Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 45 Brotist inn með Palm- Pilot PALMPILOT lófatölvan er til margs brúkleg og reyndar eru menn sífellt að fínna upp á nýj- um og nýjum leiðum til að hag- nýta hana. Á Netinu er hægt að fínna fjölda vefsíðna sem helgaðar eru tölvunni og fomt- un fyrir hana og mikil jákvæð samkeppni er um að fínna frumlegustu lausnina á ólíkleg- ustu vandamálum. Fyrir skemmstu komst í hámæli að nota mætti tölvuna til að brjót- ast inn í bíla. Á PalmPilot tölvunum er innrautt tengi sem ætlað er til að senda upplýsingar á milli PalmPilot tölva, senda upplýs- ingar i stærri tölvu og taka við upplýsingum þaðan. Innrauða tengið er einnig hægt að nota til að stýra sjónvarpstækjum sem notast við innrauða fjar- stýringu og sérstakur hugbún- aður er til sem auðveldar þetta og sækja má á Netið. I vikunni kom síðan úr kafínu að hægt er að nota hugbúnaðinn til að gera meira, því á einfaldan hátt er hægt að forrita tölvuná til þess að opna bíla sem nota inn- rauða fjarstýringu á samlæs- ingu. I tímaritinu New Scientist er sagt frá því að blaðamaður á PC World hafí komist að þessu fyrir tilviljun þegar hann var að leika sér með PalmPilot- tölvu og fjarstýringu á samlæs- ingu bifreiðar kunningja síns. Fróðir hafa getið sér til um að um 5-10% bifreiða séu með læsingu sem brjóta megi upp á þennan hátt, en vilja ekki gera of mikið. úr málinu, enda séu flestar nýjustu gerðir slíki-a læsinga með talnalás sem breytist eftir hverja notkun. Fyi'ir vikið sé ei’fitt er að geta sér til um réttu talnarununa og tæki öfluga tölvu mánuði að brjóta upp. Undanfarin ár hafa þjófar komið sér upp búnaði til að brjóta upp bifreiðar með innrauðri læsingu, en slík app- aröt eru dýr og fáséð. Pal- mPilot er aftur á móti vin- sælasta lófatöla heims og væntanlegur sérstakur magn- ari til að auka næmi innrauða tengisins sem gera myndi hvinnskum mögulegt að bíða átekta hjá og taka upp á tölv- una endurkast af bifreiðinni þegar notandinn opnar með fjarstýringunni. GMM& MARGMIðLUN anlega bara vísir að því sem koma skal, þegar allir verða með lítinn og ódýran MP-spilara í vasanum. Sem vonlegt er kunna höfundar- réttareigendur því illa ef menn fara almennt að dreifa tónlist án þess að greiðsla komi fyrir, en sumir tónlistarmenn hafa reyndar tekið þróuninni vel. Þeir segja sem svo að MP3-gagnasniðið auðveldi þeim að dreifa eigin tónlist; þeir geti sett upp vefslóðir og selt stök lög eða jafnvel heilar plötur og fengið í sinn hlut mun meira en þeir fá í dag. Þannig geti tónlistar- maður selt yfir netið breiðskífu á 300 kr. sem renni óskipt í lians vasa í stað þess að hann fái 100 kr. af plötu sem seld sé á 1.000 kr. Áður hefur verið sagt frá MP3- spilara á þessum stað, svoiiefnd- um MPMan, sem kóreska fyrir- tækið Saelian hefur selt undan- farna mánuði. Upplýsingar um tækið má fá á slóðinni www.mpm- an.com/ og þar er hægt að kaupa sér tæki fyrir um 20.000 krónur. Saehan hyggst kynna nýjar gerðir MPMan eftir áramót, þar á meðal MP-F30, sem er með 64 MB innra minni sem þýðir að í því má koma fyrir allt að 4 klukkustundum af tónlist. Meðal merkilegra nýjunga í því tæki er að í því er innbyggð- ur hljóðnemi og hægt að taka upp allt að fjórum ktukkustundum af