er fjarstaða að ætla að framreikna þetta sem einhverja aukningu, sem menn geta átt von á um alla framtíð, heldur vita allir að sjó- sókn á Islandi er háð miklum sveiflum vegna fiskgöngu og veð- urfars. Sá umframafli, sem borist hefur að landi á undanförnum ár- um er algjörlega innan skekkju- marka,“ segir Einar Oddur Krist- jánsson. Einar Kr. Guðfinnsson Menn hljóta að leita ann- arra leiða EINAR Kr. Guðfinnsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, er mótfallinn þeim ákvæðum fram- varps ríkisstjórn- arinnar sem snúa að útgerð smá- báta. „Með úrskurði Hæstaréttar var grandvellinum kippt undan því fiskveiðistjórnar- kerfi smábáta sem við höfum haft, að því leyti að forsenda þess var útgáfa tak- markaðra veiðileyfa. Það lá því al- veg í augum uppi að það þyrfti að taka þessi mál til gagngerrar end- urskoðunar strax og dómurinn lá fyrir,“ segir Einar. „Ég er þeiraar skoðunar að fram- varp ríkisstjórnarinnar hitti ekki á þá lausn sem við getum sætt okkur við hvað þennan hluta flotans varð- ar. í því sambandi má benda á að ýmsar byggðir landsins, ekki síst þær byggðir sem veikast hafa stað- ið, hafa verið að bregðast við í nauð- vöminni með því efla útgerð minni báta, bæði dagabáta og þorskafla- hámarksbáta, og það sjá það allir að þessi útfærsla rýrir mjög hlut þess- ara byggðarlaga. Ég trái því ekki að það verði nokkum tíma niður- staða Alþingis að leysa þannig úr þeim vanda, sem skapaðist við dóm Hæstaréttar, að það hitti sérstak- lega fyrir veikustu byggðimar og þennan útgerðarflokk. Menn hljóta að leita annarra leiða og þær leiðir era til,“ segii' Einai'. Einar Oddur Kristjánsson Einar Kr. Guðfinnsson Yfírlýsing- frá prófessorum við Háskóla Islands VIÐ undirritaðir prófessorar í Há- skóla Islands teljum, að dómur Hæstaréttar í máli Valdimars Jó- hannessonar gegn íslenska ríkinu vegna synjunar sjávarútvegsráðu- neytisins á leyfi til fiskveiða marki þáttaskil. Dómur Hæstaréttar kveður á um, að núgildandi lög um stjórn fiskveiða brjóti gegn jafn- ræðisreglum í stjórnarskrá lýð- veldisins. Alþingi ber skylda til að hlíta dómi Hæstaréttar og breyta þessum lögum á þann veg, að út- hlutun fiskveiðiheimilda samiým- ist ákvæðum stjórnarskrárinnar um jafnræði þegnanna gagnvart lögum og að ákvæði laga um sam- eign íslensku þjóðarinnar á nytja- stofnum á Islandsmiðum sé virt. Hæstiréttur Islands hefur með þessum dómi stigið mikilvægt skref í þá átt að marka dómsvald- inu aukið sjálfstæði gagnvart lög- gjafarvaldi og framkvæmdavaldi og skerpa með því móti þá þrí- skiptingu valds, sem er hornsteinn í stjórnskipan lýðveldisins. Agnar Ingólfsson Ágúst Kvaran Álfrán Gunnlaugsdóttir Amór K. Hannibalsson Ástráður Eysteinsson Bragi Árnason Brynjólfur Sigurðsson Eggert Briem Einar Árnason Einar Sigurbjörnsson Einar Stefánsson Eiríkur Rögnvaldsson Efríkur Steingrímsson Elías Olafsson Gísli Gunnarsson Gísli Pálsson Guðjón Axelsson Guðmundur Eggertsson Guðmundur Georgsson Guðmundur Gunnar Haraldsson Guðmundur K. Magnússon Guðmundur Pétursson Guðmundur Ragnar Jónsson Guðni Ágúst Alfreðsson Gunnar Karlsson Gunnar Sigurðsson Gunnar Þór Jónsson Gunnlaugur Geirsson Gunnlaugur Jónsson Hafliði P. Gíslason Halldór I. Elíasson Halldór Þormar Hannes Blöndal Hannes Pétursson Haraldur Ólafsson Helga Ki'ess Helgi Valdimarsson Hjalti Hugason Höskuldur Þráinsson Hrafn Tulinius Inga Þórsdóttir fngjaldur Hannibalsson ^JiJflhann Á. Sigurðsson ' * .Iþhann Axelsson ' y Jóhann P. Malmquist Jón Atli Benediktsson Jón Bragi Bjarnason Jón G. Friðjónsson Jón Karl Friðrik Geirsson Jón Ó. Skarphéðinsson Jónas B. Magnússon Jónas Elíasson Jónas Hallgrímsson Jörundur Svavarsson Júlíus Sólnes Kristín Ingólfsdóttir Kristján Ámason Lárus Thorlacius Leifur Símonarson Loftur Guttormsson Magnús Jóhannsson Magnús Þór Jónsson Njörður P. Njarðvík Ottó J. Bjömsson Páll Jensson Páll Valdimarsson Peter Holbrook Pétur A. Maack Pétur Pétursson Ragnar Sigbjörnsson Reynir Geirsson Robert Cook Rúnar Vilhjálmsson Sigfús Þór Elíasson Sigrúti Aðalbjarnardóttir Sigi’ún Klara Hannesdóttir Sigurður Brynjólfsson Sigurður Erlingsson Sigurður Steingrímsson Sigurður Steinþórsson Snjólfur Ólafsson Stefán Arnórsson Stefán B. Sigurðsson Stefán Ólafsson Steingrímur Baldursson Svanur Kristjánsson Sveinn Skorri Höskuldsson Tór Einarsson Vésteinn Ólason Viðai' Guðmundsson Vilhjálmur Árnason Þóra Ellen Þórhallsdóttir Þorbjörn Broddason Þórdís Kristmundsdóttir Þórður Eydal Magnússon Þórður Harðarson Þórður Runólfsson Þorkell Jóhannesson Þorleifur Einarsson Þorsteinn Gylfason Þorsteinn Helgason Þorsteinn Loftsson Þorsteinn Vilhjálmsson Þorvaldur Gylfason Örn Helgason í skýringum kemur fram að fjöldi starfandi prófessora við Há- skóla Islands sé rösklega 150. Und- ir yfirlýsinguna rita 105. Tekið er fram að þar sem kennslu sé lokið á haustmisseri hafi ekki náðst í all- marga prófessora, einkum þá sem eru erlendis, svo þeim hafi ekki gefist færi á að rita undir yfirlýs- inguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.