talmáli. Að sögn talsmanns Sa- ehans kemur MP-F30 á markað í janúar og skömmu síðar enn ný útgáfa, MP-HIO, sem verður með 2,1 GB minni og getur því rúmað 500 lög, tæpa níu klukkutíma af tónlist. Sá alli'abesti LEIKUR Zelda: Ocarina of Time Leikur frá Nintendo fyrir Nintendo 64-IeikjatöIvuna. Leikurinn styður Rumble Pak. NINTENDO hefur verið að auka umsvif sín á leikjamarkaðinum hægt og sigandi síðan Nintendo 64 kom út. Margir afar vinsælh- titlar hafa kom- ið út og verið vel tekið. Einskis leiks hefur þó verið beðið með jafnmikilli eftirvæntingu og Zelda: Ocarina Of Time sem er framhald af hinni ótrú- lega vinsælu Zelda-leikjaseríu fyrir Nintendo. Leikurinn á sér stað fyrr í tíman- um en allir Zelda-leikh- sem hafa verið gefnir út til þessa, þegar Link, söguhetja leiksins, er enn lítill strák- ur. Um leið og hvert barn í Kokiri, þorpinu þar sem Link ólst upp, er orðið nógu gamalt fær það blómálf sendan frá hinu mikla Deku-tré í miðju skóginum. Þegar Link loks fékk sinn blómálf, síðastur sinna jafnaldra, færði blómálfurinn honum skilaboð um að hið mikla tré vildi tala við hann. Þegar Link kemst að trénu kemst hann að því að óþekkt dýr hefur hertekið það og það er nú fullt af mannætuplöntum og illþýði. Link ákveður að komast til botns í málinu og drepur dýrið sem meitt hafði tréð. Þegar hann hefur drepið dýrið fær hann þau boð frá trénu að hann eigi að taka helgan stein og fara með hann til gamals manns. Við það byrjar leikurinn af alvöru. Heimurinn sem leikurinn á sér stað í er án vafa sá allra stærsti sem gerður hefur verið fyrir leikjatölvu- leik til þessa, Link getur talað við ógrynni af fólki sem næstum aldrei segir það sama, ótrúlegt magn af óvinum og hefur ótrúlega marga nýja staði til þess að fara á. Síðar í leiknum kemst Link að því hægt að búa til heil lög með henni. Þegar Link fer að veiða hins vegar, er það svo fullkomið að flest önnur leikjafyi'ir- tæki myndu gefa það út sem sér leik. Grafíkin í Zelda er afar góð og gaman er að sjá í eitt af fáum skiptum í leikjatölvum að það eru hvergi neinar villur þai- sem til dæmis sést í gegnum veggi eða hægt er að hlaupa í gegnum hluti og svo framvegis. Einnig er af- ar flott hvernig hlutir sjást' í fjarska eins og fjöll og; annað, öll umkringd móðu og eftir þvi sem sólin fer hærra á himninum sjást! þau betur. I ljósi sögu Zelda-leikjanna passar sagan vel í leiknum. Hún virðist kannski vera heldur flókin í fyrstu, en þegar nánar er að gáð passar allt eins og flís við rass. Zelda er einn sá allra besti RPG- leikur sem komið hefur út til þessa og sá allra besti sem gefínn hefur verið út fyrh- Nintendo 64. Ingvi Matthías Árnason Utgefendur í vondum málum RIO-SPILARI Diamond Multi- media er þegar kominn á mark- að og kostar um 15.000 krónur vestan hafs. yrði kannað, en RIAA krafðist þess að tækið verði flokkað sem upptökutæki og því verði fram- leiðendur að greiða til samtaka höfundarréttarhafa fyrir hvert tæki sem framleitt verður aukin- heldur sem þeir verða að tryggja að ekki sé hægt að nota tækið til að fjölfalda tónlist. Eftir að hafa kynnt sér málið betur felldu dóm- arinn aftur á móti bannið úr gildi og nú hamast Dimaon sem mest það má við að koina á markað spil- araranum, en RIAA situr eftir með sárt ennið. Það að Samsung sé að slást í hóp framleiðenda á MP3-spilunim er meirháttar tíðindi og er vænt- hvemig hann á að nota litla flautu sem leikur- inn dregur reyndar nafn sitt af, því ocar- ina þýðir leirflauta. Hann hefur átt flaut- una frá fæðingu og kemst að því að hann getur notað hana til að ferðast um tímann. Otrúlegt er að fylgjast með því hvemig Link ferðast í tíma og hittir fólk sem hann hafði þekkt þegar hann var lítill og hvernig viðmót þess breytist ásamt útliti. Gott dæmi um hversu mikil vinnu hefur verið lögð í leik- inn er til dæmis þegar Link getur fyrst riðið hestinum sem hann eign- ast. Greinarhöfundur eyddi til dæm- is rúmum 40 mínútum bara í að leika sér á hestinum því það vai' svo gam- an. Sömu sögu er að segja um hvern- ig hann spilar á flautuna og þegar hann er að veiða. Flautan vh'kar al- veg eins og alvöru flauta og ef fólk kann á flautu er FLESTIR sem hafa flækst um Net- ið kannast við MP3-skjöl, en MP3 er orðið ráðandi gagnasnið á tón- list á Netinu. Það hefur ýmsa kosti, þar á meðal að með því má þjappa tónlist niður um allt að 12:1 og því hægt. að koma mörgum plötum fyrir á einum geisladiski, 10 til 15 eftir þjöppuniuui, senda í tölvupósti eða vista á vefsíðu og leyfa hverjuin sem vill að sækja sér. Hængurinn á MP3 er helstur sá að mati útgefanda að einfalt er að búa til MP3-skjöI, til að mynda með forritum eins og Music Juke- box, sem les tónlistardisk og breyt- ir jafnóðuni í MP3-skrár á met- hraða, fjölfalda MP3 skjöl og dreifa til þess sem vill, enda má segja að nánast alla tónlist sé hægt að komast yfír á netinu fyrir ekki neitt, ef menn vita hvar á að leita. Þannig er til að mynda hægt að sækja sér nýjan geisladisk Marilyn Manson, var reyndar hægt áður en diskurinn kom á almennan mark- að, og hlusta á í tölvu með liljóð- korti. Síðan er til grúinn allur af forritum sein breyta MP3-skjölum í hefðbundið WAV-tónlistarsnið og síðan má brenna á geisladisk sem hægt er að spila í hvaða geislaspil- ara sem er. Þessi þróun fór að mestu leyti framhjá útgáfufyrir- tækjum þar til þau vöknuðu upp við vondan draum; ekki aðeins var MP3 orðið allsráðandi, held- ur voru farnir að koma á markað MP3-spilarar sem voru svo handhægir að stinga mátti þeim í bijóst- vasa. Fyrir skömmu lauk mála- ferlum vestur í Bandaríkjunum þar sem samtök höfundarréttar- eigenda reyndu að koma í veg fyr- ir að Diamond flilutafyrirtækið setji á markað MP3-spilara. Fleiri vilja þó sækja inn á það svið; í vik- unni kynnti Samsung fyrirætlanir sínar um slíkt apparat. Fyrsta stórfyrirtækið sem kynnir MP3-spilara Samsung er fyrsta stórfyrirtæk- ið sem kynnir MP3-spilara en þau eiga fjölmörg eftir að fylgja í kjöl- farið, ef að líkum lætur. Höfund- arréttarsamtök útgefenda og tón- listarmanna vestan hafs, RIÁA, hafa hamast að MP3 dreifingarað- ilum, sem hafa og margir verið á gráu svæði. RIAA fór í mál við Di- amond fyrirtækið, sem hefur með- al annars haslað sér völl í skjá- og hljóðkortum fyrir tölvur, og krafðist banns við fyrirhuguðum spilara sem Diamond kallar Rio. Dómari féllst á tímabundið bann á dreifingu á tækinu á meðan málið BT BYÐUR ALLTAF BET Celine Dion These are special times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.